Morgunblaðið - 04.01.2014, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Skoðið „Intuitiv“
nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu
gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á alþjóðlegri
gleraugnasýningu í Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt
fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum.
Margskipt gleraugu
Sama lága verðið!
SJÓNARHÓLL
Þar sem
gæðagleraugu
kosta minna
Aðeins á
Sjónarhóli
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fulltrúar stríðandi fylkinga í Suður-
Súdan hófu friðarviðræður í Addis
Ababa í gær til að reyna að afstýra
borgarastríði í yngsta sjálfstæða ríki
heimsins. Talið er að þúsundir
manna liggi í valnum eftir átök sem
hófust fyrir tæpum þremur vikum.
Um 200.000 manns hafa neyðst til
að flýja heimkynni sín vegna blóðs-
úthellinganna. Þar af eru um 75.000
manns á vergangi í bænum Awerial
við skelfilegar aðstæður, að sögn
hjálparstofnana. Þær segja að mikill
skortur sé á hreinu vatni, matvælum
og öðrum hjálpargögnum og margir
þurfi að sofa undir berum himni.
Flestir flóttamannanna eru konur og
börn.
Átökin blossuðu upp 15. desember
þegar forseti Suður-Súdans, Salva
Kiir, sakaði fyrrverandi varaforseta
landsins, Riek Machar, um að hafa
reynt að fremja valdarán. Machar
neitar þessu og segir ásökun forset-
ans vera uppspuna sem hann hafi
notað sem tylliástæðu til að hand-
taka pólitíska andstæðinga og koma
á einræði. Machar krefst þess að
Kiir segi af sér og forsetinn hefur
neitað að deila völdunum með Mach-
ar og bandamönnum hans.
Togstreita milli stærstu
þjóðernishópanna
Átökin hafa einnig verið rakin til
togstreitu milli tveggja stærstu
þjóðernishópa Suður-Súdans. Mach-
ar er helsti stjórnmálaleiðtogi næst-
stærsta þjóðernishópsins, Nuer-
manna. Kiir forseti er úr röðum
Dinka-manna, stærsta þjóðernis-
hópsins. Dinka-menn hafa verið sak-
aðir um að vilja drottna yfir öðrum
þjóðernishópum í landinu.
Átökin stafa þó fyrst og fremst af
valdabaráttu mannanna tveggja og
margir þeirra sem hafa gagnrýnt
Kiir eru Dinka-menn eins og forset-
inn. Blóðsúthellingarnar hafa hins
vegar kynt undir togstreitunni milli
þjóðernishópanna og hún er talin
auka hættuna á blóðugu borgara-
stríði. Margir andstæðingar Mach-
ars telja að hann vilji auka völd Nu-
er-manna á kostnað Dinka-manna.
Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í
júlí 2011 samkvæmt friðarsamningi
við stjórn Súdans eftir tveggja ára-
tuga borgarastríð. Ráðamenn nýja
ríkisins eru allir fyrrverandi skæru-
liðaforingjar og reynslan sýnir að
þegar pólitísk vandamál koma upp
hneigjast þeir til að reyna að leysa
þau með hernaði og ofbeldi frekar en
samningum.
Spilltir ráðamenn
Þrátt fyrir miklar olíuauðlindir
Suður-Súdans er landið á meðal
vanþróuðustu ríkja heims vegna
ófriðarins síðustu áratugi. Ráða-
mennirnir hafa lofað að bæta lífskjör
almennings en hafa hneigst til þess
að nota völd sín til að skara eld að
sinni eigin köku. Spilling gegnsýrir
allt stjórnkerfið.
Reynt að afstýra blóðugu stríði
S-Súdan undir stjórn skæruliða sem
vilja helst leysa vandamálin með hernaði Suður-Súdan
100 km
MIÐ-AFRÍKU-
LÝÐVELDIÐ
AUSTUR-KONGÓ ÚGANDA
KENÍA
EÞÍÓPÍA
WAHDA
WARRAP
NORÐUR-BAHR
EL GHAZAL
VÖTN
JONGLEI
AUSTUR-EKVATORÍA
MIÐ-EKVATORÍA
JUBA
SÚDAN
Malakal
Bentiu
Olíusvæði
VESTUR-BAHR EL
GHAZAL
EFRI
NÍL
Olíu-
leiðsla
VESTUR-EKVATORÍA
Bor
200.000 manns
hafa flúið heimkynni sín
75.000 dveljast í
stöðvum SÞ
Þúsundir liggja í valnum eftir nær þriggja vikna átök
Á valdi upp-
reisnarmanna
Harðnandi átök
» Átökin í Suður-Súdan
hörðnuðu í gær þrátt fyrir
friðarviðræðurnar í Addis
Ababa.
