Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 ✝ Ólafía SigríðurBirna Bjarna- dóttir fæddist 11. júní 1935 í Reykja- vík. Hún lést á Landspítalanum 8. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Stefánsdóttir, f. 23. desember 1904, d. 14. janúar 1998, og Bjarni Óskar Guð- jónsson, f. 25. febrúar 1908, d. 30. september 1989. Systur Ólaf- íu eru: Valdís Brynhildur, f. 1937, Sigrún Ósk, f. 1943, og Stefanía, f. 1948. Hinn 11. júní 1955 giftist Ólafía Sverri Gíslasyni múr- arameistara, f. 14. október 1931. Foreldrar hans voru Gísli Jó- hann Jónsson loftskeytamaður, f. 25. maí 1910, d. 8. apríl 1941, og Jóna Pálsdóttir, f. 24. júlí 1913, d. 27. október 1942. Börn Ólafíu og Sverris eru: 1) Jóna Elísabet, f. 16 mars 1955, maki Pálmar H. Guð- brandsson, börn þeirra eru: Sigmar Freyr, f. 1976, Sverrir f. 1981, Sig- urfinna, f. 1983, Al- dís Harpa f. 1987. 2) Bjarni Rúnar, f. 27. október 1956, börn hans eru: Örv- ar Ari, f. 1979, Sig- urbjörg, f. 1990, og Hulda Rún, f. 2002. 3) Elín Þóra, f. 24. maí 1959, maki Einar S. Bjarnason, börn þeirra eru: Birna María, f. 1981, Karen Inga, f. 1985, Bjarni, f. 1988, Einar Valur, f. 1991. 4) Sverrir Þór, f. 20. apríl 1964, maki Brynja Sverrisdóttir, f. 8. febrúar 1960, barn þeirra er: Al- exander Ágúst, f. 1991, fóst- ursonur Sverris Þórs er Daði Freyr, f. 1982. Útför Ólafíu fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, 20. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er lífshlaupi þínu lokið elsku mamma. Glæsileg sem ung kona, góð eiginkona og móðir. Trygg og trú þínum, hallmæltir engum né tal- aðir illa um nokkurn mann. Þú varst dugleg að hrósa tengdabörnunum og hvattir barnabörnin áfram, eldaðir bestu kartöflusúpuna og við öll elskuð- um ömmusnúðana þína. Listræn varstu og vandvirk, heklaðir, bjóst til mósaíkmyndir og stofn- aðir bókaforlagið Gýgjarstein með pabba. Þú hafðir unun af að hlusta á góðan óperusöng og þá sérstaklega Pavarotti og þekktir flestallar óperur utan að. Þegar fjölskyldan kom saman varst þú hrókur alls fagnaðar og hafðir gaman af að gantast og segja sögur. Nú ertu laus við þau veikindi sem settu mark sitt á líf þitt og tóku frá þér lífsgæðin síð- ustu árin. Takk fyrir allt mamma, minning þín lifir í hjörtum okkar. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Þín börn, Jóna Elísabet, Bjarni Rúnar, Elín Þóra og Sverrir Þór. Við andlát Ólafíu leita á hug- ann margar góðar minningar. Við Ólafía, eða Lóló eins og hún var jafnan nefnd, vorum systkina- börn. Hún var elzt fjögurra dætra móðurbróður míns, Bjarna Guð- jónssonar, og konu hans Sigrúnar Stefánsdóttur. Hún var sex mán- uðum eldri en ég og við skírn vor- um við bæði nefnd eftir föður- og móðursystur okkar Ólafíu, sem dó nýfermd úr heilabólgu árið 1920. Þegar þar að kom vorum við fermd saman. Það má segja að þær tvær eldri systurnar, Lóló og Vala, hafi komið mér í systkinastað í bernsku og æsku, svo mikill var samgangur milli fjölskyldnanna. Mínar fyrstu skýru minningar eru frá sumrinu 1940 þegar Bret- ar hernámu Ísland. Þá fengu for- eldrar okkar afnot af fjárhúsum að Efra-Hvoli í Mosfellssveit þar sem föðurbróðir minn bjó og þar var okkur börnunum búið skjól frá hernum. Í framhaldi af þessari dvöl fengu feður okkar lóðir í svo- nefndum