Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.01.2014, Qupperneq 53
Blokkirnar rísa í efra Breiðholti árið 1973. Ljósmynd úr myndröð sem Valdís Óskarsdóttir (f. 1950) birti í Þjóðviljanum um haustið. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Valdís Óskarsdóttir „Íslendingar heima hjá sér, Stefanía, Valgerður Helga, Dagný og Hildur á Laufásveginum.“ 2012. Verk eftir Þórdísi Erlu Ágústsdóttur (f. 1961) félaga í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Á Snæfellsjökli 1957, eftir Ingibjörgu Ólafsdóttur (1914-1998). Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Ingibjörg Ólafsdóttir *… við sýnummargar mjögfallegar gæðamyndir. 26.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Sýningu á verkum Rúnu – Sigrúnar Guðjónsdóttur í Hafnarborg, lýkur nú um helgina. Rýnir Morgunblaðs- ins lofaði sýninguna og skrifaði að „samspil næmrar formskynjunar, teikningar og efniskenndar nýtur sín og lokkar áhorfandann á vit óræðra djúpa og tóna“. 2 Japanska teiknimyndin Ak- ira frá 1988 er á dagskrá Svartra sunnudaga í Bíó Paradís á sunnudagskvöldið og hefst sýningin klukkan 20. Í mynd- inni er félaga í mótorhjólagengi um- turnað og hann hlaðinn yfirnátt- úrulegum kröftum. Einungis tvö börn eru fær um að stöðva hann. 4 Ástæða er til að minna á tón- leika hins kunna ítalska pí- anóleikara Domenico Codispoti og íslensks strengjakvartetts á Kjarvalsstöðum á dánardegi Mozarts, klukkan 18 á mánudag. 5 Áslaug Thorlacius verður á sunnudag klukkan 15 með leiðsögn um sýningu með verkum systur hennar, Ingi- leifar Thorlacius, í Listasafni ASÍ. Ingileif lést árið 2010 eftir langvinn veikindi en á sýningunni er úrval verka listakonunnar. 3 Hin forvitnilega franska kvik- myndahátíð heldur áfram í Háskólabíói og full ástæða til að hvetja áhugafólk um kvik- myndir að líta við. Til að mynda er mælt með myndinni Ég um mig og mömmu sem rýnir Morgunblaðsins lofar og gefur fjórar stjörnur. MÆLT MEÐ 1 Svava Björnsdóttir opnar í dag, laugardag, klukkan 15, sýningu íListasafni Reykjanesbæjar en hún hefur vakið mikla athyglibæði hérlendis og erlendis fyrir skúlptúra sína sem unnir eru úr pappír. Á sýningunni fá gestir að sjá ný verk eftir Svövu sem eru sérstaklega gerð fyrir salinn í Reykjanesbæ en rýmið og heildar- upplifun áhorfandans skiptir Svövu miklu máli. Verk Svövu eru steypt úr lituðum pappírsmassa og eru þau bæði fjölbreytt og óvenjuleg að lit og lögun. Verkin mynda ákveðinn samhljóm með rýminu og kalla fram sterka upplifun áhorfandans. Sýning hennar nú er óvenjuleg að því leyti að litir eru víðs fjarri en öll verkin eru í svart-hvítu. Svava segir að sýningin gefi mynd af ákveðinni þróun í list hennar sem átt hefur sér stað undanfarin ár. „Náttúran er mér mjög hug- leikin í þessari sýningu enda ber sýningin heitið Kría/Klettur/Mý,“ segir Svava. „Ég held að náttúran skipi stóran sess í listsköpun flestra ef ekki allra á einhvern óræðan hátt. Umhverfið hefur alltaf áhrif á mann, hvort sem maður hallast að óhlutbundinni list eða raunsæislist.“ List alla daga, allan ársins hring „Ég reyni að höfða til skynjunar og tilfinninga og miðla þeim áfram. Þannig vil ég skapa ákveðna upplifun með verkum mínum.“ Svava hefur lengi unnið með pappír og segir þann efnivið henta sér vel. „Þetta er efni sem ég kynntist fyrir margt löngu og hefur fylgt mér síðan. Efnið er einnig létt og umhverfisvænt.“ Aðspurð segir Svava að sköpunarferlið eigi sér hvorki upphaf né endi. „Maður er stöðugt að vinna að listinni og með hugann við hana, alla daga, allan ársins hring. Ætli það verði ekki þannig um ókomin ár – það er víst of seint að snúa við núna.“ Í listsköpun sinni leggur Svava mikið upp úr heildarupplifun áhorf- andans. „Upplifun áhorfandans og skynjun skiptir mig miklu máli og ef maður nær að kalla fram jákvæð viðbrögð þó ekki sé nema hjá einum þá er tilganginum náð,“ segir hún. Svava segir það góða tilfinningu að setja upp sýningu. „Það er mjög gaman og gefandi að vinna að og setja upp sýningu sem þessa – það er toppurinn. Það gefur manni kraft og heldur manni við efnið. Þegar sýningin er komin upp er hún ekki lengur í mínum höndum og tími til kominn að huga að næstu verkefnum,“ segir Svava. Sýning Svövu í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum stendur yfir til níunda mars. mariamargret@mbl.is SKÚLPTÚRAR SVÖVU Í LISTASAFNI REYKJANESBÆJAR Of seint að snúa við Svava Björnsdóttir á sýningunni í Reykjanesbæ. SVAVA BJÖRNSDÓTTIR HEFUR SKAPAÐ SÉR NAFN Í LISTHEIMINUM FYRIR SKÚLPTÚRA ÚR PAPPÍR. SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.