Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Vinsamlega skráið ykkur með því að senda póst á sff@sff.is Setning Höskuldur H. Ólafsson, formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja Ávarp Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra Hollenska leiðin Arthur Reitsma, sérfræðingur frá Hollensku bankasamtökunum Nýjar leiðir í fjármálafræðslu Viggó Ásgeirsson, mannauðsstjóri og stofnandi Meniga Pallborðsumræður um fjármálafræðslu Umsjón: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins Þátttakendur: Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari Petra Bragadóttir, formaður Samtaka kennara í viðskipta- og hagfræðigreinum Brynjólfur Sævarsson, útibússtjóri Landsbankans í Vesturbæ Halldóra Gyða Matthíasdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá Fundarstjóri Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar SFF SFF DAGURINN 5. DESEMBER 2013 FJÁRMÁLAFRÆÐSLA Á ÍSLANDI 14:00-16:15 Í STÓRA SAL ARION BANKA, BORGARTÚNI 19 Bæjarlind 16 201 Kópavogur sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SVEFNSÓFAR RE CA ST SU PR EM Ed elu xe BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 RÚMFATAGEYMSLA TILBOÐSVERÐ KR. 129.900 TILBOÐSVERÐ KR. 149.900 SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Frammistaða íslenskra nemenda í stærðfræði, lesskilningi og náttúru- læsi var undir OECD-meðaltali samkvæmt niðurstöðu PISA rann- sóknar OECD fyrir árið 2012. Rannsóknin var lögð fyrir 15 ára nemendur. Frammistöðu þeirra í öllum próf- þáttum hefur hrakað á tíu ára tíma- bili. Í rannsókninni 2012 var lögð áhersla á stærðfræðilæsi og voru tveir þriðju hlutar prófsins á því sviði. Prófið var haldið í 65 löndum um alla veröldina. Verulegur munur er á frammi- stöðu nemenda á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggð í öllum greinum. Afturförin var mest á landsbyggð- inni. Þá er nær þriðjungur 15 ára stráka á Íslandi illa læs. Í þeim hópi fjölgar milli ára. Stúlkur sem eru í sama hópi eru 12% og þeim fjölgar einnig. Þá er mikill munur á frammi- stöðu innfæddra og innflytjenda í öllum greinum þar sem innfæddir standa sig betur. Hins vegar hefur viðhorf nemenda til náms batnað verulega frá því sem áður var. Norðurlöndin ekki sátt Ísland ásamt Svíþjóð er með lök- ustu frammistöðu allra Norður- landanna. Íslenskir nemendur standa sig sýnu verst í nátt- úrufræði af öllum Norðurlönd- unum. Sænskir nemendur komu lakast út í læsi á stærðfræði af Norður- löndunum. Niðurstöður PISA- rannsóknarinnar rötuðu í fjölmiðla á Norðurlöndunum í gær. „Við töpum alls staðar og stönd- um á tvísýnum tímamótum,“ sagði Eva-Lis Sirén, formaður kenn- arasambandsins í Svíþjóð í Politi- ken. Þar er frammistöðu sænskra nemenda líkt við stein í frjálsu falli og fullyrt að ekkert annað land hafi dregist jafn mikið aftur úr og Sví- þjóð. Danir eru heldur ekki dús með niðurstöðuna. Danskir nemendur eru við OECD-meðaltalið. Þrátt fyrir það standa þeir sig verr í stærðfræði milli ára. Mennta- málaráðherra Danmerkur, Christine Antorini, segir í Politiken að frammistaðan í stærðfræði sé áhyggjuefni og blæs til sóknar. Hin norska Kristin Halvorsen segir í Aftenposten að þrátt fyrir að norskir nemendur komi verr út úr stærðfræði en áður sé engin ástæða til að mála skrattann á vegginn. Verulegt áhyggjuefni „Niðurstöðurnar eru verulegt áhyggjuefni. Tvennt stendur upp úr; mikill munur milli höfuðborg- arinnar og landsbyggðarinnar og alltof hátt hlutfall af piltum sem eru illa læsir,“ segir Júlíus K. Björns- son, forstöðumaður Námsmats- stofnunar. Hann segir að nú þurfi allir hags- munaaðilar sem koma að skóla- málum, að nálgast efnið af yfir- vegun, spyrja hvers vegna þetta sé svona og hvað sé til ráða. „Engar íslenskar skyndilausnir, þær virka ekki. Við þurfum að bregðast við með langtímalausnum,“ segir Júlíus og bendir á að margar leiðir séu færar og engin ástæða til að örvænta. Sveifla var milli áranna 2006 og 2009, íslenskir nemendur þokuðust upp á við og stóðu sig betur. „Árið 2009 var slakað á þar sem stígandi var, sérstaklega í lesskilningi. Þá héldum við eflaust og vonuðumst að viðsnúningur hefði orðið.“ Þetta er í annað sinn sem niður- stöðurnar koma Júlíusi á óvart. Í fyrra skiptið hafi það verið hin feikilega góða frammistaða stúlkna í stærðfræði árið 2003, en þau tíð- indi voru öllu gleðilegri en þessi. Næsta skref er að vinna betur úr niðurstöðunum. Illa læsum drengjum fjölgar  Íslenskir nemendur undir OECD-meðaltali í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði í Pisa-rann- sókn  Landsbyggðin kemur verr út en höfuðborgarsvæðið  Viðhorf til náms hefur batnað Morgunblaðið/Styrmir Kári Skóli Viðhorf nemenda til náms batnað verulega frá því sem áður var. „Niðurstaðan er vonbrigði. Það er grafalvarlegt mál hvar við stöndum í lesskilningi, sér- staklega varðandi lestur drengja. Það er óásættanlegt að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns eftir 10 ára skólagöngu. Þetta er ekki vandamál þessara drengja heldur samfélagsins alls. Þá er útkoman á landsbyggðinni áhyggjuefni,“ segir Illugi Gunn- arsson menntamálaráðherra um PISA-rannsóknina. Í þessari viku fer hann yfir niðurstöðuna með þeim sem koma að skólamálum. Í framhaldinu verður gerð grein fyrir efni Hvítbókar sem endur- speglar áherslur ráðherra um breytingar á menntakerfinu. „Það lá fyrir að við værum í vanda stödd varðandi lesturinn sem er grunnurinn fyrir allt nám,“ segir Ill- ugi. En ráðu- neytið hefur unnið að að- gerðaáætlun frá því í sumar um hvernig hægt sé að bæta lestur nemenda. Illugi hefur m.a. boðað á fund fulltrúa frá tölvuleikjafyrirtækjum til að kanna leiðir í þróun námsefnis- gerðar til að nálgast betur dreng- ina. „Þó niðurstaðan sé ekki góð þá verðum við einnig að líta til þeirra hluta sem ganga vel. Nem- endum líður betur og minna ein- elti er í skólunum. Við viljum sameina þetta að nemendum líði vel og þeir nái góðum árangri.“ Vandamál samfélagsins í heild MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM NIÐURSTÖÐUR PISA Illugi Gunnarsson Frammistaða íslenskra nemenda frá 2000 til 2012 520 510 500 490 480 470 PISA 2000 PISA 2003 PISA 2006 PISA 2009 PISA 2012 515 506 507 493 507 492 484 500 483 491 496 478 Lesskilningur Læsi á stærðfræði Læsi í náttúrufræði OECD-meðaltal 2012: Læsi á stærðfræði (494) Lesskilningur (496) Læsi á náttúrufræði (498)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.