Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Skv. nýjum útreikningi Samtaka at-
vinnulífsins hækkuðu lágmarkslaun
frá ársbyrjun 2008 til janúar 2014
um 71% á sama tíma og almennar
launahækkanir skv. kjarasamn-
ingum námu 28%. Launavísitalan
hefur á þessum tíma hækkað um
40%. Í fréttatilkynningu SA í gær
segir að nýgerður kjarasamningur
feli í sér framhald stefnu kjarasamn-
inga síðustu ára, að hækka lægstu
laun sérstaklega. Niðurstaðan sé sú
að kaupmáttur lágmarkslauna sé í
janúar 2014 15% hærri en í janúar
2008 en kaupmáttur á mælikvarða
launavísitölu u.þ.b. 3% lakari.
Það kveður við annan tón innan
stéttarfélagsins Framsýnar. Mikil
reiði kom fram vegna samninganna
á fundi stjórnar og trúnaðarmanna
félagsins í fyrradag að því er greint
er frá á vefsíðu félagsins. Það er eitt
þeirra fimm félaga sem ekki vildu
skrifa undir samningana. „Menn eru
orðlausir yfir lélegum og skamm-
arlegum kjarasamningi bæði hvað
varðar hækkun lægstu launa og eins
skattkerfisbreytingarnar þar sem
láglaunafólkið er skilið eftir,“ segir
þar m.a.
Ólíkt mat á hækkun
lægstu launa
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verði nýgerðir kjarasamningar sem
aðildarsamtök ASÍ og Samtök at-
vinnulífsins undirrituðu 21. desember
samþykktir af félagsmönnum hefst
þegar í stað undirbúningsvinna að
gerð næstu samninga á almennum
vinnumarkaði, langtímasamninga,
sem taka eiga við að ári. Nýgert sam-
komulag gildir til eins árs og á að vera
aðfarasamningur að kjarasamningum
til lengri tíma með stöðugleika og
kaupmáttaraukningu að meginmark-
miði.
Forystumenn samtaka á vinnu-
markaði munu væntanlega funda á
miðvikudaginn um hvernig staðið
verður að þessari framhaldsvinnu ef
framlenging samninganna verður
samþykkt í félögunum. Fyrir lok
þessa mánaðar eiga aðilar samkomu-
lagsins að leggja skriflega fram skip-
un samninganefnda og umboð til
samningaviðræðna.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambandsins,
segir í pistli á vefsíðu RSÍ, að aðilar
ætli að hefja viðræður um endurnýjun
kjarasamninga strax í lok janúar með
því að leggja fram kröfur vegna end-
urnýjunar samninga. Tímasetningar
hafa verið settar niður og í raun sé bú-
ið að varða viðræðuleiðina allt árið.
„Með þessu móti ætlum við að reyna
að ljúka gerð nýrra kjarasamninga
áður en þeir sem gildandi eru renna
út. Ef þetta tekst með þessum hætti
má segja að aðilum hafi tekist að bæta
vinnubrögð við gerð kjarasamninga
nokkuð til samræmis við það sem ger-
ist hjá frændum okkar annars staðar
á Norðurlöndum.“
Kosningum á að vera lokið fyrir
klukkan 16 hinn 22. janúar
Það kemur þó ekki í ljós fyrr en upp
úr 20. janúar hvort félagsmenn í stétt-
arfélögunum samþykkja eða fella
samningana. Kosningum á að vera
lokið fyrir kl. 16 hinn 22. janúar. Mikil
kynning er að fara í gang í sambönd-
um og félögum um innihald samning-
anna alla næstu viku og lýkur vart hjá
öllum fyrr en undir lok mánaðarins.
Flest félög bera samningana undir fé-
lagsmenn í póstatkvæðagreiðslu en
nokkur nota rafræna kosningu.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, segir að
næsta vika verði undirlögð undir
kynningar á innihaldi samninganna.
Stéttarfélögin fimm í SGS, sem ekki
skrifuðu undir samningana, verða líkt
og önnur að bera samkomulagið und-
ir félagsmenn þeirra þar sem þau
höfðu veitt SGS umboð til kjaravið-
ræðnanna og eru bundin af undir-
skrift samningamanna SGS þar til
félagsmenn hafa kveðið upp sinn
dóm.
Ákveðið hefur verið að rafrænar
kosningar fari fram um samningana
meðal félagsmanna VR, sem hefur
áður lagt kjarasamninga fyrir félags-
menn í rafrænni kosningu á umliðn-
um árum. Ólafía B Rafnsdóttir, for-
maður VR, segir félagsfundi haldna á
næstunni og gert sé ráð fyrir að kosn-
ingunum ljúki 20. janúar.
„Það verða auglýstir kynningar-
fundir og við sendum bréf til allra fé-
lagsmanna þar sem við kynnum inni-
hald samningsins. Við gerum ráð
fyrir að kynningarfundur verði 15.
janúar hér á höfuðborgarsvæðinu og
atkvæðagreiðslan fer svo fram í fram-
haldi af því.“
Kjarasamningar Flóafélaganna,
Eflingar, Hlífar og Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og nágrenn-
is, verða bornir undir um 17 þúsund
félagsmenn. Sigurður Bessason, for-
maður Eflingar, segir að í framhaldi
af kynningu hefjist póstkosning um
samningana en aldrei hefur verið kos-
ið rafrænt um samninga hjá félaginu.
Menn hafi ekki séð að rafrænar kosn-
ingar um samninga hafi leitt til auk-
innar þátttöku.
Hilmar Harðarson, formaður Sam-
iðnar, á von á að notuð verði rafræn
kosning um samningana meðal fé-
lagsmanna. „Kynningarnar verða
settar í gang í næstu og þarnæstu
viku. Því næst hefst kosningin,“ segir
hann.
Kjósa um samningana og
hefja vinnu við þá næstu
Stéttarfélög undirbúa kynningu og atkvæðagreiðslur um kjarasamningana
Morgunblaðið/Golli
Í höfn Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
fagna samkomulagi. Á milli þeirra er Magnús Pétursson ríkissáttasemjari.
Samningaferlið
» Kjarasamningar ASÍ og SA
voru undirritaðir 21. desember.
» Um er að ræða framleng-
ingu kjarasamninga í tólf mán-
uði.
Samkomulagið verður borið
undir félagsmenn allra stétt-
arfélaganna innan ASÍ á næstu
vikum.
» Niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar á að liggja fyrir í síðasta
lagi kl. 16 hinn 22. janúar.
Kjarasamningar starfsmanna hjá
ríki og sveitarfélögum renna flest-
ir út í lok janúar og febrúarlok og
eru kjaraviðræður að fara í fullan
gang. Skv. upplýsingum frá rík-
issáttasemjara er þegar búið að
bóka mikinn fjölda samningafunda
í húsnæði sáttasemjara alla næstu
viku. Þá verður m.a. haldið áfram
viðræðum sem hófust í seinasta
mánuði á milli sameiginlegrar
samninganefndar Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins, Lands-
sambands slökkviliðsmanna og
SFR við Samtök atvinnulífsins og
Isavia.
Viðræður í fullan gang
MIKIL FUNDARHÖLD AÐ HEFJAST HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA
Þótt kjarasamningar hafi verið
framlengdir fyrir þorra launþega á
almenna vinnumarkaðnum eiga
Samtök atvinnulífsins þó ólokið
milli 70 og 80
smærri samn-
ingum á borð við
fyrirtækjasamn-
inga og sér-
kjarasamninga.
„Þar verður unn-
ið út frá sam-
ræmdri launa-
stefnu sem
mörkuð var í
kjarasamn-
ingnum sem und-
irritaður var 21. desember,“ segir
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA.
Felli einhver stéttarfélög samn-
ingana þarf að taka upp viðræður
milli þeirra og SA en Þorsteinn seg-
ir að raunin hafi verið sú í þeim til-
fellum áður fyrr að ekki hafi verið
samið um neinar sérstakar við-
bætur við félög sem felldu samn-
inga, „enda markar samningurinn
gagnvart heildinni fordæmi fyrir
aðra og það er engin leið fyrir okk-
ur að víkja frá því“.
Boltinn hjá fyrirtækjunum
Það mikilvægasta í þessum
kjarasamningum er að mati hans sá
vísir að breyttum vinnubrögðum
sem hann hvílir á og að allir taki
höndum saman um að hann leiði til
raunverulegrar kaupmáttaraukn-
ingar og verðbólgunni verði náð
niður. Boltinn sé hjá fyrirtækjunum
núna að sjá til þess að kostnaðar-
auki samninganna velti ekki út í
verðlagið svo ná megi verðbólgu-
taktinum hratt og örugglega niður.
Ef það tekst muni verðbólgan strax
í febrúar og mars verða talsvert
lægri en að undanförnu. „Fyrir ári
hækkaði vísitala neysluverðs í febr-
úar um 1,7% sem var gríðarlega
mikil hækkun. Hún helgaðist af
tvennu; annars vegar kjarasamn-
ingi sem þá kom til framkvæmda og
ekki síður af mikilli veikingu geng-
is sem var samfelld frá lokum
ágústmánaðar árið á undan,“ segir
Þorsteinn. „Nú er því ekki til að
dreifa. Við erum með kjarasamning
sem samrýmist verðlagsstöðug-
leika og öfugt við það sem átti sér
stað fyrir ári hefur gengi krón-
unnar styrkst nær samfellt. Fyr-
irtækin hafa því enga forsendu fyr-
ir miklum verðhækkunum á
þessum tímapunkti. Það er á
ábyrgð fyrirtækjanna að við náum
að fylgja þessum kjarasamningum
eftir svo þeir skili raunverulegri
kaupmáttaraukningu á samnings-
tímanum. Það er afar mikilvægt að
okkur takist vel upp við það,“ segir
hann. ,,Stóri prófsteinninn er strax
í næsta mánuði.“
Hægt að ná verð-
bólgunni hratt niður
Þorsteinn
Víglundsson