Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Prince Avalanche, endurgerðíslensku kvikmyndarinnarÁ annan veg eftir HafsteinGunnar Sigurðsson, er nú
loksins komin í kvikmyndahús og
VoD-leigur hér á landi. Endurgerðin
er í grunninn afskaplega lík frum-
myndinni þó sögusviðið sé annað,
Bandaríkin í stað Íslands og spaugið
af örlítið skornari skammti. Ofanrit-
aður sá Á annan veg á sínum tíma, í
byrjun september árið 2011 og hlaut
hún heldur litla aðsókn, þrátt fyrir
lofsamlega dóma, m.a. fjórar stjörn-
ur hér í Morgunblaðinu. Er það mið-
ur því kvikmynd Hafsteins er virki-
lega skemmtileg, bráðvel leikin og
vonandi verður endurgerðin til þess
að fleiri Íslendingar leiti hana uppi á
kvikmyndaleigum.
Í Prince Avalanche segir af tveim-
ur karlmönnum sem starfa einir við
vegamerkingar á fáförnum vegi í
Texas sumarið 1988. Þar hafa miklir
skógareldar geisað ári fyrr og ber
náttúran þess merki. Sá eldri, Alvin,
er á fimmtugsaldri og mikill andans
maður, ver frístundum sínum í
þýskunám, lestur, bréfaskriftir til
unnustu sinnar og fiskveiðar. Hann
virðist eiga litla samleið með ungum
samstarfsmanni sínum og mági,
Lance, sem virðist hugsa um fátt
annað en að komast í bæinn,
skemmta sér og fleka fagrar meyjar.
Hver dagur er öðrum líkur hjá þeim
félögum, þeir mjakast eftir enda-
lausum vegi, festa niður stikur og
mála gular línur. Eina manneskjan
sem verður á vegi þeirra er gamall
vörubílstjóri sem er með munninn
fyrir neðan nefið og gefur þeim rót-
sterkt brennivín. Þá kemur einnig
við sögu dularfull kona, líkt og í
frummyndinni, en hún er öllu meira
áberandi í endurgerðinni og kemur
við sögu með öðrum hætti. Þegar
Alvin og Lance verða báðir fyrir
persónulegum áföllum í seinni hluta
myndar tekur hún nýja og spaugi-
legri stefnu eftir heldur við-
burðasnauða byrjun.
Það sem gerði Á annan veg virki-
lega skemmtilega var fyrst og
fremst frábær samleikur Sveins
Ólafs Gunnarssonar, Hilmars Guð-
jónssonar og Þorsteins Bachmann
(sá síðastnefndi fór á kostum í hlut-
verki drykkfellds vörubílstjóra). Þá
var spaugað með fatatísku, hár-
greiðslu og tónlist seinni hluta ní-
unda áratugarins og hinn stór-
furðulegi smellur „Lalíf“ heyrðist
oftar en einu sinni ásamt fleiri „eitís“
lögum. Einn af hápunktum þeirrar
myndar var stórkostlegur skrykk-
dans sem Hilmar steig í dásamlega
ljótum fötum, við mikla kátínu bíó-
gesta. Þetta vantar í Prince Aval-
anche, fleiri vísanir í popptónlist og
tísku þessa tíma. Líklega var hann
ekki eins skrautlegur í Bandaríkj-
unum og hér í norðurhluta Evrópu.
Maður fær eilitla nasasjón af tíð-
arandanum en það er allt og sumt.
Green leggur meiri áherslu á hlýja
liti og náttúrumyndir en Hafsteinn
gerði, skóglendi í Texas sem orðið
hefur eldi að bráð, dýralíf og má sjá
margt fallegt póstkortið á hvíta
tjaldinu (eða sjónvarpsskjánum ef
menn leigja myndina í VoD-leigu).
