Morgunblaðið - 20.12.2013, Page 31

Morgunblaðið - 20.12.2013, Page 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Peking. AFP. | Kínverskir verka- menn hafa verið sendir til Suður- skautslandsins til að reisa þar fjórðu rannsóknastöð Kínverja, að sögn kínverskra fjölmiðla. Þeir segja að kínversk stjórnvöld séu einnig að undirbúa framkvæmdir við fimmtu rannsóknastöðina. Verkamennirnir eiga að reisa aðalbyggingu fjórðu rann- sóknastöðvar Kínverja, sem nefnist Taishan, og gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki á næsta ári, að sögn kínverska dagblaðsins China Daily sem er gefið út á ensku. Kínverjar hyggjast nota stöðina á sumrin til að rannsaka „jarðfræði, jökla, jarðsegulmagn og loftslag“ svæðisins, að sögn blaðsins. Aðalbyggingin á að vera „eins og kínverskt ljósker“ í laginu. Kínverskir fjölmiðlar birtu myndir af ísbrjót á leið til Suður- skautslandsins með verkamennina. Hermt er að í skipinu séu alls 256 manns. Í því eru einnig sérfræð- ingar sem eiga að kanna nokkra staði sem koma til greina fyrir fimmtu rannsóknastöðina, að sögn China Daily. Um mánuði áður en ísbrjóturinn var sendur til Suðurskautslandsins voru Kínverjar og Rússar gagn- rýndir fyrir að hindra tillögur um tvö risastór hafverndarsvæði í grennd við Suðurskautslandið. Um- hverfisverndarsamtök gagnrýndu þjóðirnar fyrir að leggjast gegn til- lögunum og sögðu að á svæðunum væru um 16.000 tegundir, þeirra á meðal hvalir, selir og mörgæsir, sem þyrfti að vernda. Um 30 lönd með stöðvar Kínverjar voru tiltölulega seinir að hefja rannsóknir á Suðurskauts- landinu. Þeir sendu fyrsta rann- sóknahóp sinn á svæðið árið 1984 og komu fyrstu rannsóknastöð sinni þar á fót ári síðar. Um það bil þrjátíu ríki eru nú með varanlegar rannsóknastöðvar á Suðurskautslandinu, þeirra á meðal Bandaríkin, Rússland, Ástr- alía, Bretland, Frakkland og Arg- entína, auk Kína. Argentína, eitt af þeim löndum sem eru næst Suðurskautslandinu, er með þrettán rannsóknastöðvar í álfunni, fleiri en nokkurt annað land samkvæmt gögnum frá síðasta ári. Bandaríkin eru með sex stöðv- ar, Rússland tólf og Japan fimm. Fjölmennust þessara stöðva er McMurdo á Ross-eyju sem Banda- ríkjamenn reka. Segja má að stöðin sé lítið þorp því henni tilheyra um hundrað byggingar. Á sumrin eru þar um 1.000 manns en yfir vetrar- tímann fækkar þeim niður í um 250, að því er fram kemur á vís- indavefnum. Kínverjar á Suðurskautslandinu Heimild: Kínverskir ríkisfjölmiðlar Rannsóknastöðvar Kunlun Múrinn mikli Stöðinni komið á fót árið 1985 Fyrir 80 manns Zhongshan Komið á fót 1989 Fyrir 60 manns Komið á fót 2009 Hæð yfir sjávarmáli: 4.087 m Taishan Aðalbyggingunni verður lokið á næsta ári 1.000 km Suðurskautið ROSSHAF SUÐUR- ÍSHAF ROSS- ÍSHELLAN Færa út kvíarnar á Suðurskautslandinu  Kínverjar ætla að reisa þar tvær rannsóknastöðvar til viðbótar Tveggja daga fundur leiðtoga ríkja Evrópu- sambandsins hófst í Brussel í gær, nokkrum klukkustundum eftir að fjár- málaráðherrar ríkjanna náðu samkomulagi um bankabandalag sem felur í sér mik- ið valdaframsal frá aðildarríkjum til Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, gaf til kynna fyrir leiðtoga- fundinn að hún vonaðist eftir sam- komulagi um aukinn samruna, einkum í varnarmálum. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst vera hlynntur sam- starfi í varnarmálum en lagði áherslu á að ekki kæmi til greina að samþykkja samruna sem fæli í sér að Evrópusambandið fengi eigin her. EVRÓPUSAMBANDIÐ Samið um bankabandalag Angela Merkel Michael Adebolajo, 29 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, voru í gær fundnir sekir um að hafa myrt breskan her- mann í Woolwich í Lundúnum í maí síðastliðnum. Það tók kviðdómendur aðeins um klukkustund að komast að niðurstöðu en refsing verður líklega ekki ákveðin fyrr en í janúar. Mennirnir óku hermanninn, Lee Rigby, niður með bifreið og réðust síðan að honum með kjötexi og hníf- um. Þeir koma báðir úr kristnum níg- erískum fjölskyldum og fæddust í Bretlandi en höfðu tekið íslamstrú og álitu sig hermenn trúarinnar. Þeir báru því við að árásin hefði verið hefnd fyrir utanríkismálastefnu vest- urveldanna, sem hefði leitt til dauða múslíma. Saksóknarar í málinu sögðu að árásin hefði verið sérstaklega grimmileg en mennirnir komust ná- lægt því að afhöfða Rigby með aðför sinni. Fjölskylda hermannsins grét þegar dómurinn var kveðinn upp. Móðir hans sagðist ánægð með að réttlætinu hefði verið fullnægt en það myndi aldrei færa fjölskyldunni Lee aftur. Sekir um grimmilega árás  Hjuggu breskan hermann til bana í hefndarskyni EPA Sorg Fjölskylda Rigbys. Lögregluyfirvöld sögðu í gær að árásinni hefði verið ætlað að valda sundrung en hún hefði þvert á móti sameinað fólk. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Plankaparket í miklu úrvali Bæjarlind 16 201 Kópavogur sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SVEFNSÓFAR RE CA ST SU PR EM Ed elu xe BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 RÚMFATAGEYMSLA TILBOÐSVERÐ KR. 129.900 TILBOÐSVERÐ KR. 149.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.