Morgunblaðið - 04.12.2013, Side 29

Morgunblaðið - 04.12.2013, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 ✝ JóhannesGunnlaugsson fæddist á Bakka í Víðidal 9. ágúst 1929. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 23. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin á Bakka, Gunnlaugur Auðunn Jóhann- esson, f. 1894, d. 1970 og Anna Teitsdóttir, f. 1895, d. 1978. Systkini Jóhann- esar voru Ingibjörg, f. 1922, d. 1994, Jóhanna, f. 1924, Teitur, f. og d. 1925, Björn Teitur, f. 1926, d. 2012, Elísabet, f. 1932, Að- alheiður Rósa, f. 1934, Egill, f. 1936, d. 2008 og Ragnar, f. 1941. Jóhannes ólst upp á Bakka í Víðidal og auk farskóla var hann tvo vetur á Héraðsskól- anum í Reykholti. Ungur gerðist hann sjómaður. Varði hann stærstum hluta starfsævi sinnar sem tog- arasjómaður, lengst á togaranum Júpiter. Eftir að sjómennsku lauk starfaði hann sem afgreiðslumaður á bensínstöðvum hjá Skeljungi. Jóhannes stundaði útivist af margvíslegu tagi í frí- stundum sínum og fór víða inn- an lands sem utan. Hann var ókvæntur og barnlaus og bjó öll sín fullorðinsár í Reykjavík. Jóhannes verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 4. des- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Þegar við systkinin vorum að alast upp vestur á Rauðasandi fyrir margt löngu þá voru sam- göngur erfiðari og samskipti fólks sem bjó fjarri hvort öðru á annan hátt hagað en er í dag. Mamma átti mörg systkini. Sum þeirra höfðum við aldrei séð en önnur höfðu komið í heimsókn langa og torfæra landleiðina. Eitt þeirra sem við þekktum á þessum tíma af afspurn var Jói frændi. Hann vann á þessum tíma sem togarasjómaður á síðutogurum við aðstæður sem þættu erfiðar og frumstæðar á flestan hátt í dag. Þrátt fyrir fjarlægðina og hafandi aldrei séð frændsystkin- in vestur á fjörðum þá mundi hann ætíð eftir okkur á þeim tíma ársins sem mörgum finnst gaman að gleðja litla krakka. Um hver jól kom sending frá Jóa, jólakort til hvers og eins, svo og jólagjafir. Þetta tengdi okkur sérstaklega við þennan fjarlæga frænda okk- ar sem við höfðum aldrei augum litið. Svo kom Jói í heimsókn eitt sumarið, keyrandi á Volkswagen um langan veg. Hæglátur og þægilegur sem eru höfuðein- kenni Bakkasystkina. Svo liðu ár- in og við kynntumst honum betur með meiri samskiptum og nánari kynnum. Jói var einn af þeim mönnum sem manni fannst alltaf vera eins. Árin liðu hjá en þau virtust ekki bíta á hann því ekk- ert breyttist Jói. Hann hætti á sjónum upp úr fimmtugu og fór að vinna hjá Olís. Þar vann hann þar til starfsævinni lauk. Jói var mikil útivistarmaður og stundaði gönguferðir og skíði af miklum áhuga. Í skíðaferð í Evrópu fyrir tæpum hálfum öðrum áratug fékk hann alvarlegt hjartaáfall og var vart hugað líf um tíma. Hann náði að sigrast á því og átti mörg ár eftir þar sem hann lifði góðu lífi og stundaði áhugamál sín eins og ekkert hefði í skorist. Þegar getan til gönguferða minnkaði í samanburði við þá sem hraðar fóru yfir þá gafst hann ekki upp heldur sigldi sinn sjó og hélt áfram að ganga á fjöll í nágrenni Reykjavíkur á þeim hraða sem hentaði honum. Lífshlaupinu lauk síðan í gönguferð þar sem hann var að fá sér frískt loft og njóta útiverunnar. Við systkinin viljum með þess- um fátæklegu orðum þakka Jóa frænda fyrir