Smálöndum við Grafar- holt í námunda við núverandi golfvöll og byggðu þar tvö lítil sumarhús þar sem við nutum samvista nokkur ár. Einnig ferð- uðust fjölskyldurnar mikið sam- an. Sumar eftir sumar var farið í veiðiferðir og dvalist í tjöldum við ár og vötn vítt um landið. En svo gerðust við fullorðin. Lóló var þó ung er hún festi ráð sitt og giftist Sverri Gíslasyni múrarameistara. Fyrstu árin bjuggu þau víða. Sverrir hafði alizt upp í Heydal í Mjóafirði og fest yndi við staðinn og Ísafjarðardjúp og valdi sér verkefni þar. Lóló þurfti að halda heimili m.a. á Ögri og Arngerð- areyri meðan Sverrir fór á milli staða og múraði. Einnig bjuggu þau um skeið í Gnúpverjahreppi þar sem Sverrir vann við bygg- ingu Félagsheimilisins Árness. Meiri festa komst á búsetumál- in þegar þau fluttu í Þykkvabæ og Sverrir gerðist umsvifamikill kartöflubóndi, fyrst í Rimakoti og síðar í Hábæ II, þar sem þau hafa búið til þessa dags. Lóló fékk mein í skjaldkirtil um þrítugsald- ur og þurfti að fara ein til Noregs í geislameðferð eftir aðgerð, sem fékk mjög á hana og olli því að eft- ir þetta þurfti að stýra efnaskipt- um líkamans með lyfjagjöf og hafði þetta allt áhrif á heilsu hennar í gegnum árin. En Lóló stóð sig vel þrátt fyrir allt. Hún eignaðist fjögur mannvænleg börn með Sverri og hefur notið nábýlis við dóttur sína, Jónu El- ísabetu, eftir að veikindin þyngd- ust. Við höfðum oft samband í síma. Hún var hin vænsta kona, fróð og vel lesin og hafði áhuga á ætt okkar og uppruna. Ég votta Sverri, börnum þeirra og afkomendum öllum samúð og óska henni velfarnaðar á þeirri braut, sem hún hefur nú lagt út á. Blessuð sé minning Ólafíu Bjarnadóttur. Ólafur G. Karlsson. Nú er komið að kveðjustund að sinni kæra Lóló. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin og allar góðu stundirnar okkar saman. Hafðu þökk fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem þú sýndir mér og mínum. Minning þín mun lifa með okkur. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Kveðja Brynja K. Sverrisdóttir. Fallin er frá elskuleg systir okkar, sú elsta af fjórum dætrum hjónanna Sigrúnar Stefánsdóttur og Bjarna Guðjónssonar. Við ólumst upp á árum hafta, atvinnuleysis og húsaskorts í Reykjavík svo oft var þröngt í búi fátæka verkamannsins. Við áttum samt dásamleg æskuár og vorum við systur mjög samrýndar. Lóló, eins og hún var kölluð, fór snemma að heiman, giftist 19 ára gömul Sverri Gíslasyni og eign- aðist fljótt sitt fyrsta barn. Þau hófu búskap á Mýrargötu 10 í Reykjavík í lítilli en sætri íbúð og þótti okkur yngri systrunum spennandi að heimsækja þau og aðallega að knúsa fyrsta barna- barnið í fjölskyldunni. Vegna atvinnu Sverris fluttu þau vestur í Ísafjarðardjúp, bjuggu um tíma á Arngerðareyri, þaðan fluttu þau að Ögri og voru þar í nokkur ár, leigðu þar hús sem kallað var læknishúsið. Ekki hefur verið auðvelt fyrir unga Reykjavíkurdömu að setjast þarna að svona afskekkt og hvorki rafmagn né vatn innan- dyra. Allt var þarna fremur frum- stætt, sækja þurfti vatn í lækinn og notast þurfti við báta til að fara á milli staða þar sem vegir voru fáir og slæmir í Djúpinu. Ekkert mátti út af bera svo ekki færi illa. Frá Ögri flytja þau til Reykjavík- ur og seinna setjast þau að í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu þar sem þau gerðust kartöflubændur og stunduðu svepparækt um tíma. Þar undu þau hag sínum vel. Lóló var glæsilega kona, há- vaxin og gjörvuleg. Hún var góð, hæg og prúð og hallmælti aldrei nokkrum manni. Síðustu árin átti hún við mikið heilsuleysi að stríða, sem háði henni mjög en hún hélt þó heimili eftir bestu getu fyrir þau hjón meðan kraftar leyfðu. Við viljum þakka okkar ást- kæru systur samfylgdina og vott- um Sverri mági, Jónu, Bjarna, Ellu, Sverri Þór og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Valdís, Sigrún og Stefanía. Ólafía Sigríður Birna Bjarnadóttir Það er sama af hvaða stærð samfélagið er, það ber bara eina drottningu og þann titil bar hún Jóna í Mýrahreppi. Sú sem hlýtur þann titil þarf að standa undir því, njóta virðingar, bera af í glæsi- leika og láta sér annt um sam- ferðamenn sína. Það gerði Jóna. Jóna í Alviðru var mikil vinkona okkar á Brekku. Það má segja að hún hafði verið nágranni okkar, Sandsheiðina bar á milli og féð frá Brekku og Alviðru gekk saman. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara að smala á Gerðhamradal og enda í smalaveislu í Alviðru. Hún var sveitahöfðingi sem gott var heim að sækja. Henni þótti, ef einhver „sveik“ hana um að koma inn í Alviðru eft- ir smölun eða ef einhver gerðist sekur um að fara á aðra bæi til að fá að borða. Gekk hún þá upp að þeim sama í fjárréttinni á eftir og spurði „fékkstu kjöt í sósu?“ og um leið skaut hún augnbrúnunum upp eins og henni var einni lagið. Jóna hafði sterkar skoðanir og Jóna Björk Kristjánsdóttir ✝ Jóna BjörkKristjánsdóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði 24. maí 1938 og andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 8. desember 2013. Útför hennar fór fram frá Núps- kirkju 14. desem- ber 2013. bar þær skemmti- lega fram, í stað þess að rakka niður menn og málefni læddi hún skoðunum sínum fram í þráðfínu háði sem engan sakaði. Í skoðanaskiptum með slíkri framsetn- ingu verður maður fljótt mát. Hún kenndi um nokkurra ára skeið við Héraðsskólann á Núpi, hann- yrðir og einnig vann hún í eldhús- inu. Hún var mikill listamaður í hannyrðum og góður kennari og þurfti maður að vera einstakur klaufi ef manni tókst ekki að skapa fallega flík eða hekla skammlausa mottu undir hand- leiðslu hennar. Hún hafði líka gott lag við ódæla nemendur og það var sama hvað sumir lögðu sig fram í óþekktinni; það var ekkert sem haggaði henni og endaði oft- ast með að nemandinn kláraði stykkið sitt með bros á vör. Með Jónu er genginn sam- ferðamaður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Ég sendi Helga og fjölskyldu mínar innilegar samúðarkveðjur. Halla Signý Kristjánsdóttir frá Brekku. Mig langar að minnast Jónu Bjarkar Kristjánsdóttur með nokkrum orðum. Hún var fædd í Alviðru í Mýrahreppi, ólst þar upp. Eftir að hún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Helga Árnasyni frá Húsavík, bjuggu þau hjónin svo til allan sinn búskap á þeirri jörð. Þau eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni. Ég kynntist Jónu eftir að ég, rúmlega fertug, fluttist að Mýr- um, og aldrei bar skugga á vináttu okkar þau þrjátíu ár sem leiðir okkar lágu saman. Mér er minn- isstætt hversu vel hún tók á móti mér alveg ókunnugri