Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Heimsmarkaðsverð á útfluttum
þorskafurðum lækkaði um 20% á síð-
asta ári, að sögn dr. Jóns Þrándar
Stefánssonar, sem fer fyrir greining-
ardeild Markó Partners. Hann spáir
því að verðið
muni haldast
nokkuð stöðugt á
næstu mánuðum.
„Framboðið er
nokkuð svipað nú
og það hefur ver-
ið að undan-
förnu,“ segir
hann í samtali við
Morgunblaðið.
Nýjustu útflutn-
ingstölur sem
birtar hafa verið eru fyrir tímabilið
janúar til október en von er á nýrri
tölum innan tíðar.
Markó Partners veitir ráðgjöf til
sjávarútvegsfyrirtækja og gefur út
með reglulegu millibili Seafood In-
telligence Report sem inniheldur
greiningu á ýmsu er varðar eftir-
spurn og framboð á hvítfiski. Fyrir
um einu og hálfu ári spáði fyrirtækið
því að heimsmarkaðsverð á þorski
gæti lækkað um allt að 20% á árinu
2013 og hefur lækkunin orðið nálægt
þeirri spá eins áður hefur komið
fram. Jón Þrándur segir að lækk-
unina megi meðal annars rekja til
aukins framboðs. Þorskkvóti í Bar-
entshafi var aukinn um hátt í 190
þúsund tonn á síðasta veiðiári.
Samkvæmt gögnum Hagstofunn-
ar lækkaði afurðaverð sjófrystra af-
urða frá Íslandi um 14% milli 2012 og
2013, að því er fram kom í frétt
Morgunblaðsins í gær. Óverulegur
munur er á mælingum Hagstofunn-
ar og Markó Partners og segir Jón
Þrándur að í þeirra gögnum sé horft
til verðþróunar í evrum og því lita
gengisbreytingar krónu á liðnu ári
ekki samanburð á afurðaverði á milli
ára auk þess sem tímabil saman-
burðar geti verið breytilegt.
Haldið sjó í tvo mánuði
Heimsmarkaðsverð á sjófrystum
afurðum hefur haldið sjó á undan-
förnum tveimur mánuðum vegna
takmarkaðs framboðs. Veiðin í Bar-
entshafi gekk ekki vel í lok árs, það
takmarkaði framboðið sem aftur
leiddi til þess að verðið hækkaði lít-
illega.
Fiskvinnsla færist í land
Fram hefur komið í fjölmiðlum að
miklar breytingar eiga sér nú stað í
veiðum og vinnslu sjávarafurða hér á
landi. Fiskvinnslan sé smám saman
að færast í land, sjófrysting minnki
og frystitogurum fækki.Útgerðar-
menn hafa sagt í fjölmiðlum að auð-
lindaskattur hafi lagt sitt á vogar-
skálarnar til að stuðla að þessari
þróun.
Jón Þrándur segir að arðsemin sé
meiri í landvinnslu en hjá frystitog-
urum, launakostnaður sé lægri í
landi og hærra afurðaverð fáist fyrir
ferskar afurðir. Þess vegna séu út-
gerðir að færa sig í auknum mæli yf-
ir í landvinnslu. Auk þess sé sveigj-
anleiki í vinnslunni meiri í landi en á
sjó.
Þorskverð lækkaði um 20% í fyrra
Haldið sjó Heimsmarkaðsverð á sjófrystum afurðum hefur haldið sjó á undanförnum tveimur mánuðum vegna takmarkaðs framboðs.
Dr. Jón Þrándur Stefánsson, sem fer fyrir greiningardeild fjármálafyrirtækisins Markó Partners,
telur að heimsmarkaðsverð á útfluttum þorskafurðum muni haldast nokkuð stöðugt á næstu mánuðum
Jón Þrándur
Stefánsson
Markó Partners
» Markó Partners veitir ráð-
gjöf til sjávarútvegsfyrirtækja
og gefur út Seafood Intelli-
gence Report sem inniheldur
greiningu á eftirspurn og fram-
boði á hvítfiski.
VE
ST
UR
LA
ND
SV
EG
UR
VÍKURVEGUR
ÞÚ
SÖ
LD
VÍ
NL
AN
DS
LE
IÐ
Nýtt þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) opnaði
að Vínlandsleið 16 í Grafarholti þann 2. janúar sl.
SÍ annast framkvæmd sjúkra- og slysatrygginga.
Frekari upplýsingar:
• Þjónustuver SÍ – Vínlandsleið 16, Reykjavík
• www.sjukra.is
• Réttindagátt – mínar síður á www.sjukra.is
• sjukra@sjukra.is
• Sími 515-0000
Nýtt þjónustuver
Sjúkratrygginga Íslands
opnaði 2. janúar
SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS
VÍNLANDSLEIÐ 16
150 REYKJAVÍK
Verið hjartanlega velkomin
á nýjan stað á nýju ári!
Landsbankinn hefur nú lokið leið-
réttingu endurreiknings á um
18.000 lánum sem kváðu á um ólög-
mæta gengistryggingu, þar með tal-
ið bílalána (bílalán og bílasamn-
ingar), fasteignalána og lána til
fyrirtækja. Samanlögð fjárhæð þess-
ara leiðréttinga er um 21 milljarður
króna. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá bankanum.
Bankinn segir að undanfarna
mánuði hafi verið lögð áhersla á að
reikna lán sem féllu undir dóm
Hæstaréttar í svokölluðu Plastiðju-
máli. „Lokið hefur verið við að leið-
rétta um 90% þeirra lána. Leiðrétt-
ing endurreiknings þeirra lána og
samninga sem eftir eru hefur reynst
flóknari og tímafrekari en áætlað
var í fyrstu,“ segir í tilkynningunni.
Í kjölfar nýlegra dóma Hæsta-
réttar sem vörðuðu uppgreidda
saminga og fjármögnunarleigu-
samninga liggur fyrir að leiðrétta
og endurreikna þarf um 17.000 lán
til viðbótar því sem áður var talið.
Landsbankinn segist hafa sett sér
það markmið að leiðréttingu allra
þessara lána verði að fullu lokið á
fyrri hluta ársins 2014.
Morgunblaðið/Kristinn
Endurútreikningur Landsbankinn hefur nú lokið leiðréttingu endurreikn-
ings á um 18.000 lánum sem kváðu á um ólögmæta gengistryggingu.
Leiðrétt ólögmæt lán
fyrir 21 milljarð