Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Side 23
upplýsingum The New York Times getur
slík sekt numið allt að 100.00.00 dollurum.
Vel þess virði
Doktor Rob Huizenga segir þættina vera
örugga en hann er læknir sem hefur starfað
í kringum þættina í nokkur ár. Hann segir
ótal reynslusögur sýna fram á þetta.
Ali Vincent er dæmi um einstakling sem
ber þættinum vel söguna. Hún var fyrsta
konan sem sigraði í keppninni og hún telur
þátttöku sína hafa verið vel þess virði. Hún
missti 51 kíló í þættinum og hefur haldið sig
við svipaða þyngd allar götur síðan. Í dag
starfar hún sem talskona fyrir vörur og at-
burði í tengslum við sjónvarpsþáttinn.
Árangur í 50% tilfella
Þjálfarar í bandaríska þættinum, Bob Har-
per og Jilian Michels, segja að að minnsta
kosti helmingur þátttakenda nái að halda sér
nálægt þeirri þyngd sem þeir náðu í þætt-
inum í að minnsta kosti nokkur ár eftir að
þætti lýkur.
Michels viðurkennir að keppendur geta
misst sig algjörlega í baráttunni við að verða
mjóir. Hún segir lækna skoða gaumgæfilega
alla keppendur. Ef þeir verða uppvísir að
neyslu vatnslosandi efna eða ef þeir neita sér
um vökva í langan tíma þá ber að reka þá
umsvifalaust úr keppni. „Þetta er því miður
hin dökka hlið þáttanna, og jafnframt versta
hliðin,“ segir hún en ítrekar að þátturinn
hefur hjálpað mörgum og jafnvel bjargað
mannslífum.
Verður að vera öfgafullur
James David Weinroth, framleiðandi og hug-
myndasmiðurinn á bak við þáttinn, fagnar
innilega 50% árangri þar sem markmiðið var
aldrei að ná fram 100% árangri að hans
sögn. Hann leggur áherslu á að tilgangurinn
er fyrst og fremst sá að veita fólki inn-
blástur til að lifa heilsusamlegu lífi á tímum
þar sem offita er ein helsta ógnun við heilsu
fólks.
James viðurkennir að þátturinn sé öfga-
fullur en tekur fram að hann verði einfald-
lega að vera það til að vekja athygli áhorf-
enda.
Mikilvægt er að skora sífellt á sjálfan sig og fara út fyrir þægindaram-
mann. Hægt er að þjálfa hugann með því að læra t.d. nýtt tungumál
eða að læra á hljóðfæri. Einnig er hægt að bæta viljastyrk sinn á
hverjum degi með litlum markvissum skrefum.
Skoraðu á sjálfa(n) þig
26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
A
llskonar gagnrýni hefur komið fram
í sambandi við þættina erlendis í
gegnum tíðina en ég vil bara benda
fólki á að það á kannski ekkert
endilega við hérna heima. Ég mæli með að
fólk horfi fyrst á íslensku þættina og gagnrýni
þá síðan út frá þeirra eigin forsendum,“ segir
Guðríður Erla Torfadóttir þjálfari. Hún sér
um að þjálfa keppendur í þættinum ásamt
Evert Víglundssyni. „Ég get náttúrulega ekki
svarað fyrir amerísku þættina en það er alveg
á hreinu að enginn lenti í ofþjálfun hjá okkur,“
segir Guðríður.
„Þegar fólk er kannski búið að tvöfalda
þyngd sína þá er einfaldlega lífsnauðsynlegt
að léttast. Ég mæli ekki með því að fólk fái
kílóafjölda á heilann svona almennt séð því
hreyfing og hollt mataræði skiptir ávallt
mestu máli.“
Trúir ekki á skyndilausnir
Hún segir óhætt að reikna með miklu þyngd-
artapi hjá keppendum en leggur áherslu á að
keppendurnir misstu sín kíló með heilsu-
samlegum hætti.
„Öllu þyngdartapi í þættinum var náð fram
með aukinni hreyfingu og hollu mataræði.
Hvorki ég né Evert trúum á skyndilausnir
eða á óheilbrigðar leiðir til að léttast og við
vorum trú okkar aðferðafræði allan tímann.
Líkaminn er hannaður til að hreyfa sig og ef
fólk telur að það sé heilsusamlegra að
liggja upp í sofa heldur en að fara út og
hreyfa sig þá er ég bara ekki sammála
því.“
Hver keppandi varð að hreyfa
sig a.m.k. í fjóra klukkutíma á
dag. „Vanalega tóku þau þrjár
æfingar á dag og stundum
var ein æfingin kannski
bara að fara í göngutúr
eða út að hjóla. Þau
þurftu að vakna
klukkan hálf sex á
hverjum degi til að fara
út í líkamsræktarstöð.
Þetta snýst mikið um að
temja sér nýjar venjur og betra
skipulag.“
Hver og einn hreyfir sig eftir eigin
getu í upphafi og síðan eykst æf-
ingarálagið eftir því sem líður á.
„Þegar keppnin harðnaði fóru sum-
ir keppendur að taka meira á því
heldur en aðrir. Ef maður setur
kannski tvo einstaklinga á hjól þá hefur fólk
alltaf val um hvort þú keyrir þig út eða tekur
bara létt á því.“
Mikil dramatík og læti
Bandaríska útgáfan af þættinum er mjög
dramatísk að hennar mati og það kom henni á
óvart að íslenska útgáfan gefur ekkert eftir í
þeim efnum. „Það var mikil keppni og mikið
drama í gangi en heilt yfir var stemmingin
mjög góð. Það voru tár, hlátur og rifrildi og
allt sem gat komið upp kom í raun og veru
upp. Þetta gefur ekki amerísku útgáfunni
neitt eftir og það kom mér alveg á óvart
hversu lítill munur er þarna á milli. Þegar fólk
fer í svona mikla sjálfsvinnu þá blossa upp
allskonar tilfinningar. Þetta var alveg mjög
erfitt á köflum og auðvitað tengdist fólk mis-
vel. Sumir urðu góðir vinir og aðrir ekki, eins
og gengur. Það kom mér þó á óvart að ég náði
að mynda meiri tengsl við keppendur heldur
en ég bjóst við fyrirfram.“
Læknir á svæðinu
Vel var hugsað um keppendur að hennar
mati. „Allir keppendur fara í læknisskoðun í
upphafi og það var læknir á staðnum
frá heilsuhótelinu. Þá var einnig
geðhjúkrunarfræðingur á svæð-
inu sem einhverjir nýttu sér. Ef
upp komu vafamál þá voru þau
færð strax í skoðun og það varð
í raun og veru aldrei neitt al-
varlegt.“
Hún bendir á að þeir
sem detta út úr þátt-
unum hafa áfram að-
gang af þjálfurum
varðandi æfingar
og næringu
þangað til loka-
þátturinn fer
fram í apríl.
„Við hvetj-
um keppendur
til að setja sér ný
markmið eftir að
lokaþátturinn fer
fram. Ég vona að allir
haldi áfram og haldi nýj-
um lífsstíl í kjölfar þátt-
anna. Ef meira en helm-
ingur nær að gera það þá
verð ég bara mjög
ánægð.“
ÞJÁLFARI BIGGEST LOSER KEPPENDA
Engin ofþjálfun hérlendis
Ljósmynd/© Karl Petersson/
www.artimitati
Guðríður Erla
Torfadóttir
þjálfari.
* „Ég sé virkilega eftir því aðhafa hreyft mig í dag.“– sagði enginn, aldrei.
„Við erum ekki komin með neinar áhorfstölur varðandi fyrsta þáttinn en
þrátt fyrir það vitum við að þetta er mjög vinsælt efni. Við erum reyndar
svo viss í okkar sök að við erum nú þegar farin að leggja drög að næstu ser-
íu hér á landi,“ segir Pálmi Guðmundsson yfirmaður ljósvakasviðs hjá Skjá
einum.
Hann segir ljóst að keppendur noti hvorki fæðubótarefni né vatnslosandi
efni meðan á upptökuferli stendur. Þórhallur Gunnarsson framleiðslustjóri
hjá Saga film tekur í sama streng. „Keppendur eru undir leiðsögn þjálfara
þáttanna allt fram í apríl þegar keppninni lýkur. Þeir eiga að ná markmiðum
sínum án þess að nota einhverjar slíkar óheilsusamlegar aðferðir. Hvað
varðar viðurlög við slíkum aðferðum þá tel ég ekki rétt að upplýsa einstaka
liði samnings sem gerður er við keppendur enda er kveðið á um gagn-
kvæma trúnaðarskyldu keppenda og framleiðanda í samningnum,“ segir
Þórhallur.
Íslenska útgáfan tekur mið af Skandinavíu
Þeir taka báðir skýrt fram að vika í raunheimum sé sannarlega ein vika í ís-
lenska sjónvarpsþættinum. „Við höfum hallað okkur meira að skandinav-
ísku útgáfunni af þáttunum og höfum horft mikið til okkar nágrannalanda
þegar kemur að skipulagi. Menningin þar er mun líkari því sem við þekkjum hér heldur en í
Bandaríkjunum,“ segir Pálmi.
Þagnarskylda á ekki við
„Keppendur mega tjá sig við fjölmiða um reynslu sína af þáttunum að ákveðnum tíma liðn-
um frá því að þættirnir hafa verið sýndir í sjónvarpi,“ segir Þórhallur en ekki fékkst uppgefið
hversu langur sá tími er.
Pálmi segir ekkert smátt letur vera hjá þeim sem ekki þoli dagsljósið. „Það eina sem við
höfum komið í veg fyrir er að fólk sé að birta ljósmyndir af sér á samfélagsmiðlum, til að gefa
ekki upp árangurinn fyrirfram. Keppendur hafa verið að tjá sig almennt víða hér heima í að-
draganda þáttanna þannig að þessi þagnarskylda á hreinlega ekki við hérlendis eins lengi og
keppendur eru ekki að tjá sig beint um árangurinn í þættinum til að skemma ekki söguna.“
VIKA Í RAUNHEIMUM ER VIKA Í SJÓNVARPI
Ný þáttaröð í bígerð
Pálmi
Guðmundsson
Þórhallur
Gunnarsson