Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 4
Þjóðlegt og gott – að sumra mati Það er árviss viðburður aðeinhverjir sleikja út um ábóndadaginn og jafnvel margar vikur þar á undan, en aðrir kúgast. Mega ekki til þess hugsa að setja hinn „gamla, góða“ mat inn fyrir varir sínar. Hvað sem öðru líður gengur þorrinn í garð, sums staðar er blásið í lúðra en aðrir læðast með veggjum, jafnvel með klemmu á nefinu... Á öldum áður var matur súrs- aður og reyktur af nauðyn, ekki endilega illri en altjent nauðsyn, til þess að hann skemmdist ekki. Þá hljóp enginn að frystikistu til að ná sér í kræsingar enda ekki búið að finna upp það þarfaþing. Sum börn vilja hákarl Þorrablót eru nú haldin víða um borg og bæ, og jafnvel yngstu kynslóðinnni eru haldin slík sam- kvæmi, þótt með heldur öðrum brag sé en annars. „Flestir leikskólar halda orðið þorrablót þó einhver munur sé á milli skóla. Við höfum gert þetta í ein 10-15 ár,“ sagði Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri á Garðaborg við Bústaðaveg í Reykjavík við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Þar var líf og fjör í gær, á bóndadaginn, þegar meðfylgjandi myndir voru teknar. „Við erum með hangikjöt, svo allir geti borðað eitthvað, en líka súrt slátur, sviðasultu, harðfisk, flatkökur og meira að segja há- karl.“ Kristín játar að börnunum þyki hákarlinn misjafnlega spenn- andi. Ekki fáist öll til að smakka hann, sum taki hann með hraði út úr sér aftur, en einhverjir borði hákarlinn með bestu lyst. „Áður en þorrablótið fer fram eru krakkarnir fræddir um þorr- ann, hvað gömlu mánuðirnir heita og svo er auðvitað talað um mat- inn. Við segjum þeim af hverju hann hafi verið geymdur öðru vísi en þau eru vön núna. Svo höfum við þann sið að eldri krakkarnir, sem eru 4-6 ára, koma allir með eitthvað gamalt heiman að frá sér og segja frá því.“ Óhætt er að segja að þorrablót séu í tísku og hafi verið um nokkurt skeið. Þau þóttu reyndar ekki sérlega spennandi á mölinni lengi vel, átthagafélög fólks utan af landi tóku upp á því að bjóða upp á slíkar samkomur á fyrri hluta aldarinnar sem leið en það var ekki fyrr en 1958 sem orðið þorramatur var fyrst notað að því er best er vitað, þegar Hall- dór S. Gröndal, þá veitingamaður í Naustinu, auglýsti í þá veru. Í frétt Morg- unblaðsins frá þess- um tíma segir að með þorramat sé átt við „íslenskan mat, Ekkert kynslóðabil. Jóna Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, leikskólakennari á Garðaborg og Sara Sæmundsdóttir, fimm ára. Morgunblaðið/Þórður ÞORRABLÓT ERU VÍÐA SKEMMTILEGUSTU SAMKOMUR ÁRSINS. YNGSTA KYNSLÓÐIN VIRÐIST KOMIN Á BRAGÐIÐ verkaðan að fornum hætti, reyktan, súrsaðan og morkinn“. Súrir pungar, sviðakjammar, slátur, og hvað þetta nú allt heitir, ruddi sér svo smám sam- an til rúms og nú eru þorrablót hinna ýmsu félagasamtaka með fjölmennustu veislum á höf- uðborgarsvæðinu og ekki síður út um land. Sá sem þetta ritar man sum- ur í sveit þar sem saltkjöt og annað góðgæti var sótt í tunnu sem grafin var í túninu, enda rafmagn ekki komið í sveitina. Er þó ekki nema tæp hálf öld síðan og finnst sumum ótrúlegt. Sami getur haldið því fram með vissu og af reynslu að óvíða er fjörið og gleðin meiri en á „al- vöru“ sveitaþorrablóti, þar sem boðið er upp á heimatilbúin skemmtiatriði og gert hæfilegt grín að náunganum, stiginn dans og svo sungið með hárri raust inn í nóttina. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014 Mjög er haldið í hefðir þegar þorramaturinn er annars vegar, og ekki hefur verið mikið um nýjungar á seinni árum. SS bauð þó upp á rús- ínublóðmör í fyrsta skipti að þessu sinni. „Við vitum sem er að góðir hlutir gerast hægt og höfum tekið um 107 ár í að koma rúsínu- blóðmörnum á markað!“ segir Oddur Árnason, verksmiðjustjóri SS á Hvolsvelli, en sumir landsmenn ólust reyndar upp við að rúsínur væru settar í slátur. Svalasta nýjungin í ár, og þótt litið sé einhver ár aftur í tímann, er hins vegar sennilega súrsaðir lambatitt- lingar frá Norðlenska. Tilurð þeirra má rekja til þess að Icelandic Byproducts, dótturfyrirtæki Norðlenska á Húsavík, hefur á síðustu árum unnið alls kyns auka- afurðir og selt úr landi; garnir, vambir, bein, lambir og tittlinga, sem allt er notað til manneldis, aðallega í Afríku og Kína. Þess vegna kviknaði hugmyndin að því að bjóða upp á tittlingana súrsaða á þorr- anum. Engum sögum fer af viðtökum! SÚRSAÐIR LAMBATITTLINGAR! * Við lifum á hákarli, hrútspungum, magálum, léttmjólk, við stjórnvölinn höfum við staðið og stöndum þar enn. Íslenskir karlmenn, eftir Valgeir Guðjónsson og Egil Ólafsson. Stuðmenn fluttu.ÞjóðmálSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Bjartur Einarsson var ekki sérlega hrifinn af hákarli en þótti rauðkál gómsætt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.