Morgunblaðið - 20.12.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lítið framboð er af innlendu
nautakjöti á markaðnum og ljóst
að ekki fá allir sem vilja íslenska
nautasteik í veislurnar eftir jól og
um áramót. Flutt er inn kjöt til að
fylla í skörðin en háir tollar á dýr-
ustu og eftirsóttustu steikunum
draga úr innflutningi.
„Það er alltaf umframeftirspurn
eftir bestu vöðvunum og nær víst
að það verður skortur á þeim.
Framleiðslan er ekki næg. Svo er
að verða knappt með aðra vöru,
hakkefni og fleira,“ segir Steinþór
Skúlason, forstjóri SS.
Tollar urðu of háir
Framleiðsla á nautakjöti hefur
verið að dragast saman síðustu
mánuði, eftir söluaukningu á fyrri
hluta ársins, og í nóvember varð
verulegur samdráttur. Það má
setja í samhengi við hvatningu til
kúabænda um að auka mjólkur-
framleiðsluna. Það þýðir að þeir
fresta slátrun á mjólkurkúm og
setja fleiri kálfa á. Það dregur
tímabundið úr framleiðslu kjöts.
Heildarframleiðsla á nautakjöti er
yfir fjögur þúsund tonn á ári.
Nautakjöt er flutt inn þegar
skortur er á innlendu kjöti.
Fyrstu tíu mánuði ársins voru
flutt inn um 130 tonn sem er
minna en á sama tímabili árið áð-
ur. Unnt er að flytja inn tollfrjálst
og með lágmarkstollum tæp 200
tonn á ári. Ekki er útlit fyrir að
heimildirnar verði nýttar að fullu í
ár þótt flutt hafi verið töluvert af
hakkefni inn í vor til að hægt væri
að búa til alla þá hamborgara sem
landsmenn og ferðamenn vildu
kaupa.
Skýringin á minni innflutningi
er talin sú að innlend nautakjöts-
framleiðsla jókst á fyrri hluta árs-
ins. Þá hefur breyting sem gerð
var fyrir ári á útreikningi magn-
tolla orðið til þess að tollar eru
háir á dýrustu steikunum, eins og
nautalundum sem eru uppistaðan í
innflutningnum, í sumum tilvikum
hærri en leyfilegt er samkvæmt
alþjóðasamningum. Frumvarp um
breytingar á aðferðum við ákvörð-
un tollanna liggur nú fyrir Al-
þingi.
Hlið við hlið í kjötborðinu
Oft hefur verið mikil eftirspurn
eftir nautakjöti fyrir áramóta-
veislurnar. „Það hefur alltaf verið
erfitt að fá nautalundir, það er
ekki ný saga. Við höfum þó verið
seigir við það en þurfum alltaf að
vera með klærnar úti og safna
birgðum,“ segir Friðrik Guð-
mundsson, kaupmaður í Melabúð-
inni. Hann á ekki von á að skortur
verði á nautakjöti og bendir á að
innfluttar lundir séu boðnar fram
við hlið þeirra íslensku í kjötborð-
inu. Neytendur hafi val.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hold Í landinu er gamall Galloway-holdanautastofn. Fyrir nokkrum árum var flutt til landsins erfðaefni af tveimur
öðrum kynjum, Aberdeen Angus og Limosine. Á Hálsi í Kjós eru Galloway-kýr og Aberdeen Angus-blendingar.
Hætt við kjötskorti
Ekki fá allir sem vilja íslenska nautasteik um áramótin
Háir tollar á dýrustu bitana hafa hamlað innflutningi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingar senda um 2,5 milljónir
jólakorta í ár, að sögn Brynjars
Smára Rúnarssonar, forstöðu-
manns markaðsdeildar Póstsins.
Hann segir að magnið sé sambæri-
legt við það sem það var í fyrra, en
til að mæta auknu álagi fyrir jólin
hafi þurft að bæta við yfir 300
starfsmönnum.
Síðasti skiladagur jólakorta og
jólapakka, sem senda á innanlands
með Póstinum, var í gær en þeir
sem náðu ekki að skila í tíma þurfa
ekki að örvænta því flokkun og út-
burður halda áfram fram á að-
fangadag.
Unnið dag og nótt
Mikið hefur verið að gera hjá
Póstinum undanfarnar vikur og
unnið á vöktum allan sólarhringinn
við flokkun á pósti. Til að tryggja
að kort og pakkar komist til viðtak-
enda fyrir jól hafa síðustu skiladag-
ar dreifst á undanfarnar vikur.
Þannig var síðasti skiladagur
vegna jólapakka í flugpósti utan
Evrópu 5. desember og innan Evr-
ópu 12. desember.
„Þetta hefur gengið mjög vel,“
segir Brynjar Smári og bætir við að
unnið verði alla helgina til þess að
reyna að koma sem flestum jóla-
kortum til viðtakenda. Póstur verði
borinn út í dag, á Þorláksmessu og
aðfangadag og vonandi dugi það.
„En það er alltaf gaman að fá jóla-
kort, þótt það sé eftir jól.“
Íslendingar senda
um 2,5 milljónir
jólakorta í pósti
Yfir 300 starfsmönnum bætt við hjá
Póstinum Borið út á aðfangadag
Morgunblaðið/Þorkell
Flokkun Jólapósturinn er flokkaður
hjá Póstinum allan sólarhringinn.
Gunnar I. Birgis-
son gefur ekki
kost á sér í próf-
kjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Kópa-
vogi sem fram fer
8. febrúar. Gunnar
Ingi hefur verið í
forystu sjálfstæð-
ismanna í Kópa-
vogi frá árinu 1990. Hann var lengst
af formaður bæjarráðs Kópavogs og
um tíma bæjarstjóri. Hann var al-
þingismaður á árunum 1999 til 2005.
Framboðsfrestur rann út í gær og
tilkynntu 18 manns framboð. Hinir
bæjarfulltrúar flokksins gefa kost á
sér, þau Aðalsteinn Jónsson, Ár-
mann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og
Margrét Björnsdóttir.
Gunnar I. Birgisson
gefur ekki kost á sér
Gunnar I.
Birgisson
Í dag fer þriðja umræða fjárlaganna
fram, en í gær lauk meirihluti fjár-
laganefndar við tillögur sínar að
breytingum á fjárlagafrumvarpinu.
Meðal þess sem lagt er til er hækkun
á vörugjaldi á bensíni, svokölluðu
bensíngjaldi.
Yfirleitt hefur gjaldið farið beint
út í verðlagið og verði svo líka nú,
mun lítrinn af blýlausu bensíni
hækka um rúma krónu og annað
bensín aðeins meira. Þessi hækkun á
bensíngjöldum nemur 3% sem er al-
menn viðmiðun við verðlagsupp-
færslu krónutölugjalda í ársbyrjun
2014 .
Í breytingartillögunni er lagt til að
vörugjald af blýlausu bensíni muni
hækka um 1,19 krónur, úr 39,51 í
40,70 krónur og vörugjöld af öðru
bensíni hækki um 1,28 krónur, úr
41,87 í 43,15. Samkvæmt vegaáætlun
á að verja þessum tekjum til vega-
gerðar, að frádregnum 0,5% sem
renna í ríkissjóð til að standa straum
af kostnaði við álagningu og inn-
heimtu gjaldsins.
Gert er ráð fyrir að þessi hækkun,
auk olíugjalds, kílómetra- og bif-
reiðagjalds skili ríkissjóði samanlagt
800 milljónum króna á næsta ári.
Yfirleitt strax út í verðlagið
„Þetta kemur ekki á óvart. Við höf-
um búið við þetta undanfarin ár,“
segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir,
framkvæmdastjóri Atlantsolíu. „Yf-
irleitt fara svona hækkanir fljótlega
út í verðlagið, reyndar mun það ekki
gerast strax um áramótin, heldur
leggst vörugjaldið á við innflutning,
þegar fyrsti farmurinn kemur inn á
nýju ári og við byrjum að selja hann.“
Þannig að eldsneytið gæti hækkað
á mismunandi tímum hjá olíufélög-
unum, eftir því hvenær þau fá nýjan
farm? „Já, það gæti verið þannig. En
það er mikil samkeppni og hugsan-
lega reynir það félag sem fyrst þarf
að hækka að taka það á sig.“
„Þetta kemur ekkert á óvart,“ seg-
ir Magnús Ásgeirsson hjá N1. „Það
má búast við því að þetta fari beint út
í verðlagið. En maður veit ekki
hvernig eða á hvaða tíma.“ annalil-
ja@mbl.is
Eldsneytið hækki um 3%
Hækkun á vörugjaldi um áramót leiðir væntanlega til hækkunar á eldsneyti
Fyrirsjáanlegt, segja talsmenn olíufélaga Lítrinn hækkar um rúma krónu
Kúabændur hafa áhyggjur af því að tapa stærri hluta af nautakjötsmark-
aðnum og vilja að þegar í stað verði gripið til ráðstafna til að flytja inn
erfðaefni til kynbóta holdanautastofnsins.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, tekur undir áhyggjur kúabænda af
þróun framleiðslunnar. „Það vantar að flytja inn nýtt erfðaefni svo hægt
sé að auka framleiðslu á holdanautum. Þeir eiga með réttri fóðrun að ná
sláturþyngd á tólf mánuðum á meðan það tekur meira en tuttugu mánuði
að ala naut af íslenska mjólkurkúakyninu,“ segir Steinþór.
Landssamband kúabænda (LK) sótti um að flytja inn sæði til notkunar
hjá einstökum bændum. Það er fljótvirkasta leiðin til að auka framfarir.
Þannig standa svínabændur að málum og fengu til þess sérstaka heimild
í lögum. Leggja þeir til að í upphafi verði flutt inn djúpfryst sæði eða fóst-
urvísar af Aberdeen Angus-kyni og síðar Limosine.
Atvinnuvegaráðuneytið fól Matvælastofnun í október að gera áhættu-
mat vegna innflutningsins, annars vegar við notkun beint hjá bændum og
hinsvegar á einangruðu ræktunarbúi. Ráðuneytið hefur fallist á að veita
stofnuninni frest til 1. febrúar til að skila niðurstöðum. Stjórn LK telur af-
ar brýnt að fá úr því skorið sem allra fyrst hvort innflutningi holdanauta-
sæðis fylgi áhætta fyrir heilbrigði búfjár hér á landi og hefur leitað til
norsku dýralæknastofnunarinnar um að gera áhættumat vegna innflutn-
ings á sæði hingað til lands. Það mat kemur til viðbótar greiningu Mat-
vælastofnunar.
Áhættumat vegna innflutnings
HOLDANAUTASTOFNINN ÞARF NÝTT BLÓÐ
Hugljúfar gjafir
Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011
TOMONA
„True Friend”
spirit is direct but
respectful.
Maxi doll með swarovski
kristöllum 4,500.-
Bolli 2,590.-