Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Nokkuð hefur verið rætt um ör- yggishlutverk Ríkisútvarpsins í kjölfar harmleiksins á mánudag þegar sérsveit lögreglunnar endaði á að skjóta vopnaðan mann eftir nokkurra klukkustunda umsátur í Árbænum. Bent hefur verið á að fyrsta frétt af málinu birtist á vef RÚV um klukkan hálfsjö um morguninn, þremur og hálfri klukkustund eftir að lögreglu barst fyrst tilkynning um manninn. Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, gagnrýndi í kjölfarið lögregluna fyrir að hafa ekki látið vita af ástandinu sem skapaðist enda var ljóst að fólki stafaði hætta af vopn- uðum manninum. Lokaði lögreglan meðal annars tiltölulega stórum hluta Árbæjar meðan á aðgerðum stóð. Ber að birta tilkynningar Í lögum um RÚV segir að því beri að halda uppi nauðsynlegri ör- yggisþjónustu á sviði útvarps. Í greinargerð með frumvarpi laganna er öryggishlutverkið frekar skýrt. Þar segir að RÚV beri skylda til að koma á framfæri „tilkynningum frá almannavörnum, löggæslu, slysa- varnafélögum eða hjálparsveitum og gera hlé á auglýstri dagskrá ef brýna nauðsyn ber til og almanna- heill krefst“. Einnig er kveðið á í 13. grein út- varpslaga að útvarpsstöðvum beri að láta lesa slíkar tilkynningar end- urgjaldslaust við þær aðstæður. Engin slík tilkynning barst frá löggæslu né almannavörnum vegna atburðarins á mánudag. Ekki talin ástæða til virkja almannavarnaskipulag Í skriflegu svari embættis ríkis- lögreglustjóra til Morgunblaðsins kemur fram að ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem stjórnuðu aðgerðunum hafi metið ástandið með þeim hætti að ekki væri nauðsynlegt að virkja al- mannavarnaskipulag sem Ríkis- útvarpið er meðal annars hluti af til að miðla upplýsingum. Því hafi ekki verið haft samband við RÚV. Þar kemur einnig fram að ógnir af mannavöldum, á borð við þær sem áttu sér stað á mánudag, geta skapað almannavarnaástand sam- kvæmt lögum um almannavarnir. Það sé þáttur í mati stjórnenda að- gerða eins og á mánudag hvort virkja þurfi almannavarnaskipulag- ið eða ekki. Meta þurfi hvort fréttaflutningur geti hugsanlega skapað frekari almannahættu, segir í svarinu. Meta hvort fréttaflutningur skapi hættu  Gagnrýnt að fjölmiðlum hafi ekki verið tilkynnt um atburðinn í Árbæ Morgunblaðið/Rósa Braga Harmleikur Frá vettvangi atburð- arins í Árbænum á mánudag. Lög um RÚV » Ríkisútvarpinu ber skylda til að koma á framfæri tilkynn- ingum frá almannavörnum, löggæslu, slysavarnafélögum eða hjálparsveitum og rjúfa út- sendingu vegna þeirra þegar brýna nauðsyn ber til. » Almennum útvarpsstöðvum ber einnig að birta slíkar til- kynningar án endurgjalds. Helgi Bjarnason Gunnar Dofri Ólafsson „Við verðum að læra af þessu. Verð- um að bæta þjónustuna, hafa hana sveigjanlega þannig að fólk falli ekki niður á milli í kerfinu. Við verðum líka að gera ráð fyrir að fólk geti ver- ið einstakt og þurfi á einstakri þjón- ustu að halda,“ segir Anna Gunnhild- ur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Anna Gunnhildur tekur undir þau orð systur Sævars Rafns Jónassonar sem lést í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar að kerfið hafi brugðist honum á ögurstundu. „Það voru svo mörg ljós sem blikkuðu að ég skil ekki af hverju það var ekki hægt að grípa inn í. En kerfið ræður ekki við þetta,“ segir Sigríður Ósk Jónas- dóttir, systir Sævars heitins. Sigríður segir að Sævar hafi glímt við geðsjúkdóma frá unglingsaldri. Hann hafi þvælst á milli stofnana og íbúða. Hann var í sjálfstæðri búsetu í félagslegri íbúð á vegum Reykjavík- urborgar og naut þjónustu frá bú- setukjarna fyrir geðfatlaða í næsta nágrenni. Systir hans segir að hann hafi áður verið á sambýli fyrir geð- fatlaða með meira eftirliti. Ástand hans hafi versnað til muna undan- farna mánuði og telur að hann hafi þurft að vera kominn inn á geðdeild. Hataði lögregluna Sigríður segir að lögreglan hafi oft þurft að hafa afskipti af Sævari í gegnum tíðina og hann hafi hatað lögregluna meira en