Morgunblaðið - 20.12.2013, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Jólapakkaskákmót GM Hellis verð-
ur haldið laugardaginn 21. desem-
ber í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið
hefst kl. 13 og er þátttaka ókeypis.
Mótið er fyrir börn og unglinga og
fer nú fram í 16. skipti og hefur
alltaf verið eitt fjölmennasta skák-
mót ársins.
Keppt verður í a.m.k. 5 flokkum:
Flokki fæddra 1998-2000, flokki
fæddra 2001-2002, flokki fæddra
2003-2004 og flokki fæddra 2005 og
síðar og peðaskák fyrir þau yngstu.
Tefldar verða 5 umferðir með 10
mínútna umhugsunartíma á mann.
Jólapakkar eru í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin í hverjum aldurs-
flokki fyrir sig fyrir bæði drengi og
stúlkur. Auk þess verður happ-
drætti um jólapakka í hverjum ald-
ursflokki fyrir sig og í lokin verður
happdrætti fyrir alla þátttakendur.
Skráning á mótið er á skak.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólapakkaskákmót
Hellis í Ráðhúsinu
Arion banki hefur veitt Hjálparstarfi kirkj-
unnar, Mæðrastyrksnefnd og Rauða krossi
Íslands styrki að upphæð sex milljónir
króna, í tilefni jólaúthlutunar þeirra nú í
desember.
Hverju félagi um sig var veittur styrkur
að upphæð tvær milljónir króna.
Starfsfólk bankans safnaði einnig jóla-
gjöfum sem það afhenti Mæðrastyrksnefnd.
Nefndin sá um að koma gjöfunum til skjólstæðinga sinna.
Arion banki hefur í gegnum árin átt farsælt samstarf við Hjálp-
arstarf kirkjunnar og hefur auk þess komið að ýmsum söfnunarverk-
efnum á vegum Rauða krossins sem og Mæðrastyrksnefndar síðastliðin
ár, segir í tilkynningu frá bankanum.
Á myndinni má sjá Sigmar Inga Sigurðarson, formann starfsmanna-
félagsins Skjaldar, afhenda Ragnhildi Guðmundsdóttur, formanni
Mæðrastyrksnefndar, jólagjafir frá starfsfólki bankans.
Arion banki styrkir hjálparsamtök
STUTT
Stjórn Dans-
íþróttasambands
Íslands hefur
valið dansparið
Nikita Bazev og
Hönnu Rún Óla-
dóttur danspar
ársins 2013.
Nikita og
Hanna Rún
keppa í sam-
kvæmisdönsum, latin-dönsum. Þau
hafa dansað saman frá því í byrjun
þessa árs.
Í gegnum árin hefur Hanna Rún
unnið fjölda Íslands- og bikarmeist-
aratitla og náð langt á keppnum er-
lendis með fyrri dansfélögum.
Hún hefur orðið Íslandsmeistari
á hverju ári síðan 1997. Þá varð
hún Norður-Evrópumeistari í nóv-
ember 2011 og náði 16. sæti á Evr-
ópumeistaramóti í Frakklandi
2011.
Besti árangur Hönnu Rúnar og
Nikita er 16. sæti á heimsmeist-
aramótinu sem fór fram í Berlín 30.
nóvember sl. en ekkert íslenskt par
hefur náð svona langt áður.
Hanna Rún og Nikita
valin danspar ársins
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hátt í fjörutíu ár voru liðin frá því að
manngert far lenti síðast á tunglinu
þegar kínverska geimfarið Change’e
3 lenti þar á laug-
ardag. Megin-
ástæðan fyrir því
er sú að kostn-
aður við mann-
aðar tunglferðir
var hár og að
menn beindu
sjónum sínum að
öðrum spennandi
hnöttum í sól-
kerfinu, að sögn
Sævars Helga Bragasonar, for-
manns Stjörnuskoðunarfélags Sel-
tjarnarness.
