Morgunblaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013
„Skagfirðingar eru vissulega
skemmtilegir, eins og gildir um
flesta landsmenn held ég, en þeir
eru miklir sagnamenn og hafa gam-
an af því að segja gamansögur og
frásagnir af fólki í sinni sveit,“ seg-
ir Björn Jóhann Björnsson, höf-
undur Skagfirskra skemmtisagna,
þriðja bindis. Það ber undirtitilinn
Enn meira fjör. Björn Jóhann bætir
við að í Skagafirði hafi sagnahefð-
inni verið haldið vel við gegnum ár-
in, ekki síst fyrir tilstuðlan Sögu-
félags Skagfirðinga, sem sé
gríðarlega öflugt.
„Ég leita víða fanga, bæði í rit-
uðum heimildum en ekki síður
munnlegum með því að hitta fólk
og fá þannig sögur. Ég hef fengið
margar ábendingar og á enn eftir
að ná tali af fleiri sagnamönnum,“
segir hann.
Þegar spurt er hvort von sé á
fleiri bindum segist Björn Jóhann
eiga meira efni. „Og ég er alltaf að
fá fleiri og fleiri ábendingar um
sögur og góða heimildarmenn.
Þannig að mjög líklega á fjórða
bindið eftir að líta dagsins ljós, ef
Bókaútgáfan Hólar hefur áfram
áhuga, hvort sem það verður á
næsta ári eða því þarnæsta.
Ég er bara mjög þakklátur fyrir
góðar móttökur og hvet fólk til að
halda áfram að verra duglegt að
benda mér á snjallar sögur.“
Að lokum ein saga úr bókinni:
Á einum bæ í Skagafirði fékk
Ýtu-Keli að snæða svið. Var hann
svangur mjög og hámaði í sig fjóra
kjamma. Spurði húsfreyjan þá
hvort hann vildi ekki fá sér meira.
„Nei takk, ómögulega,“ sagði
Keli, „ég er ekkert mikið gefinn
fyrir svið.“
Skagfirðingar eru
vissulega skemmtilegir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gamansögur Björn Jóhann Björns-
son hefur nú skrifað þrjár bækur
með skagfirskum skemmtisögum.
„Elskaðu-mig-eða-farðu!“
Over light earth
bbmnn
Verkin Over light earth (1-2), Emergence (1-3)
og Solitudes (1-5) eftir Daníel Bjarnason. [Flytj-
enda ógetið.] Bedroom Community, 2013.
48:08 mín.
Hógværð þykir vissulega meðal höfuð-
dyggða. En ef svo ber að túlka sláandi skort
þessa bæklingslausa disks, er út kom á nýliðnu
hausti að manni skilst, af lágmarksupplýs-
ingum um flytjendur og stjórnanda, þá er hér
fulllangt gengið. Hafi
menn einhverja vitn-
eskju um feril Daníels
Bjarnasonar má að
vísu leiða af líkum að
hann stjórni sjálfur
sinfóníusveitinni sem í
verkunum þremur
heyrist.
En hver er hún? Og
hver stendur t.d. fyrir
hinum víða áberandi píanóleik? Um það fæst
ekki bofs – né heldur ef smellt er á netsíðu út-
gefandans, Bedroom Community, jafnvel þótt
heimasíða höfundar nefni „the newly formed
Reykjavik Sinfonia“ (s.s. ekki SÍ) og Víking
Ólafsson. Væntanlegum kaupanda er m.ö.o.
ætlað að iðka sjálfstæða menningarrannsókn-
arblaðamennsku af einskærri forvitni.
Hverju sætir? Að tónlistin tali alfarið fyrir
sig sjálfa? Það hefur oft verið haft á orði um
jafnt gamla sem nýja, og má svosum til sanns
vegar færa. En hætt er við að þess konar
„elskaðu-mig-eða-farðu!“-afstaða, í jafnfálátri
framsetningu og hér getur, örvi varla út-
breiðslu framsækinnar listtónlistar í gegnd-
arlausu afþreyingarflóði nútímans. Mætti því
alveg eins halda að afurðirnar séu aðallega
boðnar þeim sem eru fyrirfram innvígðir og
innmúraðir í téðum afkima fárra útvalinna.
