Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 12
VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Af þeim konum sem hingað koma eru þær sem eru af erlendum upp- runa líklega þær sem eru í erfiðustu stöðunni. Oft hafa þær mjög tak- markað félagslegt bakland eða stuðning hér heima. Oft tekur þær langan tíma að koma undir sig fót- unum að nýju,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins. Um helmingur af erlendum uppruna Alls 125 konur og 97 börn dvöld- ust í Kvennaathafinu á síðasta ári. Alls 59 þessara kvenna, eða um 47% af heildinni, voru af erlendum upp- runa. Er það heldur lægra hlutfall en árið á undan, 2011. Misjafnt var hve langur dvalartími kvennanna var; stundum aðeins sólarhringur eða brot úr degi upp í 185 daga í til- viki þeirra sem lengst voru. Auk þessara kvenna komu 225 konur í viðtöl í athvarfið til að fá ráðgjöf og stuðning vegna ofbeldis í samböndum. Þær voru að mestum hluta íslenskar; 49 voru af erlend- um uppruna eða 22%. Karlarnir sem konurnar eru að flýja eru í flestum tilvikum Íslendingar, eða um 80%. „Sögur kvennanna eru afar mis- munandi og margt sem spilar inn í aðstæður þeirra,“ segir Sigþrúður sem hefur stýrt starfsemi Kvenna- athvarfsins frá árinu 2006. Hún segir atvinnumál eiga sinn þátt í því hvernig aðstæður kvennanna eru, t.d. hvort þær hafi atvinnuleyfi og starfi eftir leikreglum samfélagsins. Eðlilega þrengi stöðu þeirra ef þær séu í svartri vinnu og illa launaðri, geti þá ekki lifað af launum sínum og hafi litla íslenskukunnáttu. Raunar sé allur gangur á því al- mennt hvort þær geta lifað af laun- unum sínum þótt þær séu í fullu starfi og fái greitt skv. kjarasamn- ingum. Skilnaðarmál lengi í gegnum kerfið „Svo koma inn í þetta póstar eins og þeir hvort konan sé með íslenska kennitölu, hver staða hennar er varðandi forsjá ef börn eru í spilinu og svo eru húsnæðismálin oft erfið. Konurnar eru á stundum nánast á götunni og hafa ekki í mörg hús að venda,“ segir Sigþrúður. „Réttur til húsaleigu- og barnabóta og með- lagsgreiðslna er bundinn því hvort skilnaður er genginn í gegn – en slík mál geta verið allt að eitt ár að fara í gegnum kerfið. Og stundum er skilnaður enginn endapunktur. Ofbeldi karlsins, þótt með öðrum hætti sé, getur haldið áfram þótt konan sé farin úr húsi.“ Sumar þær kvenna sem til Sig- þrúðar og samstarfskvenna hennar leita eru eins og hún segir sjálf „í skelfilegu millibilsástandi“. Þar vís- ar hún til þess að skilnaður, sem að framan greinir, geti verið tals- verðan tíma að fara í gegnum kerf- ið. Sérstaklega sé það þegar karlinn þráast við og setur bremsu á málið. „Vandinn er að konurnar eiga eiginlega ekki öruggt skjól og ganga dálítið mikið á veggi, einkum þegar skilnaður dregst á langinn. Þá getur kerfið sagt sem svo, í sam- ræmi við pappírana, að kona sé gift og í öruggu húsnæði þótt veruleik- inn sé í raun allt annar. Veruleikinn passar ekki inn í kassann. Nei, og sjálfsagt höfum við sem að þessum málum störfum ekki þrýst á stjórn- völd jafnkröfuglega og vera ber svo hægt sé að flýta afgreiðslu skiln- aðarmála. Ég tel hins vegar mjög verðugt að það verði gert,“ segir Sigrþrúður og heldur áfram: „Hluti af því þrátefli sem oft fylgir skilnaðarmálum er að eignaskipti ganga ekki í gegn. Í skilnaðarmálum þar sem þroskað fólk gengur frá hlutunum af yfirvegun ætti slíkt að geta gengið hávaðalaust fyrir sig. Í þeim málum sem ég kynnist svo oft gengur konan út af heimilinu slypp og snauð og ofbeldismaðurinn ræður því hvaða aðgang hún hefur að eign- um sínum eftir að hún fer. Fargar þeim jafnvel fremur en að konan – hugsanlega barnsmóðir hans – fái að nálgast þær. Annars held ég að sum- ir menn beiti ofbeldi ekki beinlínis af grimmd eða illsku heldur meira vegna minnimáttarkenndar, hræðslu við að missa stjórnina eða missa kon- una frá sér, af því að þeir kunna ekki aðrar leiðir til að leysa ágreining. Svo blandast kynjahallinn í sam- félaginu almennt inn í þetta. Sú hug- mynd að karlar eigi að vera hús- bændur á sínu heimili, hugmyndin um eignarhald karla á konum sínum, hugmyndin um að karlar eigi rétt til kynlífs í samböndum hvernig sem konan sé stemmd og ýmislegt í þeim dúr. Svo eru það óargadýrin, sem beita ofbeldi af allt öðrum ástæðum, en hvaða hvatir gera þá að slíkum er nokkuð sem ég kann ekki að svara. Auglýst eftir innbúi Við í Kvennaathvarfinu auglýstum í desember fjórum sinnum eftir innbúi fyrir konur sem til okkar leit- uðu nánast allslausar og þurftu að skapa sér nýja framtíð. Það gekk vonum framar, kjallarinn