Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 22
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kúabændur telja að bjartaritímar séu framundan íbúrekstrinum eftir varn-arbaráttu undanfarin ár. Því veldur einkum lækkun á verði aðfanga eins og áburðar og kjarn- fóðurs og tækifæri til að auka fram- leiðsluna og fá fyrir fullt verð. Niðurstöður búreikninga fyrir árið 2012 liggja enn ekki fyrir, hvorki hjá Hagstofu Íslands né Bændasamtökunum. Niðurstöð- urnar fyrir 2011 sýndu að verð- hækkun á mjólkurlítranum hafði heldur bætt hag þeirra. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, telur að þróunin sé held- ur í jákvæða átt þótt fyrirvara þurfi að hafa um þróun gengis. Hann get- ur þess jafnframt að aðstæður bænda séu mismunandi og afkoman breytileg, eins og hjá öðrum stétt- um. Þróunin snýst við Verð á aðföngum hefur hækkað á hverju ári frá hruni, verð á áburði, kjarnfóðri og rekstrarvörum búvéla hafa margfaldast á þessum tíma. Umskipti hafa orðið á þessu ári, ekki síst vegna breytinga á heimsmark- aði fyrir hrávörur. Kjarnfóðurverð hefur heldur lækkað og stærsti inn- flytjandi á tilbúnum áburði, SS, hef- ur tilkynnt 8-12% lækkun á áburð- arverði. Þessir liðir skipta milljónum í rekstri búanna og breytingin lækk- ar kostnaðinn því um hundruð þús- unda. „Það hefur jákvæð áhrif á bú- reksturinn hjá mér, eins og öðrum þegar aðföngin lækka,“ segir Eirík- ur Egilsson, kúabóndi á Seljavöllum í Hornafirði. Bændur hafa möguleika til að auka tekjurnar vegna mikillar sölu- aukningar á feitum mjólkurafurðum á þessu ári. Mjólkurkvótinn eykst um 7 milljónir lítra á næsta ári. Mjólkursamsalan vill því til viðbótar kaupa 4-5 milljónir lítra og hefur í þeim tilgangi lýst því yfir að hún vilji kaupa við fullu afurðastöðvaverði alla þá mjólk sem bændur geta framleitt á næsta ári. Sigurður segir að sumir bænd- ur séu með sín bú fullnýtt en aðrir hafi rými til að auka framleiðsluna. Það eigi helst við þá sem hafi verið í fjárfestingum og ekki verið búnir að kaupa kvóta til að auka framleiðsl- una. Eiríkur segir að auknar fram- leiðsluheimildir muni nýtast mest þeim bændum sem framleitt hafi ríf- lega umfram greiðslumark. Hann segir að Mjólkursamsalan hafi greitt allt of lágt verð fyrir mjólk umfram kvóta. Hann hafi ákveðið að laga framleiðsluna að innanlandsmarkaði og slátrað kúm í vor. Því hafi hann minni möguleika til aukningar en ella. „Ég fagna þessari söluaukningu en er jafnframt svekktur með það að forystumenn Mjólkursamsölunnar skuli hafa sofið á verðinum. Birgðir minnkuðu mikið um síðustu áramót og segja má að í þetta hafi stefnt. Forystumenn kúabænda hafa held- ur ekkert verið að fylgjast með þessu, allavega hafa þeir ekki verið menn til að þrýsta á að brugðist yrði tímanlega við. Það var hálfpartinn verið að gera grín að Norðmönnum í fyrra þegar þeir urðu smjörlausir en nú erum við að komast í sömu stöðu og þurfum að flytja inn,“ segir Ei- ríkur. Þess ber að geta að heildar- stuðningur ríkisins við mjólk- urframleiðslu breytist ekki þótt kvótinn sé aukinn. Því verður minna greitt út á hvern innveginn lítra en bændur halda þó sama stuðningi að öllu óbreyttu. Bjartari tímar fram- undan hjá kúabændum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Seljavellir Verð á aðföngum er að lækka en framleiðsluheimildir aukast. Eiríkur Egilsson gagnrýnir forystumenn fyrir að draga að hækka verðið. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stækkunar-stjórinn Stef- an Füle hefur nú ákveðið einhliða að hætta öllum IPA-verkefnum sem hér var unnið að í tengslum við umsóknina um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Styrkir vegna IPA-verkefnanna eru greidd- ir vegna aðlögunar umsókn- arlanda að ESB og af þeirri ástæðu er vitaskuld engin ástæða til að halda áfram með styrkina eða verkefnin þegar engin áform eru lengur uppi um að Ísland gerist aðili að ESB. Á hinn bóginn sýnir þessi ákvörðun Evrópusambands- ins að full ástæða er orðin til að endurskoða afstöðu ríkis- stjórnarinnar til þess hvernig staðið verði að því að ljúka að- lögunarferlinu og slíta aðild- arviðræðunum við ESB. Með þessari einhliða ákvörðun er ESB að breyta stefnu sinni og ganga gegn samningi sem gerður var um IPA-styrkina, en í samningnum kom fram að ljúka ætti verkefnunum sem hafin væru þó að samningnum væri sagt upp. Af ákvörðun ESB, sem tek- in er þrátt fyrir andstöðu ís- lenskra stjórnvalda, er aug- ljóst orðið að engar forsendur eru lengur til að Ísland sé áfram í þeirri undarlegu stöðu að vera umsóknarríki sem ekki vill gerast aðili. Ákvörðun Evrópusam- bandsins verður ekki mis- skilin. Skilaboðin eru að sam- bandið vilji slíta viðræðunum og hafi ekki áhuga á að halda Íslandi sem umsóknarríki. Sú afstaða er út af fyrir sig ánægjuefni og ætti að auð- velda íslenskum stjórnvöld- um að setja punktinn aftan við þá ömurlegu sögu sem umsóknar- og aðlögunarferli Íslands að Evrópusamband- inu hefur verið. Nú er ekkert lengur sem kemur í veg fyr- ir að Ísland slíti að- lögunarviðræðunum} ESB tekur af skarið Stundum erað því fund-ið að stjórn- arandstæðingar einbeiti sér eink- um að því að benda á þá galla sem sjá má á nýkynntum tillögum, en forð- ist að nefna það sem best er við þær eða jákvæðast. Rök- studdar ásakanir um þess háttar nálgun er stjórn- málamönnum sjálfsagt skað- leg. En slíkar aðfinnslur eru þó ekki endilega sanngjarnar. Vel undirbyggð gagnrýni get- ur ekki aðeins verið eðlileg heldur beinlínis nauðsynleg til að tryggja að almenningur geti lagt sitt mat á það sem fram er komið. Forystumenn ríkisvalds eða sveitarfélaga, sem kynna tillögu sínar, hafa eðlilega ríkan vilja til að draga upp já- kvæða mynd á þeim takmark- aða tíma sem þeim gefst. Það er varla hægt að ætlast til þess að þeir aðilar gefi kost- um og göllum jafnmikið vægi. Enda vissir um að „hinir“, andstæðingarnir, einbeiti sér ekki síst að annmörkunum. Ögmundur Jónasson, fyrr- verandi ráðherra, hefur iðu- lega sýnt að hann er ekki hin dæmigerða stjórnmálatýpa. Hann var nýlega spurður á útvarpsstöðinni Bylgjunni um boðaðar aðgerðir rík- isstjórnar fyrir skuldug heimili. Ögmundur sagði við- brögð sín við þeim „almennt já- kvæð“. Ögmundur sagði síðan: „Í fyrsta lagi finnst mér mjög gott að til- lögurnar skuli hafa komi fram í nóvembermánuði eins og lofað var. Í öðru lagi finnst mér það vera gott fyrir lýð- ræðið, og okkur öll, hvar í flokki sem við stöndum, að það sé reynt að standa við lof- orð sem gefin voru.“ Ögmundur ítrekaði hins vegar, eins og sjálfsagt var, að hann ætti eftir að sjá betur hvernig skuldaleiðréttingin yrði útfærð og sagði svo: „Al- mennt séð er fólk að horfa já- kvæðum augum á þetta, að því leyti að það er þó verið að reyna að koma á almennan hátt á móts við skulduga og það finnst mér bara vera mjög gott.“ Líklegt er að Ögmundur Jónasson hafi nálgast við- fangsefni sitt skynsamlega, af vinsemd og gætni í senn. Hann sagðist ætla að fylgjast vel með umræðunni næstu vikur og mánuði og eins fram- kvæmdinni. Hann áskildi sér auðvitað rétt til að laga skoð- anir sínar á málinu að því sem fram kæmi, eftir því sem það yrði ljósara og hefði áhyggjur af því, að þetta yrði ekki eins einfalt í framkvæmd og það hljómaði á fyrstu skrefunum. Tillögur ríkisstjórn- arinnar hafa fengið jákvæð viðbrögð} Málefnaleg viðbrögð Þ egar elsta barnið fór í barnaskóla var meðal kennara maður á miðjum aldri sem dormaði yf- irleitt í tímum á milli þess sem hann sagði samhengislausar sög- ur af sjálfum sér. Gott ef það var ekki stund- um vínlykt af honum. Miðbarnið byrjaði í sama skóla þremur ár- um síðar og fékk sama kennara sem hafði ekki batnað í millitíðinni. Þegar það yngsta hóf sína skólagöngu þremur árum á eftir miðbarninu lenti það á sama kennara, nema hvað hann varð heldur óhrjálegri með árunum. Nokkrum árum síðar gengu svo dætur syst- ur minnar í sama skóla um stundarsakir og það var ekki að sökum að spyrja; sami ómögu- legi kennari kenndi þeim og kennt hafði frændsystkinum þeirra forðum. Næst elsta barnabarn mitt byrjaði svo í þessum sama skóla fyrir nokkrum árum en þá var kennarinn, sem hafði ekki kennt börnum mínum og systur minnar þó hann hafi mætt í tíma, kominn á aldur og horfinn á braut – sem betur fer. Þessi saga rifjast upp fyrir mér árlega þegar kynntar eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar sem kennd er við próf sem þau veita, PISA (en ekki samnefnda ítalska borg). Það er þó ekki vegna rannsóknarinnar sjálfrar sem þetta rifjast upp; það er umræðan sem fer af stað í kjölfar þess að allir átta sig á að íslensk ungmenni eru varla læs eða skrifandi, hvað þá reiknandi, í samanburði við jafnaldra sína víða um heim. Í þeirri um- ræðu hefja menn nefnilega upp sömu raust og vanalega (og dæmi um það er eflaust að finna í blaðinu í dag): Íslendingar verja of litlu til menntunar, niðurskurður kemur nið- ur á gæði menntunar, laun kennara eru skammarlega lág, hefja verður kenn- arastarfið til meiri virðingar og svo framvegis og svo framvegis. Nú geri ég ekki athugasemd við það að kennarar eigi skilið að fá hærra kaup og ekki dreg ég í efa að þeir séu almennt stórmerki- legir í alla staði, sannkallað salt jarðar. Ég set aftur á móti fyrirvara við þá staðhæfingu að samasemmerki sé á milli þess fjár sem varið er til menntunar og árangurs nemenda og lít þá til þess að lítið samhengi virðist á milli þess hlutfalls af þjóðarframleiðslu sem varið er til menntunar og árangurs á PISA-prófum, hvort sem litið er til Íslands eða annarra landa. (Norð- menn eyða meira fé en nokkur önnur þjóð til skólamála og skora þó hörmulega á síðasta PISA-prófi og sama má segja um Breta, þar í landi var gríðarleg hækkun á fjár- veitingum til menntamála, en Bretar hafa aldrei staðið eins illa.) Undanfarin ár og áratugi hefur stéttarfélag kennara barist ötullega fyrir því að kennarar gjaldi ekki getuleys- is síns. Það er trúa mín að beiti samtökin sér fyrir því að félagsmenn njóti getu sinnar og taki þátt í endur- skipulagningu menntakerfisins muni takast að bæta menntun á Íslandi, en ekki fyrr en þá. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill PISA-sorgarsöngvasinfónía STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sigurður Loftsson telur ekki tímabært að ræða um að lækka heildsöluverð mjólkur þótt að- föng séu byrjuð að lækka. Op- inber verðlagning ræður heild- söluverði flestra mjólkurafurða. Mjólkin hækkaði síðast 1. októ- ber og hefur hækkað yfirleitt einu sinni á ári og þá miðað við hækkanir á aðföngum og vinnu- launum árið á undan. Sigurður bendir á að verðið hafi ekki fylgt kostnaðarhækk- unum. Eiríkur Egilsson bætir því við að mjög hafi hallað á bænd- ur við verðlagninguna á und- anförnum árum. Verðlags- grundvöllurinn hafi verið endurskoðaður fyrir fjórtán árum. Síðustu þrjú ár hafi verið sérstaklega erf- ið og nú vanti 10 milljónir upp á tekjur til að grundvallarbúið komi út á sléttu. Ekki fylgt verðlagi EKKI VERÐLÆKKUN Sigurður Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.