Hitt er svo annað mál að ekki virtist manni
nærri jafnmikið eins óhlustvænt og ætla mætti
við fyrstu kynni. Fyrir þá sem enn kunna að
meta slíkt var t.a.m. þónokkuð um dúr/moll-
hljóma, púlsrytma og skynjanlega lagrænu
innan um löngu kunna áferðarúrvinnslu – í
nærri durtslegum blóra við lengst af ríkjandi
útlegð hins fyrrtalda úr véböndum akadem-
ískrar nýhugsunar. Nái hlustandinn á annað
borð að rífa sig upp úr vanabundnu jötungripi
klassískra hlustunarstellinga ætti því sumt að
koma honum á óvart.
Stórmerk stílbreidd túlkandans
Edda Erlendsdóttir piano
bbbbn
Edda Erlendsdóttir leikur píanóverk eftir Schu-
bert: 3 Klavierstücke D946; Liszt: En rêve,
Toccata, Nuages gris & Bagatelle sans tonalité;
Schönberg: 3 Klavierstücke Op. 11 og Berg:
Sonata Op. 1. ERMA, 2013. 66:22 mín.
Snemmrómantík og frummódernismi á
sama diski? Já, hví ekki? Þó að verkefni hans
spanni nærri öld, þá
voru jafnvel frum-
kvöðlar Seinni Vín-
arskólans – þ.e. Arnold
Schönberg og nemandi
hans Alban Berg, að
Webern slepptum –
væntanlega það ríg-
saddir af rómantískum
arfi í uppvexti að um-
bylting varð þeim mun öflugri hvöt en seinni
tónskáldum, er tóku slíku sem sjálfsögðum
hlut. Íhugulum hlustanda er því á sinn hátt
skilningsaukandi að fá hugboð um hvaða tón-
leifð kom Schönberg og Berg (ásamt furðu-
framsýnum elliverkum Liszts einni kynslóð
fyrir vatnaskilin miklu laust fyrir 1914) til að
nálgast róttæka nýsköpun – með nánast allt og
alla á móti sér.
En vitaskuld er sú bakhyggja engin for-
senda. Njóta má disksins beint eins og hann
kemur fyrir. Þá er stórmerk stílbreidd túlk-
andans kapítuli út af fyrir sig, enda vandséð í
fljótu bragði að margir aðrir íslenskir pían-
istar ráði jafn sannfærandi við jafnólíkar tón-
smíðar í einni bendu. Verkavalið er nánast hið
sama og á tónleikum Eddu í Salnum 8. sept-
ember sl. er uppskáru fyrirsögnina „Þegar
torf verður að tónlist“ – nánar tiltekið fingur-
brjótarnir þrír eftir Schönberg. Og flutning-
urinn er engu síðri hér en þá.
Fallega hljómandi jólagjöf
Portrait
bbbbn
Flytjendur: Emilía Rós Sigfúsdóttir á flautu og
Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó. Verk eftir
Schubert, Sancan, Fauré, Atla Heimi Sveinsson,
Younis og Jolivet. Útgefandi. Emilía Rós Sigfús-
dóttir, 2013. 64:57 mín.
Flautan er frá fornu fari ímynd ljóðrænnar
hjarðsælu, þótt fráleitt hafi það útilokað hana
frá tilraunaviðleitni tónsmiða 20. aldar. Sú
þrautaleit er samt víðsfjarri hér, þar eð im-
pressjónískt lituð verk Ravels og Jolivets,
ásamt yngsta stykkinu, Rising from the ashes
(1975) eftir hinn jórd-
anska Tarek Younis, eru
einna framsæknust á
boðstólum. M.ö.o. ræður
hið lagræna að mestu
ríkjum, og fer ekki sízt
vel á því ef gleðja á tón-
elska vini með fallega
hljómandi jólagjöf.
