Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Ég verð að játa að mér brádálítið þegar ég settinýjan hljómdisk Geir-mundar Valtýssonar, Jólastjörnur, í hljómtækin og heyrði í fyrsta laginu dæmigerða sveiflu-tónlist, sem kennd hefur verið við Skagafjörð, en á raunar rætur að rekja í skandinavíska „swing“ tónlist- arhefð. Ekki laust við að fiðringur færi um „tjútt- fótinn“. Mér fannst ég hafa heyrt þetta lag áður í flutningi Geirmundar, en textinn bar þess glöggt vitni að „sveiflukóngurinn“ var kominn í jólaskap. Því fer þó fjarri að disk- urinn sé allur í „skagfirskri jóla- sveiflu“, því uppistaðan eru fallegar og vel samdar ballöður, sem marg- ar hafa alla burði til að verða sígild jólalög. Í því sambandi vil ég nefna lögin „Jólaljós“ og „Gleðileg jól“ í flutningi Helgu Möller, „Jólastjörn- ur“, sem þau Sigga Beinteins og Páll Rósinkrans flytja, „Ljósið“ í flutningi Berglindar Bjarkar Jón- asdóttur og „Jólin“, sem Ari Jóns- son syngur. Fleiri lög af þessum diski mætti nefna, en hér er ég auð- vitað að „skjóta út í loftið“ því vegir vinsældalistanna eru órannsakan- legir, og vísast fer það mest eftir því hvort einstök lög fá nægilega „spilun“ á öldum ljósvakans. Margt jákvætt má um þennan jóladisk Geirmundar segja. Fyrir það fyrsta er þarna saman komið úrvalslið tónlistarmanna: Gulli Briem á trommur, Finnbogi Kjart- ansson á bassa, Magnús Kjart- ansson á píanó, Kristinn Svav- arsson á saxófón, Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Rögnvaldur Val- bergsson á Hammond, að ógleymd- um Vilhjálmi Guðjónssyni, sem leik- ur á hin ýmsu hljóðfæri, allt frá gítar og saxófón upp í klukkuspil, auk þess sem hann annast hljóm- sveitarstjórn, útsetningar og hljóð- blöndun. Sannarlega fjölhæfur tón- listarmaður, Villi Guðjóns. Enn fremur bregður þarna fyrir Sig- urgeiri Sigmundssyni á pedal- stálgítar. Auk söngvaranna, sem áður eru nefndir, koma við sögu afastelpur Geirmundar, þær Anna Karen og Valdís, Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps og í tveimur auka- lögum, sem ekki fjalla um jólin, syngur Hreindís Ylfa Garðarsdóttir einstaklega fallega lagið „Björt nótt“ og lokalagið, „Kveðjustund“, eiga þeir Álftagerðisbræður Pétur og Sigfús, sem alltaf er hugljúft að hlusta á. Textarnir, sem fjalla um jólin, að undanskildum í aukalög- unum tveimur, eru eftir ýmsa höf- unda og flestir vel ortir, sem skiptir miklu máli í þessu tilfelli. Heiðurinn af þeim eiga Þorsteinn Eggertsson, Guðrún Sighvatsdóttir, Steinunn Arndís Auðunsdóttir, Sigurður Hansen, Guðbrandur Þorkell Guð- brandsson, Kristján Hreinsson, Árni Gunnarsson, Guðbrandur Æg- ir Ásbjörnsson, Jóhann Jóhanns- son, auk þess sem Geirmundur sjálfur kemur þar einnig við sögu. Geirmundur segir sjálfur í kynn- ingarbæklingi, að með þessari út- gáfu hafi hann látið gamlan draum rætast, að gefa út jóladisk. Að mín- um dómi getur hann vel við unað. Mörg laganna eru grípandi og önn- ur venjast vel. Sérstaða þessarar útgáfu felst þó kannski fyrst og fremst í því, að hér er um að ræða alíslensk jólalög, samin af einum og sama manninum, en ekki erlend tökulög eins og algengast hefur verið í útgáfu jólalaga á und- anförnum árum. Eigulegt gildi Jólastjarna Geirmundar Valtýsson- ar rýrnar svo heldur ekki með smekklegri hönnun á umbúðum disksins, en heiðurinn af því á bassaleikarinn Finnbogi Kjart- ansson. Jólasveifla Geirmundur Valtýsson hlýtur mikið lof fyrir jólaplötu sína. Sveiflukóngur í jólaskapi Jólaplata Jólastjörnur Geirmundar Valtýssonar bbbbn Flytjendur: ýmsir söngvarar og tónlist- armenn, auk Geirmundar. Zonet gefur út. SVEINN GUÐJÓNSSON TÓNLIST Skepna er ekkert að finna upphjólið, spilar gamaldags oggott rokk í einfaldri mynd:gítar, trommur, bassi, söng- ur. Engu er smurt á, bara farið í stúd- íó og tekið upp. Í viðtali við Morg- unblaðið í október sl. sagði Hallur Ingólfsson yf- irskepna að þeim félögum hefði þótt orðið fullmikið um fantasíur í rokkinu, þeir hefðu viljað fjalla um daglegt líf. „Við spiluðum þetta bara inn allir í einu og það var látið standa. Það er ekkert verið að hlaða þetta meira, við treystum bara á að okkar sögur í okk- ar flutningi væri nóg,“ sagði Hallur m.a. um plötuna. En er það nóg? Ekki alveg því þó hér sé vel leikið, sungið og textar ágætir og hugvekj- andi þá vantar aðeins upp á lagasmíð- arnar. Það vantar fleiri grípandi lög, með öðrum orðum. Eftir að hafa hlustað mörgum sinn- um á plötuna eru lögin heldur fá sem sitja eftir í minni, hið frábæra „Hung- ur“ á alltaf vinninginn, stendur upp úr. Það vantar herslumuninn og er þá engan veginn verið að lasta þennan ágæta frumburð. Nokkur hörkufín og hrá rokklög má samt sem áður finna á plötunni, auk fyrrnefnds „Hung- urs“ má nefna „Úlf“ og „Sjúkrabíl“. Unnendur góðs trommuleiks fá heil- mikið fyrir sinn snúð, Birgir á marga góða spretti, að öðrum ólöstuðum. Textarnir eru fínir hjá Halli, reiðin og óánægjan í þeim á vel við hrátt rokk- ið, m.a. sungið um firringu og stöðuga leit mannsins að hamingjunni. Tóma- rúmið sem stöðugt þarf að fylla er gegnumgangandi stef á plötunni. Alltaf vantar eitthvað. Hrósa ber að lokum fyrir mynd- skreytingu á plötuumslagi. Umslagið prýðir forvitnileg, samsett mynd af griðungi í miðju síldarhafi í Kolgrafa- firði, eins og álfur út úr hól. Heilmikið rokk í því. Það vantar alltaf eitthvað Rokk Skepna – Skepna bbbnn Skepnu skipuðu við gerð plötunnar söngvarinn og gítarleikarinn Hallur Ing- ólfsson, trommarinn Birgir Jónsson og bassaleikarinn Össur Hafþórsson. Tón- list er eftir þá þrjá og textar eftir Hall. Hljómsveitin gefur sjálf út. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Skepna Hljómsveit sem leikur rokk beint af skepnunni. Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Allt til gjafainnpökkunar Eingöngu sala til fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.