Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nauðsynlegar breytingar standa fyrir dyrum og þú þarft að vera sátt/ur við þær áður en þú hefst handa. Notaðu tækifærið og annastu verkaskiptingu milli þín og ástvinar. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver sýnir skapvonsku, sem gerir erfitt að halda uppi gagnlegum samræðum. Gangið rösklega til verks og fagnið svo ára- mótunum með stæl. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leggðu þig fram um að skipuleggja þig betur. Afstaða stjarnanna hvetur þig til þess að víkka út sjóndeildarhring þinn með einhverjum hætti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ástin er kannski flókinn leikur, en reglurnar eru ansi einfaldar. Leitaðu aðstoðar ef eitthvað vefst fyrir þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Upplagður dagur til að hafa ofan af fyrir öðrum og gleðjast með fólki á öllum aldri. All- ir hringja í þig og margt sem beðið er um hljómar undarlega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu þitt til þess að gömul vinabönd trosni ekki. Snúðu við blaðinu áður en þú eyðileggur líf þitt með neikvæðninni. Batn- andi manni er best að lifa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er auðvelt að bera saman verk sín og meistaranna en að sama skapi alger tímasóun. Þér hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er betra að eiga sér góðan trúnaðarvin en byrgja allt innra með sér, því það getur verið skaðlegt. Ekki skemma eitt- hvað guðdómlegt með því að reyna að láta það endast að eilífu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það geta komið upp deilur varð- andi sameiginlegar eignir eða hvernig eigi að verja ákveðinni fjárupphæð. Vinir eru upp- spretta bestu hugmyndanna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera ákveðinn til að hlutirnir gangi hraðar fyr- ir sig. Hugsaðu málið í næði, og farðu af stað þegar þú ert tilbúin/n. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað í skjalabunkanum á borð- inu þínu lumar á þeim möguleika að þú getir unnið þér inn smávegis peninga. Sýndu tillits- semi og virtu tilfinningar annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nýttu öll tækifæri sem þér gefast til þess að bæta heimilisaðstæður þínar. Hugs- anlegt er að einhver veiti þér ráðgjöf sem þú kærir þig ekkert um. Árleysi alda eru háttbundin ljóðeftir Bjarka Karlsson. Bókin lætur ekki mikið yfir sér og er vel tekið. Þar er „einn afar sorglegur flokkur um það grátlega kynjanna misrétti sem forðum daga tíðkaðist og þekkist því miður enn“. Hér beitir hann því stílbragði að prjóna á átta vegu framan við fyrri part á vísu, sem ég hygg að öll börn á Ís- landi kunni og hafi kunnað svo lengi sem elstu menn muna: Amma skildi að skyldan bauð að skúraði hún og þvægi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi. Þannig gekk það uns að síðustu: Niður amma datt loks dauð dó af starfsálagi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi. Síðan veltir Bjarki því fyrir sér hvaða skil þjóðskáld okkar í 1100 ár hefðu gert ferðalagi afa á honum Rauð. Hann byrjar vegferðina á Agli Skallagrímssyni og lýkur henni með Megasi. Hér setur hann sig í spor Steins Steinars: Sykurinn er eins og brauðið og brauðið er gróft og hart eins og byrði míns lífs. Og brauðið er gert úr axi sem afi minn þreskir á öldum kífs. Og sykurinn og brauðið eru sitt af hvoru tagi seiður hnífs. Bjarki hefur góð tök