Að því leyti er fjölskrúðugu verkavali disk-
ins vel í sarp komið, enda verkin upp til hópa
hlustvæn og heillandi þótt séu misjafnlega
kunn. Meðal hinna minna þekktu er Sónatína
Sancans þar sem hægi þátturinn blómstrar af
blæðandi melódík, líkt og í Concours Ravels
(að ekki sé talað um Sikileysku hans), og verk-
ið austan úr Miðjarðarhafsbotnum kemur og
skemmtilega út. Samt fær tápmikið fjör líka að
slá neistum, t.a.m. í lokaverkinu eftir Jolivet,
Chant de Linos, og ætti því fáum að leiðast.
Emilía Rós er m.a. kunn fyrir framkomu
sína með kammerhópnum Elektru. Flautu-
tónn hennar er afar kliðfríður án yfirdrifins
víbratós (fyrir þá með ofnæmi fyrir Galway!),
eitilsnarpur þegar það á við, og að auki merki-
lega hreinn – einkum ef hugsað er til þess hvað
flautublástur virðist furðuoft lafa í tónstöðu á
hæsta sviði.
Píanósamleikur Ástríðar Öldu er sömuleiðis
vakur og fylginn við hæfi og því fátt út á heild-
ina að setja.
Heillandi hlustupplifun
Flúr
bbbmn
Flytjendur: Funi (Bára Grímsdóttir og Chris
Foster). 15 þjóðlög og sönglög eftir Báru Gríms-
dóttur í útsetningum hennar og Chris Foster.
Green Man Productions, 2013. 57:54 mín.
Diskur þessi minnir enn og aftur á hvílíkt
texta-Gósen íslenzkir tónlistarmenn búa við.
Allt frá landnámi liggja söngvænar bók-
menntir í hrönnum, flestar m.a.s. enn ótón-
settar. Og þó að þjóðlagahreyfingin hafi hér
varla enst nema tvo áratugi eftir upphaf Sav-
annatríósins um 1963, þá lifir hún góðu lífi er-
lendis – og hefur sumpart
víkkað með tilkomu svo-
nefndrar heimstónlistar.
Hér er á ferðinni dúó –
ekki dúett líkt og nýgildir
tónlistarmenn kalla, enda
þótt alþjóðaorðið merki
aðeins „lag fyrir tvo
söngvara“. Svo því sé nú
komið á hreint! Dúóið Funi er skipað hjón-
unum Báru Grímsdóttur og Chris Foster og
hóf göngu sína 2001. Chris er frá Somerset,
löngu kunnur þjóðlagatrúbadúr í föðurlandi
sínu, og nýtur tvíeykið góðs af fimri gít-
arplokktækni hans sem og söngs, þó að Bára
sé óviðjafnanleg með tærri sópranrödd sinni
er einu sinni var líkt við Varðlokuseið Guðríðar
Þorbjarnardóttur í lýsingu Eiríks sögu rauða.
Einnig koma til kasta finnskur plokksítri
Báru (kantele) og langspil og slagsítri (dulci-
mer) bóndans – ásamt Lárusi Halldóri Gríms-
syni á klarínett í þremur lögum, Birgi Braga-
syni á kontrabassa í öðrum þremur, söng
Hafsteins Þórólfssonar í tveimur og söng og
saxófóni Andra Eyvindssonar í einu. Útsetn-
ingarnar eru einfaldar og gegnsæjar og
kvæðamannalögin smekklega „lissuð“ hjá
Báru, þó að maður sakni svolítið mótraddar í
einrödduðu tvísöngslögunum.
Heildarsvipurinn er kyrrlátur og tær, jafn-
vel dreymandi, og hefði því kannski mátt hafa
eitt til tvö dúndur-hrynlög með til mótvægis.
Eftir stendur samt heillandi hlustupplifun;
sérkennilega tímalaus endurómur af niði alda.
Fornt, nýtt – og þar í millum
Yfirlit yfir nýjar íslenskar klassískar plötur
Ríkarður Ö. Pálsson vindsvelgur@gmail.com
Fingurbrjótar Edda Erlendsdóttir leikur
verk eftir m.a. Liszt, Schönberg og Berg.
Eitilsnörp Tónn Emilíu Rósar Sigfúsdóttur er
að mati rýnis „afar kliðfríður.“
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA