Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Eftir því sem vandamál evru-svæðisins hafa komið betur í
ljós hefur áróðurinn fyrir meintum
kostum þess að taka upp þá mynt
heldur farið minnkandi.
Þó eru þeirenn til
sem mega
ekkert tæki-
færi missa án
þess að minna
á þá þrá-
hyggju sína að það þoli enga bið að
Íslendingar taki upp þá „töfra-
lausn“ sem þessi mynt sé.
Hér vanti „undirstöðuna“, einsog hin fallvalta mynt er jafn-
vel kölluð, og svo er því haldið blá-
kalt fram að með þessari traustu
undirstöðu yrðu vextir svo að segja
að engu hér á landi og húsnæðis-
kaup lauflétt.
Fjárfestingarbankinn GoldmanSachs hefur, líkt og ýmsir sem
fá ekki glýju í augun þegar þeir
svipast um innan ESB, komist að
annarri niðurstöðu um vexti innan
sambandsins en ákafir íslenskir að-
ildarsinnar.
Í nýrri greiningu bankans segirað vaxtamunur á milli aðild-
arríkjanna hafi verið umtalsverður
um árabil og hafi í fyrra farið mest
í 4,7%.
Þessi einfalda staðreynd hefurekki ratað inn í áróðursgögn
aðildarsinna og mun ekki gera
þrátt fyrir allt talið um mikilvægi
upplýstrar umræðu um „kosti og
galla“ aðildar.
Á meðan umsóknin hangir ennyfir höfðum landsmanna munu
ákafir aðildarsinnar gera allt sem
þeir geta til að halda áfram að af-
vegaleiða umræðuna.
4,7% vaxtamunur
á evrusvæðinu
STAKSTEINAR
Spennandi ferð til Rússlands þar sem
okkur gefst einstakt tækifæri til að skoða
það helsta sem þetta stórbrotna land
hefur upp á að bjóða.Við fljúgum beint til
Pétursborgar, einhverrar fallegustu borgar
í heimi. Þar verður margt skoðað m.a.
Vetrarhöllin og virki Péturs og Páls. Siglum
síðan áleiðis til Moskvu og skoðum m.a
SiglingfráPétursborgtilMoskvu
Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson30. ágúst - 9. september
Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 7. janúar
kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
bæinn Mandrogi, Kizhi eyjuna, Goritsy,
Yaroslavl og Uglich.Við dveljum tvo daga í
Moskvu og skoðum það merkilegasta sem
borgin býður upp á. Saga Rússlands er heill
heimur ævintýra og um leið og við skoðum
landið fáum við að skyggnast inn í þá
veröld. Heimsókn til Rússlands er eitthvað
sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 348.800 kr. á mann í tvíbýli.
Píanónámskeið
að hefjast
Einkanám og hljómborðsnámskeið.
Byrjendur sem og lengra komnir.
pianoskoli@gmail.com
Ármúli 38, S: 551 6751 og 691 6980
Munið
frístundakortið!
Allir velkomnir
Veður víða um heim 3.1., kl. 18.00
Reykjavík 3 léttskýjað
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -5 heiðskírt
Þórshöfn 6 þoka
Ósló 2 skúrir
Kaupmannahöfn 6 skúrir
Stokkhólmur 3 þoka
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 12 skýjað
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 7 skúrir
London 8 léttskýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 8 skýjað
Berlín 8 skýjað
Vín 3 þoka
Moskva -2 snjókoma
Algarve 17 skýjað
Madríd 12 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 11 léttskýjað
Winnipeg -15 snjókoma
Montreal -22 léttskýjað
New York -10 snjókoma
Chicago -14 léttskýjað
Orlando 6 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:16 15:51
ÍSAFJÖRÐUR 11:56 15:20
SIGLUFJÖRÐUR 11:41 15:01
DJÚPIVOGUR 10:54 15:12
Enn liggur eng-
in ákvörðun fyr-
ir um hvort
embætti ríkis-
saksóknara
muni hafa frum-
kvæði að því að
óska eftir því að
Guðmundar- og
Geirfinnsmálin
verði tekin upp
að nýju, sam-
kvæmt upplýsingum frá embættinu.
Eftir að starfshópur sem fór yfir
rannsókn málanna komst að þeirri
niðurstöðu að veigamiklar ástæður
væru fyrir því að málin yrðu tekin
upp að nýju í mars í fyrra sagði
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak-
sóknari að hún hygðist fara yfir
skýrsluna ásamt tveimur saksókn-
urum og ætlaði að gefa sér tíma
fram yfir páskana í fyrra.
Í október kom fram að embættið
hefði ekki tekið afstöðu til endur-
upptöku og að beðið væri bréflegra
svara frá þeim sem hlutu dóm í
málunum á sínum tíma um afstöðu
þeirra til þessa. Aðeins einn af
þeim fjórum sem eru enn á lífi af
þeim sem hlutu dóm hafði þá svar-
að.
Óvíst með endurupptöku
Leirmynd úr Geir-
finnsmálinu.
Martin Berkofsky
píanóleikari lést á
heimili sínu í Virginíu í
Bandaríkjunum 30.
desember síðastliðinn,
sjötugur að aldri.
Martin fæddist í
Washington DC 9. apríl
1943 og var af hvítrúss-
neskum ættum. Hann
var undrabarn og hóf
að leika opinberlega og
í hljóðritunum aðeins
átta ára gamall. Martin
lék mikið á tónleikum í
Evrópu á yngri árum
og kom fram sem ein-
leikari og hljóðritaði með þekkum
hljómsveitum á borð við sinfón-
íuhljómsveitirnar í London og Berl-
ín.
Martin bjó hér á landi á árunum
1982-1987 og hélt eftir það tryggð
við Ísland. Hann lenti hér í alvarlegu
mótorhjólaslysi árið 1982 og marg-
brotnaði á öðrum
handlegg. Óttast var
að ferli hans sem pí-
anósnillings væri þar
með lokið. Eftir langa
og stranga endurhæf-
ingu, m.a. á Grensás-
deild, náði hann sér
það vel að hann gat aft-
ur leikið á píanóið og
haldið tónleika. Slysið
breytti lífi Martins og
eftir það helgaði hann
líf sitt góðgerðar-
starfsemi. Ágóðinn af
tónleikum hans rann
allur til góðgerðarmála
í gegnum stofnun hans.
Martin Berkofsky hélt síðast ein-
leikstónleika hér á landi í Norður-
ljósasal Hörpu í maí 2012.
Hann var tvíkvæntur en barnlaus.
Fyrri kona hans var Þórunn Ólafs-
dóttir og seinni kona Anna Málfríður
Sigurðardóttir.
Andlát
Martin Berkofsky
píanóleikari