Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita 2. Íbúð byssumannsins 3. „Reiður og bitur út í allt og alla“ 4. Hjón með 694.000 kr. laun fullnýta … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Allra síðasta sýningin í Hörpu á einleik Ladda, Laddi lengir lífið, fer fram á morgun. Laddi heldur þó áfram að lengja líf sýningargesta því fyrirhuguð er leikferð til Akureyrar og Norðurlanda. Laddi verður í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar og heldur að því loknu til Danmerkur og Noregs með sýninguna. Fleiri lönd munu hugsanlega bætast við. Í sýn- ingunni fer Laddi yfir ævi sína í gamni og alvöru og mörgum þekktum persónum sem hann hefur skapað á ferli sínum bregður fyrir. Morgunblaðið/RAX Laddi lengir lífið á Norðurlöndum  Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sýnir í Sólheimasafni á morgun kl. 17 brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu. Í því er sögð jólasaga sem unn- in er upp úr evrópskri þjóðsögu og segir af hugvitssamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu. Pönnukakan leggur í langferð til Jesú litla og foreldra hans sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. Pönnukakan mætir ýmsum hættum á ferðum sínum því margir vilja fá af henni bita. Pönnukaka heldur til fundar við Jesú litla Á fimmtudag Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við austurströnd- ina, en lægir vestantil á landinu. Léttskýjað á sunnanverðu landinu, annars él. Frost 6 til 18 stig, kaldast í innsveitum. VEÐUR Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fót- bolta, æfir með þýska stór- liðinu Turbine Potsdam sem hefur haft mikinn áhuga á að fá hana í sínar raðir und- anfarna mánuði. Það vildi fá hana í september en náði ekki samkomulagi við lið hennar, Avaldsnes. Guð- björg segir að það yrði draumur að spila með liði á borð við Potsdam sem er eitt stærsta lið heims. »1 Guðbjörg býst við samningstilboði Hannes Þór Halldórsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, segir að það sé góður tími fyrir sig núna til að taka næsta skref og gerast atvinnu- maður í íþróttinni. Hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Sandnes Ulf og hlakkar til að geta einbeitt sér að fótboltanum og átt meiri tíma með fjöl- skyldunni. »3 Góður tími til að taka næsta skref Níu leikir fara fram í ensku úrvals- deildinni í fótbolta í kvöld en á Old Trafford tekur David Moyes og Man- chester United á móti gömlu læri- sveinum Skotans í Everton í fyrsta skipti frá því að hann gerðist stjóri Englandsmeistaranna. United þarf svo sannarlega á sigri að halda en í liði meistaranna er einnig Marouane Fellaini sem spilaði með Everton. »4 Moyes fær gömlu læri- sveinana í heimsókn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Yfirleitt æfa menn íþróttir í sinni heimabyggð en þrír strákar í Borg- arfirði láta sér það ekki nægja og sækja fótboltaæfingar hjá Fram í Reykjavík tvisvar til þrisvar í viku fyrir utan leiki. Helgi Guðjónsson er 14 ára og á heima í Reykholti þar sem foreldrar hans starfa. Hann er nýgenginn upp í 3. flokk og hefur æft og leikið með Fram undanfarin tvö ár, en spilaði einnig fyrir félagið sumarið 2008 og 2009. Tilviljun réð því að leið hans lá í Safamýrina. „Vinur minn, sonur vinkonu mömmu, æfði með Fram þegar við vorum mjög litlir,“ rifjar Helgi upp. „Einu sinni var ég hjá þeim í viku og fór á æfingar með honum og á N1- mótið í kjölfarið. Þegar ég var á fyrra árinu í 4. flokki fór ég til Reykjavíkur og pabbi hringdi og spurði hvort það væri æfing hjá Fram. Svo var ekki en það var leikur þann dag og þeir báðu mig um að koma og ég spilaði leikinn alveg upp úr þurru. Síðan hef ég haldið áfram.“ Fjölhæfur íþróttamaður Um 110 km eru úr Reykholti í bæ- inn og heldur lengra frá Húsafelli, þar sem Rúnar Bergþórsson, 13 ára, býr en hann byrjaði að æfa með Fram á þessu ári. Fyrir skömmu bættist Ragnar Magni Sigurjónsson, 14 ára, á Hvanneyri í hópinn, en for- eldrarnir skiptast á að keyra þá. „Helgi er mjög ánægður hjá Fram enda öll umgjörð til fyrirmyndar og þjálfararnir, þeir Lárus Grétarsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, einstaklega góðir og hvetjandi,“ segir Guðjón Guð- mundsson, faðir Helga. Helgi er fjölhæfur íþróttamað- ur, spilar körfubolta með Skalla- grími og Reykdælum, hefur farið á aldursflokkameistaramót Íslands í sundi þar sem hann er sterkastur í 100 og 200 m bringusundi auk þess sem hann hefur látið til sín taka á hlaupabrautinni, einkum í 600 og 800 m hlaupi. „Ég held að fótboltinn sé skemmtilegastur,“ segir hann. „Í nokkur ár hef ég farið suður á íþróttamót flestar helgar, hvort sem það er í frjálsum, sundi eða körfu. Það er því komið upp í vana að fara í bæinn og það venst vel. Eftir að strákarnir bættust í hópinn hefur álagið líka dreifst á fleiri.“ Þó að nóg sé að gera í íþróttunum stundar Helgi námið af kappi og stendur sig vel en hann er í 9. bekk. „Ætli ég fari ekki í framhaldsskóla í bænum til þess að geta æft fótbolta,“ segir hann um framhaldið. Helgi heldur með Manchester United í ensku knattspyrnunni en á sér ekki sérstakar fyrirmyndir í bolt- anum. „Mér finnst Robin van Persie mjög skemmtilegur og hann er kannski helsta fyrirmyndin.“ Aka yfir 100 km á æfingar  Þrír strákar í Borgarfirði með Fram í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Keppnismenn Ragnar Magni Sigurjónsson (t.v.), Helgi Guðjónsson og Rúnar Bergþórsson fyrir æfingu í gærkvöldi. Helgi Guðjónsson setti boltann 73 sinnum í net mótherja Fram í opinberum mótum í 4. flokki á liðnu sumri og sló þar með markamet Hauks Snæs Haukssonar í fé- laginu sem var 46 mörk. Auk þess skoraði hann fyrra markið, þegar strákarnir í U15 ára landsliðinu lögðu Finna að velli með tveim- ur mörkum gegn engu í undankeppni fyrir Ólymp- íuleika æskunnar, en leikurinn fór fram í Sviss í október sem leið. „Það var mjög mikil upp- lifun og rosalega gaman,“ segir Helgi um fyrstu keppnisferðina til útlanda. Bætir við að hann hafi heyrt af markameti Fram í vor og haft það á bak við eyrað án þess að hugsa sérstaklega um að slá það. „Minnisstæðasta markið er þegar við unnum Hauka 3:1 og ég skoraði þriðja markið, en þar með tryggðum við okkur inn í úrslitakeppnina í Íslandsmótinu í sumar.“ Miðherjinn sló markamet Fram HELGI GUÐJÓNSSON Í REYKHOLTI Í BORGARFIRÐI SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-15 m/s nyrðra, en hægari suðvestan- og vestanlands. Léttir heldur til syðra, annars él, eink- um norðaustantil. Kólnandi veður, frost 3 til 14 stig síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.