Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Fyrir skömmu var
haldin kynning á veg-
um Landverndar á
kostum og göllum loft-
lína og jarðstrengja
vegna flutnings raf-
orku á hærri spennu-
stigum. Niðurstöður
hins kanadíska sér-
fræðifyrirtækis, sem
kynninguna hélt, var á
þá lund, að líf-
tímakostnaður við jarðstrengi sé
um 4-20 prósentum hærri en fyrir
loftlínur. Stofnkostnaður sé hins
vegar talsvert hærri við jarðstrengi
eða um 70-100 prósent.
Þess ber að geta, að þá er eftir
að taka tillit til umhverfiskostn-
aðar, sem er nánast enginn sé um
jarðstrengi að ræða, en verulegur,
sé um loftlínur að ræða, kostnað
við landakaup, en helgunarsvæði
loftlína er allt að áttfalt miðað við
jarðstrengi og síðast
en ekki sízt hins
dæmalausa 15% vöru-
gjalds, sem leggst á
jarðstrengi en ekki á
loftlínur við innflutn-
ing.
Ekki verður sagt að
framkvæmdavaldið sé
sérlega vinveitt nátt-
úru landsins. Hvernig
væri annars að leggja
vörugjald á efni í loft-
línur líka?
Það þarf hvorki að
búa yfir miklu ímyndunarafli né
kunnáttu í reiknilist til að komast
að þeirri niðurstöðu, að jarð-
strengir séu í reynd, ef allt er með
talið, ekki aðeins ódýrari en loftlín-
ur heldur talsvert ódýrari sé horft
á heildarmyndina.
Það vekur nokkra athygli, að það
er ekki sá opinberi aðili, sem á að
gæta hagsmuna þjóðarinnar í þessu
máli, sem stofnar til kynningar af
þessu tagi. Það gerðu frjáls fé-
lagasamtök fólksins í landinu. Ein-
okunar- og orkudreifingarfyr-
irtækið Landsnet, taglhnýtingur
Landsvirkjunar, sá ekki ástæðu til
að hlutast til um að ferskar upplýs-
ingar væru lagðar fram. Taglhnýt-
ingurinn flaggar þess í stað úrelt-
um upplýsingum, hálfsannleik og
blekkingum um þessi þýðing-
armiklu mál, er varða ásjónu og
ímynd landsins. Tekinn er aðeins
hluti af heildarmyndinni, þ.e. stofn-
kostnaður, og því ranglega haldið
fram að hann sé rösklega þrisvar
sinnum hærri við jarðstrengi en
loftlínur sbr. viðtal við aðstoðarfor-
stjóra Landsnets í Bændablaðinu
31. okt. 2013. Hagstæðari reksturs-
kostnaður jarðstrengja látinn lönd
og leið, kostnaður vegna landa-
kaupa, helgunarkostnaður og um-
hverfiskostnaður sömuleiðis, að
ógleymdu 15% vörugjaldinu.
Ekki verður komist hjá að líta
svo á, að vinnubrögð og framkoma
Landsnets í máli þessu séu ekki að-
eins ófagmannleg heldur einnig
ámælisverð og einkennist af kredd-
um, vankunnáttu og þekking-
arskorti. Ekki virðist litið á jarð-
strengi á þeim bæ sem raunhæfan
kost, þegar hann vissulega er það,
heldur er farið er fram á ofbeldis-
aðgerðir á borð við eignarnám
jarða undir loftlínur. Slíkar aðgerð-
ir eyðileggja jarðir og lönd langt
umfram helgunarsvæði eins og allir
hljóta að sjá. Leikur einn væri að
ná hagstæðum samningum um
jarðstrengi en það er ekki einu
sinni reynt. Þess í stað eru bornar
á borð gagnslausar og í meira lagi
hallærislegar hugmyndir um minna
ljót möstur og áform um að leggja
loftlínur þar sem þær sjást síður
málaðar í felulitum.
Spyrja mætti hvernig það sé nú
hægt á víðerninu á Sprengisandi
eða jafnvel hvort menn séu með öll-
um mjalla.
Spyrja mætti líka, hvort það sé
ekki meira en nóg fyrir opinberra
stofnun að vera hugmyndasnauð og
vond í reikningi. Þarf hún líka að
beita blekkingum og rangfærslum
til að vinna draumum sínum braut-
argengi um að stórskemma að
óþörfu náttúru og ímynd landsins
aðeins til að draumar hennar sjáist
ofanjarðar. Svo kostar það líka
meira, ef allt er talið.
Ekki verður heldur komist hjá að
álykta, að Landsnet hafi til að bera
einlægan illvilja gagnvart ásjónu og
ímynd landsins með því að tyggja
rangfærslurnar nógu oft op-
inberlega þannig að stjórn-
málamenn, ráðuneytisskriffinnar
og vitleysingar fari að trúa þeim og
halda þeim til streitu.
Komið hefur fram, að Landsnets-
mann hafa þótzt vera að kanna
möguleika jarðstrengja að und-
anförnu. Það virkar í bezta falli
sem aumlegt yfirklór til að reyna
að láta þjóðina halda, að þar í bæ
sé unnið af heilindum. Slíkt klór
hefur engan trúverðugleika eftir
það sem á undan er gengið.
