Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111.
www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur:
www.reykjavik.is
• sent inn erindi vegna fasteignagjalda
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2014 (eftir 27. janúar nk.)
og alla breytingarseðla þar á eftir
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 15. janúar 2014
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða,
líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-71 ára
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum.
Mínar síður
á www.reykjavik.is
Verndarsjóður villtra laxastofna
(NASF) hefur vakið athygli Rík-
isendurskoðunar á tillögum verk-
efnisstjórnar um vernd og orku-
nýtingu landsvæða og athuga-
semdir sjóðsins við að Hvamms-
virkjun í Þjórsá verði flutt í
nýtingarflokk. Telur sjóðurinn að
það geti valdið stórfelldum þjóð-
félagsskaða, skaðabótakröfum og
áralöngum málaferlum, bæði fyrir
ríkið og Landsvirkjun, ef ráðist
verður í frekari undirbúning og
framkvæmdir á grundvelli tillagna
verkefnisstjórnar.
Tillaga verkefnisstjórnar hefur
verið kynnt og gefst hagsmuna-
aðilum og almenningi kostur á að
gera athugasemdir fyrir 19. mars.
NASF telur að tillögur verkefn-
isstjórnar feli í sér óafturkræfar
og illa grundaðar framkvæmdir
sem ekki séu byggðar á þeim
gögnum sem afla þarf, samkvæmt
ályktun Alþingis um rammaáætl-
un. Ekki hafi verið gerðar þær
rannsóknir sem kveðið var á um.
Þá taki flestir þeirra fjölmörgu
vísindamanna sem leitað hafi verið
til undir þessi sjónarmið og stað-
festi hve slælega hafi verið að
verki staðið.
„Í heild sinni er um að ræða til-
lögur um verkefni sem gætu kost-
að þjóðarbúið, sérstaklega skatt-
greiðendur, hundruð milljarða og
við teljum það vera í verkahring
Ríkisendurskoðunar að koma með
einhverjum ráðum í veg fyrir slík-
an kostnað. Þess vegna sendir
NASF þessar athugasemdir sem
kæru til embættisins,“ segir í
erindi NASF. Lagt er til að rann-
sakað verði sérstaklega hvernig
fjármunum skattgreiðenda hefur
verið varið af hálfu Landsvirkj-
unar.
Þá er vakin athygli á því að ekk-
ert hafi verið rætt við eigendur
lögvarins veiðiréttar í Þjórsá eða
Veiðifélag Þjórsár sem beri lögum
samkvæmt að fara með sameig-
inlega hagsmuni lífríkisins og
veiðiréttarhafa.
Forsvarsmaður NASF óskar
eftir fundi til að gera nánari grein
fyrir kærunni. Samkvæmt upplýs-
ingum Ríkisendurskoðunar er ekki
að vænta viðbragða við erindinu
fyrr en að loknum þeim fundi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Lax Slagurinn á bökkum Þjórsár snýst um öryggi fiskstofnanna.
Kæra virkjanaáform
NASF vill að komið verði í veg fyrir
kostnað þjóðarbúsins við virkjanir
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Notkun rafrænna skilríkja í debet-
kortum hefur verið minni en búist
hafði verið við en jafnt þjónustuað-
ilar sem einstaklingar hafa sýnt
þeim aukinn áhuga undanfarið að
sögn Haralds A. Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Auðkennis sem fram-
leiðir rafrænu skilríkin.
Ekki er hægt að sjá hversu marg-
ir nota rafrænu skilríkin til að skrá
sig inn á þjónustusíður né heldur er
hægt að sjá hversu margir kortales-
arar, sem þarf til að lesa skilríkin,
eru í umferð þar sem þeir eru seldir
á mörgum mismunandi stöðum.
Haraldur segir það þó svo að notk-
unin hafi verið minni af ýmsum
ástæðum.
„Við sjáum breytingar núna. Það
er líka vilji þjónustuveitenda að nýta
þetta. Tilkoma skilríkja í síma sem
eru þægilegri og einfaldari í notkun
er góð fyrir almenna útbreiðslu
þeirra,“ segir hann. Greinanleg
aukning hafi orðið í kjölfar Voda-
fone-lekans og segir Haraldur að ör-
yggisvakning sé nú í gangi.
