Morgunblaðið - 04.12.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.12.2013, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Fróðleiksfús Höfði laðar að sér ferðamenn allt árið um kring enda höfðar hann sterkt til þeirra sem vilja fræðast um söguna, m.a. um fund Ronalds Reagans og Mikhaíls Gorbatsjovs árið 1986. Golli Í kynningarefni með skýrslu sérfræð- ingahóps um höfuðstóls- lækkun húsnæðislána er sýndur samanburður á vaxtagreiðslum íbúða- lána á Norðurlöndum. Þar kemur fram að vaxtakostnaður og greiðslubyrði íslenskra heimila af íbúðalánum sé tugum prósenta hærri en annars staðar á Norð- urlöndum. Þessu til stuðnings er sýnt línurit með þróun vaxtagreiðslna íbúðalána á Norðurlöndum þar sem gengið er út frá 3,85% raunvöxtum á verðtryggðu láni á Íslandi, 4,5% vöxt- um í Svíþjóð og Danmörku og 4,25% vöxtum í Noregi, þar sem lán í þessum þremur löndum eru óverðtryggð. Þeg- ar vaxtaferlar eru teiknaðir með þess- um hætti og út frá sömu forsendum kemur fram allt önnur mynd en sýnd er í kynningarefninu. Nauðsynlegt er reyndar að gefa sér viðbótarforsendu um verðbólgu þar sem lán eru óverð- tryggð. Í útreikningum á bak við þær myndir sem hér fylgja var reiknað með því að verðbólga héldist 2% á ári næstu 40 árin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Allar fjárhæðir eru sýndar á föstu verði, enda er samanburður yfir svona langt tímabili annars marklaus. Á mynd 1 sést samanburður á vaxtagreiðslum 40 ára jafngreiðslu- lána. Til að byrja með vega vaxta- greiðslur minnst af íslenska láninu enda er það verðtryggt. Með tímanum léttist byrði vaxta- greiðslna hinna lánanna hraðar, m.a. vegna þess að verðbólga rýrir virði greiðslnanna. Mynd 2 sýnir mán- aðarlega greiðslubyrði lánanna, þ.e. summu vaxtagreiðslna og afborg- ana (á föstu verði). Þar sést að greiðslubyrði ís- lenska lánsins er léttust til að byrja með. Hún helst síðan óbreytt út líf- tímann, enda lánið verð- tryggt. Þróun greiðslubyrði hinna lán- anna er óviss enda háð verðbólgu í löndunum. Ef gert er ráð fyrir 2% verðbólgu næstu 40 árin verður með- algreiðslubyrðin eins og sýnt er (með rauðu súlunum) á myndinni. Ef verð- bólgan verður að jafnaði minni þá verður greiðslubyrðin þyngri, en reyn- ist verðbólga að jafnaði meiri þá léttist greiðslubyrðin. Eftir Lúðvík Elíasson » Þegar vaxtaferlar eru teiknaðir með þessum hætti og út frá sömu for- sendum kemur fram allt önnur mynd en sýnd er í kynningarefninu. Lúðvík Elíasson Höfundur er hagfræðingur og starfs- maður fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Skoðanir sem koma fram í greininni eru höfundar og ber ekki að túlka sem skoðanir Seðlabankans. Vaxtagreiðslur og greiðslubyrði íbúða- lána á Norðurlöndum Mynd 1. Vaxtagreiðslur íbúðalána á Norðurlöndum 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Ísl an d Da nm örk Sv íþj óð No reg ur 1 49 9 7 14 5 19 3 24 1 28 9 33 7 38 5 43 3 Mynd 2. Greiðslubyrði Fyrsta greiðsla Meðalgreiðsla 100.000 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Ísl an d Da nm örk Sv íþj óð No reg ur Leiðtogar Sam- fylkingar og Vinstri grænna eiga erfitt. Þeir virðast sætta sig illa við að rík- isstjórn Framsókn- arflokks og Sjálf- stæðisflokks kynni róttækar aðgerðir í skuldamálum heim- ilanna, aðeins sex mánuðum eftir að hafa tekið við stjórn- artaumunum af vinstri stjórn sem kenndi sig við norræna velferð og skjaldborg. Skuldamál heimilanna þvældust fyrir vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í meira en fjögur ár. Í upphafi var því heitið að gripið yrði til róttækra að- gerða til að aðstoða skuldug heimili – að slegin yrði um þau skjaldborg. Jóhanna Sigurðardóttir átti fund með Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta 1. febrúar 2009. Eftir fundinn héldu þau blaðamanna- fund þar sem Jóhanna þakkaði forsetanum fyrir það traust að fela sér umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar væri tilbúin og síðar sama dag myndi hún kynna ráðu- neyti sitt fyrir forsetanum: „Verkefnið framundan er fyrst og fremst að reisa við atvinnu- vegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu, þétta það ör- yggisnet sem heimilin búa við og við nauðsynlega þurfum á að halda á þessum tímum.