allt annað. Tel- ur hún að hann hafi brjálast þegar hann sá hana koma. Anna Gunnhild- ur leggur áherslu á að geðveikt fólk sé ekki líklegra en annað fólk til að beita ofbeldi. Einhverjir aðrir þættir geti haft áhrif. Hún segir að sjálf- ráða fólk sé ábyrgt gerða sinna. Þeg- ar það geri eitthvað á hlut annarra, angri eða ógni nágrönnum, beri að tilkynna það. Þannig sé auðveldara að fylgjast með þróun mála og grípa inn í áður en málin fari úr böndun- um. Anna Gunnhildur segir ýmsum spurningum ósvarað um atburða- rásina sem leiddi til þess að lögregl- an kom á staðinn og sjúkur maður lést. Mikilvægt sé að fram fari hlut- laus rannsókn á málinu. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segist hafa beðið um það strax í fyrradag að skoðað yrði hvort einhverju hefði verið ábóta- vant í þjónustu Reykjavíkurborgar, vegna þessa hörmulega atburðar. Rétt sé að skoða málin þegar svona alvarlegir atburðir gerist. Velferðarsvið er nú með tólf íbúðir í fjölbýlishúsum fyrir geðfatlaða ein- staklinga, allar í göngufæri við sér- staka búsetukjarna sem ætlað er að veita íbúunum þjónustu. Þegar vel- ferðarsvið úthlutar íbúðunum fer fram mat á viðkomandi sjúklingi, hvort sjálfstætt búsetuform henti honum, og gerður samningur um hvaða stuðning skuli veita. Stuðning- urinn er mismunandi eftir högum og þörfum viðkomandi einstaklinga. Morgunblaðið/Júlíus Rannsókn Nemar í Lögregluskólanum aðstoðuðu lögregluna við að fínkemba svæði fyrir utan húsið í Hraunbæ. Segja að kerfið hafi brugðist á ögurstundu  Velferðarráð kannar hvort þjónustu hafi verið ábótavant Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn á láti Sævars Rafns Jónassonar sem lést í lögreglu- aðgerð í Árbæjarhverfi að morgni mánudags. Sævar skaut með haglabyssu að lög- reglumönnum og út um glugga. Við rannsókn sína mun rík- issaksóknari, með aðstoð lög- reglumanna við embætti sér- staks saksóknara, taka skýrslur af lögreglumönnum sem voru á vettvangi. Samkvæmt tilkynn- ingu verður farið yfir aðgerðir lögreglu með hliðsjón af al- mennum hegningarlögum, lög- reglulögum og verklagsreglum ríkislögreglustjóra um beitingu skotvopna. Atriði sem varða forsögu mannsins sem lést, handhöfn og meðferð hans á skotvopni, sem og annað er hann varðar, er á forræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rann- saka. Skýrslur teknar af lögreglu SKOTIÐ Í ÁRBÆ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Til stendur að setja tóngjafa sem hermir eftir háhyrningahljóðum í Kolgrafafjörð á fimmtudag að sögn Sigmars Guðbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Stjörnu-Odda sem sá um þróun tóngjafans. Eins og fram hefur komið er til- gangur háhyrningahljóðanna að smala síldinni saman og fæla burt úr firðinum. „Við höfum verið að þróa þetta tæki sem getur gefið talsvert lága tíðni á mjög háum tónstyrk,“ segir Sigmar en búnaðurinn er að hans sögn sá eini sinnar tegundar í heiminum. Hann segir að búnaður- inn hafi upphaflega verið hugsaður til þess að kalla á þorska í þorskeldi í opnum fjörðum. „Þá var meiningin að kalla á þorska í matinn í meira en kílómetra radíus,“ segir Sigmar. Hann segir að Björn Björnsson hjá Hafrannsóknastofnun hafi þjálf- að 20 þorska. „Þeir vöndust hljóðinu og fóru á réttu staðina þegar það var matur. Svo tók hann út þessa vönu og setti einn þorsk í hvern hóp sem var mjög fljótur að kenna hinum að þekkja hljóðið til að fá mat,“ segir Sigmar. Eins og í vísindaskáldsögu Hann viðurkennir að þetta hljómi eins og eitthvað sem búið sé til í vís- indaskáldsögu en tilraunir hafi gefið góða raun. Hann segir að ein slík hafi verið gerð í vor í Kolgrafafirði. „Við náðum að hafa áhrif á síldina sem var nærri bátunum með hljóðunum,“ segir Sigmar en óljóst hafi verið hve stórt svæði hljóðið hafi náð til. Háhyrningatóngjafi settur í fjörðinn á fimmtudag  Tilraun gerð til þess að reka síld úr Kolgrafafirði Morgunblaðið/Ólafur Benóduss. Háhyrningur Notast er við tóngjafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.