Nú eru um 100.000 debetkort með
rafræn skilríki virkjuð. Nýlega byrj-
aði Síminn að bjóða upp á að fá skil-
ríkin á sim-kort í farsíma og snjall-
tæki en enn sem komið er eru aðeins
um þúsund manns með skilríkin
virkjuð í slíkjum tækjum.
Um 119 stofnanir, bankar og fyr-
irtæki bjóða upp á auðkenningu með
rafrænum skilríkjum í debetkortum
en enn sem komið er er það aðeins
Síminn sem býður upp á innskrán-
ingu með farsímaskilríkjum á þjón-
ustusíðu sinni. Skattstjóri mun þó
bjóða upp á það á næstu dögum og
segir Haraldur að þessi þróun haldi
vonandi fljótt áfram.
Þá eigi notkun rafrænnar undir-
ritunar með skilríkjunum eftir að
aukast hér en hún sé víða notuð á
Norðurlöndum, til dæmis í Noregi.
Miðað við fordæmið þaðan þar sem
lánasamningar eru undirritaðir raf-
rænt er mögulegt að spara milljarða
króna í kostnað við slíka gjörninga í
bankakerfinu.
Á næstu mánuðum
Hjá Landsbankanum fást þær
upplýsingar að þar sé nú unnið á
fullu að því að innleiða rafræn skil-
ríki í sim-kortum og það ætti að
vera í boði á næstu mánuðum. Bank-
inn sjái auk þess tækifæri í skilríkj-
unum til rafrænna undirskrifta.
Arion banki stefnir að því að
bjóða upp á þjónustuna á fyrsta
fjórðungi þessa árs. Prófanir hafi
verið gerðar á síðasta ári sem hafi
gefist vel. Til að byrja með verði að-
eins boðið upp á innskráningar með
rafrænu skilríkjunum í sim-kortum
en ekki rafrænar undirskriftir.
Íslandsbanki segist einnig munu
opna á sim-kortin á fyrri hluta árs.
Hann býður þegar upp á að við-
skiptavinir undirriti skjöl með raf-
rænum skilríkjum á ytri vef sínum,
þó ekki fyrir skjöl þar sem einstak-
lingar eða lögaðilar eru skuldbundn-
ir á lánaskjölum. Það gerist síðar.
Gæti sparað milljarða króna
Fyrstu skrefin í útbreiðslu rafrænna skilríkja í sim-kort Framkvæmdastjóri Auðkennis telur raf-
ræna undirritun geta sparað stórfé í bankakerfinu Bankarnir vinna í lausnum fyrir skilríkin
Morgunblaðið/Ernir
Rafrænt Kortalesara hefur þurft til að nota rafræn skilríki í debetkorti með tölvu. Það er talin vera ein ástæða þess
að notkun skilríkjanna hefur ekki verið eins útbreidd en lesararnir ganga til dæmis ekki í spjaldtölvur.
Nýtt sim-kort þarf til að fá raf-
ræn skilríki í farsíma eða snjall-
tæki. Samkvæmt upplýsingum
Símans, sem er eina fjarskipta-
fyrirtækið sem býður upp á þau
enn sem komið er, eru um 8.000
viðskiptavinir fyrirtækisins þeg-
ar með rétt kort. Þeir sem eru
þegar með rafræn skilríki í de-
betkorti geta sjálfir virkjað þau í
sim-kort í gegnum vefsíðu Auð-
kennis. Auðkenni hefur þjónust-
að viðskiptavini í verslunum
Símans sem fá ný sim-kort og
eiga ekki rafræn skilríki fyrir.
Skv. upplýsingum Vodafone
er gert ráð fyrir að þjónustan
verði tekin í gagnið á fyrri hluta
ársins. Tal hefur ekki tekið
ákvörðun um innleiðinguna en
mun skoða lausnir með heild-
sala sínum á næstu vikum.
Liv Bergþórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Nova, segir sam-
ræmingu skorta. Ekki gangi að
það fari eftir hvaða símtæki eða
símafyrirtæki fólk skipti við
hvernig skilríki það sé með.
„Það þarf að vera auðvelt fyr-
ir notandann að taka þetta í
notkun og aðgengilegra en það
sem virðist vera í boði núna.“
Þarf sam-
ræmingu
FJARSKIPTAFYRIRTÆKIN