Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 04.12.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Í mínum huga er það fyrirkomulag sem nú er á laganáminu mjög óheppilegt og nauðsynlegt að stokka það upp. Það gengur ekki að lítið land á borð við Ísland sé með fjórar starfandi laga- deildir sem telja sig geta boðið upp á fullburða laganám sem er meðal annars forsenda rétt- inda til að stunda lögmennsku og hljóta opinber embætti.“ Svo mælir Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og fyrrverandi forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í viðtali sem birtist við hann í Lögmannablaðinu, sem kom út nýverið. Framtíðin ekki allt of björt Hann segir tilkomu lagadeildar Háskólans í Reykjavík hafa verið jákvæða fyrir íslenskt laganám á sínum tíma og hafi sú samkeppni gefið starfsmönnum Háskóla Íslands aukinn kraft. „Mín skoðun er sú að til framtíðar eigi hér að starfa aðeins tvær lagadeildir, þ.e. laga- deild HÍ, ríkisháskólans, og lagadeild HR,“ er ennfremur haft eftir Róberti í viðtalinu. Spurð- ur út í atvinnuframboð fyrir lögfræðinga segir Róbert að framboð á hefðbundnum lög- fræðistörfum sé að minnka. „Ég er hræddur um að verði ekkert að gert, fyrirkomulagi laga- náms ekki breytt og látið hjá líða að taka upp inntökupróf í lagadeild HÍ, eins og stefnt er að næsta sumar, sé framtíðin ekki allt of björt fyr- ir nýútskrifaða lögfræðinga.“ Gamaldags viðhorf Lögfræði er nú kennd í fjórum skólum á landinu; Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri og Háskól- anum á Bifröst. Helga Kristín Auðunsdóttir er sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. „Mér finnst þetta gamaldags viðhorf, að það þurfi að handstýra fjölda lögmanna sem út- skrifast á Íslandi. Mér finnst að viðbrögð há- skólasamfélagsins eigi að vera að breyta lög- fræðimenntun, efla nýsköpun og gefa lögfræðingum færi á að skapa sín tækifæri sjálfir. En ekki að segja að rétt viðbrögð sé að fækka lögmönnum eða auka einsleitni í stétt- inni,“ segir Helga Kristín spurð út í orð Ró- berts. Í Háskólanum á Bifröst er kennd við- skiptalögfræði og segir Helga Kristín að þaðan útskrifist ekki samskonar lögfræðingar og frá HÍ og HR. „Háskólinn á Bifröst miðar að því að auka sérstöðu okkar lögfræðinga enn meira með því að leggja aukna áherslu á nýsköpun og við- skiptaþekkingu. Þekking viðskiptalögfræðinga er á breiðara sviði og við erum ekki aðeins að mennta lögfræðinga til hefðbundinna lögfræði- starfa eins og HÍ og HR. Mér sýnist skoðanir Róberts mótast frekar af fortíðinni, hvernig lögmenn hafa starfað í áranna rás. Við viljum hugsa þetta í víðara samhengi og huga að fram- tíðinni. Starfsvettvangur lögmanna er breiðari í dag en var og það er aukin eftirspurn eftir lög- fræðiþekkingu í samfélaginu. Það er hlutverk háskólanna að bregðast við ástandinu á vinnu- markaðinum og auka þá enn frekar sérstöðuna og breyta menntun í takt við það sem er að ger- ast þar,“ segir Helga Kristín. Vill stokka upp í laganáminu  Róbert Spanó segir að ekki gangi að lítið land á borð við Ísland sé með fjórar lagadeildir  Vill aðeins sjá lögfræði í HÍ og HR  „Gamaldags viðhorf,“ segir sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst Morgunblaðið/Ómar Elstur Lögfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá 1911 eða frá upphafi skólans. „Það er ekki að sjá að þessum fullyrð- ingum og vangaveltum sé fylgt úr hlaði með efnislegum rökum. Þetta eru þess vegna bara „spekúlasjónir“ eða eldhús- hugmyndir,“ segir Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lögfræðisviðs Háskólans á Akureyri, um orð Róberts. „Ég ætla ekki að tjá mig um lagadeildir annarra skóla en það liggur í hlutarins eðli að hver deild hlýtur að þurfa að marka sér sérstöðu.“ segir Ágúst Þór. Hjá HA sé boðið upp á lögfræði með áherslu á heimskautarétt auk kennslu í kjarnagreinum íslenskrar lögfræði. Lagadeild HA er tíu ára. Bara eldhús- hugmyndir HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Ágúst Þór Árnason Róbert Spanó Helga Kristín Auðunsdóttir Sigrún Sigurðardóttir fæddist 1929 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Stefánsson, prestur og síðar vígslubiskup, og María Ágústsdóttir cand. phil. Vestfirska forlagið hefur gefið út bækur eftir marga höfunda sem aldrei áður hafa fengist við bókaskrif. Sigrún er í þeim hópi. Frásögnin, byggð á dagbókum hennar, er öfgalaus og hlý þó að greint sé hispurslaust frá erfiðu ölduróti á lífsleiðinni. Fæst í bókaverslunum um land allt Ný bók að vestan Verð 3.900 kr. Ég veit ekki hvort ég hef nokkurn tíma orðið virkilega fullorðin kona, ég hef alla tíð þurft mikla athygli og aðdáun og hef að sama skapi verið dugleg að ná mér í hana. Það hefur verið mér meira virði en flest annað. Er ekki magnað hvað karlmaður getur framkallað hjá konu með því einu að horfa á hana með aðdáun? Það framkallar á augabragði að konan verður fallegri, fær allt í einu nokkurs konar æskuútlit, roða í kinnar og ástleitna ásjónu. Það er þetta sem ég meina, þetta er eins konar næring sem gerir konur aldurslausar. Þær halda bara áfram að geta beitt töfrabrögðum sínum, halda áfram að vera þess umkomnar að geta heillað menn fram eftir öllum aldri. Ég tala af sérlegri reynslu eins og við er að búast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.