Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 19
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Launagreiðslur til starfsmanna stærstu fjárfestingabanka heimsins munu dragast saman þriðja árið í röð þrátt fyrir að hagnaður þeirra hafi aukist á milli ára. Þykir þessi þróun til marks um þá áherslu að láta hlut- hafa – í stað starfsmanna – njóta í vaxandi mæli ágóðans af bættri af- komu í fjárfestingabankastarfsemi. Samkvæmt greiningu Financial Times á árshlutahlutareikningum níu stærstu fjárfestingabankanna í Evrópu og Bandaríkjunum þá námu heildarlaunagreiðslur þeirra – laun, bónusar og aðrar kaupaukagreiðslur – samtals 51,4 milljörðum Banda- ríkjadala, jafnvirði um 6.300 millj- arða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Að meðaltali lækk- uðu launin um 5% miðað við sama tímabil í fyrra, en hagnaður bank- anna jókst engu að síður um 10%. Sérfræðingar sem Financial Tim- es ræðir við segja að þetta endur- spegli þá staðreynd að fjárfestinga- bankar séu í flestum tilfellum að skila óviðunandi arðsemi af eigin fé. Á sama tíma er í vændum stífara reglu- verk um fjárfestingabankastarfsemi sem mun að öðru óbreyttu setja þrýsting á hagnað bankanna til lækk- unar. Á liðnum árum hafa miklu hærri eiginfjárkröfur og lítill hag- vöxtur í alþjóðahagkerfinu haldið aft- ur af auknum hagnaði fjárfestinga- banka á heimsvísu. Það vekur hins vegar athygli að bankar í Evrópu eru að lækka laun mun meira í fjárfestingabankastarf- semi samanborið við banka í Banda- ríkjunum. Þannig lækkuðu heildar- launagreiðslur Royal Bank of Scotland um 27% á fyrstu níu mán- uðum ársins, á meðan laun í öðrum evrópskum bönkum – t.d. UBS og Deutsche Bank – skruppu saman um 5-17%. Launagreiðslur bandarísku fjárfestingabankanna JPMorgan, Morgan Stanley og Goldman Sachs lækkuðu aftur á móti um 3-5%. Að sögn sérfræðinga er þetta ný þróun. Orsakirnar eru af efnahags- legum og pólitískum toga. Annars vegar hefur slæmt efnahagsástand á evrusvæðinu óhjákvæmilega áhrif á starfsemi fjárfestingabanka og hins vegar er meiri pólitískur þrýstingur á meðal evrópskra stefnusmiða að setja stjórnendum banka þrengri skorður þegar kemur að kaupauka- greiðslum. Fyrr á árinu samþykkti ESB að kaupaukar mættu ekki vera hærri en árslaunum starfsmanna. Þótt launagreiðslur stærstu fjár- festingabankanna hafi lækkað þá verður seint sagt að þau séu lág. Það sem af er ári eru laun, fyrir utan kaupauka, að meðaltali yfir 50% sem hlutfall hagnaðar stærstu bankanna. Sumir greinendur benda á að þetta sýni – þvert á yfirlýsingar banka – að það sé hægt að gera ríkari kröfur um eiginfjárhlutfall án þess að það bitni mikið á afkomu þeirra. Fjárfestingabankar lækka enn laun AFP Fjárfestingabankar Heildarlaunagreiðslur hafa lækkað nokkuð meira í evrópskum bönkum en bandarískum.  Þrátt fyrir aukinn hagnað stærstu fjárfestingabanka heimsins þá lækka heildarlaunagreiðslur þeirra þriðja árið í röð  Meiri lækkun í Evrópu en í Bandaríkjunum  Hluthafar vilja njóta bættrar afkomu FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Af íslensku viðskiptabönkunum hefur aðeins Landsbankanum tek- ist að lækka heildarlaunagreiðslur það sem af er þessu ári. Laun og launatengd gjöld bankans lækk- uðu um 6% milli ára en hjá Ís- landsbanka og Arion banka hækk- uðu heildarlaunagreiðslur um 4% og 7%. Aukninguna má að hluta rekja til hærri fjársýsluskatts sem er lagður á launagreiðslur banka. Að undanförnu hafa bankanir ennfremur innleitt að nýju hvata- kerfi. Frá því var greint í Morg- unblaðinu í síðasta mánuði að Ar- ion banki hefði komið á kaupaukakerfi sem næði til 100 starfsmanna. Kaupaukarnir geta að hámarki numið 25% af árs- launum. Íslandsbanki hafði áður innleitt kaupaukakerfi sem nær til framkvæmdastjórnar. Þess er einnig skemmst að minnast að starfsmenn Landsbankans fengu afhent hlutabréf í bankanum að verðmæti 4,7 milljarðar, en um helmingur fer til greiðslu opin- berra gjalda. Kaupaukar komnir aftur ÓLÍK LAUNAÞRÓUN BANKA Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is TILBOÐSDAGAR 15–25% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.