góð kynni fyrr og síðar og þá ekki síst ræktarsem- ina hér í árdaga þegar við fengum kveðjur og gjafir um hver jól frá ókunnuga frændanum utan úr hinum stóra heimi. Gunnlaugur, Haukur, Gunnlaugur, Inga og Anna frá Móbergi. Það varð brátt um Jóa móð- urbróður okkar sem kvaddi 23. nóvember sl. Í bernsku okkar þekktum við hann best sem Jóa frænda á Júpíter en hann var til sjós lengstan hluta starfsævi sinnar. Við kynntumst honum svo betur þegar við urðum fullorðin og hann kominn í land. Jói var ró- legur að eðlisfari, prúður og sótt- ist ekki eftir athygli en kunni samt vel við sig í góðum fjöl- skyldu- og vinahópi. Þegar mað- ur náði honum á gott spjall hafði hann gaman af því að segja frá enda hafði hann víða farið og margt upplifað til sjós og lands. Vistin á togurunum hér áður fyrr var ekki eintóm sæla, hörku- vinna, oft við mjög erfiðar að- stæður og ekki mulið undir sjó- menn þess tíma. Þegar Jói hætti til sjós fór hann að vinna á bens- ínstöðvum Skeljungs og átti það vel við hann. Þau voru átta systkinin frá Bakka í Víðidal sem komust upp. Einkar samheldinn hópur og miklir vinir sem báru hag hvert annars fyrir brjósti. Þau komu yfirleitt saman í veislur til okkar og við erum þakklát fyrir frænd- semi þeirra og vináttu. Jói, eins og öll hans systkin, var mikill úti- vistarmaður. Fór í ótal útilegur og þá oftast einn á ferð með myndavélina, tjald og annan úti- legubúnað. Þau voru orðin æði- mörg fjöllin sem hann hafði klifið. Í mörg ár fór hann á skíði til Ítal- íu og naut þeirra ferða og taldi sig hafa verið sérlega heppinn með ferðafélaga. Í einni slíkri ferð fékk hann alvarlegt hjarta- áfall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús og í stóra aðgerð. Það var erfitt fyrir fullorðinn mann sem var nú ekki mikill málamað- ur að vera einn í ókunnu landi og það á sjúkrahúsi. Þá fór Bjössi bróðir hans á áttræðisaldri út til að vera honum til halds og trausts og samferða heim, þau hafa alltaf verðið samheldin, Bakkasystkinin. Pabbi okkar var oft hjá okkur systkinunum í Reykjavík um jól eftir að mamma dó. Hann sá fram á að ekki fengi hann skötu hjá okkur á Þorláks- messu og brá þá á það ráð að hringja í Jóa frænda og fá hann til liðs við sig í skötuna. Það var auðsótt enda Jói einkar greiðvik- inn og saman fóru þeir í skötu ár eftir ár fyrst í Múlakaffi og svo á Pottinn og pönnuna. Jónsi slóst svo í hópinn og síðar bættist Há- kon við. Allir nutu þeir samver- unnar í „skötuilminum“ og eru þessar stundir dýrmætar í minn- ingunni þegar þeir hafa nú báðir kvatt okkur, pabbi og Jói. Í sept- ember kom Jói til Önnu með bréf sem hann hafði fengið í hendur úr dánarbúi Egils frænda en þetta voru bréf frá mömmu og pabba til ömmu og afa á Bakka. Þetta kvöld var Gunnlaugur einnig í heimsókn og nutum við þess að heyra Jóa segja frá sjómennsk- unni, skíðaferðunum og mörgu öðru. Hann stoppaði lengi þetta kvöld og var kærkominn gestur og í dag erum við þakklát fyrir þessa síðustu samverustund. Við systkinin kveðjum frænda okkar og minnumst hans með hlýju og þökkum fyrir góðar stundir. Eftirlifandi systkinum vottum við samúð okkar. Gunnlaugur, Halldór, Helgi og Vilborg Anna. Okkur systkinin langar í nokkrum orðum að minnast Jóa föðurbróður okkar. Í gegnum tíð- ina hefur Jói skipað stóran sess í