Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 ✝ Bergþóra Jen-sen fæddist á Raufarhöfn í Norð- ur-Þingeyjarsýslu 3. febrúar 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 22. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Vilhelm Pétur Jensen, kaupmaður og útgerðarmaður á Eskifirði, f. 1874 á Eskifirði, d. 1961, og Sigríður Guð- mundsdóttir, kaupmaður, f. 1908 á Grund í Grundarfirði, d. 1990. Fósturfaðir Bergþóru var Ólafur Árni Ágústsson, verk- stjóri á Raufarhöfn, f. 1903, d. 1982. Systkini Bergþóru eru: Helgi Ólafsson, f. 1929, Stein- unn Ágústa Ólafsdóttir, f. 1932, d. 2000, Elmar Þorkell Ólafs- son, f. 1943, d. 1995. Árið 1949 giftist Bergþóra eiginmanni sínum, Gunnlaugi Jónssyni, kerfisfræðingi, f. 1928 í Skeiðháholti, Skeiðum, Árnes- sýslu, d. 2013. Sonur Bergþóru og fóst- ursonur Gunnlaugs er Ólafur Árni Sigurðsson, nemi, f. 1947, bandi eru Einar og Óðinn. 3. Steinunn, geðhjúkrunarfræð- ingur, f. 1959, gift Brjáni Árna Bjarnasyni, geðlækni. Dætur þeirra eru: a. Unnur Hólm- fríður, laganemi, í sambúð með Hafsteini Viðari Hafsteinssyni, héraðsdómslögmanni og b. Elva Bergþóra, sálfræðinemi. Bergþóra ólst upp hjá móður sinni, fósturföður og systkinum á Raufarhöfn og öðlaðist þar skólagöngu sína. Hún fór ung að heiman til þess að stunda vinnu. Hún sinnti hlutastörfum samhliða húsmóðurstörfum og vann meðal annars við mat- vælaiðnað. Lengst af, frá 1983 til 1995, starfaði hún á leik- skólanum Garðaborg í Reykja- víkÍ tengslum við starfið á Garðaborg sótti hún ýmis nám- skeið, meðal annars um barna- uppeldi, skyndihjálp og mat- aræði. Þau Gunnlaugur bjuggu lengst af í Kópavogi og þar starfaði Bergþóra með Kven- félagi Kópavogs um langa hríð. Helstu áhugamál Bergþóru voru barnauppeldi, heilsufars- mál, hannyrðir, húsmóðurstörf og ræktun. Útför Bergþóru fer fram frá Kópavogskirkju í dag, miðviku- daginn 4. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. d. 1968. Dætur Gunnlaugs og Bergþóru eru: 1. Jóhanna, prófess- or, f. 1949, gift Árna Árnasyni, framkvæmda- stjóra. Börn þeirra eru: a. Gunn- laugur, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Svövu Kristjánsdóttur, viðskiptafræðingi og eiga þau soninn Kristján Árna og b. Halla, viðskiptafræðingur, gift Sveini Kristni Ögmundssyni, viðskiptafræðingi og eiga þau synina Ögmund Árna og Gunn- laug Árna. 2. Sigríður Anný, löggiltur fasteignasali, f. 1951, sonur hennar og Sveins Magn- úsar Sveinssonar, læknis er: .a. Ólafur Árni Sveinsson, tauga- læknir, kvæntur Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, hjúkr- unarfræðingi og eiga þau börn- in Helga Frey, Önnu Sigríði og Svein Egil. Sigríður Anný er gift Ægi Breiðfjörð. Dætur þeirra eru: b. Bergþóra Linda, heimspekingur og söngnemi og c. Hildur Margrét, læknanemi. Synir Ægis frá fyrra hjóna- Ástarkveðja frá dætrum. Þú kvaddir okkur snöggt en lífsblóm þitt var farið að fölna. Þú fórst unglingsstúlka að heiman að vinna fyrir þér, varst vel liðin í vist hjá góðu fólki. En hafðir sterkar taugar til æsku- stöðvanna og fólksins þíns. Sam- bandið við það hélst alla tíð. Þið pabbi voruð ung þegar þið giftuð ykkur. Þú fannst