Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014
Ragnheiður Gunnarsdóttir segir
frá syni sínum Kjartani, 17 ára
einstökum dreng, í viðtali í
blaðinu í dag. Hún lýsir baráttu
við kerfi sem tekur ekki nægilega
vel á málum þegar þarfir ein-
staklinga eru flóknar líkt og í til-
viki sonar hennar.
Saga Kjartans er einstök og
þarfir hans eru einstakar og eins
og móðir hans bendir á þá þarf
þjónustan sem hann fær að miðast
við það.
Ein af ábendingunum sem
Ragnheiður kemur með er sér-
lega athygliverð. Hún nefnir und-
arlega orðnotkun sem við höfum
tamið okkur í samhengi við ein-
staklinga sem passa ekki að öllu
leyti við forskrift samfélagsins að
því hvað er að vera venjulegur.
Þegar kemur að umræðu um það
við fagaðila hvers konar heimili
sonur hennar geti átt möguleika á
að búa sér í framtíðinni er jafnan
notað kerfismál og talað um „bú-
setuúrræði“ í stað þess að kalla
þetta einfaldlega heimili. Þetta er
góð ábending. Af hverju þarf
„venjulegt fólk“ heimili en þeir
sem hafa aðrar þarfir og eru ef til
vill með ýmsar greiningar eða
sjúkdóma eiga að þurfa svokölluð
„úrræði“? Öllu má nú nafn gefa.
Bryndís Björgvinsdóttir er
þjóðfræðingur sem fer óhefð-
bundnar leiðir í að sinna þörf sinni
til að skilja samfélagið. Hún safn-
ar bröndurum og flökkusögum
sem hún segir oftar en ekki end-
urspegla ótta samfélags við hið
óþekkta. Fordóma og kvenfyrir-
litningu segir hún oft leiðarstef í
bröndurum. Hún er í viðtali í
blaðinu og segir frá rannsóknum
sínum.
Helgin er framundan og þorr-
inn eflaust blótaður víða um land-
ið. Þorramaturinn er ekki allra en
vonandi fá allir gott í gogginn,
hvort sem það er súrsað, saltað,
reykt eða bara hrátt. Góða helgi.
RABBIÐ
Of einstakur fyrir kerfið
Eyrún Magnúsdóttir
Hjólreiðamanninum sem átti leið um Ánanaust í vesturborginni í vikunni leið eflaust eins og fylgst væri með honum. Stóreyga frökenin á veggnum virðist þó ekki
kippa sér mikið upp við ferðir hans, hún er niðursokkin í eigin hugsanir og horfir dreymin fram á veginn. Fleiri og fleiri kjósa að nota reiðhjól til að komast á milli
staða í borginni. Klakinn gerir hjólreiðafólki víða erfitt fyrir en með réttum útbúnaði hjólfákanna er hægt að komast yfir flestar hindranir. Eftir því sem hjólastígum
fjölgar og samgönguforkólfar ríkis og sveitarfélaga taka í auknum mæli mið af fjölbreyttum farartækjum verður sífellt einfaldara að komast leiðar sinnar hjólandi.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HJÓLAÐ UNDIR EFTIRLITI
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Stjörnuleikshátíð KKÍ 2014.
Hvar? Ásvöllum Hafnarfirði.
Hvenær? Laugardag kl. 13-17.
Nánar: Stjörnuleikur KKÍ. Frítt inn.
Körfuboltafjör
Hvað? Undirstaða –
Katrín Sigurðardóttir.
Hvar? Hafnarhúsi.
Hvenær? Laugardag
kl. 16.
Nánar: Verkið var
framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins á
síðasta ári.
Tvíæringurinn
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Fjölskyldutónleikar með Ellen.
Hvar? Café Rósenberg.
Hvenær? Laugardag kl. 21.
Nánar: Ellen Kristjáns og Eyþór Gunn-
ars spila og syngja með dætrum sínum
og góðum gestum.
Saman á sviði
Hvað? Listasýning
Guðmundar Ár-
manns.
Hvar? Populus tre-
mula, Kaupvangs-
stræti 12, Akureyri.
Hvenær? Laugardag
og sunnudag kl. 14-17.
Nánar: Guðmundur Ármann sýnir
olíumálverk, vatnslitamyndir og þrívíð
verk aðeins þessa einu helgi.
Málaður Eyjafjörður
Hvað? Þetta vilja börnin sjá.
Hvar? Gerðubergi.
Hvenær? Sunnudag kl. 14.
Nánar: Sýndar verða myndskreytingar
í íslenskum barnabókum sem gefnar
voru út á árinu 2013. Aðgangur ókeypis.
Myndskreytt fyrir börn
Hvað? Opnun Psychotronics eftir
Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur.
Hvar? Nýlistasafninu.
Hvenær? Laugardag kl. 17.
Nánar: Sýningin er framhald ferlis í list-
sköpun Bryndísar, þar sem hún fæst við
mörk efnis og túlkun rýmis.
Landamæri hins efnislega
* Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson.