Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Síða 22
Þ
átturinn er einn vinsælasti sjónvarps-
þáttur allra tíma og er framleiddur
víðs vegar um heim. Alls hafa verið
framleiddar fimmtán seríur af þætt-
inum í bandarísku sjónvarpi en þar hóf hann
göngu sína árið 2004. Síðan hafa þúsundir
einstaklinga hvaðanæva úr heiminum farið í
gegnum heilsuferlið sem hefur í kjölfarið
gjörbreytt lífsháttum þeirra.
Þátturinn er keppni í þyngdartapi og í
upphafi hans eru allir þátttakendur í lélegu
líkamlegu formi. Heilsuferlið sem þátttak-
endur ganga síðar í gegnum er vottað af
læknum, sálfræðingum og næringarfræð-
ingum að sögn framleiðenda þáttanna.
Auðvelt er að hrífast með þáttunum enda
bjóða þeir upp á allt sem góðir raunveru-
leikaþættir hafa upp á að bjóða og jafnvel
meira til. Takmark þáttanna er göfugt (ólíkt
flestum öðrum raunveruleikaþáttum) því
framleiðsla þeirra gengur ekki eingöngu út á
að græða peninga heldur er tilgangurinn
einnig að hvetja fólk til að lifa heilsu-
samlegra lífi. Í þokkabót er dagskrárgerðin
krydduð með tilfinningaflækjum, drama og
æsispennandi útilokunarkeppni sem lætur
engan áhorfanda ósnortinn.
Öfgafull aðferðafræði
Þrátt fyrir mikla velgengni þáttanna hafa
ýmsir erlendir læknar, næringarfræðingar
og sálfræðingar varpað fram efasemdum
varðandi þá aðferðafræði sem þættirnir boða.
Margir segja ferlið vera of öfgafullt til að
vera hollt fyrir líkamann og benda á ýmsar
slæmar afleiðingar þess að borða lítið og æfa
í marga klukkutíma á dag á hverjum degi.
Ýmsir sérfræðingar telja þáttinn leggja of
mikla áherslu á kílóafjölda í staðinn fyrir að
taka mið að ólíkri líkamsbyggingu fólks.
Bent hefur verið á að keppendur geta
minnkað líkamsþyngd sína með því að
brenna vöðvum og einnig með því að losa lík-
amann við vatn sem er langt frá því að vera
heilsusamlegt. Þá hafa ýmsir stigið fram og
lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að hags-
munir framleiðanda geti haft meira vægi
heldur en hagsmunir þátttakenda.
Of mikið þyngdartap á skömmum tíma
getur haft ýmsar slæmar afleiðingar og þar
á meðal alvarleg áhrif á hjartað að sögn
bandarískra sérfræðinga. „Ég bíð eftir því að
einhver fái hjartaáfall í þættinum,“ sagði dr.
Charles Burant, prófessor í lyflæknisfræði
við Háskólann í Michigan, í viðtali við The
New York Times árið 2009. Hingað til hefur
þó enginn fengið hjartaáfall í þættinum og
fjölmargir aðdáendur segja þáttinn þvert á
móti hafa bjargað lífi sínu.
Pissaði blóði í þættinum
Þegar fyrri sigurvegarar þáttanna komu
saman fyrir nokkru þá mættu allir til leiks
nema sigurvegari fyrstu keppninnar, Ryan
C. Benson. Hann missti 55 kg í þættinum á
sínum tíma en bætti nánast allri þyngdinni
aftur á sig stuttu síðar. Þá viðurkenndi hann
opinberlega að hafa sleppt að drekka vökva
og borða mat í langan tíma til að létta sig
áður en hann var vigtaður í þættinum. Hann
sagði margt af því sem þarna fór fram ekki
vera heilsusamlegt og viðurkenndi að verð-
launaféð skipti hann gríðarlega miklu máli.
Þegar líða fór á keppnina var hann farinn að
pissa blóði sökum þess að hann var að nýta
sér óheilbrigðar leiðir til að ná fram miklu
þyngdartapi. Þá eru dæmi um að keppendur
hafi verið fluttir á spítala eftir að hafa dottið
niður við keppni í þættinum.
Vika var ekki vika í raun
Að minnsta kosti einn annar fyrrverandi
keppandi, Kai Hibbard, hefur komið fram og
játað að keppendur nýti óheilsusamlegar að-
ferðir til að létta sig. Hibbard sem missti
tæp 54 kg í þriðju seríu sagði að hún hefði
ásamt fleirum drukkið eins lítið vatn og
hægt var í 24 klukkustundir áður en vigtun
fór fram. Þá sagði hún keppendur hafa klætt
sig upp og stundað æfingar í þykkum fötum
þegar slökkt var á myndavélunum.
