Morgunblaðið - 20.12.2013, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, kom
færandi hendi á Alþingi í gær. Hann færði alþing-
ismönnum marineraða síld, en mörg undanfarin
ár hefur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gefið
honum síld sem þeir vinna í takmörkuðum mæli.
Árni sagði að Binni í Vinnslustöðinni (Sigurgeir B.
Kristgeirsson) legði áherslu á að þeir gæfu Árna
síldina, hann réði svo hvað hann gerði við hana,
hvort hann gæfi hana og þá hverjum. Árni sendi
alþingismönnum kveðju með tilkynningu um að
jólasíldin væri komin frá Vestmannaeyjum. Þeir
gætu sótt sér dós á tiltekinn stað.
„Ég ákvað að hressa upp á mannskapinn í
þinginu og hef mætt mörg undanfarin ár með síld
fyrir jólin,“ sagði Árni. „Þetta er eðalsíld úr gull-
kistu Íslands.“
Þegar Alþingi var frestað í mars sl. sagði Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, fráfarandi þingfor-
seti, um Árna að hann hefði kryddað tilveruna á
Alþingi og löngum farið sínar eigin leiðir og ekki
ávallt troðnar slóðir.
„Þetta er bara partur af kryddinu,“ sagði Árni
og hló. „Menn héldu að ég væri ekki klár á vakt-
inni lengur og voru farnir að sakna síldarinnar, en
jólasveinninn úr Eyjum klikkar ekki!“ Auk þess
að hafa fært þingmönnum jólasíld um árabil var
það árviss viðburður í fjölda ára að Árni kæmi að
vori með fulla olíufötu af svartfuglseggjum í kaffi-
stofu Alþingis. Þau voru svo soðin fyrir þingheim.
„Ég kom á öðrum sið í þinginu sem hefur tíðk-
ast lengi,“ sagði Árni. „Ég mætti alltaf með tvo
stóra konfektkassa, sem ég keypti sjálfur, í at-
kvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir 3. um-
ræðu, lokaumræðuna. Þetta er löng atkvæða-
greiðsla, 2-3 tímar. Konfektið gekk um salinn. Svo
hringdi Pétur H. Blöndal alþingismaður um dag-
inn og sagði að sér hefði verið falið að sjá um þetta
sem ég kom á, að koma með konfekt,“ sagði Árni.
Hann sagði að alþingismönnum veitti ekki af
smáfjörefni og upplyftingu í þingönnunum fyrir
jól. „Þeir eru eins og innikróuð dýr þegar álagið er
mest,“ sagði Árni.
Morgunblaðið/RAX
Jólasíldin komin Árni Johnsen færði alþingismönnum svolítið fjörefni úr gullkistu hafsins fyrir jólin. Jón Gunnarsson kunni vel að meta gjöfina.
„Þetta er bara partur af kryddinu“
UNDIR HRAUN
holar@simnet.is
Einstök frásögn Sigga
á Háeyri af gosinu í
Heimaey, flóttanum
upp á fastalandið og
öllu því sem á eftir
fylgdi.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Kanínur voru til umræðu á fundi um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík-
urborgar á miðvikudaginn. Þar voru
kynntar niðurstöður fundar Sam-
taka sveitarfélaga höfuðborgarsvæð-
inu (SSH) þar sem fjölgun kanína á
höfuðborgarsvæðinu var rædd.
„Við erum að fylgjast með stöð-
unni,“ segir Páll Hjalti Hjaltason
formaður umhverfis- og skipulags-
ráðs spurður hvers vegna kanínu-
kynningin hafi farið fram. „Kanín-
urnar hafa verið á dagskrá SSH því
þær virða að sjálfsögðu ekki mörk
sveitarfélaganna. Þetta er eitthvað
sem þarf að taka á í stærra samhengi
á öllu höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Páll og bætir við að Reykjavíkurborg
ætli að bíða áttekta, engar ákvarð-
anir hafi verið teknar um að fara í að-
gerðir.
Bregðast við kvörtunum
Snorri Sigurðsson, verkefnastjóri
á skrifstofu náttúru og garða
Reykjavíkurborgar, sá um kynn-
inguna fyrir umhverfis- og skipu-
lagsráð. „Fulltrúar umhverfissviða
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu hittust á fundi í lok nóvem-
ber til að ræða málin og bera saman
stöðuna. Aðalmarkmiðið með fund-
inum var að reyna að kortleggja
hversu mikil útbreiðsla kanínanna er
og hvort hún hefur aukist,“ segir
Snorri, kanínurnar séu mjög víða og
ljóst að þeim hafi fjölgað þó engin
formleg úttekt hafi farið fram á
fjölda þeirra.
Snorri segir að fulltrúar sveitarfé-
laganna séu sammála um að það sé
tilefni til að hafa áhyggjur af fjölgun
kanína og að þær gætu orðið alvar-
legt vandamál í framtíðinni. „Það
voru samt engar ákvarðanir teknar
um aðgerðir, en ályktað að skynsam-
legt væri að íhuga staðbundnar
fækkunaraðgerðir fljótlega.“
Kanínur eru friðaðar samkvæmt
lögum en hægt er að fá undanþágu á
því. „Reykjavíkurborg fékk leyfi í
sumar til tveggja ára til að veiða þær.