Það hefur lengi vafizt fyrir
mönnum hvernig eigi að reikna
umhverfiskostnað. Hvers virði er
það að halda ásjónu landsins
ómengaðri af óþörfum raflínum?
Vilja hundruð þúsunda ferða-
manna, sem hingað koma til að sjá
óspillta náttúru, berja þess í stað
augum ryðgaða mastraskóga?
Hætt er við að þeir komi þá ein-
faldlega ekki aftur. Það mætti al-
veg gæla við þá hugmynd að um-
hverfiskostnaður sé jafn hár
stofnkostnaði loftlínu. Sé línan
grafin í jörð er enginn slíkur kostn-
aður og ásjóna landsins söm og
fyrr. Þetta ætti ekki að vera erfitt
að skilja. En Landsnet vill fá landið
og umhverfið fyrir ekki neitt eins
og það hefur jafnan verið og með
ofbeldi ef það næst ekki öðru vísi.
Því fráleita viðhorfi verður að
breyta fyrir milligöngu fólksins í
landinu og Græna hersins, ef skrif-
finnarnir sjá ekki að sér. Hér er
um mun stærra mál að ræða en
hryðjuverkin óþörfu í Gálgahrauni.
Í ljósi þess, sem á undan er
gengið má velta því fyrir sér hvort
Landsnet er til þess bært að fjalla
um og vera til ráðuneytis í þessum
málum. Nær væri að til þess bærir
aðilar væru til kvaddir. Það mundi
vera landi og þjóð til farsældar.
Jarðstrengir eru ódýrari
Eftir Sverri
Ólafsson »Ekki verður komist
hjá því að álykta, að
Landsnet hafi til að
bera einlægan illvilja
gagnvart ásjónu og
ímynd landsins.
Sverrir Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Félag eldri borgara Reykjavík
Fimmtudaginn 28. nóvember var
spilaður tvímenningur hjá bridsdeild
Félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Rvk. Spilað var á 10 borðum.
Efstu pör í N/S:
Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 251
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 237
Bjarni Þórarinss. - Oddur Halldórss. 233
Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 223
A/V
Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinandss. 253
Björn Pétursson - Ólafur Ingvarsson 243
Helgi Samúelsson - Sigurjón Helgason 237
Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 236
„Nýir“ menn á toppnum
Hafsteinn Ögmundsson og Guðjón Ósk-
arsson urðu efstir í þriggja kvölda sveita-
keppni sem lauk sl. fimmtudag. Spilaðir
voru fimm leikir og hlutu þeir 109 stig.
Í öðru sæti voru Ingimar Sumarliðason
og Sigurður Davíðsson með 104, þriðju Arn-
ór Ragnarsson og Gunnlaugur Sævarsson
með 100 og Karl G. Karlsson og Svala Páls-
dóttir fjórðu með 99.
Keppnisformið var nokkuð óvanalegt en
pörum var skipt í tvo hópa og spiluðu pörin
„aldrei“ með sama parinu í sveit. Tókst
þetta keppnisform ágætlega en mætti fín-
pússa.
Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda
jólatvímenningur þar sem tvö efstu kvöldin
telja til sigurs.
Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund
kl. 19. Tekið skal fram að allir fá að vera með
jafnvel þótt þeir geti aðeins spilað eitt kvöld-
anna.
Magnús og Halldór efstir hjá
Breiðfirðingum
Nú er lokið hjá okkur fjögra kvölda tví-
menningskeppni þar sem þrjú bestu kvöldin
gilda til verðlauna. Röð efstu para varð
þessi.
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 809
Guðm. Sigursteinss. - Unnar A. Guðmss. 780
Oddur Hannesson - Árni Hannesson 778
Björn Arnarson - Halldór Þórólfss. 734
Friðrík Jónss. - Jón V. Jónmundss. 708
Þórður Ingólfsson - Hörður Gunnarss. 706
Sunnudaginn 1/12 var spilað á 11 borðum
. Hæsta skor kvöldsins í N/S
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 293
Guðm. Sigursteinss. - Unnar A. Guðmss. 263
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldsson 224
Austur/Vestur
Þórður Ingólfss. - Hörður Gunnarsson 240
Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfsson 237
Kristján Albertss. - Guðjón Garðarss. 235
Næsta sunnudag 8/12 verður spilaður
eins kvölds tvímenningur. Það er síðasta
spilakvöld fyrir jól. Við byrjum aftur að spila
5/1 2014.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
á sunnudögum kl. 19.
Félag eldri borgara Reykjavík
Mánudaginn 2. desember var spilaður
tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri
borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað
var á 12 borðum. Efstu pör í N/S:
Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgason 259
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 256
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 241
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 238
A/V
Hrafnhildur Skúlad. – Soffía Daníelsd. 268
Björn E. Péturss. – Ólafur Ingvarss. 264
Gunnar Jónsson – Magnús Jónsson 249
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 235
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
VIÐ ERUM
SÉRFRÆÐINGAR
Í GASI
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.