Morgunblaðið - 16.12.2013, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013
Rithöfundurinn og frétta-konan Edda Andr-ésdóttir hefur djúpatengingu við Vest-
mannaeyjar. Þaðan er fólkið hennar
og sjálf var hún þar á sumrin sem
barn.
Svo sérstaklega vill til að þegar
gosið hófst í byrjun árs 1973 var
Edda send með fyrsta flugi til Eyja
en hún var þá nýbyrjuð sem blaða-
maður hjá Vísi. Í bók sinni Til Eyja
lýsir hún á afar
persónulegan
hátt æskuminn-
ingunum úr Eyj-
um og þeirri upp-
lifun að sjá
æskustöðvarnar
verða að eld-
stöðvum.
Edda sýnir
hversu vel má
færa sögu í orð á
okkar ylhýra og ástkæra tungumáli
og á hún sannarlega hrós skilið fyr-
ir það.
Það er dýrmætt að geta lesið um
upplifun fréttakonunnar Eddu af
gosinu og það hvernig fólkið í Eyj-
um tók tíðindunum. Sumir afneit-
uðu því að slíkt gæti raunverulega
gerst og héldu áfram að hella upp á
kaffi. Í huga sumra var óraunveru-
legt að slíkt ögrandi afl gæti rutt
sér upp á yfirborð jarðar og það á
agnarsmárri eyju. Eldfjall sem sofið
hafði værum svefni í fimm þúsund
ár ætti ekkert með það að fara að
gjósa fyrirvaralaust.
Edda lýsir því
vel hvernig and-
rúmsloftið var á
ritstjórn Vísis á
þessum árum og
hversu dásamlegt
hafi verið að fá
draumastarfið.
Bókin veitir les-
endum býsna
góða innsýn inn í
blaða- og frétta-
mennsku sem er ekki svo algengt í
íslenskum bókum.
Edda varpar góðu ljósi á tíðar-
andann og segir til dæmis frá því að
enn hafi verið til mjólkurbúðir í
Reykjavík á þessum árum. Daginn
áður en hún beið á Reykjavíkur-
flugvelli ásamt ljósmyndara Vísis
eftir vélinni til Eyja hafði Vísir ein-
mitt greint frá því að brotist hefði
verið inn í mjólkurbúð og að hár-
skerum fækkaði á landinu vegna
„loðnu tískunnar“. Einn rakari hafði
meira að segja á orði að ekki liði á
löngu þar til fáeinir hárskerar yrðu
eftir, allir háaldraðir, og þeir
myndu fljótlega safnast til feðra
sinna og þar með væri úti um rak-
arastofurnar.
Af þessu höfðu menn nú áhyggj-
ur daginn fyrir gosið en svo breytt-
ist allt.
Til Eyja er einstaklega vönduð
frásögn sem óhætt er að mæla með.
Edda er hógvær en lúmskur húm-
oristi og ekki er verra að fá að
skella aðeins upp úr við lestur svo
merkilegrar sögu.
Þegar Helgafell
rumskaði
Endurminningar
Til Eyja bbbbn
Eftir Eddu Andrésdóttur.
JPV útgáfa, 213. 224. bls.
MALÍN
BRAND
BÆKUR
Edda
Andrésdóttir
Gamanleikarinn Ed Helms mun
bregða sér í hlutverk lögreglu-
mannsins Franks Drebins í nýrri
Naked Gun-kvikmynd og feta þar
með í fótspor Leslies Nielsens
heitins. Naked Gun-gamanmynd-
irnar urðu þrjár og var titill þeirr-
ar fyrstu þýddur með eft-
irminnilegum hætti hér á landi á
sínum tíma: Beint á ská. Nielsen
lést árið 2010 og þótti þá heldur
ólíklegt að myndirnar yrðu fleiri.
Kvikmyndaritið Variety greinir nú
frá því að Helms, sem m.a. hefur
leikið í gamanþáttunum The Office
og Hangover-myndunum þremur,
ætli að leika hinn vitgranna lög-
reglumann og að tökur á fjórðu
Naked Gun-myndinni hefjist á
næsta ári. Drebin kom fyrst fram
á sjónarsviðið í gamanþáttunum
Police Squad! árið 1982 og var
kvikmyndin Naked Gun frá árinu
1988 byggð á þeim. Litríkur Ed Helms í kvikmyndinni The Hangover.
Beint á ská á ný með Ed Helms
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
FROZENENSTAL2D KL.5:40-8-10:20
FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40-6
FROSINN ÍSLTAL3D KL.6
HOMEFRONT KL.5:40-8:20-10:40
HOMEFRONTVIP KL.5:40-8-10:20
MACHETEKILLS KL.8-10:20
DELIVERYMAN KL.8:20-10:40
THOR-DARKWORLD3DKL.8
ESCAPEPLAN KL.10:40
KRINGLUNNI
HOMEFRONT KL.8-10:20
FROZEN ENSTAL2D KL. 8
FROSINN ÍSLTAL2D KL. 5:40
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40
MACHETE KILLS KL. 10:20
DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8
THOR - DARKWORLD 2D KL. 10:20
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 3:20 - 5:40
FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3:20
HOMEFRONT KL. 3:20 - 5:45 - 8 - 10:15
DELIVERYMAN KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20
ENDERS GAME KL. 5:30
ESCAPE PLAN KL. 8 - 10:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
FROZEN ENSTAL2D KL.8
HOMEFRONT KL.8-10:20
HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.10:20
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
AKUREYRI
FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40 - 8
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40
HOMEFRONT KL. 8 - 10:20
MACHETE KILLS KL. 10:20
EMPIRE
TOTAL FILM
VAR BARA BYRJUNIN
CHRIS
HEMSWORTH
TOM
HIDDLESTON
FRÁBÆR
GAMANMYND
VARIETY
FAÐIR 533 BARNA.BARA VESEN!
GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYNDMEÐ JASON STATHAM
JÓLAMYNDIN Í ÁR
FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH
BESTA TEIKNIMYNDDISNEY SÍÐAN LION KING
SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
USA TODAY
LOS ANGELES TIMES
STATHAMDOESNT
DISAPPOINT
THE PLAYLIST
S.B. Fréttablaðið
★★★★★
T.V. Bíóvefurinn/Vikan
„ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ
FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA“
S.B. Fréttablaðið
12
L
L
L
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FROSINN 3D Sýnd kl. 5:30
FROSINN 2D Sýnd kl. 6
HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 8 - 9 - 10
FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 6