Tilgangurinn með tunglferð Kín-
verja nú er fyrst og fremst að sýna
fram á tæknilega getu þeirra til að
lenda fari á fylgihnetti jarðarinnar,
segir hann.
„Um borð eru náttúrlega líka
mælitæki og myndavélar sem koma
til með að segja okkur ýmsilegt
skemmtilegt um yfirborðið á tungl-
inu því að jeppinn lenti á hrauni á
stað sem hefur aldrei verið kann-
aður áður,“ segir hann.
Hraunið er eitt hið yngsta á tungl-
inu, rétt um milljarðs ára gamalt.
Tungljeppinn Yutu mun mæla þykkt
jarðvegsins en það segir vísinda-
mönnum hvernig tunglið hefur
þróast í gegnum tíðina.
Oft hefur verið sagt að tilgangur
geimferðaáætlunar Kínverja sé að
leita að auðlindum í sólkerfinu. Á
tunglinu er til dæmis að finna helíum
sem er af skornum skammti á jörð-
inni en auk þess gera menn sér vonir
um að finna málma þar.
„Það er ansi margt hægt að læra
um myndun tungslins og annarra
hnatta í sólkerfinu með því að rann-
saka það. Vísindamennirnir horfa
náttúrlega fyrst og fremst á það en
ætli pólitíkin horfi ekki aðallega á
það að það sé hægt að græða eitt-
hvað á þessu til lengri tíma litið.“
Þurftu að velja og hafna
Tugir tunglfara voru sendir út af
örkinni á 7. og 8. áratugnum en síð-
asta mannaða ferðin til tunglsins,
Apollo 17-leiðangurinn, var farin í
desember árið 1972. Síðasta tungl-
farið sem lenti mjúklega þar var hið
sovéska Lunar 24 árið 1976.
„Það var dýrt að senda menn til
tunglsins og menn ákváðu líka að
smíða geimstöð í staðinn. Við höfum
ennþá afraksturinn af því í dag. Það
hefur alltaf verið áhugi hjá mönnum
á tunglferðum en það eru náttúrlega
margir áhugaverðir hnettir í sólkerf-
inu og menn verða einfaldlega að
velja og hafna,“ segir Sævar Helgi.
Reikistjarnan Mars hefur verið
vinsæl eftir tunglferðirnar enda mun
meiri líkur á að áhugaverðir hlutir
hafi gerst þar og þá hafa menn rennt
hýru auga til Evrópu, fylgitungls
gasrisans Júpíters. Sævar Helgi
segir að margir vísindamenn vildu
frekar fara þangað en að ráðast aft-
ur í mannaðar ferðir til tunglsins.
Leiddar hafa verið líkur að því að
geimferðaáætlun Kínverja sem mið-
ar meðal annars að því að koma
mönnum út í geiminn og jafnvel til
Mars hrindi af stað nýju geimferða-
kapphlaupi þjóða heims.
„Kannski verður það Bandaríkja-
mönnum vakning ef Kínverjar gefa
það upp að þeir ætli að senda menn
til Mars. Mér sýnist nú að flest bendi
til að menn muni reyna að vinna að
mörgum þessum leiðöngrum, sér-
staklega mönnuðum, í sameiningu,“
segir Sævar Helgi.
Áður þurfa bandarísk lög þó að
breytast því þau banna nú NASA að
eiga samstarf við Kínverja af ótta
við þjófnað á tækni geimferðastofn-
unarinnar.
Kanna óþekktar slóðir á tunglinu
Geimferðaáætlun Kínverja gæti orðið öðrum vakning Samvinna á milli þjóða líklegust í mönn-
uðum leiðöngrum framtíðarinnar Tunglferðir lögðust af vegna kostnaðar og annarra áfangastaða
Máninn Menn hafa lengi haft áhuga
á tunglinu, næsta nágranna okkar.
Sævar Helgi
Bragason