Það hefur eingöngu verið notað til að
bregðast við einstökum kvörtunum
og ekki verið farið út í veiðar með
það að markmiði að fækka þeim,“
segir Snorri en aðeins örfáar kanínur
voru felldar í sumar vegna kvartana.
Kanínur í íslenskri náttúru eru að
uppruna gæludýr sem hefur verið
sleppt. Með nýju dýravelferðarlög-
unum, sem taka gildi um áramótin,
verður ólöglegt að skilja gæludýr
eftir í náttúrunni.
Kortleggja útbreiðslu kanínanna
Kanínukynning fór fram hjá umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar Engar ákvarðanir teknar
Morgunblaðið/Ómar
Kanínur í Heiðmörk Þær fjölga sér hratt ef vel viðrar yfir vetrartímann.
Báðir vinnings-
hafarnir í lottó-
inu á laugardag-
inn hafa nú gefið
sig fram og vitj-
að 70 millj-
ónanna sem þeir
unnu. Potturinn
var áttfaldur í
fyrsta sinn í sögu
lottósins.
Seinni vinningshafinn reyndist
vera atvinnulaus fjölskyldukona
sem býr á höfuðborgarsvæðinu, að
því er fram kemur á heimasíðu lott-
ósins.
Það var fyrir tilviljun að hún kom
við á Stöðinni á Bústaðavegi, en
hún var að verða bensínlaus. Af-
greiðslumaðurinn bauð henni að
kaupa lottómiða, sem hún þáði. 10
raða sjálfvalsseðil sem kostar 1.300
krónur.
Hún skoðaði miðann ekki fyrr en
eftir hádegið í gær eftir að hún
hafði heyrt að annar miðinn hefði
verið keyptur á þessari stöð. Þegar
í ljós kom að þetta var vinningsmið-
inn titraði konan og skalf, segir á
heimasíðunni.
„Hún setti miðann í veskið og
skellti sér í sturtu og tók veskið
með sér inn á baðherbergið því að
allt í einu þorði hún ekki að líta af
því, samt var hún búin að þvælast
út um allt með 70 milljóna króna
lottómiða í veskinu án þess að hún
hefði hugmynd um það.“
Þorði ekki
að líta af
veskinu
Vinningshafarnir
hafa gefið sig fram
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Pósthúsum á
Þingeyri og Suð-
ureyri verður
brátt lokað en
Póst og fjar-
skiptastofnun
birti í gær til-
kynningu um að
hafa veitt Ís-
landspósti heim-
ild þess efnis.
Póstbílar eiga að
koma í staðinn fyrir útibúin.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á
Ísafirði, gagnrýnir Íslandspóst fyrir
að leggja starfsemina niður á stöð-
unum án þess að hafa samráð við
bæjaryfirvöld. „Við höfum reynslu
af svona fyrirkomulagi þar sem
pósthúsinu á Flateyri var lokað í
fyrra. Það gengur ágætlega að af-
henda pakka og póst sem keyrður
er heim til fólks og fyrirtækja. En
það er mjög erfitt fyrir íbúa að
koma frá sér pakka. Þá þarf fólk að
taka sér frí frá vinnu eða öðru til
þess að koma pakkanum til skila.
Nokkur óánægja hefur verið með
þetta á Flateyri og við blasir að
þetta er skerðing á búsetuskilyrð-
um,“ segir Daníel.
Óttast keðjuverkun
Póstþjónustan á Suðureyri hefur
til þessa verið rekin í samstarfi við
Sparisjóð Bolungarvíkur en póst-
þjónustan á Þingeyri hefur verið
rekin í samstarfi við Landsbankann.
„Við erum ósátt við það að opinber
stofnun tilkynni okkur að til standi
að loka þessu. Þeir gera það án þess
að reyna að hafa neinar samræður
við okkur,“ segir Daníel. Hann legg-
ur áherslu á að aldrei hafi komið til
umræðu við bæjaryfirvöld að íhuga
aðra möguleika. „Póstþjónustan
hefur verið starfrækt í bankaútibú-
unum og þessi lokun kann að hafa
áhrif á afgreiðslutíma,“ segir Daní-
el. Hann óttast að lokanirnar geti
valdið keðjuverkun sem skerði þjón-
ustu við íbúa enn frekar. Hann gerir
ráð fyrir því að á bilinu eitt til eitt
og hálft stöðugildi muni tapast á
hvorum stað en gerir jafnframt ráð
fyrir því að önnur störf verði til í
staðinn við breytt fyrirkomulag.
Tveimur pósthúsum lokað
Póstbílar koma í stað pósthúsa á Þingeyri og á Suðureyri
Bæjarstjóri ósáttur við að ekki hafi verið haft samráð
Daníel Jakobsson