Morgunblaðið - 04.12.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.12.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Æsispennandi bók sem þú leggur ekki frá þér Hermann Ingi RagnarssonHannah Shah Falleg og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri Hannah Shah Dóttirin SÖNN SAGA AF FLÓTTA UNGRAR KONU ÚR KLÓM OFBELDIS OG MISNOTKUNAR DRAUMAEYJAN Hermann Ingi Ragnarsson Sönnsaga ÁHRIFARÍKAR BÆKUR SEM VEKJA LESENDUR TIL UMHUGSUNAR Malín Brand malin@mbl.is Þessa dagana sinna sagn-fræðingarnir tveir störf-um sem eru töluvert frá-brugðin þeirra hefð- bundnu störfum. Þau felast aðallega í því að ferja spil á milli verslana og að tæma heilan bílskúr af splunkunýju Íslandssöguspili. Borðspil sem gefið var út fyrir fjörutíu árum var þeim félögum minnisstætt en það hét einfaldlega Söguspilið. „Þetta fannst okkur góð leið til þess að kenna og fræða,“ segir Stefán þegar hann er spurður út í hver kveikjan hafi verið að Ís- landssöguspilinu. „Við vildum búa til spil sem bæði fræðir og vekur áhuga á þessu því okkur finnst Íslandssaga alveg bráðskemmtileg en það þarf kannski að vinna í því að sannfæra suma aðra,“ segir Stefán. Það er margt sem bendir til þess að það gæti tekist því félagarnir hafa lagt mikla vinnu í spilið og fengið dygga aðstoð við það úr ýmsum áttum. Lára Garðarsdóttir hannaði spilið og teiknaði en Spilavinir voru þeim innan handar og komu með góðar athugasemdir þegar spilið var á frumstigi. Ekki spurningaspil Það ætti ekki að koma á óvart að margir tengja Stefán Pálsson við spurningakeppni og gera því ráð fyrir að Íslandssöguspilið sé spurningaspil, en svo er ekki. „Þannig að fullorðnir og börn eru á jafnréttisgrundvelli. Kepp- endur hafa spilamenn og það er farið með teningakasti í gegnum spilaborðið og spjöld dregin sem vísa í atburði í sögunni sem ýmist færa menn fram á við eða til baka,“ segir Stefán og bætir við að viss áætlun sé í spilinu þar sem reynir á kænsku keppenda. „Menn geta lagt stein í götu annarra keppenda og fylgst með því hvaða spjöld þeir hafa á hendi því sum þeirra er hægt að virkja ef menn eru á rétt- um reitum. Það er nauðsynlegt að hafa þessi element í svona spilum svo að menn geti snúist gegn þeim fremsta.“ Ekki vantar spennuna í þetta spil og á vissum reitum geta kepp- endur þurft að taka dálitla áhættu sem felst í ákvarðanatöku. „Til dæmis hvort ráðist sé í togara- útgerð í byrjun tuttugustu aldar og það getur farið vel og sett menn vel fram eða aftur á bak,“ segir Stefán. Sagan greypt í minnið Söguskammturinn í spilinu er vel útilátinn og spannar allt frá árinu 870 til 2007 og atburðir sög- unnar settir fram af góðri kímni- gáfu þeirra félaga og þeim vel komið fyrir í stærra samhengi sem keppendur gleyma ekki svo glatt – og þannig verður Íslandssagan eft- irminnileg og meira að segja stór- skemmtileg. Sé tekið lítið dæmi úr spilinu þá gæti keppandi lent á grænum reit, svokölluðum tíðindareit, og dregið spjald sem eftirfarandi stæði til dæmis á: „Þú selur stóran farm af saltsíld til Sovétríkjanna og færð greitt fyrir í ódýrum bílum.“ Leikmaður fer þá áfram um tvo Víst getur Íslandssaga verið skemmtileg! Þegar sagnfræðingarnir Stefán Pálsson og Ragnar Kristinsson voru í háskóla- námi lögðu þeir grunn að spili sem myndi gagnast við að læra Íslandssöguna. Síðan eru liðin þónokkur ár en í sumar gafst þeim tími til að leggjast almenni- lega yfir hugmyndina. Útkoman er stórskemmtilegt spil sem er eins konar kapp- hlaup gegnum Íslandssöguna, söguna sem hefur alla burði til að vera skemmtileg. Morgunblaðið/Rósa Braga Háskólahugmynd Hugmyndin að Íslandssöguspilinu kviknaði á háskóla- árum þeirra félaga og er nú orðin ljóslifandi og áþreifanleg. Þeir sem láta sér vel líka við Kvenna- blaðið á Facebook nálgast nú fimm þúsund en blaðið er með vefsíðuna www.kvennabladid.is sem fór form- lega í loftið fyrir tæpum mánuði. Hið upprunalega Kvennablað var stofnað árið 1895 af Bríeti Bjarnhéð- insdóttur. Nú hefur langömmubarn Bríetar, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, stofnað vefmiðil ásamt góðu fólki og ber hann sama nafn og blaðið. Markmið vefmiðilsins er það sama og markmið blaðsins á sínum tíma en það er að höfða til kvenna og starfa þeirra innan heimilis sem ut- an. Á síðunni er því fjallað um eitt og annað sem konur taka sér fyrir hendur. Efnisflokkarnir eru fjölmargir og af ýmsu að taka. Má þar nefna flokka á borð við land og þjóð, listir og menningu, heimilið, heilbrigði, krónur og aura, íþróttir, börn og uppeldi, tækni og vísindi, matreiðslu og fjölmargt fleira. Lesendur geta sent inn greinar auk þess sem þeir geta komið með tillögur að viðmælendum. Þetta og margt fleira á vef Kvennablaðsins. Vefsíðan www.http://kvennabladid.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kvennablaðið Vefmiðill Steinunnar Ólínu er tæplega mánaðargamall. Kvennablaðið á vefnum Skraflfélag Íslands var stofnað fyrir skemmstu og hefur farið hressilega af stað. Til að mynda hefur Íslands- mótið í Scrabble verið haldið og nú er komið að fimmta spilakvöldi vetr- arins. Spilakvöldið hefst klukkan 20.00 í kvöld á Café Haítí niðri við Gömlu höfnina í Reykjavík. Reiknað er með að spilaðar verði tvær umferðir, en ekki verða notaðar skákklukkur að þessu sinni. Þeir sem geta eru hvattir til að mæta með eig- in Scrabble-sett og ekki er verra að hafa með sér orðabók líka. Allir eru velkomnir á spilakvöldið og þátttaka ókeypis. Endilega … … spilaðu Scrabble Spilakvöld Skraflfélagið býður í spil Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.