í athvarf- inu fylltist af alls konar góssi sem nú nýist vel á að minnsta kosti fjórum nýjum heimilum,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. Annar þáttur í starfsemi Kvenna- athvarfsins sem Sigþrúður getur sérstaklega eru stuðningsviðtöl við konur sem hafa þurft að þola ofbeldi og gengið í gegnum erfiðan skilnað. „Það tekur þessar konur oft langan tíma að byggja sig upp eftir skilnað. Bæði þurfa þær félagslega ráðgjöf og uppbyggingu og einnig aðstoð við að koma sínum veraldlegu málum á hreint, svo sem að semja um skuldir og þess háttar. Konur sem brotist hafa út úr ofbeldissambandi búa oft yfir gríðarlegum styrk enda hafa þær lifað af aðstæður sem ómögulegt er að ímynda sér. Þær þurfa að rífa upp þennan styrk en svo er allur gangur á því hvort þær hafa tíma og aðstæður til að vinna sig í þá átt. Ætli þær þurfi ekki bara oft að bíta á jaxlinn.“ Morgunblaðið/Þórður Hjálp „Það tekur þessar konur oft langan tíma að byggja sig upp eftir skilnað. Bæði þurfa þær félagslega ráðgjöf og uppbyggingu og einnig aðstoð við að koma sínum veraldlegu málum á hreint,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. Hafa mikinn styrk og þurfa að bíta á jaxlinn  Konur af erlendum uppruna nær helmingur þeirra sem leita í Kvennaathvarfið  Óargadýr með minnimáttarkennd Konur í neyð » Alls 125 konur og 97 börn komu til lengri eða skemmri dvalar í Kvennaathafinu í fyrra. » Konur sem brotist hafa út úr ofbeldissambandi hafa lifað aðstæður sem ómögulegt er að ímynda sér. » Auglýstu í desember fjórum sinnum eftir innbúi fyrir konur sem voru allslausar. » Sumir menn beita ofbeldi, ekki beinlínis af grimmd eða illsku heldur frekar vegna minnimáttarkenndar. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014 Lækjargötu og Vesturgötu Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íbúar á nýjum stúdentagörðum að Sæmundargötu 20 hafa til þessa ekki getað flutt lögheimili þangað þrátt fyrir að fyrstu íbúar hafi flutt þar inn 14. desember. Ástæðuna má rekja til mistaka í skráningu hjá byggingar- fulltrúa Reykjavíkur og fékkst það staðfest á skrifstofu hans í gær. Fyr- ir vikið hafa íbúar ekki getað sótt um húsaleigubætur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Félagsstofnun stúdenta eru dæmi um að fólk hafi orðið af húsaleigubótum í desember vegna þessa. Önnur byggingin skráð Forsaga málsins er sú að fulltrúi frá byggingafulltrúa gerði úttekt á nýbyggingunum á Sæmundargötu 18 og 20 þann 13. desember síðastlið- inn. Báðar byggingar stóðust skoðun og fóru frá því að vera á bygging- arstigi 1, eða í byggingu, yfir á bygg- ingarstig 6 sem þýðir að þær séu til- búnar til búsetu. Með réttu hefðu íbúar því átt að geta skráð nýtt lög- heimili hjá Þjóðskrá daginn eftir þegar leigusamningur tók gildi. Hins vegar láðist byggingafulltrúa að breyta skráningunni hjá Landskrán- ingu fasteigna fyrir byggingu nr. 20 en búið er að gera það fyrir bygg- ingu nr. 18. Fyrir vikið hefur tölvu- kerfi Þjóðskrár ekki upplýsingar um að bygging nr. 20 sé hæf til búsetu. Íbúar sem fluttu inn 14. desember gátu því ekki sótt um húsaleigubæt- ur en fresturinn rennur út 16. hvers mánaðar. Hjá Félagsstofnun stúdenta feng- ust ennfremur þær upplýsingar að byggingareftirlitsmaður stofnunar- innar hefði í tvígang ýtt á eftir því að skráningunni yrði breytt en án ár- angurs. Eingöngu byggingafulltrúi getur breytt skráningunni. Alls eru 133 íbúðir við Sæmundargötu 18 og 20 og hefur 110 íbúðum verið úthlut- að. Morgunblaðið/Þórður Sæmundargata 20 Íbúar hafa ekki getað flutt lögheimili þangað. Engar bætur vegna mistaka  Láðist að breyta skráningu byggingar Mörg samtök og stofnanir vinna að velferðarmálum, með sambæri- legum hætti og Kvennaathvarfið gerir. Þeirra í millum segir Sig- þrúður Guðmundsdóttir að sé ágætt samstarf enda verkefnin af svipuðum meiði. „Það er auðvitað svolítið upp og ofan og fer eftir aðstæðum í hverju máli um sig með hverjum við störfum. Við erum til dæmis í góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, enda leita konurnar oft hingað vegna ofbeld- is sem eðlilega eru mál sem lög- reglan sinnir. Þá erum við í miklum samskiptum við starfsfólk fé- lagsþjónustu hér og hvar um land- ið og þá eðlilega mest velferð- arsvið Reykjavíkurborgar. Þá eigum við gott samstarf við Mann- réttindaskrifstofu Íslands en þangað sækja flestar erlendu dval- arkonurnar lögfræðiráðgjöf.“ Víðtæk samvinna um velferð STARFA MEÐ LÖGREGLU OG FÉLAGSÞJÓNUSTU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.