manneskju, þannig að mér fannst ég aldrei vera útundan í sveitinni. Fljótlega eftir að ég flutti vestur gekk ég í Kvenfélag Mýrahrepps. Þar var Jóna framarlega í flokki og vann ötullega að framgangi félagsins. Hún var lengi í stjórn þess, lengst af gjaldkeri. Óhætt er að segja að hún hafi verið tveggja manna maki í flestum störfum sem hún tók að sér í þágu félagsins. Væri um bakstur að ræða var hún ekki lengi að hrista fram úr erminni alls kyns kökur og kræs- ingar. Einnig lék alls konar handavinna í höndum hennar hvort sem um var að ræða fata- saum, útsaum eða prjónaskap. Svo lét hún sig ekki muna um að smíða og gera við húsgögn, yfir- dekkja stóla og sófa, vinna í leðri og mörgu öðru. Gestrisni þeirra hjóna var rómuð langt út fyrir landsteinana þann tíma sem þau ráku ferðaþjónustu í Alviðru. Fór margur fróðari þaðan en hann kom því Jóna var vel lesin og kunni að segja frá. Sonur minn, Ólafur, var alltaf velkominn í Al- viðru og átti þar margar skemmti- legar stundir með þeim hjónum og sonum þeirra. Þessara stunda minnist hann með þakklæti. Einn- ig þakkar eiginmaður minn, Valdi- mar H. Gíslason, vináttu Jónu allt frá því þau voru saman í barna- skóla. Jóna var glæsileg kona. Það sópaði að henni hvert sem hún fór. Fyrir nokkrum árum veiktist hún og missti heilsuna en alltaf hélt hún reisn sinni til hinstu stundar. Eiginmanni hennar og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jónu Bjarkar Kristjánsdóttur frá Al- viðru. Edda Arnholtz, Mýrum, Dýrafirði. ✝ Þökkum hlýhug og stuðning við fráfall eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ELÍNAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR. Starfsfólki og heimilisfólki á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík eru færðar alúðarþakkir fyrir umönnun og hlýhug í hennar garð. Gylfi Björnsson Jón Emil Gylfason, Sigríður Kristinsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför SIGFÚSAR BLÖNDAL SIGURÐSSONAR, Stafholtsey, Borgarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjartagjör- gæslu Landspítalans og starfsfólks Sjúkra- hússins á Akranesi fyrir frábæra umönnun. Sigríður Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir, Knút Petur í Gong, Jón Páll Sigurðsson, Pálfríður Sigurðardóttir, Stefán Hafþór Guðmundsson. ✝ Við færum innilegar þakkir öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa, EINARS SIGURÐSSONAR matreiðslumeistara, Svöluási 1a, Hafnarfirði. Hjartans þakkir til allra sem önnuðust hann í veikindum hans og þá sérstaklega til starfsfólks á krabbameins- deild Landspítalans. Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Fanney Ottósdóttir, Halldóra Einarsdóttir, Hólmar Egilsson, Einar Einarsson, Björg Össurardóttir, Helgi Einarsson, Helga Íris Ingólfsdóttir, Halldóra M. Sæmundsdóttir og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát ástkærra foreldra okkar, GUÐNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR OG SIGURGEIRS HALLDÓRSSONAR frá Öngulsstöðum, Eyjafjarðarsveit, Innilegar þakkir fær starfsfólk Furuhlíðar fyrir einstaka umönnun síðustu árin. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGER ÞÓRÐARSON, lést miðvikudaginn 11. desember. Högni Óskarsson, Ingunn Benediktsdóttir, Ásgeir Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.