» Sveitir stjórnarhersins hófu
sókn að Bor, mikilvægum bæ
sem er á valdi uppreisnar-
manna.
» Talsmaður stjórnarhersins
sagði að hermennirnir væru
nógu margir til að geta náð
bænum á sitt vald innan sólar-
hrings.
» Æðsti embættismaður Sam-
einuðu þjóðanna í Suður-
Súdan hvatti herinn og upp-
reisnarmennina til að hlífa
óbreyttum borgurum og koma
í veg fyrir að neyð flóttafólks-
ins í landinu ykist.
Samgöngur fóru úr skorðum vegna
kafaldsbyls á norðausturströnd
Bandaríkjanna í gær. Aflýsa þurfti
meira en 4.000 flugferðum á svæð-
inu og lýst var yfir neyðarástandi í
ríkjunum New York og New Jersey
vegna stórhríðar og ófærðar. John
F. Kennedy-flugvöllur í New York
var lokaður í nokkrar klukkustund-
ir. Hríðin raskaði samgöngum frá
Vermont í norðri og suður til Wash-
ingtonborgar.
Allt að 60 cm jafnfallinn snjór
mældist í Massachusetts. Um það
bil 16 stiga frost var í Boston í gær-
morgun og spáð var allt að 25 stiga
frosti í New York-ríki.
Vindhraðinn var um 29 m/s þeg-
ar hann var mestur.
Stórhríð raskaði samgöngum
AFP
Hríð Maður á göngu með hund sinn í Brooklyn í New York-borg í gær þegar
samgöngur fóru úr skorðum víða á norðausturströnd Bandaríkjanna.
Nýliðið ár var það hlýjasta í Ástr-
alíu frá því að mælingar hófust árið
1910, að því er fram kemur í árlegri
skýrslu veðurstofu landsins.
Sumarið 2012-2013 var það hlýj-
asta síðan mælingar hófust. Það
sumar var hitabylgja sem lauk 19.
janúar 2013, en það var fyrsti dag-
urinn frá 31. desember 2012 sem
hitinn mældist ekki yfir 45 stigum
einhvers staðar á landinu. Vorið
var það hlýjasta og veturinn sá
þriðji mildasti frá því að mælingar
hófust. Meðalhiti ársins var 1,2 stig-
um yfir meðaltali.
Sarah Perkins, sem stundar lofts-
lagsrannsóknir við Háskóla Nýja
Suður-Wales, segir að skýrslan
staðfesti að áhrifa hnattrænnar
hlýnunar sé farið að gæta í Ástr-
alíu. „Rannsóknir hafa sýnt að
hættan á sumrum eins og 2013 hef-
ur fimmfaldast, vegna loftslags-
breytinga af mannavöldum.“
Roger Jones, annar sérfræðingur
í loftslagsmálum, segir að niður-
stöður skýrslunnar hljóti að vera
áhyggjuefni fyrir alla Ástrala, m.a.
vegna skógarelda sem fylgja hita-
bylgjunum.
Mesti hiti síðan mælingar hófust
Langt yfir meðaltali
Yfir meðaltali
Í meðallagi
Meðalhiti
1. janúar – 31. desember 2013
Frávik
frá meðalhita 1,20 ˚Celsíus
yfir meðaltali
árið 2013
1910
-1,25
-1,00
-0,75
-0,50
-0,25
0
0,25
0,50
0,.75
1,00
1,25
20101920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000
400 km
10 ára meðaltal
˚Celsíus
2013 var heitasta árið í Ástralíu
Byggist á gögnum sem veðurstofa landsins safnaði og rannsakaði
Nýja
Suður-
Wales
Viktoría
Queensland
Vestur-
Ástralía Suður-
Ástralía
Tasmanía
Norðanverð
Mið-Ástralía
CANBERRA
Heimild: Árleg loftslagsskýrsla veðurstofu Ástralíu, BOM
Hlýjasta árið síðan
mælingar hófust
Hlýnunin sögð mikið áhyggjuefni