Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 30
✝ Bjarni Gests-son vélstjóri og vélvirki fæddist á Akureyri 26. febrúar 1930. Hann lést á Krist- nesspítala 19. nóv- ember 2013. Foreldrar hans voru Gestur Valdi- mar Bjarnason hafnarvörður, f. 13.2. 1904, d. 12.9. 1935 og Svava Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5.2. 1909, d. 15.2. 1933. Bjarni ólst upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Bjarna Pálssyni, f. 31.7. 1867, d. 26.4. 1945 og Þórhildi Sigríði Helga- dóttur, f. 2.3. 1873, d. 18.8. 1969. Systkini Bjarna eru Hanna Soffía, f. 29.9. 1928 og Freyr, f. 12.6. 1932, d. 7.1. 2011. Bjarni kvæntist 31.8. 1956 Ester Kristjánsdóttur, f. 30.9. 1931. Börn þeirra eru 1) Sig- ríður Kristín, f. 13.2. 1957, d. 22.7. 2012, eftirlifandi eig- inmaður hennar er Stefán Sigurðsson. Börn þeirra eru Ester og Sigurður. 2) Elín, f. 14.7. 1959. 3) Sólveig, f. 21.2. 1961, eig- inmaður hennar er Þórhallur Vil- hjálmsson, f. 19.11. 1961. Börn þeirra eru Vilhjálmur Reyr og Elín. 4) Gestur Valdimar, f. 18.7. 1970, eiginkona hans er Sigríður Ásgeirsdóttir, f. 18.11. 1970. Börn þeirra eru Auður Ester, Bjarni, Ólafur Ingi og Daníel Birnir. Fyrir átti Bjarni Freyju Mar- gréti, f. 25.7. 1954, eiginmaður hennar er Ari Sigurjónsson. Börn þeirra eru Ragnheiður Kristín og Ólafur Sigurjón. Bjarni eignaðist fimm langafa- börn. Útför Bjarna fór fram frá Akureyrarkirkju 29. nóvember 2013. Kynni okkar Bjarna hófust fyrir um 40 árum er ég tók að gera hosur mínar grænar fyrir elstu dóttur þeirra Esterar, henni Siggu Stínu. Í upphafi leist Bjarna mátulega vel á þennan dreng en svo var hann tekinn í sátt þegar í ljós kom að hugur fylgdi máli varðandi dótturina. Við Bjarni urðum með tím- anum bestu mátar. Bjarni gerði sér fljótlega grein fyrir því að ég hafði áhuga á stangveiði, ekki síst fluguveiði, en kunn- áttan mín var á þessum tíma ekki upp á marga fiska. Bjarni var þá í Ármönnum og hafði stundað fluguveiði á urriða- svæðinu í Laxá um margra ára skeið með góðum árangri. Bjarni bauð mér á flugukast- námskeið og tók mig svo með sér í Laxá. Á þeim tíma var útbúnaður minn til stangveiða ekki merki- legur en Bjarni lánaði mér flugustöng og hjól en til fót- anna var búnaður minn bússur. Niðurstaðan úr túrnum var sú að ég kom heim fisklaus en Bjarni veiddi ágætlega. Þetta var fyrsti veiðitúrinn okkar saman en ekki sá síðasti. Bjarni var um árabil ásamt fleirum með Djúpá á leigu og fórum við tengdafeðgar ásamt Sigga afa- dreng margar ferðir þangað. Þær mæðgur fóru oft með okk- ur tengdafeðgum þegar komið var fram á haust og tíndu ber. Skemmtilegasta stangveiðiferð mín var farin haustið 1992 aust- ur í Ormarsá á Sléttu með Bjarna. Þar urðum við fengsælastir í hollinu. Í mars árið eftir var haldið upp á fertugsafmæli mitt. Þar voru samankomnir nokkrir stangveiðimenn og þegar leið á kvöldið var farið að segja veiðisögur. Bjarni hafði einstaklega skemmtilega frásagnarhæfi- leika og fór hann að segja frá veiðiferð okkar í Ormarsá. Þeg- ar leið á söguna fannst mér hann fara full frjálslega með staðreyndir og reyndi heldur að draga úr. Þá bað hann mig að sækja myndir máli sínu til stað- festingar. Ég sagðist ekki geta fundið myndirnar svona fyrirvara- laust. Morguninn eftir var heimilisfólk og gestir vaktir upp með því að knúið var dyra með talsverðum hávaða. Þar var Bjarni mættur og krafðist hann þess að myndirnar yrðu dregnar fram máli sínu til stað- festingar. Var þá engrar und- ankomu auðið og myndirnar sóttar. Þá kom í ljós að hann hafði haft rétt fyrir sér í frá- sögninni kvöldið áður. Sumarið 1987 keyptum við Sigga Stína hús í Grænumýr- inni stutt frá þeim Bjarna og Ester. Það var því stutt fyrir afabörnin að fara í heimsókn til afa og ömmu og var það óspart gert. Okkur Bjarna kom vel sam- an, helst var það að við gátum rifist þegar pólitík átti í hlut. Oftar en ekki þá átti ég upp- tökin og ef Sigga Stína varð vitni að þessu þá setti hún ofan í við mig þegar við gengum heim. En þetta var hluti af samskiptum okkar tengdafeðg- anna og vorum við mjög fljótir að jafna okkur á þessum rifr- ildum okkar. Þegar Sigga Stína lést sum- arið 2012 þá fannst mér við Bjarni tengjast nánari böndum. Þegar hann veiktist í haust sat ég oft hjá honum og við rædd- um eitt og annað. Rifjaðar voru upp gamlar veiðisögur og lífið og tilveran rædd. Vorum við sammála um að vel yrði tekið á móti honum þegar kallið kæmi. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði. Stefán Sigurðsson. Sem krakki eyddi ég miklum tíma hjá afa og ömmu. Fljót- lega eftir að ég fæddist flutti fjölskylda mín í Grænumýrina og voru því einungis þrjú hús á milli mín og afa og ömmu. Mér þótti alltaf mjög þægilegt að sitja hjá afa og hlusta bara á hann segja sögur, það var mjög notalegt að fara með honum og pabba í bíltúr. Fyrst komum við við í sjoppu og keyptum ís og keyrðum svo um bæinn eða Eyjafjarðarsveit og á meðan sat ég bara aftur í og hlustaði á hann tala um hina og þessa staði og fólkið sem þar hafði búið. Oftar en einu sinni sakaði pabbi hann um að ýkja sög- urnar eða kannski krydda þær aðeins. Ég held að pabbi hafði kannski hætt því þegar ég benti honum á að ég hefði aldr- ei staðið afa að því að skrökva að mér meðan ég hafði staðið pabba að því oftar en einu sinni. Í fjölskylduboðum þegar hann var orðinn þreyttur á öllu masinu sem var í gangi í kring- um sig og lækkaði í heyrnar- tækjunum þá settist ég oft við hliðina á honum, við spjölluðum kannski ekki mikið, það var bara svo notalegt að sitja hjá honum. Það er erfitt að setja niður á blað mínar bestu minningar af afa en ég held að það sem ég muni best eftir var ein veiði- ferðin í Djúpá, en þar veiddum við pabbi oft með afa. Hún er á þá leið að ég og pabbi höfðum verið að veiða í Djúpá, við höfðum ekkert orðið varir við fisk en vorum komnir á veiðistað þar sem við vissum að var fiskur. Við vorum búnir að fara yfir staðinn margoft og prófað flest allar flugur sem okkur datt í hug að fiskurinn myndi taka. Þetta var seinnipart dags og afi ásamt ömmu og Ester syst- ur ákváðu að kíkja austur og fara í berjamó. Afi ákvað að taka með sér veiðistöng og rölti til okkar þar sem við vorum að veiða. Ég sat og fylgdist með afa meðan hann og pabbi voru að kasta. Ég varð hálf skúff- aður út í afa þegar ég sá að í fyrsta kasti var lax kominn á hjá honum, nokkrum mínútum síðar var hann búinn að landa vænum laxi. Ekki batnaði það þegar afi kastaði í annað sinn út í ána og annar lax var kominn á sem hann landaði. Ef ég man þetta rétt þá lét afi þetta nægja og fór aftur til ömmu og Esterar í berjamó og skildi okkur pabba eftir með sárt ennið. Ég kom til landsins í sept- ember þegar afi var kominn á sjúkrahúsið og sat hjá honum og við spjölluðum margt sam- an. Ég kveð afa með söknuði, hann reyndist mér alltaf vel. Sigurður Stefánsson. Bjarni Gestsson 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 ✝ HrafnhildurGuðrún Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1937. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 28. júlí 2012. Hrafnhildur var dóttir hjónanna Geir- þrúðar Hjart- ardóttur Clausen, f. 1.1. 1914, d. 20.6. 1974, og Ólafs Tryggva Andréssonar, f. 6.6. 1908, d. 22.6. 1976. Systkini Hrafnhildar eru: Andrés, f. 16.5. 1940, d. 23.3. 2013. Hjördís, f. 1.8. 1941. Eggert f, 1.12. 1942. Bergsveinn, f. 23.2. 1951, d. 22.1. 1979. Hrafnhildur vann ýmis störf. Hún var meðal annars sætavísa í Nýja-bíói í nokkur ár og starfaði í verksmiðju Coca Cola um tíma. Eftir barneignir tók húsmóð- urhlutverkið við og eignuðust þau hjónin fimm börn. Var hún heimavinnandi á þeim tíma. Þeg- ar börnin uxu úr grasi tók hún aftur til starfa. Síðast starfaði hún hjá heimilishjálpinni. Útför Hrafnhildar var gerð í kyrrþey í ágúst 2012. Rósi fæddist á Látrum í Að- alvík á Hornströndum 30. janúar 1934. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 5. ágúst 2013. hinn 26.12. 1956. Börn þeirra hjóna eru: 1) Ólafur Ásgeir, f. 18.11. 1955, giftur Sesselju Tómasdóttur, f. 5.7. 1959. Börn þeirra eru, Davíð, f. 30.6. 1977, sonur hans er Björn, f. 15.1. 1998. Róbert, f. 7.3. 1980, Óskar, f. 15.6. 1985, Íris, f. 30.7. 1992. 2) Friðveig, f. 15.3. 1958, sambýlis- maður hennar er Guðmundur S. Pálsson, f. 30.8. 1948. Synir þeirra eru: Bergsveinn, f. 12.6. 1981, Páll, f. 16.8. 1991, Árni, f. 16.7. 1959, d. 6.4. 2000. 3) Geir- þrúður, f. 30.12. 1963, gift Ægi Svanssyni, f. 29.9. 1959. Börn þeirra eru: Hrafnhildur Rós, f. 17.2. 1982, unnusti hennar er Sævar Már Reynisson. Börn Hrafnhildar eru, Ægir þór, f. 4.4. 2001, dóttir þeirra Hrafn- hildar og Sævars er Katrín María, f. 25.5. 2007. Haraldur, f. 29.7. 1987, Unnar, f. 13.1. 1989, Karen, f. 13.8. 1990, unnusti hennar er Kristján Helgi Krist- inson. 4) Friðrik, f. 30.11. 1968, d. 15.8. 1990. Rósi fluttist frá Aðalvík 12 ára gamall til Reykjavíkur. Ungur byrjaði hann að starfa hjá Ísbirninum á Seltjarnarnesi. Hann vann þar í hátt í 35 ár, meðfram því stundaði hann sjó- mennsku. Hann var starfsmaður í fiskbúð um tíma og var þekkt- ur flakari. Hann lauk störfum árið 1990 sökum veikinda. Útför Rósa fór fram í kyrrþey 12. ágúst 2013. Hann var sonur hjónanna Árna Arnfinnssonar, f. 29.12. 1880, d. 21.2. 1954 og Elísabetar Jasínar Guðleifsdóttur, f. 7.7. 1894, d. 24.7. 1953. Systkini Rósa eru: Halldór Guðfinnur Árnason, látinn, Guðleifur Júl- íus Árnason, látinn, Guðmundur Sveinn, látinn, Guðrún Ólafía Árnadóttir, f. 1920, Guðbjartur Kristján, látinn, Kristján, látinn, Guðmundur Benjamín, látinn, Guðni Ebenezer, látinn, Jóhann Pétur, látinn, Guðlaug Kristín, látin, Árni Þórarinn, látinn, Marteinn Lúter, f. 1936. Rósi var sendur í fóstur og ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, Rannveigu Ásgeirs- dóttur og Friðriki Magnússyni útvegsbónda á Látrum í Að- alvík. Uppeldisbróðir hans var Gunnar Friðriksson, sem lengst af var formaður Slysavarna- félags Íslands. Hrafnhildur og Rósi giftu sig Nú eru foreldrar mínir farnir með eins árs millibili. Bæði lágu þau á hjúkrunarheimilinu Grund á deild 3-V þegar þau létust. Þegar ég var að alast upp var pabbi alltaf að vinna í Ísbirnin- um og mamma var heima að hugsa um okkur fimm systkinin. Mamma og pabbi kynntust í Nýja-bíói þar sem mamma var sætavísa og þá varð ekki aftur snúið. Það var ást við fyrstu sýn. Svo bjuggu þau fyrst hjá ömmu og afa þar sem afi byggði húsið á Nesvegi 46 og átti mamma lengst heima þar. Svo keypti pabbi kjallarann af afa og þar ól- umst við fimm systkinin upp. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá mömmu og pabba. Árið 1990 dó yngsti sonur þeirra hann Friðrik aðeins 21 árs. Árið 2000 dó annar sonur þeirra, hann Árni, aðeins 40 ára að aldri. Mamma og pabbi náðu sér aldrei eftir þessi áföll. Á þeim árum, er ég var að alast upp, var oft fiskur á heimilinu þar sem pabbi var að vinna í fiski og kom með hann heim. Mamma gerði allskonar rétti úr fiskinum sem taldist mjög gott á þessum árum. Mamma vildi alltaf vera fín og flott og fór oft í lagningu eða permanent. Hún fór aldrei út fyrr en hún var búin að setja á sig varalit. Ég man aldrei eftir pabba öðruvísi greiddum en með klippinguna eins og Elvis Presley enda hélt hann mikið upp á hann. Mér eru mörg minnisstæð at- riði úr æsku en þetta var efst. Þegar ég var fimm til sex ára fór pabbi með mig á rakarastofuna á Hjarðarhaganum og lét klippa mig en ég vildi aldrei láta klippa mig og var mjög erfið. Pabbi gaf mér ís og svo fórum við aftur inn, pabbi var að líta í blaðið en þá strauk ég og þegar pabbi fattaði það rauk hann á eftir mér og þá var ég komin hálfa leiðina heim. Ég þurfti að snúa við en hann pabbi gaf ekkert eftir og það tókst að lokum að klippa mig. Annað minnisstætt atriði var það að pabbi var oft með skegg á vet- urna. Svo rakaði hann sig og var að skoða sig í speglinum eftir rakst- urinn og ég spurði mömmu hvaða maður þetta væri hjá speglinum og mamma svaraði „þekkirðu ekki pabba þinn?“ Þá fór ég að gá og sá að þetta var hann. Ég hafði bara aldrei séð pabba nýrakaðan áður. Pabbi talaði oft um sveitina sína en hann var fæddur á Látr- um í Aðalvík. Hann langaði alltaf að fara til Aðalvíkur aftur en honum hlotnaðist það ekki. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Takk fyrir samveruna, elsku mamma og pabbi. Við sjáumst síðar. Ykkar dóttir, Friðveig. Elsku amma og afi. Ég vil þakka ykkur fyrir allar þær stundir sem ég átti með ykkur. Ég mun sakna ykkar sárt en í hjarta mínu lifir minning ykkar. Guð blessi ykkur og minningu ykkar. Ástarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson.) Hrafnhildur Rós Ægisdóttir. Elsku amma og afi. Nú eruð þið sameinuð með Árna og Frikka. Ég veit það urðu fagn- aðarfundir 5. ágúst síðastliðinn er þið hittust öll fjögur á