fjölskyldunni, hann var duglegur að koma í heimsóknir á æsku- heimili okkar og var ætíð með okkur á aðfangadagskvöld og um áramót. Jói var stóran hluta af sínum starfsvettvangi, til sjós á togaranum Júpíter og var fastur liður, að farið var í siglingu með aflann til Þýskalands. Það er okk- ur ofarlega í minningunni þegar Jói kom færandi hendi úr þessum siglingum, með allskonar dýrind- is góss, eins og niðursoðna ávexti, Mackintosh’s, kexkassa, hljóm- plötur og leikföng sem sáust ekki hér á landi. Leikföngin valdi Jói af mikilli kostgæfni fyrir hvert og eitt okkar, sannarlega hittu þau í mark og þeim fylgdi mikill dýrð- arljómi. Ein saga úr bernsku lýs- ir Jóa frænda vel, Gulli hafði ver- ið að horfa á Stjána bláa í sjónvarpinu sem sturtaði í sig dós af spínati og varð svakalega sterkur! Gulla fannst þetta mjög sniðugt og bar undir Jóa frænda hvort hann gæti keypt fyrir sig spínat, hann fór jú til útlanda og þar bjó Stjáni blái! Jói var alveg til í að kaupa þetta fyrir hann, en vegna tungumálamisskilnings kom hann heim með fullan poka af hnetum í stað spínats. Jói frændi var mikill útivistarmaður og hafði mjög gaman af göngu- og skíðaferðum sem hann naut í botn á meðan heilsan leyfði. Tæknimál lágu vel fyrir Jóa, hann keypti sér ávallt nýjustu tæki sem komu á markaðinn og fannst honum gaman að sýna okkur þau, þó á sinn hógværa hátt. Það fór ekki mikið fyrir Jóa frænda, hann var hógvær, hjálp- samur og var mjög frændrækinn. Jói á þakkir skildar fyrir hvað hann reyndist mömmu okkar vel eftir að heilsu pabba fór að hraka, og kom reglulega í heimsókn til hennar eftir að hann lést. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við kveðjum góðan frænda með söknuði og þökkum honum allar góðar stundir í gegnum ár- in. Anna Ásdís, Sigurveig og Gunnlaugur Björnsbörn. Við andlát vinar okkar, Jó- hannesar Gunnlaugssonar, Jóa, stendur fyrir hugskotssjónum mynd af heilsteyptum manni, hógværum, en föstum fyrir. Jói fór sínar eigin leiðir. Hann var duglegur að ferðast, jafnt utan lands sem innan. Margar voru skipulagðar hópferðirnar, sem hann fór í til útlanda, alltaf einn, en þar eignaðist hann gjarnan vini og kunningja til lengri eða skemmri tíma, eins og kynni okk- ar bera vott um. En þegar hann ferðaðist innanlands var hann einn á ferð með hústjaldið sitt og viljann til að njóta náttúrunnar. Þá naut hann þess að ganga á fjöll og upplifa náttúruna, enda náttúrubarn að eðlisfari. Það kom fyrir að hann bauð okkur í dagsferðir með sér; eins og þegar farið var áleiðis eftir Fjallabaksleið nyrðri. Jói renndi sínum fjórhjóladrifna fólksbíl örugglega yfir ár sem þurfti að komast yfir en malbiksökumenn stóru jeppanna sátu með beyg í svip og veltu fyrir sér hvernig komast skyldi klakklaust yfir. Þá glotti Jói. Jói var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir hlutunum og fannst það sjálfsagt. Eftir að hann keypti íbúðina í Mjölnisholti komu eðlisþættir hans vel í ljós í því hvernig hann hlúði einstak- lega skemmtilega að öllu, innan stokks og utan; lagfærði og end- urbætti. Seigla Jóa kom vel fram þegar hann keypti sér tölvu, þá á átt- ræðisaldri. Hann var hikandi við þau kaup; óttaðist að sökkva sér um of í heim tækninýjunga; vissi sem var, að húnvetnski þráinn léti ekki að sér hæða. Fyrsta tölv- an var keypt og Jói hélt ótrauður inn á braut tækninýjunga. Það leið ekki á löngu þar til hann var farinn að miðla af þekkingu sinni til okkar. Hvorki fór hann á námskeið, né var enskukunnáttan mikil. En áfram hélt hann þó, þótt brautin yrði stundum grýtt á kostnað „heilsufars“ tölvunnar. Það sem hann ætlaði sér gerði hann og ruddi hindrunum úr vegi af með- fæddri festu og hógværð. Í háttum Jóa og eðli endur- spegluðust þau gildi sem síst verða ofmetin; hógværð, traust og staðfesta. Hafi hann þökk fyr- ir samveruna. Ingibjörg Ólafsdóttir og Pjetur Hafstein Lárusson. Jóhannes Gunnlaugsson Vistvænar jólaskreytingar R E Y K J AVÍKURPRÓFA ST SD Æ M A KI RKJU GARÐAR Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma Kirkjugarðarnir leggja áherslu á að jólaskreytingar á leiðum séu alfarið gerðar úr lífrænum efnum. Eftir áramót er slíkum skreytingum fargað með vistvænum hætti í jarðgerð Kirkjugarðanna. Sjá nánar á www.kirkjugardar.is i t r j l r ti r ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓSK LAUFEY JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Miðtúni 36, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakkir til Ólafs læknis og starfsfólks á 3. hæð N á Eir fyrir góða umönnun. Vilhjálmur Ástráðsson, Elín Ástráðsdóttir, Jónína Ástráðsdóttir, Heimir Svansson, Laufey Ástríður Ástráðsdóttir, Ágústa Hjartar Ástráðsdóttir, Grétar Sveinsson, fjölskyldur og aðrir ástvinir. ✝ Látin er í Reykjavík 19. nóvember ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR, til heimilis að Fróðengi 7. Útförin hefur farið fram. Jón Ásgeirsson og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir mín og amma okkar, FJÓLA HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavík, áður Skaftahlíð 4, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 27. nóvember, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu föstudaginn 6. desember kl. 13.00. Hafdís Ingvarsdóttir, Ingvar Örn Hilmarsson, Svana Fjóla Hilmarsdóttir, Birna Svanhvít Hilmarsdóttir. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi, DANÍEL HAFSTEINSSON, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 13.00. Margrét Jóna Þorsteinsdóttir, Unnur Inga Karlsdóttir, Davíð Bjarnason, María Jórunn Hafsteinsdóttir, Smári Geirsson, Aðalsteinn Hafsteinsson, Guðrún Sigvaldadóttir, Sigrún Hafsteinsdóttir, Hans Pétur Blomsterberg, Jón G. Hafsteinsson, Hildigunnur J. Sigurðardóttir, Haraldur Hafsteinsson, Sólveig Hafsteinsdóttir, Walter Unnarsson, Þórdís Hafsteinsdóttir og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Sólvöllum, Eyrarbakka, sunnudaginn 1. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eiríkur Runólfsson, Rúnar Eiríksson, Auður Hjálmarsdóttir, Jón S. Eiríksson, Þórdís Þórðardóttir, Emma G. Eiríksdóttir, Hafþór Gestsson, Þórður Eiríksson, Erla Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA ERLA JÖRUNDSDÓTTIR, Arahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti, fimmtudaginn 28. nóvember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.00. Elín Jónsdóttir, Ólafur Hallgrímsson, Anna Sigríður Jónsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Jörundur Jónsson, Sigrún Erla Þorleifsdóttir, Þorbjörg Elenóra Jónsdóttir, Árni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.