Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingÞátturinn Biggest Loser er umdeilt sjónvarpsefni enda missa þátttakendur kílóin hratt »22 Unglingsstrákar er sá hópur sem flestir tengja við parkour. Því fer þó fjarri að ástundun parkour henti frekar strákum en stelpum. Parkour er til að mynda í mikilli sókn meðal kvenna á stöðum eins og í Ír- an. Eins og bent var á í grein sem birtist á vef Guardian nýverið hafa konur hópað sig saman í höfuðborginni Tehran og víðar til parkour sem lífsstíl og vilja deila sögum um sína upplifun og reynslu af parkour. Kvennahópa sem stunda parkour má líka finna á Facebook, til dæmis PKG Women, sem hægt er að fletta upp á samfélagsmiðl- inum. Þar deila konur æfingaáætlunum sín- um og ræða saman um parkour og auglýsa nokkurs konar alþjóðlegar æfingabúðir. stúlkur búa í á þessum slóðum. Eða eins og annar viðmælandi lýsir því: „Það færir okkur hugrekki og hjálpar til við að fá út- rás fyrir uppsafnaða orku. Það er ótrúleg tilfinning að líða eins og ekkert geti stopp- að þig.“ Á vefsíðunni www.girlparkour.com má finna samfélag stelpna/kvenna sem stunda að stunda þessa hreyfilist til jafns við strákana. Á youtube má finna myndbönd þar sem íranskar stúlkur sýna listir sínar í almenningsgörðum. Ein stúlknanna sem Guardian ræddi við segist sækja í að stökkva um og komast yfir hindranir í borgarumhverfinu gegnum parkour til að upplifa frelsi í annars heftri veröld sem PARKOUR-STELPUR Í SÓKN Íranskar stelpur nota parkour til að yfirstíga hindranir P arkour er tiltölulega nýtilkomið fyrirbæri hjá íþróttafélögum hérlendis. Greinin er í raun ekki sérstaklega skilgreind sem íþrótt og ekki er keppt í parkour. Parkour má helst kalla hreyfilist sem gengur út á að iðkandi komist frá A til B á sem skilvirkastan hátt. Skrokkurinn er sveigður til í hoppum, rúlli, kollhnísum, sveigjum og heljarstökkum til að komast yfir hindranir sem kunna að verða á veg- inum. Margir sjá fyrir sér háskaleg stökk milli hús- þaka en upphafsmaður parkour, Frakki að nafni David Belle, lagði hins vegar mikla áherslu á öryggi í öllum hreyfingum. Parkour gengi ekki út á að taka áhættu heldur að byggja upp líkamlega færni og nýta hana til að komast yfir hindranir og lagast að umhverfi sínu. Segja má að parkour iðkendur leitist við að bregða sér í líki kattarins. Þótt upphaf parkour megi rekja til herþjálfunar þá eru fáar reglur í parkour. Það fyrsta sem iðkendur læra er þó jafnan að fara í kollhnís og lenda mjúklega. Hjá fimleikafélögunum Fylki, Gerplu, Ármanni og Björk eru sam- tals um 420 börn, unglingar og full- orðnir að æfa parkour, þar af rúm- lega 250 hjá Fylki. Kristján Ársælsson er yfirþjálfari parkour hjá Fylki. Hann segir marga foreldra hafa lýst ánægju með æfingar barna sinna í parkour. „Þessu má lýsa sem einhvers kon- ar blanda af fimleikum og ballett. Það er ekki keppt í þessu og þarna færðu að finna þinn farveg og þinn stíl. Parkour bætir hreyfigetu al- mennt og gerir krakkana færari í að kljást við ýmiss konar erfiðleika.“ Kristján segist þekkja mörg dæmi um krakka sem ekki hafi fundið sig í neinum hefðbundnum íþróttagreinum sem hafi blómstrað í parkour. Þar finni þau fyrir meira frelsi og miðað sé við getu hvers og eins. Öll fimleikafélögin kannast við mikla aðsókn að tím- um í parkour, en vegna takmarkaðs tímafjölda í hús- unum hefur þurft að setja mörk á það hve margir geta æft. Má ekki hvetja til áhættuatriða Kristján leggur mikla áherslu á að kenna parkour- nemendum að ná tökum og valdi á hreyfingum og stökkum á eigin forsendum en reyna að horfa ekki á það sem hinir eru að gera. Hann segir lendingarnar höfuðatriði í parkour. „Það er enginn betri en annar í parkour. Ég legg mikla áherslu á það að hver og einn þekki sín mörk og geri sín stökk eftir bestu getu. Ef einhver ætlar að taka „alvöru“ stökk þá er regl- an sú að aðrir mega aldrei hvetja til þess.“ Þess í stað eigi parkour- félagarnir að skoða hvað á að fara að gera og spyrja hvort iðkandi treysti sér í þetta. Spyrja spurninga en ekki fara í að tala hver annan upp í eitthvað sem kannski er óþarfa áhætta. Á parkour-æfingum er hitað vel upp, farið í fimleikaþrek og teygjur og svo er frjáls tími þar sem hægt er að nota ímyndunaraflið í að yfirstíga hindranir í stökkum og klifri. Sumir klifra alveg upp í rjáfur segir Kristján en hann leggur áherslu á það við alla að finna sín eigin mörk og hvetur alla iðkendur jafnt. Miðað við vinsældir parkour og fleiri greina sem flokkast mættu sem nokkurs konar jaðaríþróttir telur Kristján að nú þurfi að skoða af alvöru hvort kominn sé grundvöllur fyrir alvöru aðstöðu fyrir slíkar greinar hér á landi. „Ég sé fyrir mér einhvers konar jað- arsporthús þar sem yrði bæði hægt að æfa hjólabretti, parkour og fleira innandyra.“ Kristján Ársælsson ásamt Svavari Erni 10 ára, Ara Tómasi 8 ára og Halldóri Viðari 8 ára. PARKOUR ER HREYFILIST FREKAR EN ÍÞRÓTT Enginn er betri en annar í parkour MIKILL ÁHUGI ER Á PARKOUR HÉR Á LANDI. STELPUR HAFA SÍÐUR SÓTT Í PARKOUR EN VÍÐA ERLENDIS HAFA SPROTTIÐ UPP STÚLKNAHÓPAR SEM STUNDA PARKOUR AF MIKL- UM MÓÐ OG LÍTA Á ÞAÐ SEM LÍFSSTÍL OG YFIRLÝSINGU UM FRELSI. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Hver og einn gerir sín stökk í samræmi við getu og allir eru hvattir jafnt. Morgunblaðið/Ómar Einn af lykilþáttum í útbreiðslu parkour má segja að séu myndbönd sem dreift er á netinu. Margir hafa séð myndbönd af hálfgerðum áhættuatriðum þar sem stokkið er milli húsþaka og mikil áhætta tekin í hverju stökki. Margir for- eldrar veigra sér eflaust við því að kynna börn sín fyrir þessu fyrirbæri af ótta við meiðsli. Grunnhugmyndin á bak við parkour hefur þó ekkert með áhættusækni að gera og þeir sem stunda parkour af alvöru leggja höfuðáherslu á öryggi. NETIÐ BREIÐIR ÚT PARKOUR Ekki áhættuíþrótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.