Morgunblaðið - 20.12.2013, Síða 2
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og
stjórnar Sunnuhlíðarsamtakanna er
boðað að ríkið muni tímabundið taka
yfir rekstur Sunnuhlíðar. Áherslan
er á að tryggja rekstur heimilisins,
en ríkið tekur ekki yfir eignir og
skuldir félagsins.
„Meginatriði í yfirlýsingunni
eru tvö. Annars vegar er um að ræða
forgangsmálið, sem er að tryggja
aðhlynningu og umönnun þeirra
öldruðu einstaklinga sem eru til
heimilis á Sunnuhlíð. Við erum að
gera samkomulag um það,“ segir
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra. „Hinn þáttur málsins er
skuldbindingar sem hvíla á Sunnu-
hlíðarsamtökunum. Við lýsum því
yfir að við séum reiðubúin að reyna
að finna lausnir á þeim málum.“
Ríkissjóður er því ekki að taka
yfir eignir og skuldir hjúkrunar-
heimilisins. „Það er ekki inni í mynd-
inni. Eins og fram hefur komið þurf-
um við að vinna heildstæða úttekt á
stöðu málefna aldraðra og sjá hvern-
ir landslagið í þeim efnum er. Á
þeim grunni verður svo ákveðið
hvernig verður tekið heildstætt á
Tryggja órofinn rekstur Sunnuhlíðar
Ríkið yfirtekur rekstur Sunnuhlíðar Tryggja að engin röskun verði á starfsemi heimilisins
Einboðið að leita til annarra um rekstur heimilisins Tekið verði heildstætt á málefnum aldraðra
verkefnum sem við blasa á sviði
öldrunarmála.“
Kristján Þór sagði málin ekki
komin svo langt að farið væri að leita
varanlegra lausna á vanda Sunnu-
hlíðar, eins og að leita til annarra
hjúkrunarheimila um að taka rekst-
urinn yfir. „Ég tel það hins vegar
einboðið að við leitum að einhverjum
öðrum aðilum til að reka þetta. For-
gangsverkefnið er að tryggja að
ekki verði röskun á rekstri heimilis-
ins og að því beinast allra sjónir í
dag. Þegar við erum komin á lygnan
sjó með það getum við farið að velta
fyrir okkur öðrum þáttum.“
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
JÓLATILBOÐ
Þráðlaus
kjöthitamælir
FULLT VERÐ
6.990
4.990
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.is
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Á yfirstandandi þingi hafa 20 frum-
vörp orðið að lögum. 12 þessara
frumvarpa voru samþykkt í gær og
tvö í fyrradag. Enn bíða 69 mál af-
greiðslu þingsins. 16 mál bíða 1. um-
ræðu, 33 eru í nefnd eftir fyrstu um-
ræðu, níu bíða 2. umræðu og tvö eru í
nefnd eftir 2. umræðu. Níu mál bíða
svo þriðju umræðu.
Hæst ber samþykkt nýrra heild-
arlaga um stimpilgjöld, laga um
frestun á nauðungarsölu, heildarlaga
um Orkuveitu Reykjavíkur og frest-
un gildistöku sektarákvæðis laga um
endurnýjanlegt eldsneyti í sam-
göngum á landi. Bankaskattur sem
mun leggjast á fjármálafyrirtæki í
slitameðferð verður að öllum líkind-
um samþykktur í dag.
Heildarlög um stimpilgjald
Gjaldskyldan samkvæmt nýjum
lögum um stimpilgjald nær einungis
til þeirra skjala sem varða eignar-
yfirfærslu fasteigna hér á landi og
skipa yfir 5 brúttótonnum. Þetta
þýðir að ekki þarf að greiða stimp-
ilgjald vegna lánsskjala, þar með tal-
ið skilmálabreytinga á lánsskjölum
og fleiri skjölum. Stimpilgjöld falla
því í auknum mæli á þá sem t.d. fjár-
magna fasteignakaup sín án lántöku.
Frestun sektarákvæðis
Með því að fresta sektarákvæði
laga um endurnýjanlegt eldsneyti í
samgöngum á landi verður ekki
heimilt að sekta seljendur eldsneytis
sem uppfylla ekki skilyrði laganna
um lágmarkshlutfall endurnýjanlegs
eldsneytis sem blandað er í eldsneyti
fyrr en níu mánuðum eftir að lögin
öðlast gildi. Lögin hafa verið gagn-
rýnd þar sem útlit er fyrir að mikið
af íblöndunarefninu þurfi að flytja
inn.
Maraþon á
lokadögunum
12 af 20 lagafrumvörpum 143. þings
samþykkt í gær 69 málum ólokið
Morgunblaðið/Golli
Stutt í jól Þingsalurinn er tómlegur
á kvöldfundum. Þinglok nálgast.
Slökkvilið og lögregla voru kölluð út til að losa niðurföll
þegar sjór flæddi yfir við Kaldbaksgötu og nágrenni á
Eyrinni á Akureyri í vonskuveðri í gær. Björgunar-
sveitir aðstoðuðu ökumenn í erfiðleikum í Víkurskarði.
Veðrinu slotaði á Norðurlandi undir kvöld. Hvassviðri og
þung snjókoma var hins vegar á Vestfjörðum í gær-
kvöldi. Spáð var hvassvirði eða stormi á Vestfjörðum og
Norðausturlandi í nótt. Lýst var yfir varúðarstigi í Súða-
víkurhlíð vegna snjóflóðahættu í gærkvöldi. Eins var
Ólafsfjarðarmúli lokaður vegna snjóflóðs. vidar@mbl.is
Vonskuveður og snjóflóðahætta
Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson
Eftir helgi er reiknað með að byrj-
að verði að búta flutningaskipið
Fernöndu niður. Skipið var flutt í
Helguvíkurhöfn í fyrradag frá
Njarðvík og í gær var unnið að því
að færa jarðveg að skipinu og búa
til vinnupall í kringum það.
Eldur kom upp í Fernöndu í lok
október þegar skipið var statt út af
Vestmannaeyjum. Eftir að áhöfn-
inni var bjargað var skipið dregið
til Hafnarfjarðar en út aftur þegar
eldurinn blossaði upp á ný. Þá var
skipið dregið til Grundartanga þar
sem olíu og olíumenguðum sjó var
dælt úr því.
Fernanda bútuð niður
Ljósmynd/Hafsteinn Hilmarsson
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, beindi þeirri spurningu til heil-
brigðisráðherra á Alþingi í gærmorgun hvort ráðherrann hygðist hækka
daggjöld til hjúkrunarheimila í þriðju umræðu fjárlaga, og hvort mála-
flokkurinn yrði færður til sveitarfélaganna í núverandi ástandi.
Ólafur benti á í spurningu sinni að daggjöld hefðu alls ekki haldið í við
verðlag undanfarin ár. Kristján Þór sagði ekki hægt að hækka daggjalda-
grunninn með jafnskömmum fyrirvara og nú gæfist. Ráðherrann svaraði
því jafnframt að „það [væri] algjörlega glórulaust“ að flytja málefni aldr-
aðra til sveitafélaganna í því ástandi sem málaflokkurinn er í.
„Algjörlega glórulaust“
MÁLEFNI ALDRAÐRA
Stjórn RÚV
ákvað á fundi
sínum í gær að
auglýsa eftir nýj-
um útvarps-
stjóra. Eins var
ákveðið að
Bjarni Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri
RÚV, yrði starf-
andi útvarps-
stjóri þar til niðurstaða liggur fyr-
ir. Þetta kom fram á vef RÚV í gær.
Ennfremur kemur fram á vef RÚV
að auglýsingin verði birt í fjöl-
miðlum á laugardag. Umsóknar-
frestur verður til og með 6. janúar
og fer Capacent með umsjón með
ráðningarferlinu.
Ekki náðist í stjórnarmenn RÚV í
gærkvöldi þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Þá var ljósmyndara Morg-
unblaðsins meinað að taka myndir
af fundinum.
Bjarni verður út-
varpsstjóri um sinn
Bjarni
Guðmundsson