Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 41

Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Hross í oss, fyrsta kvikmynd Bene- dikts Erlingssonar í fullri lengd, var valin besta frumraun leikstjóra á Black Nights kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi sem lauk sunnu- daginn 1. desember. Þá hlaut myndin verðlaun samtaka kvik- myndagagnrýnenda, FIPRESCI, sem besta kvikmyndin og verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku en um hana sá Bergsteinn Björgúlfsson. Hross í oss hefur fyrir hlotið verðlaun á virtum hátíðum. Bene- dikt hlaut verðlaun fyrir leikstjórn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í San Sebastián og Tókíó og á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Amiens í Frakklandi hlaut hún verðlaun fyrir bestu leikkonu í að- alhlutverki, Charlotte Bøving og sérstök verðlaun Amiensborgar. Fleiri hátíðir eru framundan því myndin verður í aðalkeppni REC, alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Tarragona á Spáni og aðalkeppni Festival de Cinema Europeen des Arcs í Frakklandi. Í byrjun næsta árs verður hún í aðalkeppni á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö og á dagskrá helgaðri nor- rænum kvikmyndum á LA Scand- inavian Film Festival. Myndin mun einnig verða í aðalkeppni al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg. Við þessa sigurgöngu bætist svo að kvikmyndin hefur fengið já- kvæða dóma erlendra fjölmiðla, m.a. Variety og The Guardian. Hross í oss er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokki bestu kvikmyndar á erlendu tungumáli. Óskarsakademían mun tilkynna endanlegar tilnefningar 16. janúar nk. og fer verðlaunaafhendingin fram 2. mars. Velgengni Benedikt faðmar vin sinn Ingvar E. Sigurðsson á frum- sýningu Hrossa í oss í Háskólabíói. Hrossin hlutu þrenn verðlaun Morgunblaðið/GolliMÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Sýnishorn tónbókmennta frá 871 til 2013. Höfundur lýsir aðdáun á músík í netheimum. Ef vont fólk væri ekki til hefðu Músurnar ekkert við að vera og því síður Refsinornir. Og þá yrði ekki til nein dramatík. Svona var þetta í Aþenuborg og í aldingarðinum Eden. Þar botnaði fólk ekkert í skilningstré góðs og ills. Enda kom til hópuppsagna. Verða „menn“ ekki að þjást svolítið til að yrkja eitthvað af viti? Hómer, Virgill, John Dryden, Nathum Tate, Purcell, Kristján Fjallaskáld, Haukur Hannesson og fleiri. Ópera 7:12 YouTube: When I am laid in Earth (Di- dós Lament) – Xenia Meijer – Jan Wil- lem De Vriend 1996 Vondi kallinn í þessari sögu hét Eneas og sagði Dido upp! Þá brast á harmljóð og hún dó. Hið vonda sigrar árið 1643. Ópera 5:18 YouTube: Monteverdi: Ĺincoronazione di Poppea – Senecás death Nikolaus Har- noncourt. Vondi kallinn í þessari sögu hét Neró og sagði öllum upp í Róma- borg, líka Seneca hinum stóíska - sem fór þá bara til Guðs. Monte- verdi var hundskammaður fyrir að láta hið illa sigra hið góða. Við það dó hann. Í minningu ungs listamanns. Strengjasveit 4:47 YouTube: Ved en ungs kunstners baare Hafniakammerorkester Carl Nielsen Þetta örstutta harmljóð var svo flutt við útför Nielsens sjálfs. Þannig fór það. Sorgaróður ungs tónskálds. Strengjasveit 12:31 YouTube: Guillaume Lekeu – Adagio po- ur Quatuor d́Orchestra (1891) Lekeu dó ungur (1870-1894). Samt var hann góður. Makleg málagjöld eftir Mozart 1787. Ópera 10:16 YouTube: Mozart Don Giovanni (18) Act 2 Finale Part 2 Commendatore Scene Amadeus fékk líka uppsagnarbréf fyrir aldur fram – 5. des 1791 kl. 01:00. Hann hafði þá talað til okkar í tæp þrjátíu ár (f. 1756) og er bestur og ekkert illt við hann. Lífið er bara svona. „Jiddískt“ máltæki segir: „Þegar mennirnir skipu- leggja taka guðirnir bakföll af hlátri.“ *** Heimasíða RÚV liggur í valnum og því engar fréttir af beinum útsend- ingum og væntanlegum dag- skrárliðum á þeirri slóð að sinni. Mótbyr Jónas Hallgrímsson lést ungur– „fékk líka uppsagnarbréf fyrir aldur fram“. EGILSHÖLLÁLFABAKKA DELIVERYMAN KL.5:40-8-10:20 DELIVERYMANVIP KL.5:40-8-10:20 THEFIFTHESTATE KL.8-10:40 THOR-DARKWORLD3DKL.5:30-8-10:30 BADGRANDPA KL.5:50 PRISONERSSÍÐUSTUSÝNINGAR 2S KL.6-9 KRINGLUNNI DELIVERYMAN KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE FIFTH ESTATE KL. 10:10 ESCAPE PLAN KL. 10:30 THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8 BAD GRANDPA KL. 8 DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 - 10:20 STAND UP GUYS KL. 10:10 ENDER’S GAME KL. 5:30 ESCAPE PLAN KL. 5:30 - 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 GRAVITY 3D KL. 8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK DELIVERYMAN KL.8-10:20 HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.10:10 STANDUPGUYS KL.8 AKUREYRI DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 THE FIFTH ESTATE KL. 8 ENDER’S GAME KL. 5:30 ESCAPE PLAN KL. 10:40 THOR - DARKWORLD 3D KL. 10:20 EMPIRE  TOTAL FILM  VAR BARA BYRJUNIN VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIEPORTMAN JOBLO.COM  BYGGÐ Á EINNI VIRTUSTU OG VINSÆLUSTU VÍSINDASKÁLDSÖGU ALLRA TÍMA “ELDFIM OG ÖGRANDI” “FYRSTA FLOKKS ÞRILLER” ROLLING STONE GQ “VERÐUR VART BETRI” “SPENNANDI OG Á JAÐRINUM” DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á EMPIRE  “NON-STOPACTION” M.S. WVAI RADIO „SMARTANDFUN“ J.B – WDR RADIO FRÁBÆR GAMANMYND VARIETY  ERTU BÚINN AÐ SJÁ EINA AF BESTU MYNDUM ÁRSINS? FAÐIR 533 BARNA. BARA VESEN! 16 12 12 L FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN „ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA“ S.B. Fréttablaðið ★★★★★ T.V. Bíóvefurinn/Vikan S.B. Fréttablaðið -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 6 - 7 - 9 - 10 CARRIE Sýnd kl. 10:10 PHILOMENA Sýnd kl. 5:50 - 8 FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 5 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.