fyrir þakklæti til tengdafjölskyldunnar sem tók þér ungri opnum örmum og vinskap- ur hélst æ síðan. Virðing pabba, ást hans og umhyggja var ótak- mörkuð. Sömuleiðis ást þín, tryggð og hjálpsemi. Þið bættuð hvort annað upp. Í huga okkar voruð þið eitt, þótt ólík væruð. Það er erfitt að hugsa sér annað án hins. Fjölskyldan þín átti stór- an sess í hjarta þínu. Hann Óla þinn misstir þú ungan, þann harm barstu í hljóði og þú saknaðir margra yngri systkina þinna sem fóru fyrir aldur fram. Þú bjóst fjölskyldunni þinni fal- legt og hlýlegt heimili og þar nutu sín sköpunarhæfileikar þínir. Þú lagðir áherslu á hollt fæði og varst að því leyti í mörgu á undan þinni samtíð. Þú varst ákveðinn uppal- andi og fylgin þér. Áhuga á hann- yrðum áttir þú sameiginlegan með móður þinni og systur. Hand- bragð þitt liggur í fallegum hlut- um sem við geymum um ókomna tíð. Félagslyndi var þér í blóð bor- ið, glaðlynd og gamansöm í góðum félagsskap. Þín verður sárt sakn- að þegar fjölskyldan þín kemur saman. Skóli lífsins er ekki síður harð- ur og þroskandi skóli en form- legra nám. Um greind þína, skarpskyggni og hæfileika efaðist enginn, nema helst þú sjálf. Reglusemi og heiðarleiki ein- kenndi þig og seigla þegar á móti blés. Enginn gat verið blíðari og skilningríkari en þú. Margir leit- uðu huggunar og uppörvunar hjá þér. Þú laðaðist að börnum og þau að þér. Þú sýndir barnabörnum þínum og langömmubörnum mik- inn áhuga og hlýju. Það áttuð þið pabbi sameiginlegt. Þú tókst það fram yfir allt annað að sinna þeim ef á þurfti að halda. Þú gafst okk- ur allt sem þú hafðir og áttir. Gjaf- mildi þinni voru engin takmörk sett. Okkur dætrum þínum er saga þín áhugaverð saga tilfinninga- ríkrar, stoltrar, glæsilegrar og virðulegrar konu. Við þökkum fyrir þig og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og börnin okkar. Það er eins og allt hafi verið ákveðið. Pabbi fór hálfu ári á und- an og nú tekur hann á móti þér opnum örmum og leiðir þig og styður á annan stað, eins og hann hafði áður gert. Minningin um kærleiksríka foreldra lifir með okkur. Steinunn, Sigríður Anný og Jóhanna. Bergþóra Jensen, tengdamóðir mín andaðist að morgni hins 22. nóvember síðastliðins. Hún kenndi sér meins um nóttina og andaðist snemma morguns. Kynni okkar Bergþóru hófust í byrjun árs árið 1970. Við Jóhanna, elsta dóttir hennar, vorum þá orð- in það náin að hún kynnti mig fyr- ir foreldrum sínum. Bergþóra tók mér strax af sérstakri velvild. Ef til vill var það vegna nafnsins en Árna-nafnið var henni kært. Bergþóra missti son sinn, Ólaf Árna, af slysförum á árinu 1968. Það var henni og allri fjölskyld- unni mikill missir. Sonarmissir er mikill harmur og hann setti mark sitt á fjölskylduna en öll él birtir upp um síðir. Barnabörnin færðu henni gleðina á ný, fyrst Ólafur Árni og svo Gunnlaugur og Halla. Næst komu Bergþóra Linda og Hildur Margrét og svo Unnur Hólmfríður og Elva Bergþóra. Barnabörnin voru Bergþóru mik- ið gleðiefni eins og börn yfirleitt. Barnabarnabörnin juku enn á gleðina. Halla, dóttir okkar, kvartaði einhverju sinni undan því að nunnurnar á Kátó kynnu ekki að hugga. En Begga amma kunni það. Hjá henni var alltaf að finna huggun og griðastað. Börn áttu hjá henni athvarf og börn okkar nutu þess sérstaklega. Þau voru vart komin inn úr dyrunum þegar amma tók fram pönnuna og fór að baka pönnukökur eins og þeim þóttu bestar. Gunnlaugur, tengdafaðir minn, var frá Skeiðháholti á Skeiðum. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og hóf þar trjárækt af mikilli eljusemi og þekkingu á landspildu sem féll í hans hlut. Við Jóhanna réðumst í það með tengdaforeldrum mínum að reisa sumarhús í landinu. Í Skeiðhá- holti varð til sælureitur þar sem Bergþóra undi sér vel og réð ríkj- um. Það var gott að dvelja með þeim hjónum í Skeiðháholti. Þar voru börnin alltaf velkomin. Bergþóra var ekki margorð um eigin hagi og sagði fátt af sér. Þó kom fyrir að hún gleymdi sér við vissar aðstæður. Í sunnudagsöku- ferð út á Álftarnes fyrr á árinu nefndi hún, þegar Bessastaðir voru framundan, að hún hefði ver- ið í vist hjá Sveini Björnssyni for- seta. Það voru fréttir fyrir fleiri en mig. Bergþóra hefur ávallt auðsýnt mér sérstakan hlýhug. Ég vona að mér hafi tekist að sýna henni sömu hlýju og ræktarsemi. Ég kveð tengdamóður mína með mik- illi virðingu og þakklæti. Dætrum Bergþóru og barnabörnum ásamt barnabarnabörnum votta ég sam- úð mína. Árni Árnason Ég kynntist tengdamóður minni fyrir um 30 árum síðan. Frá því ég fyrst steig fæti inn á hennar heimili og alla tíð síðan fannst mér ég vera velkominn hjá henni og tengdapabba og fann aldrei annað en mikla hlýju á því heimili. Þegar ég síðar heimsótti þau hjónin með börnum mínum og konu, sem skeði oft, gáfu þau alltaf til kynna að þau vildu að við stoppuðum lengur, ekki fara strax. Þó að þau byggju aldrei í stóru húsnæði þá var alltaf gott pláss fyrir alla og allir gátu látið sér líða vel. Maður fann fyrir því að börnin fundu til öryggis og voru ánægð í návist afa og ömmu. Bergþóra hugsaði mik- ið um hvernig hlutunum var fyrir komið á heimilinu. Hún var gjörn á að breyta oft til í niðurröðun húsgagna og þótti gaman að end- urnýja heimilið innan veggja. Hún vildi líka alltaf hafa sitt fólk ná- lægt sér. Þegar ég um tíma dró dóttur hennar og dótturson út í heim í nokkur ár lagði hún þunga áherslu á að við fjölskyldan kæm- um fljótt aftur heim. Þau hjónin voru alla tíð samhent og lögðu allt sitt í uppeldi dætra sinna og síðar barnabarna. Ólíkt því sem algengt er í nútímanum voru þeirra eigin óskir og langanir aldrei í fyrsta sæti. Sá stöðugleiki og fórnfýsi sem þau gáfu dætrum sínum og fjölskyldum þeirra hefur borið ávöxt og leitt til hamingjusamara lífs fyrir afkomendur. Þá voru for- réttindi að fá að umgangast Berg- þóru Jensen í öll þessi ár. Ægir Breiðfjörð Sigurgeirsson Með fáeinum orðum langar mig til að minnast tengdamóður minn- ar, Bergþóru Jensen, sem lést ný- lega á Droplaugarstöðum. Kynni mín af Bergþóru hófust þegar ég kom fyrst inn í fjölskyld- una fyrir hartnær 25 árum síðan. Mér varð fljótt ljóst að þar fór kona, sem hafði tignarlegt yfir- bragð til að bera, vissan virðing- arblæ. Hún var hnyttin í tilsvör- um, hafði skemmtilegan húmor og áttu samskipti okkar eftir að þróast með mjög jákvæðum