Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Miele ryksugur Björn Bjarnason bendir á, að:„Björt framtíð mælist með gott fylgi (13,5%) og tekur fylgi frá öðrum stjórnarandstöðuflokk- um. Spurning vaknar um hvað býr að baki svörunum.    Varla geta þauverið reist á vitneskju fólks um stefnu flokksins.    GuðmundurSteingrímsson, formaður flokksins, verður jafnan eins og stórt spurn- ingamerki þegar að leitað er svara hjá honum við brenn- andi spurningum.    Það er gert ámbl.is mánudaginn 2. desem- ber vegna aðgerða í þágu skuld- ugra heimila sem ríkisstjórnin kynnti laugardaginn 30. nóv- ember. „Mér finnst enn þá spurningum ósvarað. […]Við þurfum að spyrja ýmissa spurninga, eins og hvaða frumvörp þurfa að koma fram og hvenær þau þurfa að koma fram,“ svaraði Guðmundur Steingrímsson mbl.is „Þá vakna spurningar hvað við erum að fá fyrir peninginn [sem aflað verður til að létta skuldbyrði heimilanna]. Hvort þessum peningum sé vel varið eða hvort þeim geti verið betur varið í annað í þágu fólks. Í þágu upp- byggingar í fjársveltu samfélagi eftir langvarandi kreppu.“    Þessi stefna að hafa helst engaskoðun höfðar greinilega vel til hóps kjósenda sem stækkaði í síðasta mánuði miðað við könnun sem kynnt var í sjónvarpinu í kvöld. Að vísu var tekið fram að könnunin hefði verið gerð áður en ríkisstjórnin kynnti skuldabyrða- stefnu sína. Mátti álykta að könn- unin hefði þegar misst gildi sitt.“ Björn Bjarnason Björt spurning STAKSTEINAR Guðmundur Steingrímsson Veður víða um heim 3.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 hagl Bolungarvík -5 alskýjað Akureyri -1 skýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 alskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 0 þoka Brussel 2 heiðskírt Dublin 8 alskýjað Glasgow 8 alskýjað London 7 skýjað París 6 heiðskírt Amsterdam 6 skýjað Hamborg 1 þoka Berlín 0 heiðskírt Vín 2 heiðskírt Moskva -3 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 7 skúrir Winnipeg -12 snjókoma Montreal 0 þoka New York 7 heiðskírt Chicago 6 þoka Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:55 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 11:33 15:14 SIGLUFJÖRÐUR 11:17 14:56 DJÚPIVOGUR 10:32 15:04 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Báturinn reynist vel. Hins vegar hefur verið bræla að undanförnu og nokkrar frátafir, þannig að við höfum ekki náð að sækja sjó eins og við hefðum kosið. En þá daga sem við kom- umst á miðin eru aflabrögð góð, sækjum í þorskinn en ýs- an sem nóg er af þótt kvótinn í henni sé lítill er svolítið að þvæl- ast fyrir okkur,“ segir Egill Jóns- son, skipstjóri á Jónínu Brynju ÍS 55. Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík fékk nú á dög- unum afhentan nýjan Cleopatra- bát frá Trefjum í Hafnarfirði. Bát- urinn er 30 brúttótonn að stærð og er í krókaaflamarkskerfinu. Hann er af nýrri gerð Cleopatra 50 krókaaflabáta, sem er sérhönn- uð skv. nýlega breyttum reglum um stærðarmörk slíkra báta. Jón- ína Brynja ÍS kemur í stað annars báts með sama nafni sem útgerðin átti, en sá strandaði við Straum- nes í desember í fyrra, þá spánnýr og hafði verið á sjó í aðeins örfáa daga. Skipstjórinn hvergi smeykur Báturinn nýi er með ýmsum góðum búnaði, svo sem vökva- drifnum hliðarskrúfum sem tengd- ar eru sjálfstýringu. Línuspil eru um borð, blóðgunarbúnaður frá 3X Stál og ískrapavél. Í lest er pláss fyrir 19 stór fiskikör og í lúkar svefnpláss fyrir fjóra auk eldunar- aðstöðu. „Svo tala megi um góðan bát, þá þarf hann að fara vel með mann- skap, vera góður í sjó og vel tækj- um búinn,“ segir Egill. Hann kveðst ekki smeykur við þennan bát sem ber sama nafn og sá sem fór upp í grjót við Straumnes í fyrra. Sá hafi strandað vegna mannlegra mistaka sem alltaf geti orðið og ástæðulaust sé að draga miklar ályktanir af því eða tengja hjátrú. Báturinn Jónína Brynja er 30 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Tækjum búinn og fer vel með mannskap  Ný Jónína Brynja ÍS í Bolungarvík  Kemur í stað báts sem strandaði í fyrra Egill Jónsson Ríkisendurskoðun hefur ítrekað í annað sinn þrjár ábendingar sínar frá árinu 2007 sem stofnunin sendi velferðarráðuneytinu (áður félags- málaráðuneytinu) vegna Vinnueft- irlits ríkisins. Skv. upplýsingum stofnunarinnar þarf að gera nýjan árangursstjórnunarsamning við Vinnueftirlitið og kanna mögulegan ávinning þess að flytja tiltekin verk- efni frá því til Samgöngustofu. Árið 2007 beindi Ríkisendur- skoðun fjórum ábendingum til ráðu- neytisins er vörðuðu stjórnskipulag og verkefni Vinnueftirlitsins, sam- skipti ráðuneytisins við stofnunina og eftirlit þess með starfsemi henn- ar. Þá var beint átta ábendingum til Vinnueftirlitsins um ýmsar úrbætur í starfsemi stofnunarinnar. Í frétt á vefsíðu Ríkisendurskoðunar segir að þremur árum síðar eða árið 2010 kannaði stofnunin hvernig brugðist hefði verið við þessum ábendingum. Kom þá í ljós að Vinnueftirlitið hafði brugðist við öllum þeim ábendingum sem beint var til þess. Hins vegar hafði engin þeirra ábendinga sem beint var til ráðneytisins komið til framkvæmda. „Nú sex árum eftir að ábending- arnar voru fyrst settar fram hefur aðeins ein þeirra komið til fram- kvæmda,“ segir í umfjöllun Rík- isendurskoðunar. Ekki verið brugðist við ábendingum  Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneyti Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinnueftirlitið Margvíslegt eftirlit með vinnustöðum, búnaði og öryggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.