Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 35
limur félagsins og hefur starfað með því síðan, lengst af í bátaflokki og fyrstu hjálpar flokki. Hún hefur set- ið í stjórn félagsins frá 2008 og hefur verið formaður Björgunarfélags Ár- borgar frá 2011. Flugeldasala helsta tekjulindin Er ekki alltaf í nógu að snúast þó að félagið sé ekki í útköllum? „Jú, það er alltaf nóg að gera. Það þarf að skipuleggja og halda utan um námskeiðahald og æfingar sveit- arinnar, koma að margs konar sam- hæfingu og skipulagningu, huga að húsnæðinu, tækjum og tólum og sinna fjáröflun.“ Og í hverju er fjáröflunin hjá ykk- ur helst fólgin? „Flugeldasalan er þar langstærsti og mikilvægasti liðurinn. Þannig er það með flestar björgunarsveitir. Það er því vert að minna landsmenn á hjálpar- og björgunarsveitirnar um áramótin. Þá er salan á neyðarkarlinum líka mikilvæg og síðan tökum við að okk- ur skyndihjálpargæslu af ýmsum til- efnum, s.s. á útihátíðum, unglinga- landsmótum og landsmótum UMFÍ, hestamannamótum og vegna Lauga- vegshlaupsins svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sjáum við um hátíð- arhöldin á sjómannadaginn á Stokkseyri og hér á Selfossi á 17. júní.“ Hafið þið gott húsnæði? „Já, við erum með góða aðstöðu í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem er beint á móti lögreglustöðinni og Sjúkrahúsinu. Þar eru, auk okk- ar, slökkviliðið, sjúkrabíllinn og al- mannavarnir staðarins.“ Það gefur auga leið að frístundir tómstundafræðingsins fara að mestu leyti í Björgunarfélagið. Er þá nokk- ur tími eftir fyrir fjölskylduna? „Já, já. Við hjónin ferðumst tölu- vert innanlands á sumrin með börn- in. Síðan er eiginmaður minn slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður og við erum bæði fjölda- hjálparstjórar hjá Rauða krossinum. Við höfum því farið saman nokkrum sinnum í skyndihjálpargæslu er- lendis. Það er því kostur að við höf- um sama áhugasviðið.“ Fjölskylda Eiginmaður Ingu Birnu er Viðar Arason, f. 30.10. 1982, sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmaður. Hann er sonur Ara Reynis Halldórssonar, starfsmanns Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar, og Guðlaugar Eyglóar Elliðadóttur ritara en þau eru búsett í Reykjavík. Börn Ingu Birnu og Viðars eru Eydís Lilja Viðarsdóttir, f. 10.9. 2009, og Kári Snær Viðarsson, f. 10.6. 2012. Systkini Ingu Birnu eru Tryggvi Pálsson, f. 19.10. 1988, ráðsmaður við hestabúgarð í Þýskalandi, og Guðbjörg Pálsdóttir, f. 4.4. 1991, í námi í iðjuþjálfun við HA, búsett í Kaupmannahöfn. Foreldrar Ingu Birnu eru Páll Ragnar Tryggvason, f. 12.10. 1959, húsasmíðameistari, og Sigríður Björnsdóttir, f. 1.1. 1960, ræstitækn- ir. Þau eru nýflutt að Borg í Gríms- nesi. Úr frændgarði Ingu Birnu Pálsdóttur Inga Birna Pálsdóttir Halldóra Erlendsdóttir Sigurdórsdóttir húsfr. og verkakona Ólafur Veturliði Oddsson leigubílstj. frá Súgandafirði Guðbjörg Ólafsdóttir fyrrv. starfsm. við umönnun á Selfossi Björn Halldórsson bifreiðasmiður á Selfossi Sigríður Björnsdóttir ræstitæknir á Borg í Grímsnesi Sigríður Björnsdóttir húsfr. á Víðivöllum Halldór Vilhjálmsson b. á Víðivöllum í Fljótsdal Ragnhildur Ásmundsdóttir húsfr. á Syðri-Steinsmýri Páll Jónsson b. á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi Ingibjörg Pálsdóttir húsfr. á Björk Tryggvi Tómasson b. á Björk í Grímsnesi Páll Ragnar Tryggvason húsasmíðameistari á Borg í Grímsnesi Guðrún Sigtryggsdóttir húsfr. á Syðri-Neslöndum Tómas Sigurtryggvason b. á Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit Neyðarkerlingin Inga Birna í fullum herklæðum, ásamt björgunarhundi. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Sigurður Jón Ólafsson, söngvariog hestamaður, fæddist íReykjavík 4.12. 