Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Ég vil vekja athygli á lögum um greiðslujöfn- un fasteignaveðlána til einstaklinga nr. 63/ 1985. Við skulum hafa í huga að þetta eru orðin 28 ára gömul lög! Og þau hafa gilt allan þennan tíma. En hefur verið farið eftir þeim? Ég myndi vilja fá skýringar og svör frá stjórnvöldum við athugasemdum mínum. Við skoðun fannst mér mjög mis- vísandi hvernig stofnanir virtust túlka og reikna kaupmátt. Lögin miða að því að verðtrygging taki mið af raunverulegum kaupmætti ein- staklinga en ekki launavísitölu sem slíkri. Upphaflegur tilgangur laganna er sá að gæta þess að afborganir hækki ekki umfram kaupmátt launa og því væri rangt og gegn upphaflegum til- gangi laganna að reikna kaupmátt á annan hátt (ég verð að vekja athygli á nýlegri auglýsingu SA sem segir kaupmátt hafa verið neikvæðan um langt árabil. Þess þá heldur þarf að skoða þetta). Tökum skýringardæmi: Skuldari tekur lán upp á kr. 10 millj. til 40 ára og semur um að greiða kr. 40.000 á mánuði. Fjölskyldan er með ráðstöf- unartekjur sem leyfa greiðslu kr. 40.000 á mán. vegna fasteignakaup- anna. Ef verðtryggingin er 8% og raunhækkun kaupmáttar hefur hækkað um 8% á árinu þá má greiðslubyrði lánsins hækka um 8%. Ef verðtrygging er 8% en kaupmáttur 4% skal greiðslubyrði vera óbreytt kr. 40.000 vegna þess að verð- tryggingin er hærri en kaupmáttur launa á reiknuðu tímabili (eða eftir atvikum það sem greiðslubyrðin stóð í seinast). Þessi 4% sem eftir standa fyrir áhrif verðtryggingarinnar skulu leggjast aftan við höfuðstól lánsins, og er fjár- málafyrirtækinu skylt að lengja „sjálfkrafa“ í láninu eins og nauðsyn- legt er svo greiðslubyrði lánsins haldist óbreytt.Í þesum efnum er frumkvæðis- og leiðbeiningarskylda fjármálafyrirtækja lögbundin! Þetta þýðir að ef verðtrygging reiknaðs tímabils er umfram kaup- mátt launa hækkar höfuðstóll lánsins sem því nemur og til að greiðslubyrð- in sé í samræmi við l. nr. 63/1985 á lánafyrirtækið að sjá til þess að lengt verði í láninu í samræmi við það. Ég sjálfur hef aldrei á minni ævi kynnst því að eftir þessu hafi verið farið. Í mínum huga er þetta skýrt. Afborganir lána mega ekki hækka umfram kaupmátt launa, afborgun má ekki hækka meira en þau laun sem ég hef til ráðstöfunar til fram- færslu minnar. Ég get ekki skilið til- gang þessara laga á annan hátt. Það er kýrskýrt að eftir hrunið 2008 keyrði um þverbak þar sem verðbólga fór um og yfir 20% og kaupmáttur varð mjög neikvæður. Samt hækkuðu afborganir lánanna mjög mikið, og enginn gerði neitt. Eftir hrun tvöfaldaðist því sem næst greiðslubyrði verðtryggðra íbúð- arlána á Íslandi. Það þýddi að skuld- ari, sem annars hefði getað staðið í skilum og haldið heimili sínu og fjöl- skyldu sinnar, gat ekki staðið í skil- um með afborganir íbúðarláns síns. Það þýddi að fjármálafyrirtækið gat gjaldfellt skuldina og hafið aðför skv. aðfaralögum. Það stoppuðu stjórn- völd hins vegar með að frysta allt tímabundið. En það breytti ekki stöðu skuldarans til lengri tíma litið. Það var of seint. Það sem ég velti fyrir mér er þetta! Ef farið hefði verið að lögum nr. 63/1985, hversu margar fjölskyldur hefðu getað haldið heimilum sínum ef greiðslubyrðin hefði verið leiðrétt í samræmi við lögin? Skuldarinn hefði getað haldið heimili sínu ef hann hefði kosið svo, hann hefði þá sjálfur haft val um að búa áfram í eigninni og greiða af láninu þó hann missti eignarhlut sinn í kjaft verðtrygging- arinnar. Ég velti því mikið fyrir mér hversu stór hluti fjölskyldna þessa lands hefðu átt að fá að búa óáreitt í eign sinni og þar með ekki þurft að þola að vera borin út. Þeir skuldarar hefðu ekki þurft að þola aðför og nauðungarsölur ef fjármálafyr- irtækin hefðu farið að lögum nr. 63/ 1985. Engin eftirlitsstofnun sá neitt né gerði neitt, heimilin voru með öllu varnarlaus. Og þar sem ekkert var gert leiddi það til þess að unnt var að ganga að þessum fjölskyldum eins og vanskilamanneskjum og það þó van- skilin mætti rekja beint til þess að fjármálafyrirtækin fóru offari sbr. rannsóknarskýrslu Alþingis! Ég skora á stjórnvöld að láta skoða þetta atriði. Það er mjög mik- ilvægt að þetta verði skýrt almenni- lega því verðtryggingin er enn við lýði og gríðarlega mikilvægt að stað- ið verði rétt að innheimtu afborgana fasteignalána nú þegar umfangs- mesta allsherjar-endurskipulagning telst fara fram í skuldamálum heim- ilanna. Sú endurskipulagning kann að missa marks ef stjórnvöld skoða ekki þetta réttlætismál. Eins og árið 1985 þá þurfa stjórn- völd að passa upp á það að fjármála- fyrirtækin geti ekki hagnýtt sér verðtrygginguna til að véla til sín eignir almennings að óbreyttu, þá þegar, eða ef, þeim hugnast svo. Áhrif verðtryggingar á „afborganir“ heimilanna – lögbrot eða ekki lögbrot? Eftir Jakob Inga Jakobsson » Afborganir lána mega ekki hækka umfram kaupmátt launa, afborgun má ekki hækka meira en þau laun sem ég hef til ráð- stöfunar til framfærslu minnar. Jakob Ingi Jakobsson Höfundur er lögfræðingur ML. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk- ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Náttúrulegt val án bragðefna án gelatíns án rotvarnarefna hrein mjólkurafurð 1 2 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.