Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Á málstofu Hafrannsóknastofn- unar fimmtudaginn 5. desember flytur Bjarki Þór Elvarsson erindi sem nefnist: Tilgátur um stofn- samsetningu langreyðar á fæðu- slóð bornar saman með upplýs- ingum um erfðafræðilega skylda einstaklinga. Erindið verður flutt kl. 12.30 í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Í kynningu segir að suma þætti í stofnþróun sé erfitt að mæla og sjá fyrir og sérstaklega eigi það við þegar skil á milli stofna eru óljós. Skíðishvalir séu dæmi um slíka stofna þar sem dreifing þeirra er árstíðabundin og út- breiðslusvæði þeirra stórt. Einnig séu æxlunarstöðvar skíðishvala, þrátt fyrir mikla leit, í flestum til- fellum óþekktar. Óvissa um sam- setningu þessara stofna sé því mikil og geti haft umtalsverð áhrif á veiðiráðgjöf. Morgunblaðið/Kristinn Stofnsamsetning langreyðar rædd Katla held- ur sína ár- lega pipar- kökuhúsa- keppni í Smáralind í desember. Mörg hús hafa skilað sér inn í keppnina. Enn er tími til þess að taka þátt en frestur til að skila hús- um rennur út í dag, 4. desember, á milli kl. 16 og 19. Húsin verða til sýnis fram til 21. desember en þá verður tilkynnt um sigurvegara. Keppt er í tveimur flokkum, full- orðinsflokki og barna- og unglinga- flokki. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegarana. Piparkökuhúsa- keppni í Smáralind Hinn árlegi Jólamarkaður Vinnu- stofu Skálatúns í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudaginn 5. desember. „Við bjóðum ykkur að líta við hjá okkur og versla einstakar hand- verksvörur s.s. glerverk, púða, skart, lyklahús, prjónahulstur, slæður, vefnað, kort o.fl.,“ segir í tilkynningu. Markaðurinn verður í gróð- urhúsinu á staðnum og er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Opið er frá kl. 11:00 – 17:30. Jólamarkaður haldinn í Skálatúni STUTT FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekki hefur verið ákveðið hvenær næst verður sest að samningaborði til að ræða stjórnun makrílveiða á næsta ári. Ýmis mál á eftir að leysa og meðal annars á milli Norðmanna og Evrópusambandsins, sem hafa á liðnum árum tekið sér 90% af ráðgjöf fiskifræðinga. Meðan aðilar hafa ekki nálgast lausn á vettvangi stjórnmál- anna er ekki talin ástæða til að kalla saman fjölmennan fund fulltrúa margra ríkja. Í næstu viku verður hins vegar fundað um síld og kol- munna á fundum í London. Hætta á hrossakaupum Í Noregi hafa komið fram hug- myndir um að semja saman um stjórnun veiða og kvóta á makríl í N- Atlantshafi, norsk-íslenskri síld og kolmunna. Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, mun hafa rætt slíkt pakkasamkomulag á fundi með Mariu Damanaki, sjávar- útvegsstjóra Evrópusambandsins, í síðustu viku án þess að fá sérstakar undirtektir, aðrar en þær að hug- myndina mætti skoða. Audun Maråk, framkvæmda- stjóri samtaka norskra útvegs- manna, er ekki hlynntur slíku fyrir- komulagi og hefur sagt að slíkt myndi kalla á pólitísk hrossakaup. Nær sé að leggja vísindaleg gögn til grundvallar í hverri tegund og notar hann Ísland sem dæmi um hvers vegna ekki eigi að semja saman um veiðar úr fyrrnefndum stofnum. Í viðræðum um síld byggi Íslendingar afstöðu sína á réttindum út frá sögu- legu samhengi, en í makríl bendi Ís- lendingar á útbreiðslusvæði tegundarinnar og að makríll fari í fæðugöngur inn í íslenska lögsögu. Pólitískur tafaleikur? Í gær var makríldeilan rædd á fundi Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, og Ernu Solberg, forsætis- ráðherra Noregs. Í fréttatilkynningu frá Barroso að fundinum loknum kemur fram að hann hafi hvatt Norð- menn til að samþykkja nýtt fyr- irkomulag makrílveiða. Tækifæri væri til þess til loka ársins og þann glugga ætti að nýta. Efnislega kom ekkert fram hjá Solberg um stöðu makríldeilunnar. Hvort sem hugmynd Aspaker nú um samhliða samning um þrjá stofna er raunveruleg eða aðeins pólitískur tafaleikur þá hafa slíkar hugmyndir áður komið fram. Stofn- arnir eru að hluta til á sama hafsvæði og keppa að einhverju leyti um sömu fæðuna. Hins vegar er talið að áður en að af slíku yrði þyrftu að fara fram viðamiklar rannsóknir á göngum þeirra og samspili þessara þriggja tegunda. Norðmenn ekki sáttir Norðmenn eru taldir eiga erfitt með að sætta sig við að hlutur Íslend- inga í veiðum á makríl fari yfir 10%, ef þeir „þurfa að taka þátt í kostnaði við þá hlutdeild“, eins og það var orð- að við blaðamann í gær. Rætt mun hafa verið um að Íslendingar fái um 12% af þeim 900 þúsund tonnum sem leyft verður að veiða á næsta ári, en um mikla aukningu er að ræða í heildarkvóta makríls. Í samningi ESB og Noregs um skiptingu mak- rílkvótans áttu um 62% að fara til ESB, um 28% til Noregs og aðrir áttu að skipta um 10% á milli sín. Í sumar gekk makríll grimmt norður og vestur á bóginn og mest aukning varð í norskri lögsögu. Norðmenn virðast ekki vera sáttir við að gefa eftir hlutdeild og ljóst þykir að kengur sé í samskiptum Noregs og Evrópusambandsins hvað varðar makrílinn. Síld og kolmunni Fundur verður haldinn í London á þriðjudag um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum 2014. Á mið- vikudag og fimmtudag verður fundað um kolmunna. Færeyingar juku síldarkvóta sína stórlega á síðasta ári og síðsum- ars gengu í gildi viðskiptaþvinganir ESB gegn Færeyingum vegna þess. Trúlega verður reynt að finna lausn á þeirri deilu samhliða lausn á makríl- deilunni. Enn ekki tilefni til fundar í makríldeilu EPA Í Brussel Makríldeiluna bar á góma á fundi Ernu Solberg, forsætisráð- herra Noregs, og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB.  Norðmenn viðra hugmyndir um að semja um þrjá stofna samhliða Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Þegar njóta á kvöldsins... DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.