1916. Hann var ættaður af Snæfellsnesi, sonur Ólafs Jónatanssonar, verkamanns í Reykjavík, og k.h., Þuríðar Jóns- dóttur frá Elliða í Staðarsveit. Ólafur var sonur Jónatans, b. á Kolbeinsstöðum, bróður Páls, lang- afa Megasar. Þuríður var systir Vig- fúsar, föður Erlings söngvara. Syst- ir Þuríðar var Stefanía, móðir Oddfríðar skáldkonu, móður Guð- mundar Ingólfssonar djasspían- istasnillings. Bræður Sigurðar voru Erling Ólafsson söngvari og Jónatan Ólafs- son, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld, afi Jónatans Garð- arssonar, dagskrárgerðarmanns, tónlistarútgáfustjóra og fyrrv. for- manns Jazzvakningar. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Inga Valfríður Einarsdóttur frá Miðdal (Snúlla) f. 1918, og eignuðust þau sex börn, Valgerði, f. 1937, Er- ling, f. 1942, Ævar, f. 1944, Þuríði, f. 1949, söngkonu, Ólaf, f. 1950, og Gunnþór, f. 1960, en dóttir Sigurðar frá því fyrir hjónaband er Elsa. Sigurður var bílstjóri á sínum yngri árum, rannsóknarmaður á Rannsóknarstofu HÍ og á Keldum, gærumatsmaður hjá SÍS, kjötmats- maður hjá yfirdýralækni og sá um talningu búfjár í borgarlandinu. Sigurður sótti ungur söngtíma til Sigurðar Birkis og Guðmundar Jónssonar, söng með Karlakór Reykjavíkur og síðar með eldri fé- lögum kórsins. Hann söng í Rigo- lettó, fyrstu óperunni sem hér var færð upp, í óperettunum Leðurblök- unni og Bláu kápunni og lék og söng í fjölda leikrita. Hann hélt fjölda tón- leika, var söngvari með ýmsum danshljómsveitum og söng dæg- urlög inn á fjölda hljómplatna. Þá var Sigurður landsþekktur hestamaður, stundaði hesta- mennsku frá fermingaraldri og átti fjölda hrossa. Þekktasta skeiðhross hans var Gletta sem átti Íslandsmet í skeiði í 28 ár. Sigurður lést 13.7. 1993. Merkir Íslendingar Sigurður Ólafsson 90 ára Einar Jósteinsson Hólmsteinn Steingrímsson Sigmundur R. Magnússon 80 ára Ásmundur Halldórsson Bára Bjarnadóttir Björn Björnsson Sigrún Ragnarsdóttir 75 ára Guðmundur Þ. Rögnvaldsson Sigurður Eymundsson 70 ára Alfa Eyrún Ragnarsdóttir Gunnar A. Þorláksson Kári Valvesson 60 ára Aðalheiður S. Kjartansdóttir Árni Ingólfsson Bára Jóhannsdóttir Elín Hanna Laxdal Guðrún Ingibjörg Kristinsdóttir Jón Friðrik Sigurðsson Ómar Morthens Rannveig Alma Einarsdóttir Roman Stanislaw Pecek Svanur Magnússon Torfey Hafliðadóttir Þórlaug Baldvinsdóttir Þráinn Ingimundarson 50 ára Elísabet Vala Guðmundsdóttir Hanna Guðríður Daníelsdóttir Helga Guðrún Óskarsdóttir Jóhann Böðvar Sigþórsson Jósep Svanur Jóhannesson Sigurður Bergmann Svavarsson Sigurður Ingvar Hannesson Steinunn Egilsdóttir 40 ára Atli Már Guðmundsson Ágúst Jóhann Þorbjörnsson Berglind Arnþórsdóttir Bjarni Sæmundsson Guðbjörn Gústafsson Jónas Rafn Tómasson Kundan Raj Mishra María Pétursdóttir 30 ára Alfreð Aron Guðmundsson Anna Jastrzebska Ásgeir Halldórsson Elizabeth G. Villafuerte Rafal Jacek Sluzewski Stefán Bragi Gunnarsson Til hamingju með daginn 30 ára Sturla ólst upp á Eskifirði, lauk frumgreina- prófi hjá Keili og er tækni- maður hjá Símanum. Maki: María Magnús- dóttir, f. 1986, húsfr. Börn: Kolbrún Kemal Davíðsdóttir, f. 2004, og Ísak Darri Sturluson, f. 2013. Foreldrar: Helgi Garð- arsson, f. 1938, d. 2011, ljósmyndari, og Herdís Hallbjörnsdóttir, f. 1944, starfaði við umönnun. Sturla Már Helgason 40 ára Marteinn ólst upp á Akranesi, lauk stýri- mannaprófi og er vakt- stjóri hjá Elkem á Grund- artanga. Dætur: Valgerður Björk, f. 1993; Tanja Björk, f. 1996, og Agnes Rún, f. 2004. Foreldrar: Nanna Sigfús- dóttir, f. 1942, d. 2012, verkakona, og Sigurður Guðmundsson, f. 1937, fyrrv. starfsmaður hjá Elkem á Grundartanga. Marteinn Sigurðsson 30 ára Alfreð ólst upp á Álftanesi, er búsettur Borg í Grímsnesi og er vinnumaður við svínabúið á Omsstöðum í Gríms- nesi. Maki: Antonía Helga Guð- mundsdóttir, f. 1988, nemi. Dóttir: Arndís Þórleif Alfreðsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Guðmundur Rúnar Svavarsson, f. 1960, og Særún Ingva- dóttir, f. 1960. Alfreð Aron Guðmundsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Skoðaðu úrvalið www.jens.is Síðumúla 35 Kringlunni og Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf Sérsmíðaðir skartgripir með íslenskum náttúrusteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.