Hibbord sagði í viðtali við The morning
Show að hún vildi ekki taka þátt í tálsýn
sem blekkti fólk. Hún sagði framleiðendur
þáttanna nota ýmsar aðferðir til að auka
þyngdartap og skapa umhverfi sem ýtti und-
ir hegðun í ætt við átröskun. Hún hélt því
einnig fram að ein vika í þættinum hefði í
raun og veru ekki verið ein vika heldur
lengri tími. Slíkar blekkingar gæfu fólki
heima í stofu falskar vonir að hennar mati.
Þá lagði hún áherslu á að fólk gerði sér
grein fyrir að þetta væri í raun og veru sjón-
varpsþáttur en ekki heilsubúðir sem væru
myndaðar af hreinni tilviljun.
Hún hafði bætt á sig 14 kílóum aftur
tveimur vikum eftir að þættinum lauk, að-
allega með því að drekka vatn að eigin sögn.
Nú hefur hún náð aftur 2⁄3 hlutum af þeirri
þyngd sem hún missti í þættinum. Slíkar
sögur eru ekkert einsdæmi að mati Benson
en hann segir fjölda þátttakenda hafa bætt á
sig mörgum kílóum eftir að þeir héldu aftur
út í daglega lífið.
Ströng þagnarskylda
Blaðið The New York Times greindi frá því
að keppendur þyrftu að skrifa undir samn-
inga sem þykja strangir í heimi raunveru-
leikasjónvarps. Blaðið átti erfitt með að fá
fyrri keppendur til að tjá sig opinberlega um
þátttöku sína í þáttunum. Það vissi um stað-
fest dæmi þar sem framleiðendur þáttanna
sendu fyrrverandi þátttakendum tölvupóst til
að minna þá á alvarlegar afleiðingar þess að
tala við blaðamenn án leyfis. Samkvæmt
SJÓNVARPSÞÁTTURINN „THE BIGGEST LOSER“ ER KOMINN TIL LANDSINS
Vinsæll og umdeildur
BANDARÍSKI RAUNVERULEIKAÞÁTTURINN „THE BIGGEST LOSER“ HÓF GÖNGU SÍNA Á SJÓNVARPSSTÖÐINNI SKJÁ EINUM Í VIKUNNI. ÞÁTTURINN
HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM HEIMINN SÍÐUSTU ÁR EN ER ENGU AÐ SÍÐUR UMDEILDUR AF ÝMSUM ÁSTÆÐUM. VIÐ SKOÐUM HVERS VEGNA.
Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is
Íslensku keppendurnir vógu samanlagt 1.803,8 kg er
tökur hófust. Alls sóttu 1.300 Íslendingar um að
komast að í þættinum en 12 hrepptu hnossið.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2014
Heilsa og hreyfing
Það eiga allir að kunna að framkvæma hné-
beygjur að sögn Fannars Karvels, íþrótta-
fræðings og einkaþjálfara hjá Spörtu heilsu-
rækt. „Ef þú kannt þær ekki þarftu að senda
mér línu undir eins því um neyðartilfelli er að
ræða! Til eru u.þ.b. 10.000 afbrigði af hné-
beygjum og er það þó varfærnislegt mat, eitt
þessara afbrigða er hin eilíflega skemmtilega
blinda hnébeygja.“
Hann segir æfinguna auka styrk í þeim fæti
sem staðið er á ásamt því að bæta jafnvægið.
„Þegar þú hefur náð tökum æfingunni hættir
fólk loksins að hlæja og fer að dást að þér. Ef
þú treystir þér ekki alla leið í upphafi er gott
að byrja á því að hafa augun opin en reyndu
síðan að loka öðru og loks báðum.“
Fannar segir gott að framkvæma æfinguna
a.m.k. 5-10 sinnum í einu á hvorum fæti.
ÆFING VIKUNNAR
Blindar
hnébeygjur
1 Stattu í vinstri fótinn og lokaðu augunum(ef þú treystir þér til). 2 Beygðu þig í vinstra hné og teygðu báðarhendur í átt að vinstri fæti. 3 Snertu tærnar á vinstri fæti og reistu þigrólega við. Passaðu að beygja hnéð en ekki
mjöðmina og halla þér fram.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Líkamsrækt þarf ekki að vera flókin hávísindaleg aðgerð í samræmi við nýjustu kenningarnar
frá heilsusérfræðingum. Mestu máli skiptir að hreyfa sig á hverjum degi. Einföld hreyfing á
borð við göngutúr getur gert mikið gagn bæði fyrir andlegu og líkamlegu hliðina. Þá skemmir
ekki fyrir að taka með sér góðan vin í túrinn og hlæja sem mest á meðan.
Einföld líkamsrækt