Prince Avalanche er fallegri en
frummyndin að þessu leyti. Rudd og
Hirsch standa sig vel í sínum hlut-
verkum, eru oft bráðfyndnir og leik-
stjórnin er fumlaus hjá Green enda
hlaut hann verðlaun fyrir hana í
kvikmyndahátíðinni í Berlín í byrjun
árs. Prince Avalanche er fínasta
endurgerð en ekki eins skemmtileg
og frummyndin.
Grátbroslegir Emile Hirsch og Paul Rudd í hlutverkum vegavinnumannanna Lance og Alvin í Prince Avalanche.
Fyrirmyndin fyndnari
Smárabíó og VoD
Prince Avalanche bbbmn
Leikstjóri: David Gordon Green.
Aðalleikarar: Paul Rudd, Emile Hirsch
og Lance LeGault. Bandaríkin, 2013.
94 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Sýningin á verkum listamannanna
fjögurra sem tilnefndir voru til
Turner-verðlaunanna í ár, virtustu
samtímamyndlistarverðlauna
Breta, er nú haldin í fyrsta skipti
utan Englands, í Londonderry á
Norður-Írlandi. Á mánudag var til-
kynnt þar hver hreppti verðlaunin
og kom val dómnefndar list-
áhugamönnum sem gagnrýnendum
töluvert á óvart en það er hin
franska Laure Prouvost, 35 ára
gömul listakona sem hefur verið
búsett í Lundúnum síðan hún lauk
þar framhaldsnámi.
Prouvost hefur verið afar virk í
sýningahaldi undanfarin ár og er
sögð vinna úr stafrænu myndefni í
innsetningum sem séu að skapi „in-
stagram-kynslóðarinnar“. Verð-
launaféð nemur um fimm millj-
ónum króna.
Prouvost segir verk sín mótast af
því hvernig yngri kynslóðirnar noti
fjölmiðla. Stjórnjandi Tate-
safnsins, sem sat í dómnefndinni,
sagði dómarana hafa hrifist af til-
finningaríkri innsetningu hennar.
Prouvost óvæntur hand-
hafi Turner-verðlaunanna
Sigurstund Listakonan Laure Prou-
vost við verðlaunaafhendinguna.
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Skoðið „Intuitive“
nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu
gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á alþjóðlegri
gleraugnasýningu í Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt
fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum.
Margskipt gleraugu
Sama lága verðið!
SJÓNARHÓLL
Þar sem
gæðagleraugu
kosta minna
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið
Pollock? (Kassinn)
Fim 5/12 kl. 19:30 Aukas. Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn
Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Fim 12/12 kl. 19:30 22.sýn
Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn
Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu!
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn
Lau 14/12 kl. 19:30 57.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn
Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Lau 7/12 kl. 17:00 Aukas. Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn
Sun 8/12 kl. 14:00 17.sýn Lau 28/12 kl. 13:00 21.
sýn
Mán 30/12 kl. 13:00 23.
sýn
Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 11:00
Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 13:00
Lau 7/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 14:30
Sun 8/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 11:00
Sun 8/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 12:30 Sun 22/12 kl. 12:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Miðasala er hafin.
Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi)
Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00
Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar!
Sveinsstykki (Stóra sviðið)
Fim 5/12 kl. 19:30
Einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Arnars Jónssonar
Fetta bretta (Kúlan)
Lau 7/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 14:00
Lau 7/12 kl. 15:30 Lau 14/12 kl. 15:30
Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára.
Mary Poppins – ★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/12 kl. 19:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00
Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00
Sun 8/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00
Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fös 20/12 kl. 20:00
Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Lau 28/12 kl. 20:00
Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00
Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Mið 18/12 kl. 20:00
Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fim 19/12 kl. 20:00
Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Refurinn (Litla sviðið)
Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k
Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 22/12 kl. 20:00
Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 14:30
Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas
Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00
Sun 8/12 kl. 11:00 aukas Sun 15/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30
Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00
Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30
Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 13:00
Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap