Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 17
17100 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skemmtistaðurinn Glaumbær við Fríkirkjuveg var á sínum tíma einn vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík. Segja má að heil kynslóð hafi farið á böll í Glaumbæ um hverja einustu helgi á mektarárum staðarins á sjöunda áratugnum. En aðfaranótt 5. desember 1971 dundi yfir reiðarslag, þegar eldsvoði kom upp á staðnum og eyðilagði þar allt innbúið, en steinveggir hússins, sem upphaflega var íshús, héldu. Færri komust að en vildu Sigursteinn Hákonarson, betur þekktur sem Steini í hljómsveitinni Dúmbó og Steini, minnist Glaum- bæjar með hlýhug. „Við spiluðum mjög mikið þar á árunum 1966-1968, oft tvö kvöld í viku,“ segir Steini sem bætir við að Glaumbær hafi áður verið djassklúbbur fyrir fólk á miðjum aldri. „En svo kom upp sú hugmynd að gera hann að unglinga- stað og það má segja að við höfum komið staðnum á kortið þó að ekki hafi verið talað mikið um það í sög- unni,“ segir Steini. Glaumbær varð fljótt mjög vin- sæll og margir eyddu öllum helg- arkvöldunum frá föstudegi til sunnu- dags á Glaumbæ. „Portið varð troðfullt upp úr kl. níu á kvöldin og komust ekki allir að sem vildu,“ seg- ir Steini. Böllin voru þá til klukkan eitt eða tvö um nóttina. Steini segir að mjög mörg sambönd hafi mynd- ast á staðnum og enst lengi. „Unga kynslóðin safnaðist þarna saman, en fólk kom þangað til þess að skemmta sér og dansa frekar en til að fara á fyllirí,“ segir Steini. Eftir því sem leið á sjöunda ára- tuginn og upp úr 1970 fóru fleiri af vinsælustu hljómsveitum landsins að spila á Glaumbæ. Þegar staðurinn brann í desember 1971 voru Dúmbó og Steini því alveg hættir að spila þar. „Það var skelfilegt þegar þetta hús fór,“ segir Steini um fréttirnar af brunanum, „og margir unglingar sem misstu sinn samastað.“ En Glaumbær brann Segja má að Dúmbó og Steini hafi haldið minningu staðarins einna mest á lofti, og ekki síst með lagi sínu „Glaumbær“ sem enn er eitt af vinsælli lögum hljómsveitarinnar. „Þegar við gáfum út plötuna Dúmbó og Steini árið 1977, þá vantaði okkur lag og við fengum Jóhann G. Jó- hannsson heitinn til að semja lag um Glaumbæ, sem varð svona rosalega vinsælt,“ segir Steini. Lagið Glaum- bær varð eitt af þekktustu lögum hljómsveitarinnar. „Jóhann þekkti staðinn og mundi þetta og gat gert þetta svona vel eins og hann gerði,“ segir Steini. Segja má að lagið hafi snortið streng hjá þeim sem sóttu Glaumbæ á árum áður. „Þetta er eitt af þess- um lögum sem hafa lifað allan þenn- an tíma, allavega hjá þessari kyn- slóð, og er vinsælt ennþá í dag.“ Steini segir minningu Glaum- bæjar enn vera sterka hjá þeim sem muna staðinn. Það hafi sést glöggt þegar hljómsveitin fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu í september síð- astliðnum. „Eftir tónleikana í Hörp- unni kom fólk saman og þar sá mað- ur fólk hittast sem hafði kannski ekki sést síðan í Glaumbæ forðum, og það var eins og það hefði hist í gær.“ Í hugum margra var þá brotið blað  42 ár frá brunanum í Glaumbæ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Glaumbær brennur Eldtungurnar leika um skemmtistaðinn Glaumbæ, sem þá hafði verið einn vinsælasti samkomustaður ungs fólks í Reykjavík. Á baksíðu Morgunblaðsins sunnudaginn 5. desember 1971 mátti sjá fréttina um brunann mikla. Kom fram að allt slökkvi- lið Reykjavíkur hefði verið kallað út eftir að boð barst frá bifreiða- stöðinni Hreyfli um að eldur væri laus um átta mínútur yfir fjögur. Um klukkan sex var slökkvistarfi lokið. Í fréttinni var rætt við Sig- urbjörn Eiríksson, veitingamann í Glaumbæ, og sagði hann að allt benti til þess að tjónið vegna brunans næmi mörgum millj- ónum króna. Ekki var ljóst hvað olli brunanum. Hljómsveitin Náttúra missti öll hljóðfæri sín og Sigurður Rúnar Jónsson, hljómborðs- og fiðluleikari sveitarinnar, sagði að þau væru metin á um eina milljón króna. Þar af hefði orgelið hans verið metið á um 300.000 krónur. Allt slökkvi- liðið kallað út MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið 5. desember 1971 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA -1 3 -3 1 4 8 www.postur.is HVERSU HRATT ÞURFA A-póstur Dreifing fyrsta virka dag eftir póst- lagningu. Síðasti skiladagur fyrir: A-póst utan Evrópu er 10. des. A-póst til Evrópu er 16. des. A-póst innanlands er 19. des. B-póstur Dreifing innan 3 virkra daga eftir póstlagningu. Síðasti skiladagur fyrir: B-póst utan Evrópu er 3. des. B-póst til Evrópu er 10. des. B-póst innanlands er 16. des. VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA jólakortin að berast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.