Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Sviptur öllum embættum  Mágur Kim Jong-Il horfinn og tveir samverka- menn hans teknir af lífi Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Leyniþjónusta Suður-Kóreu telur sig hafa heim- ildir fyrir því að Jang Song-Thaek, mágur Kim Jong-Il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu, hafi verið sviptur öllum embættum en þegar sonur Kim, Kim Jong-Un, tók við völdum eftir andlát föður síns sögðu sérfræðingar að Jang væri hinn raunverulegi leiðtogi landsins á bakvið tjöldin. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Jang, sem er giftur Kim Kyong-Hui, föðursystur Kim Jong- Un, hafi horfið sporlaust og að tveir af hans nán- ustu samstarfsmönnum hafi verið teknir af lífi um miðjan síðasta mánuð. Kim Yong-Hyun, prófess- or við Dongguk-háskóla í Seoul, segir líkur á að Jang hafi valdið ýfingum í ferlinu við að treysta völd Kim Jong-Un en það séu þó bara ágiskanir. „Jang heimsótti eitt sinn Suður-Kóreu og varð vitni að mörgum þáttum kapítalísks samfélags, þ. á m. þeim breytingum sem hafa átt sér stað í Kína. Því var hann sú persóna sem var líklegust til þess að þrýsta á um einhverjar umbætur og opnun á norðurkóreska kerfinu,“ segir Kim. Nokkrir sérfræðingar hafa sagt að Jang kunni að hafa lotið í lægra haldi í valdabaráttu við Choe Ryong-Hae, trúnaðarvin Kim Jong-Un, sem er varayfirhershöfðingi og framkvæmdastjóri stjórnmálaarms hersins. Cheong Seong-Chang, hjá Sejong-stofnuninni í Seoul, segir að brottrekstur Jang megi líklega rekja til þess að hann og kona hans hafi verið búin að mynda sína eigin pólitísku klíku en ljóst sé að Kim Jong-Un sé í afar sterkri stöðu og að hvarf Jang muni leiða til aukinnar samkeppni milli for- ystumanna í landinu um hylli leiðtogans unga. AFP Saknað Jang er sagður hafa horfið sporlaust. Athuganir Sam- einuðu þjóðanna á mannréttinda- brotum í borg- arastyrjöldinni í Sýrlandi hafa leitt í ljós um- fangsmikil sönn- unargögn um al- varlega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem rekja má til embættismanna í hæstu stöð- um, þ. á m. forseta Sýrlands, Bas- har al-Assad. Þetta kom fram í máli Navi Pillay, mannréttindastjóra SÞ, í Genf á mánudag en athugunin byggist á yfir 2.000 viðtölum. Teymi SÞ hefur sett saman lista yfir gerendur en Pillay segir að hann verði ekki gerður opinber fyrr en trúverðug rannsókn fari fram á ofbeldisverkum í styrjöld- inni, sem hún segir að bæði stjórn- völd og uppreisnarmenn hafa gerst sek um. Hún hefur varað við því að viðleitni til að granda efnavopna- birgðum landsins dragi athyglina frá glæpum sem framdir eru með hefðbundnum vopnum en talið er að yfir 125.000 manns hafi látið lífið í Sýrlandi frá því að átökin hófust. Gögn bendla Assad við stríðsglæpi Bashar al-Assad SÝRLAND Ballettdansarinn Pavel Dmitri- chenko var í gær dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir að skipuleggja sýru- árás á Sergei Fil- in, listrænan stjórnanda Bolshoi-balletts- ins. Filin brennd- ist illa í árásinni og hefur gengist undir fjölda að- gerða í kjölfarið. Dómarinn sagði að Dmitrichenko hefði verið óánægður með það hvernig Filin skipaði í hlutverk og útdeildi bónusum. Dmitrichenko bar því hins vegar við að hann hefði aðeins ráðið árásarmanninn til að hræða Filin. Dansari í 6 ára fang- elsi fyrir sýruárás RÚSSLAND Pavel Dmitrichenko Lögreglumenn lögðu niður vopn í gær og hleyptu mótmælendum fram hjá varnarlínu sem dregin hafði verið umhverfis aðsetur ríkisstjórnarinnar og höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok í gær. Með þessu vildu yfirvöld koma í veg fyrir frekari átök í borginni en þús- undir Taílendinga hafa safnast saman á götum úti undanfarna daga og kallað eftir afsögn forsætisráðherrans Yingluck Shinawatra. Vonir standa til þess að gert verði hlé á mótmælum á fimmtudag, þegar konungurinn Bhumibol Adulyadej fagnar 86 ára afmæli. Stormuðu inn í stjórnarráðsbygginguna AFP www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.