Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 13

Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 13
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Geirmundur Val- týsson tónlist- armaður verður með tvenna tón- leika í Menning- arhúsinu Mið- garði í Skagafirði nk. sunnudag í til- efni af útkomu nýrrar hljóm- plötu, Jólastjörn- ur, með jólalögum Geirmundar. Fjöldi tónlistarmanna og söngvara kemur fram á tónleikunum, sem eru kl. 18 og 20.30. Forsala að- göngumiða er hjá N1 og Tískuhús- inu á Sauðárkróki og í verslun KS í Varmahlíð. Með tvenna jóla- tónleika í Miðgarði Geirmundur Valtýsson Verkefni lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu um notkun sam- félagsmiðla við löggæslu fékk á dögunum viðurkenningu frá Evr- ópustofnun í stjórnsýslufræðum (EIPA) fyrir að vera eitt af fimm verkefnum sem tilnefnd voru til verðlauna stofnunarinnar auk þess að fá viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarverkefni. Annað verk- efni frá Íslandi var einnig tilnefnt og fékk viðurkenningu en það er SignWiki sem þróað var af Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. „Starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru himinlif- andi yfir þessari miklu viðurkenn- ingu enda viðurkenning á því mikla starfi sem fram fer á samfélags- miðlum og þeirri auknu þjónustu sem lögreglan hefur náð að reiða fram, þrátt fyrir mikinn niðurskurð á síðustu árum,“ segir á heimasíðu lögreglunnar af þessu tilefni. Verðlaun Stefán Eiríksson lögreglustjóri, fyrir miðju, með viðurkenninguna. Verðlaunuð fyrir samfélagsmiðla STUTT Hvað afmarkar landamæri ríkja? er yfirskrift opins fyrirlestrar á veg- um Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Alþjóðamálastofn- unar föstudaginn 6. desember nk. kl. 12-13 í Lögbergi, stofu 101. Fyr- irlesari er dr. Emmanuel Brunet- Jailly, kennari við University of Victoria í Kanada, en hann leiðir al- þjóðlegan hóp um 100 fræðimanna frá 21 háskóla í ellefu löndum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og Mið-Austurlöndum. Fyr- irlesturinn er öllum opinn. Fjallað um afmörk- un landamæra Veittar voru viðurkenningar og verðlaun í gær á alþjóðadegi fatl- aðra. Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2013. Mar- grét M. Norðdahl fékk verðlaun í flokki einstaklinga fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatl- aðra með listahátíðinni List án landamæra. Í flokki fyrirtækja/ stofnana var GÆS kaffihús verð- launað fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroska- hamlaðra. Í flokki umfjöllunar/ kynningar var Sendiherraverkefni verðlaunað fyrir markvissa kynn- ingu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernd- uðum vinnustöðum, í framhalds- skólum og í félagsþjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp veittu Múrbrjótinn í viðurkenning- arskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks. Hann hlutu Hestamannafélagið Hörður fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna, Gæsarhópurinn fyrir ný- sköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks með opnun kaffihússins GÆS og Jarþrúður Þórhallsdóttir fyrir að hafa með bók sinni „Önnur skynjun – ólík veröld“ aukið skilning á ein- hverfu. Verðlaunuð fyrir framlag í þágu fatlaðra Ljósmynd/Börkur Kjartansson ÖBÍ Hvatningarverðlaun voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu. VR hefur látið útbúa sérstakt barm- merki fyrir starfsmenn verslana þar sem hvatt er til jákvæðni, gagn- kvæmrar kurteisi og virðingar í samskiptum milli fólks. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, afhenti fyrstu barmmerkin til starfsmanna Bónuss í gær en Bónus átti frum- kvæði að samstarfi við VR um hvatningarátak í þessum efnum. „Það er von okkar að þetta átak verði til þess að minna okkur öll á nauðsyn þess að koma fram hvert við annað af virðingu og jákvæðni, ekki síst nú í annríki jólanna,“ er haft eftir Ólafíu í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að það sé við hæfi að afhenda svona barmmerki þegar sjálf jólaverslunin er að hefjast, annasamasti tími verslunarfólks. Því miður gerist það of oft að við- skiptavinir sýni starfsfólki ókurt- eisi og virðingarleysi sem veldur því vanlíðan. VR með barmmerki fyrir verslunarmenn Ljósmynd/Helga Laufey VR Ólafía B. Rafnsdóttir afhendir starfsmönnum Bónuss barmmerki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.