hætti. Bergþóra var ekki fyrirferðar- mikil eða áberandi, hún sótti ekki beint í sviðsljósið, heldur fór hún um með sínum hægláta og virðu- lega hætti. Henni var margt til lista lagt, eins og í ýmsum hann- yrðum, og hún hélt afar fallegt heimili. Hún hafði mikinn áhuga á börnun og hafði á þeim gott lag. Hún starfaði m.a. lengi á Garða- borg, þar sem hún naut sín vel. Það kom líka vel í ljós þegar dæt- ur mínar komu í heiminn, Berg- þóra gaf sig mjög að þeim og voru samskipti þeirra jafnan ánægju- leg, og er ég henni þakklátur fyrir þann tíma sem hún gaf þeim. Bergþóra varð fyrir þeim mikla missi að missa eiginmann sinn, Gunnlaug Jónsson, fyrr á þessu ári. Þau höfðu alltaf verið afar samrýmd hjón og tekist á við þætti lífsins í sameiningu, staðið saman í gegnum súrt og sætt. Eft- ir andlát hans varð fljótt ljóst hve missir hennar var mikill og það var eins og það fjaraði aðeins und- an hennar tilveru. Samskipti okkar Bergþóru voru alla tíð hnökralaus. Hún var jafnan þægileg í viðmóti, hrein- skiptin og heiðarleg, og við áttum oft skemmtilegar samræður. Ljóst var að maður kom þar ekki að tómum kofanum. Gjarnan var slegið á létta strengi, en alvarlegri mál einnig krufin til mergjar, þeg- ar svo bar við. Bergþóra skilur eftir sig mikið tómarúm innan fjölskyldunnar, söknuðurinn er mikill, en minn- ingin um hana mun áfram lifa með okkur. Brjánn Á. Bjarnason Andlát elsku ömmu minnar bar skjótt að. Hún hafði náð sér eftir slæmt beinbrot og var á batavegi, á hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum, en var þó aldrei alveg heil eftir fráfall afa fyrr á þessu ári. Fyrir ekki svo löngu sagði hún við mig: „Ég missti mikið, þegar ég missti hann afa þinn.“ Nú finn- ast þau aftur, sameinast á ný eftir stuttan viðskilnað, en hvorugt gat í raun án hins verið. Hún var sterkur persónuleiki og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var hreinskilin en líka svo ofur hlý. Það má segja að hún hafi í raun og veru lifað fyrir fjölskyld- una, sérstaklega fyrir barnabörn- in sem hún sýndi óendanlega ást og umhyggju. Minningarnar eru margar og sérstaklega eru þær sterkar úr barnæsku. Ég eyddi miklum tíma með ömmu og afa sem barn, í sumarbústaðnum og sveitinni. Og í Hafnarfirðinum og Furugrund- inni þar sem heilu stofurnar voru lagðar undir leik dögunum saman og amma ryksugaði bara í kring- um tindátana. Hvergi var betra að vera en hjá ömmu og afa. Þar var maður aldrei fyrir og allt var fyrir mann gert. Ég sakna hennar sárt en ég er einnig þakklátur fyrir það að hafa átt með henni góðar stundir síð- ustu mánuðina ásamt Svövu og Kristjáni Árna syni okkar. Undir það síðasta fundum við Svava það sterkt að amma var tilbúin til þess að kveðja. Það gerði hún í friði í faðmi dætra sinna. Amma mun ávallt eiga ást mína og virðingu. Móður minni og systrum hennar votta ég samúð mína. Þær muna hana best og varðveita minningu hennar fyrir barnabörnin sín. Gunnlaugur Árnason Begga amma var eins og allar ömmur ættu að vera. Hún var hlý og góð og bakaði heimsins bestu pönnukökur. Fyrir litla mömmustelpu var Furugrundin besti staðurinn sem hægt var að gista á því þar mátti kúra á milli ömmu og afa. Og fyrir glysgjarna skottu, sem langaði svo í göt í eyrun, var gósentíð að komast í skartgripaskrínið henn- ar ömmu Beggu og prófa klemmueyrnalokkana hennar, því hún var ekki heldur með göt í eyr- unum. Talandi um heimsins bestu pönnukökur þá voru ófá pönnu- kökukappátin sem við Óli frændi háðum í Skeiðháholti eða í Furu- grundinni, því þegar heimsins bestu pönnukökur eru á boðstól- um vill maður fá eins mikið og maður getur í sig látið. Uppskrift- ina hafði ég alltaf hugsað mér að fá hjá henni en þegar ég horfði á hana útbúa deigið sá ég að þetta var engin uppskrift lengur heldur bara tilfinning. Amma var sérstaklega barn- góð. Að öllum öðrum ólöstuðum held ég að henni hafi fundist börn skemmtilegasta fólkið. Fyrir fyrr- nefnda og undirritaða mömmu- stelpu, sem ekki var par hrifin af því að vera send í leikskóla þar sem fóstrurnar kunnu ekki að hugga, var amma bjargvættur þegar hún sagði „amma skal passa hana“ og sú stutta þurfti þar með ekki að stíga fæti aftur inn fyrir dyr leikskólans heldur var í góðu yfirlæti hjá elsku ömmu þá daga sem mamman var í Há- skólanum. Eftir að við Svenni eignuðumst drengina okkar, Ögmund Árna og Gunnlaug Árna, komu amma og afi ósjaldan í heimsókn, bara að- eins til þess að kíkja á strákana því það var svo „langt“ síðan síð- ast. Undanfarið, þegar amma kom í heimsókn, þótti henni ekkert síðra að hlusta á strákana lesa heima heldur en að sitja og spjalla við okkur Svenna og alltaf fannst henni gaman að hlusta á sögur af strákunum ef þeir voru ekki á staðnum. Það er margt sem breytist á einu ári. Fyrir ári fórum við amma saman í jólagjafaleiðangur og settumst inn á kaffihús og fengum okkur kökubita. En fyrir tveimur vikum síðan, þegar við ræddum jólagjafainn- kaup, fannst ömmu betra að við mamma myndum kaupa jólagjaf- irnar eftir hennar óskum og myndum svo koma til hennar og pakka þeim inn saman. Þetta var augljóst merki um það að amma var ekki eins og hún átti að sér að vera því ömmu fannst alltaf gam- an að rölta um í búðum og skoða fallega hluti. Nú er ekki lengur tilgangur að gera myndaalbúmið fyrir ömmu með myndum af þeim afa, börn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum. Eða hvað? Kannski er einmitt upplagt að gera það til minningar um þessi heiðurshjón, Beggu og Lalla. Kannski koma þau til með að sjá það á einhvern hátt, frá öðrum stað. Ég trúi því að amma og afi séu nú saman á góðum stað og eftir sitja minningar um yndislega ömmu og yndislegan afa sem lifa áfram í hugum okkar. Takk fyrir allt! Halla Árnadóttir Elsku amma var til staðar allt okkar líf og aldrei var tími þegar ekki var hægt að leita til hennar. Hún tók alltaf á móti okkur með opnum örmum og hlýrri kveðju. Síðustu daga hafa orðin og glað- lega röddin sem hljómuðu þegar hún opnaði dyrnar í Furugrund- inni hljómað í huganum: „Komiði margblessaðar og sælar!