Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Sykur
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
100%
NÁTTÚRUL
EG
T
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar?
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hvernig drukknar maður með börn-
um sínum? Að því spyr Sigrún Páls-
dóttir, höfundur bókarinnar Sigrún
og Friðgeir – ferðasaga. Í bókinni
segir hún frá hjónunum og lækn-
unum Friðgeiri Ólasyni og Sigrúnu
Briem sem héldu til Bandaríkjanna í
framhaldsnám og voru á heimleið
með Goðafossi haustið 1944, með
þrjú ung börn sín, þegar þýskur kaf-
bátur sökkti skipinu.
Sigrún Pálsdóttir er með doktors-
gráðu í hugmyndasögu frá Oxford, er
ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags,
og fyrsta bók hennar, Þóra biskups
og raunir íslenskrar embættis-
mannastéttar kom út fyrir þremur
árum og vakti verðskuldaða athygli.
Rétt eins og þessi nýja bók sem hlaut
Bóksalaverðlaunin sem besta ævi-
sagan. En hvað var það sem dró Sig-
rúnu að sögu nöfnu sinnar og Frið-
geirs, sem drukknuðu með börnum
sínum?
„Það var þessi örlagasaga fólksins
en jafnframt heimildirnar sem ég
erfði,“ segir hún og í ljós kemur að
Sigrún Briem var ömmusystir höf-
undarins, sem einnig var skírð í höf-
uðið á frænkunni sem lést 33 ára
gömul.
„Faðir Sigrúnar, Sigurður Briem
póstmeistari, átti mikið og glæsilegt
skatthol og þar geymdi hann dagbók
og bréf Sigrúnar og Friðgeirs frá
tíma þeirra í Bandaríkjunum. Þetta
skatthol barst svo með tímanum frá
Tjarnargötu 20, þar sem þau bjuggu,
til frænda míns ofar í götunni, og síð-
an í póstnúmer 108 þar sem við
bjuggum. Ég hef því lengi vitað af
þessum gögnum og að ég ætti eftir
að gera eitthvað með þetta efni.
Þetta er ekki stór bunki og ég taldi
lengi vel að þetta væri ekki nóg efni í
ævisögu, þriggja binda doðrant eins
og ég sá slíkar bækur fyrir mér á
unglingsárum. Ég sá þetta líka lengi
fyrir mér sem sögu hennar en þegar
ég fór að skoða bréfin og dagbæk-
urnar betur kom í ljós hvað Friðgeir
var áhugaverður maður. Þau voru
líka svo óaðskiljanleg og því varla
hægt að skrifa bara um annað
þeirra.“
Sigrún bætir við að þrátt fyrir ætt-
artengslin bindist hún viðfangsefn-
inu fyrst og fremst sem höfundur
verksins. „Maður verður að vera auð-
mjúkur og trúr þegar maður er að
vinna á þennan hátt úr persónu-
legum bréfum og dagbókum.“
Býr til myndir og stemningu
Í bókinni segir Sigrún frá uppvexti
og menntun ungu læknanna sem
höfðu ólíkan bakgrunn, hún alin upp
á borgaralegu heimili í Reykjavík en
hann á kotbýli í Skjaldabjarnarvík á
Ströndum. Þá fylgir lesandinn hinum
metnaðarfullu hjónum eftir þar sem
þau fara víða um Bandaríkin og Kan-
ada, með stækkandi barnahópinn, að
afla sér frekari menntunar og
reynslu.
Bakgrunnur Sigrúnar í sagnfræð-
inni birtist til dæmis í nákvæmri
notkun heimilda og fjölda skýringa
aftanmáls. Hún segir brosandi að
ekki skrifi samt allir upp á að þetta
geti kallast sagnfræði.
„Sú sagnfræði sem ég stunda
stendur í raun mikið nær bók-
menntum en hefðbundinni sagnfræði
sem leitast við að skilja og skýra. Ég
legg ekki beinlínis upp með neinar
fræðilegar spurningar – nema svona
í retórískum tilgangi – heldur leitast
ég við að búa til myndir, stemningu
og andrúmsloft. Og í mínum bókum
er fagurfræðilega hvorki pláss fyrir
formála né eftirmála því slíkt spillir
heimi sögunnar.“
Alls sem kemur á óvart …
„Framandleiki fortíðarinnar er
lykilatriðið, allt sem kemur mér á
óvart og er skrítið – og það geta verið
býsna smávægilegir þættir sem hafa
samkvæmt hefðbundnum skilningi
lítið sögulegt gildi. Þess vegna var til
dæmis ákveðin áskorun fyrir mig að
skrifa sögu sem gerist í síðari heims-
styrjöldinni miðri, sem kalla má móð-
ur allra stórsagna,“ segir hún og
brosir. „Ég þurfti að ramma frásögn
Sigrúnar og Friðgeirs inn með þess-
um kunnuglegu atburðum styrjald-
arinnar og það fannst mér erfitt. En í
stað þess að taka þessu stórsögulega
samhengi sem gefnu reyndi ég að
vinna með það og jafnvel afsanna til-
vist þess og áhrif á líf Sigrúnar og
Friðgeirs. Þannig vísar saga þeirra
beint inn í mjög fræðileg álitamál
eins og spurninguna um það hvernig
hinn þungi taktur stórsögunnar á
erfitt með að rúma öll þau blæðbrigði
og frávik sem persónusagan býr yfir.
