Morgunblaðið - 04.12.2013, Page 38

Morgunblaðið - 04.12.2013, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sérhver vá nefnist nýútkomin sóló- plata gítarleikarans Rúnars Þór- issonar en hann hefur áður sent frá sér sólóplöturnar Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Rúnar er höfundur allra laga og texta plötunnar, flytjandi þeirra, upptökustjóri og útsetjari. Með honum leika á plötunni m.a. Guðni Finnsson bassaleikari og Arnar Þór Gísla- son trommuleik- ari og dætur hans, Lára og Mar- grét, syngja með honum ásamt hópi kvenna úr Kvennakór Reykjavíkur. Upptökur og hljóð- blöndun fóru að stóru leyti fram í Sundlauginni þar sem Birgir Jón Birgisson var við stjórnvölinn. Rúnar gefur plötuna sjálfur út. Framsækið og melódískt „Yfirleitt hef ég nú verið kennd- ur við að vera frekar framsækinn en þetta er nú tiltölulega mel- ódískt og kannski melódískara en hefur verið á fyrri sólóplötum mín- um,“ svarar Rúnar, spurður að því hvernig plata Sérhver vá sé. „Þetta er svona popprokk, pínulítið framsækið og melódískt,“ bætir hann við. – Þú ert á ljúfum nótum á plöt- unni og kvenraddir eru mjög áber- andi á henni. Þú ert heppinn að eiga tvær dætur sem eru söng- konur, það hlýtur að koma sér vel þegar þú ert að gera plötu? „Já, það er heppni að eiga þær og það kemur sér vel, það er rétt hjá þér. Það er bæði ástæðan að þetta liggur vel við höggi og hitt er að ég er að reyna að fegra sjálfan mig í þeirra röddum,“ segir Rúnar kíminn. „Ég er að prófa það í fyrsta skipti að syngja sjálfur eigið efni, syng átta lög af tólf. Tvö eru „instrumental“ og síðan syngja þær sitt lagið hvor. Reyndar finnst mér alltaf mjög flott að krydda karlaraddir með kvenröddum, eins og Nick Cave gerir mikið og fleiri. Mér finnst það rosalega fallegt og ég er reyndar ekki bara með þær tvær því í nokkrum lögum er ég líka með tíu söngkonur úr Kvenna- kór Reykjavíkur.“ Alla leið Rúnar Þórisson – Hvað kom til að þú ákvaðst að syngja í fyrsta sinn? „Mér finnst það alltaf hafa háð mér í mínu sólóefni að hafa ekki getað sungið lögin mín sjálfur. Það er þá meira eins og „production of Rúnar Þórisson“ heldur en „alla leið Rúnar Þórisson“,“ segir Rún- ar. Hvað lagatextana varðar segist hann semja þá af miklum metnaði og tengja í þeim við sín hugð- arefni, það sem honum sé kært. „Ef þú myndir lesa textana kæm- ist þú kannski að því að hluti þeirra er ortur til fjölskyldunnar; eiginkonu, barna og barnabarna. Það eru m.a.s. tvær vögguvísur þarna, ef grannt er skoðað. Þetta er persónulegt og kannski kitlaði það mig pínulítið að syngja þetta. Það var erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun,“ segir Rúnar. Plötuna tileinkar hann eiginkonu sinni Örnu og öllu því sem þau eiga og hafa skapað saman, eins og segir í texta í plötubæklingi. Röddin krydduð með kvenröddum  Sérhver vá nefnist þriðja sólóplata Rúnars Þórissonar Ljósmynd/Spessi Syngur Rúnar syngur lögin sín sjálfur í fyrsta sinn á Sérhverri vá. Það er ekki ofsagt að í ritinusé fjallað á einstaklega að-gengilegan og lipran háttum ástir Íslendinga á tímabilinu 870–1300. Úrvinnslan á efninu er vel heppn- uð. Höfundi tekst að bera fræðilegt efni á borð fyrir lesendur á einfald- an og skemmtilegan hátt. Slíkt ætti ekki að koma á óvart enda Gunnar Karlsson sagn- fræðingur þraut- reyndur á sviði kennslubóka- og fræðibókaskrifa. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er fjallað um ástir Íslendinga að fornu. Þó hann sé lýsandi hefði að ósekju mátt finna meira grípandi titil. Efnið fjallar um rétt landsmanna til að elska, hömlur á þeim rétti, frjálsar ástir, makaval, festar og brúðkaup, hjónaskilnaði, frillulíf, stöðu óskilgetinna barna og ást á eigin kyni, og fleira. Heimildirnar eru ýmsir miðaldatextar, m.a. forn kvæði, lögbækur, Íslendingasögur, Sturlunga og biskupasögur. „[É]g vil kanna tilfinningarnar sjálfar og sjálfra sín vegna. Ekkert er mikilvægara en tilfinningar,“ (42) skrifar Gunnar um tilurð og efni verksins. Verðugt verkefni það en rauði þráðurinn er réttarstaða ást- arinnar. Bygging bókarinnar er grein- argóð, efninu er skipt niður í 20 kafla og undirkafla eftir þemum. Í þeim síðasta eru meginniðurstöður reifaðar. Í fyrstu köflunum er farið yfir kenningar margra fræðimanna sem skrifað hafa um ástina, í breið- um skilningi þess orðs, m.a. frá eðl- ishyggju til póstmódernískra fræða. Þeir kaflar eru í senn fræðandi og skemmtilegir. Sjarminn við þá er að höfundurinn talar gjarnan í fyrstu persónu. Slíkt staðsetur lesandann vel gagnvart efninu og það er eins og hann sé staddur í kennslustund hjá Gunnari. Kaflinn „Að elska eigið kyn“ er ekki síst áhugaverður en staða þessa hóps var sýnu verst. Þar bendir Gunnar á að sér þykir fræði- menn hafa stundum gengið full- langt í að lesa aðdróttanir um sam- kynhneigð út frá frásögnum í fornritum. Þá fer hann yfir hugtök eins og ergi og vandkvæði sem fylgir notkun þess. Eins og fram kemur í nið- urstöðum Gunnars í bókarlok er erfitt að greina þróun í sögu ást- arinnar hér á landi. Þrátt fyrir það nær hann að draga fram ólíka þræði og varpa upp heildstæðri mynd. Verkið er í senn virkilega vandað og skemmtilegt. Þeir sem hafa áhuga á sögu Íslendinga ættu ekki að láta það framhjá sér fara. Við lestur tileinkunnarorðanna á tiltilsíðu er tónninn sleginn; lesand- inn veit að hjartað réð för. Skrifin bera þess líka glögg merki. Morgunblaðið/Einar Falur Sagnfræðingurinn Bók Gunnars Karlssonar er vönduð og skemmti- leg, segir gagnrýnandi. Fræðileg og fjörleg saga ástarinnar Fræðibók Ástarsaga Íslendinga að fornu bbbbn Eftir Gunnar Karlsson. Forlagið, 2013. Óinnbundin, 381 bls. ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR BÆKUR Óperukórinn í Reykjavík mun ásamt kunnum einsöngvurum og hljómsveit flytja Sálumessu Moz- arts í Langholtskirkju eftir mið- nætti í kvöld, aðfaranótt fimmta desember. Hefjast þeir kl. 00.30. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Þóra Einarsdóttir sópr- an, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran, Garðar Thór Cortes tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Stjórnandi er Garðar Cortes. Þetta er níunda árið sem Óp- erukórinn flytur Sálumessuna á dánarstund Mozarts sem lést árið 1791, aðeins 35 ára að aldri. Hann lagði síðustu krafta sína í að ljúka tónsmíðinni, en það tókst ekki, og eru því lokakaflarnir samdir af nemanda hans Syßmayr. Tónleik- unum mun ljúka á síðustu tónunum sem Mozart samdi og skráði. Tónleikarnir eru að vanda helg- aðir minningu Mozarts og íslenskra tónlistarmanna sem látist hafa á liðnu ári. Söngstjörnur Julian Hewlett píanóleikari, Garðar Cortes stjórnandi og söngvararnir Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Garðar Thór Cortes og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Flytja Sálumessuna á dánarstundinni Morgunblaðið/Eggert Dualit handþeytari • 5 hraða stilling • Auðvelt að þrífa • Inndraganleg snúra • Þrjár gerðir af þeytispöðum Kr. 16.900,- Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn KLÁR Í JÓLAÞEYTINGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.