Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Samfélagið er skekið yfir því áfalli að persónulegum samskiptagögnum þúsunda einstaklinga var nýlega stolið úr tölvukerfum Voda- fone og þeim dreift á netinu svo allir sem vilja fá nú að hnýsast í þessi prívatgögn, sem sum hver eru mjög viðkvæm og persónuleg. Það er kaldhæðni örlag- anna að netsíðan „deildu.net“ þar sem daglega er stunduð skipuleg brotastarfsemi gegn hugverkarétt- indum hefur dreift þessum gögnum í gegn netkerfi Vodafone og annarra íslenskra fjarskiptafyrirtækja en þessi fyrirtæki hafa barist af fítons- krafti gegn kröfum hugverkarétt- hafa um að loka á starfsemi netsíð- unnar. Til upprifjunar af þessu tilefni skal minnt á að fyrir fáum árum lenti Jónína nokkur Benedikts- dóttir, í þeirri ósvinnu að hennar prívat tölvupóstum var stolið úr hennar tölvu og póstarnir birtir, gegn hennar vilja, í Fréttablaðinu undir þeim formerkjum að þessi prí- vatsamskipti Jónínu við ýmsa nafn- greinda menn ætti erindi við al- menning vegna svonefnds Baugsmáls, sem hún tengdist þó ekkert. Fréttablaðinu þótti mikill sómi að birt- ingunni og blaðamað- urinn sem vann fréttir úr stolnu tölvupóstunum hlaut blaðamannaverð- laun fyrir. Í dómsmáli sem Jón- ína höfðaði sjálf til þess að fá lagt bann við op- inberri fjölmiðlabirtingu póstanna og knýja fram refsingu fyrir brot gegn persónu friðhelgi henn- ar féllst Hæstiréttur á að umfjöllun Frétta- blaðsins um málefni Jónínu hefði beinst gegn einkamálefnum í skiln- ingi 229. gr. almennra hegning- arlaga. Þrátt fyrir það var nið- urstaða dómsins sú að ritstjóra Fréttablaðsins skyldi ekki gerð refs- ing fyrir að birta einkamálefni henn- ar. Var sú ákvörðun dómsins rök- studd með því að Fréttablaðið hefði skrifað um Baugsmálið, sem var málefni sem að mati dómsins hafði að „... geyma efni, sem átti erindi til almennings og varðaði mál, sem miklar deilur höfðu staðið um í þjóð- félaginu...“. Taldi Hæstiréttur um hina óleyfilegu birtingu tölvupóst- anna „að ekki hafi verið gengið nær einkalífi [Jónínu] en óhjákvæmilegt var í opinberri umræðu um málefni, sem varðaði almenning. Að öllu þessu virtu verður lagt til grundvall- ar að nægar ástæður hafi verið fyrir hendi, sem réttlættu birtingu þess- ara skrifa blaðsins...“ eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Með hliðsjón af þessari nið- urstöðu Hæstaréttar geta fjölmarg- ir þeirra sem eru þolendur þessa þjófnaðar prívatgagna frá Vodafone átt von á því að fjallað verði um prí- vat samskipti þeirra við aðra í fjöl- miðlum ef samhengið er „efni sem á erindi til almennings“. Áhyggjuefni þessa fólks ætti sérstaklega að vera það að skv. sumum fjölmiðlum landsins eiga allar upplýsingar „er- indi til almennings“. Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri blaða- mannaverðlaun á Íslandi verða veitt fyrir óleyfilega opinbera birtingu á einkamálefnum fólks sem eiga „er- indi til almennings“ að mati dóm- stóla. Erindi til almennings? Eftir Hróbjart Jónatansson » ...geta fjölmargir þeirra sem eru þol- endur þessa þjófnaðar prívatgagna frá Voda- fone átt von á því að fjallað verði um prívat samskipti þeirra við aðra í fjölmiðlum ef samhengið er „efni sem á erindi til almennings“.Hróbjartur Jónatansson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Bréf til blaðsins ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Þegar ég sótti um akstur almenn- ingsvagna úti í Slóvakíu kom í ljós að