Morgunblaðið - 04.12.2013, Page 21

Morgunblaðið - 04.12.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Joe Biden, varaforseti Bandaríkj- anna, segir að Kínverjar og Jap- anir verði að bæta samskiptin sín á milli, til að leysa úr milliríkja- deilu um yfirráð í Austur- Kínahafi. Báðar þjóðir gera tilkall til óbyggðra eyja í hafinu en deil- an versnaði til muna í síðasta mánuði, þegar stjórnvöld í Peking lýstu yfir auðkenningarsvæði loft- varna, sem nær m.a. yfir loftrýmið yfir eyjunum. Þau hafa sagt að innan svæðisins beri að tilkynna um alla flugumferð, ellegar eiga menn á hættu að gripið verði til varnaraðgerða. Biden, sem er staddur í opin- berri heimsókn í Tókýó, sagði að hann myndi ræða málið við kín- versk yfirvöld síðar í vikunni og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Japan en sérfræðingar hafa varað við vopnuðum átökum vegna erjanna. Shinzo Abe, for- sætisráðherra Japan, sagði að það yrði ekki liðið að Kínverjar tækju einhliða ákvarðanir sem breyttu ríkjandi ástandi en hann hefur sakað kínversk stjórnvöld um að vera ósanngjörn og aggressíf. Landamæri í háloftunum 300 km Landhelgi Kína KÍNA Hong Kong Shanghai Peking Taipei Seoul Tókýó JAPAN TAÍVAN SUÐUR- KÓREA NORÐUR- KÓREA Senkaku/Diaoyu deilt um lögsögu Auðkenningarsvæði loftvarna (AL) yfir Austur-Kínahafi Ný AL Kína tilkynnt 23. nóvember AL Japan AL Suður-Kóreu Leodo (Suður- Kórea) Heimildir: China MOD/Japan Defence Ministry/South Korea Defence Ministry Yfirráðadeila hefur sig til flugs Úkraínska þingið felldi í gær van- trauststillögu stjórnarandstöðunn- ar gegn ríkisstjórn forsætisráð- herrans Mykola Azarov, sem boðaði til neyðarþingfundar og baðst afsökunar á því að lögregla hefði beitt óhóflegu afli gegn mót- mælendum í höfuðborginni Kíev síðustu helgi. Tillagan hlaut aðeins 186 at- kvæði af 450 en flokkur forsetans, Viktors Janúkóvítsj, ræður meiri- hluta á þinginu. Azarov hét því að hann myndi ráðast í mannabreyt- ingar innan ríkisstjórnarinnar í kjölfar atburða helgarinnar. Mótmælendur hafa kallað eftir afsögn Janúkóvítsj, eftir að hann ákvað að skrifa ekki undir sam- starfssamning við Evrópusam- bandið, en hann varði ákvörðun sína á mánudag og gaf í skyn að Evrópusambandið hefði misbeitt valdi sínu í samningaviðræðunum. Þingmenn felldu vantrauststillögu  Baðst afsökunar á aðgerðum lögreglu AFP Fólkið Vill forsetann frá völdum. Vísindamenn hafa komist að því að þegar svokölluðu SPIKE-geni er skeytt inn í erfðamengi indica- hrísgrjónaafbrigða eykst uppskera um 13-36%. Þeir segja að í nokkrum ríkjum í Asíu sé unnið að þróun nýrra hrísplöntuafbrigða sem bera SPIKE-genið og að þau muni auka fæðuöryggi viðkomandi landa til muna þegar þau verða tilbúin til ræktunar. „Rannsóknir okkar sýndu að SPIKE er sannarlega eitt af þeim genum sem valda þeirri uppskeru- aukningu sem ræktendur hafa varið svo mörg- um árum í að leita eftir,“ segir Inez Slamet- Loedin, yfirmað- ur genarann- sóknarstofu Al- þjóðlegu hrísrannsóknarstofnunarinnar. Hrísgrjón eru ein mikilvægasta uppskera jarðarinnar og uppistöðu- fæða hundraða milljóna manna. Ofurgenið SPIKE stór- eykur hrísgrjónauppskeru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.