“ sagði hún þegar við komum upp stig- ann, og þegar inn fyrir dyrnar var komið virðist maður, þegar horft er til baka, hafa verið einmitt það. Heimili afa og ömmu, bæði í bænum og fyrir austan, var sæ- lubústaður fyrir litlar stúlkur sem voru með hlaup og læti en fengu aldrei skammir heldur ís eða pönnukökur. Hún tók þátt í lífi og leikjum með þolinmæði og um- hyggjusemi. Það er erfitt að lýsa söknuðin- um sem kemur yfir þegar við hugsum um ömmu. Það er líka erfitt að lýsa því hversu dýrmætt það er hafa átt svo góðan tíma í návist manneskju sem maður gat verið viss um að dæmdi ekki eða efaðist heldur bara viðurkenndi og gladdist yfir návistinni. Með fráhvarfi ömmu og afa hefur myndast tómarúm sem ómögulegt væri að fylla. Að hafa átt svo gott samband við þau fyllti líf okkar sérstakri gæsku og hlýju sem enginn annar en þau getur veitt. Við erum ævinlega þakklátar ömmu og geymum hana í hjart- anu ásamt afa það sem eftir er. Bergþóra Linda Ægisdóttir, Hildur Margrét Ægisdóttir. Elsku amma er farin, kona sem okkur þótti ákaflega vænt um hef- ur kvatt og okkur langar til þess að minnast hennar í fáeinum orð- um. Amma var ákaflega fær í hvers kyns handavinnu. Hún var góð saumakona og gladdi okkur gjarnan með gjöfum sem hún hafði útbúið. Okkur eru ofarlega í huga púðar sem hún gaf okkur í jólagjöf og eru fjarskalega vand- aðir og fallegir. Í seinni tíð sneri hún sér í meira mæli að prjóna- skap og enn síðar að skartgripa- gerð. Listrænir hæfileikar hennar komu skýrt fram í fíngerðu hand- bragðinu. Fjölskyldan skipti ömmu miklu máli og barnvænni kona var vand- fundin. Hún hafði ákaflega gott skopskyn og ljúfa nærveru, hæg- lát en virðuleg í fasi. Á aðfanga- dagskvöld söfnuðust ættingjar gjarnan saman á heimili þeirra afa við Furugrund í Kópavogi. Þar var jafnan gott að vera enda var alltaf yndislegt að koma til þeirra, við vorum alltaf velkomn- ar. Amma gaf mikið af tíma sínum til okkar barnabarnanna og sinnti af mikilli alúð. Í lengri tíma sótti hún til að mynda Elvu Bergþóru, nöfnu sína, í leikskólann og gætti hennar fram eftir degi. Hún var einnig liðleg við að passa okkar barnabörnin þegar á þurfti að halda. Begga amma og Lalli afi voru ákaflega samrýnd hjón og vænt- umþykja þeirra hvors til annars var hverjum manni ljós. Þau eyddu miklum tíma í sumarbú- staðnum sínum í Skeiðháholti, þar áttum við margar góðar stundir með þeim. Amma bakaði gjarnan pönnu- kökur, þær tengjum við sterkt við hana. Eftir að afi lést í maí síðast- liðnum var amma að vissu leyti vængbrotin og þann missi komst hún ekki að fullu yfir. Nú eru þau sameinuð á ný. Í dag kveðjum við þessa ljúfu konu sem var okkur svo mikils virði. Hún hverfur samt sem áður aldrei úr hugum okkar, við vorum lánsamar að eiga hana að og búum að því ævilangt. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Þínar. Unnur Hólmfríður og Elva Bergþóra Elsku amma mín, þá ertu farin. Ekki er langt síðan afi fór. Skammt er stórra högga á milli. Síðustu árin hafa verið erfið – óör- yggi og minnisleysi settust að í sálu þinni. Umhyggja þín fyrir afkomend- um og ættingjum þínum mun lifa með okkur. Ég vildi óska þess að fleiri börn hefðu aðgang að slíkri umhyggju og hlýju sem þú veittir mér. Vonandi sameinist þú og afi á ný. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þinn Ólafur Árni Sveinsson (Óli). Bergþóra Jensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.