ég hafði ekki tilskilin réttindi á meg- inlandi Evrópu, þó að ég hefði ekið strætisvagni í tvo áratugi á Íslandi. Evrópusambandið hafði lögbund- ið nýja reglugerð varðandi akstur strætisvagna, rútubifreiða og flutn- ingabíla. Það hafði komið á viku námskeiði fyrir bílstjóra þessara ökutækja, sem þeir eru skyldugir að taka til að öðlast tilskilin réttindi. Það sem kom mér hve mest á óvart á þessu námskeiði, var að námskeið þetta fól aðallega í sér kennslu í lög- bundnum rétt- indum bílstjóra, hvað viðkemur ör- yggi og hvíld- artíma þeirra, og er því bílstjórum afar gagnlegt. Þetta er reglugerð númer 561/ 2006, sem lögbindur hvíldartíma bíl- stjóra, aðstæður hvíldarstaðar og henni er framfylgt með ökurita, sem er til staðar í ökutækjum þeirra landa, sem eru á svæði Evrópusam- bandsins. Reglur þessar eru fyrst og fremst settar til þess að tryggja að bílstjórar fái sinn hvíldartíma, sem er nauðsynlegur vegna öryggis bíl- stjóra, umferðar og ekki síst út frá mannúðarsjónarmiði og mannrétt- indum. Reglum þessum hefur ekki verið komið á fyrir bílstjóra á Íslandi, sem þó er mikil þörf á í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að reglugerðin yrði mjög kostnaðarsöm fyrir fyrirtækin á Íslandi. Námskeiðið kostar hér úti um 400 evrur. Námskeiðið sjálft um 300 með sérstöku leyfisgjaldi, þriggja tíma sálfræðiprófi, sem kost- ar 60 evrur og læknisskoðun á 30 evrur. Mér var tjáð hjá umferðarstofu í Reykjavík, að þetta prófskírteini yrði ekki undir 100 þúsund krónum á Íslandi, þegar og ef það yrði lög- bundið. Með tilkomu lögbundins hvíld- artíma fyrir vagnstjóra stræt- isvagna þyrftu fyrirtæki að endur- skoða leiðakerfi og vaktakerfi, sem myndi kosta þau offjár. Þau hafa því verið mótfallin því að lögbinda þess- ar reglur sem skiljanlegt er. Nauð- synlegt yrði að setja inn afleys- ingamenn á vöktum, sem fyrirtæki hafa sum þrjóskast við á kostnað vagnstjóra, enda aukaútgjöld, sem reynt er að spara í lengstu löð. Að aka strætisvagni í höfuðborg samfleytt í níu klukkutíma, er þreyt- andi verkefni, sérstaklega ef öku- menn fá ekki nóga hvíld og mat- arhlé. Á sumum leiðum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins á Íslandi eru ekki matarhlé, enda ekki nema örfáar mínútur á milli ferða og gefur auga leið að á þeim tíma matast menn ekki í næði né fá nauðsynlega hvíld áður en þeir verða að rjúka af stað aftur. Hæfnisskírteini Evrópusam- bandsins sem kallast Driver Qualif- ication Card á enskri tungu er því lofsvert framtak, sem vonandi verð- ur lögleitt á Íslandi sem fyrst. Það yrði til að tryggja réttindi meira- prófsbílstjóra og sér í lagi stræt- isvagnabílstjóra, því hvíldartíma og matarhléum vagnstjóra er verulega ábótavant og stofnar öryggi þeirra, farþega og umferðarmenningu í hættu. Ánægðir vagnstjórar yrðu mun betri kostur fyrir umferðarmenn- inguna og farþega almennings- samgangna, svo ekki sé talað um heilsufar vagnstjóra, þó að þeir yrðu umtalsvert dýrari í rekstri fyrir fyr- irtækin. Einar Ingvi Magnússon vagnstjóri. Meiraprófsréttindi Evrópusambandsins Frá Einari Ingva Magnússyni Einar Ingvi Magnússon 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu RENNIHURÐIR Á KYNNINGARVERÐI Sparar pláss Öruggt og traust Einfalt í uppsetningu Tilbúnar til afgreiðslu vegghengdar agila 50 rennihurðabrautir með hertu 8mm sýruþveignu gleri og fingurgróp á frábæru verði, 99.500 kr F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.