ný. Þið voruð mér alltaf svo góð, ég var umvafinn af hlýju og kærleik á ykkar fundum. Afi deildi öllu því sem hann gat með fjölskyldu sinni og vin- um. Hann var þekktur fyrir gjaf- mildi og góðmennsku og hér áð- ur fyrr mætti hann ósjaldan óbeðinn með fisk í soðið handa vinum og vandamönnum. Afi var snillingur í póker og mörg kvöld- in sátum við tímunum saman og spiluðum. Ég man að þegar ég var yngri sagðist afi búa yfir þeirri kúnst að stokka spilin sér í hag. Ég beið alltaf eftir að mér yrði kennt þetta töfrabragð, en allt kom fyrir ekki, hann vann mig alltaf. Við bjuggum saman þegar ég var níu ára og það árið var amma mín besta vinkona. Ég gleymi ekki þessum tíma, þú sóttir mig í skólann og leiðin heim var æv- intýri líkust. Sjoppur og það sem barni á þessum aldri finnst skemmtilegast skildir þú. Það sem ég virði hvað mest í fari ykkar er sú gleði sem þið bjugguð yfir, sama á hverju gekk í lífinu, þá er aðdáunarvert að gleðin var aldrei skammt undan. Hún var ykkar styrkur, að missa ekki gleðina í öllum þeim erfið- leikum sem mættu ykkur, öllum þeim þrautum sem ykkur var ætlað að þreyta og allri þeirri baráttu sem við öll vitum að þið áttuð við hið innra er ekkert ann- að en aðdáunarvert. Það var sennilega vegna kærleikans sem þið voruð uppfull af, annars hefði þetta ekki verið hægt. Aðeins sannur kærleikur gefur sanna gleði. Það var ykkar haldreipi, og gaf ykkur máttinn til að lifa áfram. Þið kennduð mér, með lífi ykkar, að það skiptir engu hvað hendir, ef þú átt ekki kærleika þá áttu ekki neitt. Ykkar hlut- skipti var kannski ekkert til að öfundast út í. Auðvelt hefði verið að sökkva sér í svartasta skammdegi hugans og gefast upp en það var alltaf kveikt á einu kerti sem lýsti og logaði á dimmum degi. Það er með þessum fátæklegu orðum sem ég kveð ykkur. Megi sálir ykkar finna frið. ykkar, alltaf Bergsveinn Jóhann Rúnarsson. Rósi Jason Árnason og Hrafn- hildur Guðrún Ólafsdóttir Sjaldan hef ég fengið meira fyrir peninginn en þegar ég hringdi í Kidda málara fyrir 10 árum síðan og bað hann að mála fyrir mig íbúð í Ventura á Flór- ída. Í kaupbæti fékk ég að kynn- ast Jónu, það var ekki nóg með að hún ynni verkið til jafns á við Kidda og hreinsaði að auki út í hvert skúmaskot, heldur varð hún ráðgjafi minn með hin ýmsu praktísku mál sem þurfti að Jónína Gunnarsdóttir ✝ Jónína Gunn-arsdóttir (Jóna) fæddist í Keflavík 16. sept- ember 1938. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 22. nóv- ember 2013. Útför Jónu fór fram frá Keflavík- urkirkju 29. nóv- ember 2013. leysa. Hún verður mér ógleymanleg, móttakan sem nýbúinn fékk hjá Jónu og Kidda. Það er ekki hægt að nefna Jónu án þess að Kiddi fylgi með og öfugt, sam- an voru þau eins og ein manneskja, gædd sömu eðal- góðmennskunni hvort sem var við aðra, eða hvort annað. Fyrir þessi kynni og góðvild vil ég þakka, ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með heiðurskon- unni, þessari síkátu, skemmti- legu og stelpulegu listaspíru, henni Jónu. Frá Indlandi sendi ég Kidda, börnum, barnabörnum og öllum ásvinum Jónu mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Margrét Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.