á limrunni, – segir „sumum finnst hún vera eins og lúpínan, ágeng erlend tegund sem breiðir úr sér út um allt, miklu víðar en til stóð – en mér þykir lúp- ína falleg“. Hún Sigríður frænka mín, sóðabrók, á sunnudag rispu all-góða tók: Saumaði kjól og sveinbarn ól og orti í leiðinni ljóðabók! Bjarki spyr, hvað út úr því hefði komið, ef Egill Skallagrímsson hefði kynnst limru en ekki run- hendu og svarar sér sjálfur. Þetta yrði fyrsta erindið í Sonartorreki: Vestur ég fór um ver Viðris að teyga ker. Dró eik á flot við ísa brot. Frekur til fjörs er hver. Guðmundur í Grafningi er einn af mörgum valinkunnum sóma- mönnum í uppsveitum Árnessýslu: Þegar Guðmundur bóndi í Grafningi gleypti í sig þrjú tonn af jafningi fékk sveitin að kynnast að seint myndi finnast í Grafningi Guðmundar jafningi. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afi minn fór á honum Rauð Í klípu EF ÞÚ LÆSIR LYKLANA INN Í SMARTINUM ÞÍNUM, EKKI SEGJA NEINUM FRÁ ÞVÍ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÚ, FARÐU Á KLÓSETTIÐ NÚNA. ÉG ÆTLA EKKI AÐ STOPPA EINHVERS STAÐAR Í MIÐRI VETRARBRAUTINNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þykjast dansa við hann. GERÐIRÐU HVAÐ!? MERKILEGT MEÐ KETTI ... ÞEIR ERU SVO FORVITNIR. AF HVERJU ER ÞAÐ, GRETTIR? VEIT EKKI. ALVEG SAMA. VEISTU NOKKUÐ HVERNIG MAÐUR SEGIR: „ÉG GEFST UPP,“ Á HÚNAMÁLI? Víkverji áttar sig ekki á því hversvegna fyrirtækið Vodafone hefur haft það fyrirkomulag um varðveislu smáskilaboða að viðskiptavinir þyrftu sérstaklega að merkja við ef þeir vildu ekki að þau yrðu geymd. Hann er þess fullviss að margir hafa ekki velt því fyrir sér að með því að gera ekki neitt væru þeir að sam- þykkja að fyrirtækið varðveitti þessi gögn. Hann skilur heldur ekki hver hagur viðskiptavinarins átti að vera. Nær hefði verið að viðskiptavinurinn þyrfti að biðja fyrirtækið sérstaklega um að vista gögnin. x x x Víkverji fór nýlega á kvikmyndinaFimmta valdið, sem fjallar um Julian Assange og samtökin Wiki- leaks. Þar kom fram að upplýsingar eru hvergi öruggar, alltaf er einhver leið til að komast inn í tölvukerfi. Ef menn bindast vafasömum samtökum slengir Wikileaks því á vefinn með heimilisföngum og símanúmerum. Svo er það tyrkneski tölvuþrjóturinn. Hann ákveður að birta samskipti úr einkalífi fólk, sem hann þekkir ekki neitt, á máli, sem ólíklegt er að hann skilji bofs í. Kannski vill hann koma höggi á fyrirtækið, en höggið lendir á fjölda blásaklauss fólks. Helgar til- gangurinn meðalið? Fylgjast má með öllum samskiptum, sem fara um eterinn. Víkverji gæti vitaskuld fund- ið leiðir til að dulkóða samskipti sín, en hefur reyndar svo takmarkaða þekkingu á þeim málum að hann myndi ekki vita hvar hann ætti að byrja. Víkverji á svo sem ekki von á því að marga fýsi að fylgjast með at- höfnum hans, en honum finnst samt óþægilegt að vita hversu auðvelt virðist vera að vera með nefið ofan í hans einkamálum. Nýlega sendi Vík- verji til dæmis skilaboðin „OK“, „Er á fundi“ og „Hringi á eftir“. Víkverji hefði ekki viljað að þessi skilaboð yrðu á allra vitorði. x x x Þótt fjarskiptalíf Víkverja sé ekkiburðugt á það vonandi ekki við um alla. Grundvallaratriðið er að vernda þarf friðhelgi einkalífsins og gildir þá einu hvað fer fram í einkalíf- inu – hvort afhjúpun þess fær fólk til að geispa af leiðindum eða iða í skinninu af forvitni. víkverji@mbl.is Víkverji En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.