Sagan af árásinni á Pearl Harbor
þegar Sigrún og Friðgeir eru stödd í
New York er mjög gott dæmi um
þetta. En ég læt þetta nú samt liggja
undir textanum til að halda períód-
unni, heimi sögunnar, hreinni.“
Þegar Sigrún er spurð um næstu
verkefni kemur svarið því ekkert á
óvart. Hún er að leggja drög að sinni
fyrstu skáldsögu sem hefur sterkan
sögulegan tón án þess þó að vera
söguleg skáldsaga en einnig að öðru
verki sem byggist á sagnfræðilegum
heimildum.
„Maður verður að vera
auðmjúkur og trúr “
Morgunblaðið/Einar Falur
Fagurfræði „Sú sagnfræði sem ég stunda stendur í raun mikið nær bókmennt-
um en hefðbundinni sagnfræði sem leitast við að skilja og skýra,“ segir Sigrún.
Sigrún Pálsdóttir skráði örlagasögu
Sigrúnar Biem og Friðgeirs Ólasonar
Í tveimur veglegum bindum nýs
stórvirkis, Kaupmannahöfn sem
höfuðborg Íslands, rekja sagnfræð-
ingarnir Guðjón Friðriksson og Jón
Þ. Þór söguna. Hið íslenska bók-
menntafélag gefur verkið út.
Í fyrra bindinu er sagan sögð frá
upphafi til ársins 1814 en þá urðu
tímamót í sögu Danaveldis og sam-
bands landanna. Síðara bindið nær
yfir tímabilið 1814 til 1918 og
fjallar m.a. um sjálfstæðisbarátt-
una, viðskipti og menningu.
Morgunblaðið/Golli
Stórvirki Margrét Danadrottning og
Ólafur Ragnar Grímsson veittu fyrstu ein-
tökum bókarinnar viðtöku á dögunum.
Höfuðborgin
Kaupmannahöfn
Ljóðheimur Matthíasar er heiti
nýrrar hljóðbókar með ljóðum eftir
Matthías Johannessen, skáld og
fyrrverandi ritstjóra, frá tímabilinu
1958 til 1999. Höfundur les sjálfur á
þessum upptökum sem voru gerðar
hjá Ríkisútvarpinu.
Fyrsta ljóðabók Matthíasar,
Borgin hló, kom út árið 1959 og
vakti mikla athygli. Ljóðabókum
hans hefur fjölgað og eru þær orðn-
ar yfir 20 talsins. Útgefandi Ljóða-
heims Matthíasar er Hlusta.is.
Úrval Í hljóðbókinni er lestur Matthíasar
á ljóðum frá tímabilinu 1958 til 1999.
Hljóðbók með
ljóðum Matthíasar
Forsvarsmenn Kópavogsbæjar og
Listaháskóla Íslands hafa handsalað
samkomulag um að uppskeruhátíð
skólans á vorin, í tónlist, myndlist og
hönnun, verði á menningartorfu
Kópavogsbæjar.
Útskriftartónleikar tónlistardeild-
ar Listaháskóla Íslands fara fram í
Salnum í apríl og maí, samkvæmt
samkomulagi Salarins, LHÍ og lista-
og menningarráðs bæjarins. Samn-
ingurinn nær til þriggja ára. Fyrr í
vetur var ákveðið að útskriftarsýn-
ingar meistaranema í myndlist og
hönnun yrðu haldnar í Gerðarsafni.
Útskriftartónleikarnir eru fjár-
magnaðir með framlagi úr lista- og
menningarsjóði Kópavogsbæjar en
tilgangur hans er að efla menningar-
lífið í bænum. Aðgangur að tónleik-
um LHÍ verður ókeypis og allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Með samningnum fær tónlistar-
deild skólans einnig aðgang að Tón-
listarsafni Íslands fyrir útskriftar-
nema skólans og verkefni þeirra.
Samið Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, og Karen E. Halldórsdóttir
handsala samkomulagið. Með þeim eru Kjartan Ólafsson, prófessor við LHÍ,
og Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins.
Uppskeruhátíð LHÍ
verður í Kópavogi