Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 1
Búast má við að jólaverslun nái hámarki um helgina enda fjórir dagar til jóla. Þessar snótir höfðu nælt sér í eitthvert góss til að gleðja náungann. Langtímaveður- spá yfir hátíðisdagana gerir ráð fyrir hvassviðri. Gengið um bæinn í leit að jólagjöfum Morgunblaðið/Kristinn Jólaverslun landsmanna nær hámarki um helgina F Ö S T U D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 3  296. tölublað  101. árgangur  SAGA HJÓNA SEM FÓRUST MEÐ GOÐAFOSSI STEMNING Í FUGLA- TALNINGU FJALLALAND HLÝTUR  FUGLAÁHUGAFÓLK 10 RAGNAR AXELSSON 53SIGURÚN PÁLSDÓTTIR 52 ÁRA STOFNAÐ 1913 dagar til jóla 4 Gluggagægir kemur í kvöld www.jolamjolk.is MIÐBORGIN OKKAR BÝÐUR ÞÉR HEIM HÁTÍÐARDAGSKRÁ VÍÐA UM BORG ALLA HELGINA  Um 88 slös- uðust, þar af fjórir alvarlega, þegar hluti af þaki yfir Apollo- leikhúsinu í London hrundi. Talsmaður slökkviliðsins sagði í gærkvöldi að búið væri að bjarga öllum út sem voru í leikhúsinu. Vitni segja að fólk sem kom út úr leikhúsinu hafi verið blóðugt og þakið ryki. Verið var að sýna leik- ritið „Furðulegt háttalag hunds um nótt“ þegar þakið hrundi. Björg- unarmenn notuðu tveggja hæða strætó til að flytja fólk á sjúkrahús. Leikhúsið var byggt árið 1901 og tekur 775 gesti í sæti. 88 slasaðir eftir að leikhúsþak hrundi London Frá slys- stað í gærkvöldi. Efnaiðnaður » Framleiðendur nýju fíkni- efnanna eru m.a. í Evrópu og Kína. » Í janúar í fyrra var talið að 700 vefsíður byðu fíkniefnin til sölu í Evrópu. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Snemma á næsta ári munu tugir nýrra efna bætast á lista yfir bönn- uð fíkniefni á Íslandi. Þetta verður gert með breytingu á reglugerð um ávana- og fíkniefni og er tilgang- urinn að bregðast við fjölgun nýrra fíkniefna sem oftast eru afleiður af eldri fíkniefnum, svokölluðum nps- efnum (e. new psychoactive substan- ces). Talið er að þessi efni, sem er auðvelt að kaupa á netinu, hafi vald- ið 52 dauðsföllum í Bretlandi í fyrra. Enn sem komið er hafa þessi efni lítið komið til kasta yfirvalda hér á landi en tollstjóri hefur á þessu ári lagt hald á ellefu póstsendingar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem innihalda þessi efni, samtals 60 grömm. Lista yfir bönnuð fíkniefni hér á landi má annars vegar finna í lögum um ávana- og fíkniefni og hins vegar í reglugerð sem byggist á þessum lögum. Ný efni er hvorki að finna í lögunum né í reglugerðinni sem var síðast breytt í júní 2012 og á und- anförnum árum hefur fáum efnum verið bætt á listann. Frá 2010 hafa Bretar á hinn bóginn bætt 200 fíkni- efnum á bannlista. Tugir nýrra efna bannaðir  Bregðast við örri fjölgun nýrra fíkniefna sem oftast eru afleiður eldri efna  Tollverðir hafa lagt hald á ellefu sendingar á þessu ári  Kaupa á netinu MHundrað þúsund möguleikar »18  Frímerkjasafn- arar eru nú sum- ir hverjir einnig byrjaðir að safna sms-kóðum sem skrifaðir eru ut- an á umslög auk hefðbundinna frímerkja. Þetta segir Gísli Geir Harðarson, for- maður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Tækniframfarir hafa jafnframt gert söfnurum auð- veldara fyrir að þefa uppi fágæta muni, til dæmis í gegnum vefsíður eins og uppboðsvefinn eBay. »16 Safna sms-kóðum utan af umslögum Á aldarafmæli Morgunblaðsins Stjórn Lands- sambands kúa- bænda hefur ákveðið að semja við norsku dýra- læknastofnunina um að vinna áhættumat vegna innflutnings á holdanautasæði frá Noregi til Íslands. Bændur hafa áhyggjur af því að tapa markaði vegna þess að framleiðslan dugar ekki og stjórn LK telur nauðsynlegt að endurnýja holdanautakynin til að auka möguleika bænda til framtíðar. Atvinnuvegaráðuneytið hefur ósk- að eftir því að Matvælastofnun geri áhættumat vegna innflutnings á djúpfrystu sæði og fósturvísum frá Noregi, annars vegar til notkunar beint á búunum og hins vegar á ein- angruðu ræktunarbúi. Matið á að liggja fyrir ekki seinna en 1. febrúar næstkomandi. Mat norsku dýra- læknastofnunarinnar á að koma því til viðbótar. »6 Tvöfalt mat á áhættu  Vilja nýtt blóð í holdanautastofna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.