“ Fyrir kosningarnar í apríl 2009 héldu Vinstri grænir landsfund og þar var sérstaklega ályktað um skuldamál og verðtryggingu: „Fundurinn skorar á rík- isstjórnina að leita leiða til að lækka höfuðstól húsnæðislána eða frysta hluta hækkunar höfuðstóls lána vegna verðbólguskotsins. Einnig að gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Ekki verði gengið lengra í inn- heimtu skulda en að lánastofnun leysi til sín veðsetta eign.“ Vinstri stjórnin byggði þannig upp miklar væntingar meðal landsmanna. Forsætisráðherra lofaði sérstakri skjaldborg og Vinstri grænir vildu lækka lán eða frysta. Gefin voru fyrirheit um tímasetta áætlun um afnám verð- tryggingar. Sú áætl- un leit aldrei dagsins ljós. Gryfja skrifræðis og skattahækkana Ekki skal efast um góðan ásetning vinstri stjórnarinnar. En líkt og oft áður féllu vinstri menn í gryfju skrifræðis og skattahækkana. Í stað markvissra al- mennra lausna var gripið til sér- tækra aðgerða, með tilheyrandi biðröðum, endalausum flækjum í regluverki og pappírsfargani. Vandi heimilanna var aukinn enn frekar með hærri sköttum og op- inberum gjöldum. Aðgerðir ríkisstjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna í skulda- málum heimilanna skiluðu ekki því sem lofað var. Dómstólar tóku verkefnið að mestu að sér. Langstærsti hluti lækkunar skulda heimilanna á síðustu árum er vegna þess að dómstólar kom- ust að því að gengistryggðar skuldir væru í mörgum tilfellum ólöglegar. Í skriflegu svari at- vinnuvegaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar þing- manns Sjálfstæðisflokksins, í lok nóvember 2012, kom fram að endurútreikningur erlendra fast- eignalána banka og sparisjóðs og endurútreikningur bílalána hefðu lækkað skuldir heimilanna um 148,2 milljarða króna. Svokölluð 110%-leið sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir skilaði aðeins 46 millj- arða lækkun og sérstök skulda- lækkun 7,3 milljörðum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingríms J. Sigfús- sonar hafði lítinn skilning á sam- hengi á milli fjárhagsstöðu heimilanna og velgengni atvinnu- lífsins. Samhengið milli hófsemd- ar í skattheimtu, öflugs atvinnu- lífs og aukins kaupmáttar almennings var þeim hulin ráð- gáta. Þess vegna voru nær öll op- inber gjöld hækkuð og því miður fylgdu mörg sveitarfélög fordæm- inu. Frá ársbyrjun 2009 og fram til byrjun þessa árs var lögum um tekjuskatt breytt 28 sinnum. Staðgreiðsla sem var 35,7% árið 2008 hækkaði í 37,32% til 46,22%. Allir urðu að greiða hærri skatta, þeir sem lægstu launin hafa sem og þeir sem hærra eru launaðir. Stöðugt var þrengt að heim- ilunum og þeim gert erfiðara fyr- ir að standa undir skuldbind- ingum. Ráðstöfunartekjur lækkuðu vegna hækkunar op- inberra gjalda, minni vinnu og lægri launa. Kreppan varð dýpri en ella, ekki síst vegna eðlislægs fjandskapar ríkisstjórnarinnar gagnvart atvinnulífinu. Fleira þarf að leiðrétta Auðvitað er hægt að hafa skilning á því að þeir sem bera ábyrgð á árum hinna glötuðu tækifæra frá árinu 2009, séu ekki kátir þegar þeir horfa á nýja rík- isstjórn taka til hendinni. Þess vegna kvarta þeir yfir að fá ekki sérstaka kynningu á aðgerðunum og leggja inn langar fyrirspurnir á Alþingi. Að horfa í eigin barm kemur ekki til greina. Róttækar tillögur ríkisstjórn- arinnar um að rétta við hlut heimilanna eru aðeins hluti af þeim verkefnum sem bíða. Með þeim er verið að leiðrétta það sem kallað er forsendubrestur vegna falls krónunnar og mikillar verðbólgu. En þá er eftir að leið- rétta annan forsendubrest sem er síst minni: Gríðarlega hækkun skatta, minni atvinnu og lægri laun. Slíkur forsendubrestur verður ekki leiðréttur nema með því að koma hjólum atvinnulífs- ins aftur af stað, auka fjárfest- ingu og lækka skatta og opinber gjöld. Leiðrétting á skuldum heim- ilanna skiptir litlu til lengri tíma ef ekki tekst að byggja upp hag- vöxt og auka kaupmátt heim- ilanna, samhliða því að tryggja jafnvægi í búskap hins opinbera. Þetta á borgaraleg ríkisstjórn að skilja, þó þessi einföldu sannindi hafi verið hulin vinstri mönnum. Eftir Óla Björn Kárason »En þá er eftir að leiðrétta annan for- sendubrest sem er síst minni: Gríðarlega hækkun skatta, minni atvinnu og lægri laun. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Leiðrétta þarf annan for- sendubrest en hækkun lána

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.