Morgunblaðið - 04.01.2014, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
✝ IngimundurÆvar Þor-
steinsson fæddist 1.
mars 1937 í Enni.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Blönduósi 23. des-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Þorsteinn Sigurðs-
son, f. 1.3. 1901, d.
7.1. 1967 og Hall-
dóra Sigríður Ingimund-
ardóttur, f. 19.5. 1896, d. 23.11.
1967, bændur í Enni. Systkini
Ævars sammæðra eru Sveinn
Helgi, f. 1915, d. 1915, Hólm-
fríður Kristín, f. 1916, d. 1995,
Sveinn Helgi, f. 1918, d. 1970,
Arína Margrét, f. 1919, d. 1999
og Ingimar Sigurberg, f. 1920, d.
1921. Alsystkini eru Elsa Guð-
björg, f. 1930, búsett á Ketils-
stöðum á Völlum, og Sigurður
Heiðar, f. 1934, búsettur á
Blönduósi.
Hinn 20.10, 1962 kvænist Ingi-
mundur Ævar Ingibjörgu Jós-
efsdóttur, f. 9.7. 1944, foreldrar
Jósef Sigfússon, f. 28.11. 1921, d.
21.12. 2012, og Fjóla Kristjáns-
dóttir, f. 10.11. 1918, bændur á
Torfustöðum í Svartárdal og síð-
ar búsett á Sauðárkróki, bróðir
Ingibjargar Kristján, f. 1947, bú-
Ýrr Ingvarsdóttir, f. 1994.
Ævar gekk í þennan hefð-
bundna sveitaskóla sem boðið
var upp á og byrjaði ungur að
vinna bæði heima fyrir og víðar.
Síðar fór hann suður og var
nokkur ár við ýmis tilfallandi
störf, bæði til sjós og lands. Æv-
ar og Ingibjörg kaupa Enni
1967. Byggðu upp jörðina og
bjuggu myndarbúi lengst af með
hross og sauðfé, eða þar til riðu-
veikin bankaði upp á veturinn
1984 og var þá allt sauðfé skorið
niður en þá fjölguðu þau hross-
unum. Ævar var rækt-
unarmaður, sem best má sjá á
því að hann var búinn að rækta
og græða upp nánast alla mela í
Ennislandi og var mjög stoltur
af. Ævar átti mikið af góðum og
fallegum reiðhestum í gegnum
tíðina og vildi vera vel ríðandi, á
meðan hann fór á bak og ekki
var verra að eiga góðan hund
líka. Ævari þótti gaman að grípa
í spil bæði brids og lomber. Hitt-
ust hann og spilafélagar hans
vikulega í mörg ár og spiluðu
lomber. Hann var mikill nátt-
uruunnandi og dýravinur, víð-
lesinn og unni sveitinni sinni
mikið og var hún hans hjartans
mál. Gegndi Ævar mörgum
trúnaðarstörfum, m.a. í sveit-
arstjórn, hestafélaginu Neista,
hagsmunafélagi hrossabænda,
Hrossaræktarsambandi A-Hún.,
veiðifélagi Blöndu og Svartár,
Lionsklúbbi Blönduóss.
Ævar verður jarðsunginn í
dag, 4. janúar 2014, frá Blöndu-
óskirkju kl. 14.
settur í Skagafirði.
Börn Ævars og
Ingibjargar eru: 1.
Stúlka, f. andvana
26.3. 1961. 2. Hall-
dóra, f. 29.5. 1962,
búsett í Braut-
artungu Lundar-
reykjadal, gift
Guðna Eðvarðssyni,
f. 1960. Börn
þeirra: Ingimundur
Pétur, f. 1980,
kvæntur Ríkeyju Björk Magn-
úsdóttur, f. 1979. Börn þeirra:
Aron Kristinn, f. 1999, Sindri
Freyr, f. 2004 og Katrín Lilja, f.
2007. Einar Örn, f. 1991, unnusta
Eva Ösp Sæmundsdóttir, f. 1994.
Guðfinna Sif, f. 1994. 3. Dreng-
ur, f. andvana 17.5 1964. 4. Jó-
steinn, f. 12.4. 1966, búsettur í
Reykjavík. 5. Fjóla, f. 22.12.
1970, búsett í Keflavík, gift Guð-
mundi Guðbergssyni, f. 1968.
Börn þeirra: Hafrún Eva, f.
1991, barn hennar Heiðdís Rós
Kristjánsdóttir, f. 2011. Guðjón
Örn, f. 1993 og Ásdís Rán, f.
1997, faðir þeirra er Kristján
Karlsson, Huginn Heiðar, f.
2004, d. 2008. Sonur Guðmundar
Natan Freyr, f. 1989, unnusta
Sóley Ásgeirsdóttir, f. 1989. 6.
Ingibjörg, f. 17.2. 1972, búsett í
Reykjavík, barn hennar Bryndís
Elsku afi.
Þegar ég var lítil þá sat ég alltaf
á vinstra lærinu þínu, en þegar ég
varð of stór til þess að sitja þar þá
flutti ég mig yfir í stólinn við hlið-
ina á þér og þar sat ég, alltaf. Þeg-
ar ég gisti hjá ykkur ömmu fannst
mér alltaf svo notalegt að vakna
við óminn af útvarpinu og þegar
þú slóst pípunni í öskubakkann.
Notalegt að koma fram og borða
morgunmatinn við hliðina á þér og
lesa Moggann yfir handlegginn á
þér. Alveg sama hvað við gerðum
saman, ég var svo stolt af þér,
stolt af því að vera barnabarnið
hans Ævars í Enni, mannsins sem
gat allt, vissi allt, kunni allt. Mér
fannst alltaf svo notalegt, alveg
sama hvort ég var þriggja ára, tólf
ára eða rúmlega tvítug, að lauma
litlu hendinni minni í lófann þinn
sem var alltaf svo hlýr og fyllti
mig trausti.
Það er svo margt sem þú
kenndir mér, þú átt það alveg
skuldlaust hvað ég les mikið, al-
veg sama hvaða bækur þú réttir
mér, ég las þær frá fyrsta staf til
seinasta stafs. Öll þau skiptin þeg-
ar við keyrðum Laxárdalinn og þú
þuldir upp öll bæjarheitin í daln-
um þangað til ég lærði þau og svo
lést þú mig þylja þau upp fyrir þig
og hættir ekki fyrr en ég kunni
þau öll. Ég er þakklát fyrir þetta í
dag, þótt mér hafi ekki þótt þetta
neitt sérstaklega skemmtilegt þá.
Ef ég var hjá þér var ég tekin með
í allt sem þú gerðir, hvort sem það
var að gefa eða reka hross, og mér
þykir rosalega vænt um þessar
stundir sem við áttum saman.
Þú, elsku afi minn, varst stoltur
maður, ekki bara af sjálfum þér
og búinu þínu heldur líka af okk-
ur, fjölskyldunni þinni. Þú varst
maðurinn sem ég leit alltaf mest
upp til og gerði eiginlega allt sem
þú sagðir að ég ætti að gera, bara
fyrir afa minn.
Þú varst frábær, svo hlýr og
yndislegur.
Takk fyrir allar stundirnar
okkar sem ég vildi óska að hefðu
orðið miklu fleiri og takk fyrir allt
sem þú kenndir mér.
Ég elska þig, elsku afi í sveit-
inni.
Þín
Hafrún Eva.
Elsku afi.
Nú ertu kominn til hinna engl-
anna minna og ekkert stendur eft-
ir nema minningin um þig. Ég
man alltaf vel eftir því þegar ég
var lítil að þú bauðst okkur krökk-
unum í óvæntar ferðir, stundum
út á mel að gefa hrossunum eða
upp á Laxárdal, en það sem stend-
ur mest upp úr hjá mér var þegar
þú bauðst okkur með þér á snjó-
sleða og ég fór alltaf lengstu salíb-
unurnar, eins og þú kallaðir þær. Í
þessum salíbunum átti ég það til
að syngja fyrir þig og eitt af óska-
lögunum þínum var Eitt hjól und-
ir bílnum. Ég gleymi því heldur
aldrei að þú varst alltaf að biðja
mig um að hoppa, og ég hlýddi
auðvitað, en svo þegar ég varð
eldri hætti ég því og sagði stund-
um upp á grínið að ef ég myndi
gera það núna myndi gólfið
brotna, og þá var það útrætt. Svo
man ég líka eftir því að við
mamma vorum hjá ykkur nema
það að amma var hjá lækni svo við
mamma vorum vinnukonur á
heimilinu. Svo er kominn matur
og allir eru sestir við borðið og
mamma kemur með matinn, legg-
ur hann á borðið og segir okkur að
borða eins mikið og við getum því
hún er handviss um að kötturinn
vilji þetta ekki. Ég man ekki leng-
ur hvað hún sagði, en ég man alla-
vega að ég var að fá mér vatns-
sopa og fannst mér það sem hún
sagði greinilega mjög fyndið
vegna þess að ég frussaði vatninu
alveg óvart út úr mér og yfir þig
og mömmu. Allir hlógu að þessu,
meira að segja ég, þar sem ég var
að reyna að ná andanum yfir vask-
inum, og þú, sem ætlaðir heldur
betur að vera alvarlegur, gast það
bara alls ekki þar sem allir í kring-
um þig hlógu, svo það endaði með
því að þú hlóst með okkur. Ég á
svo margar og góðar minningar
um þig, afi minn, að ég get varla
talið þær upp, en ég man að þú
varst alltaf svo yndislegur maður
og fróður um alla veraldlega hluti.
Þú áttir líka fullt af allskonar bók-
um sem var gaman að kíkja í,
brandarabækur, dýrabækur,
ljóðabækur og margar fleiri. Þeg-
ar ég var 6-7 ára lastu fyrir mig
ljóð sem hét Afastelpan, sem er
virkilega fallegt ljóð. Þú gast líka
verið algjör stríðnispúki, sérstak-
lega um jólin, þegar þú fórst
stundum inn í eldhús þar sem
möndlupokinn stóð á borðinu rétt
hjá möndlugrautnum, tókst eina
möndlu og faldir hana undir tung-
unni á þér og þóttist ekki hafa
gert neitt þangað til annað kom í
ljós, en auðvitað var þetta bara
grín hjá þér, sem heppnaðist oft-
ast vel. Ég mun heldur aldrei
gleyma því sem þú sagðir ein-
hvern tímann við mig þegar ég og
mamma vorum að fara aftur heim
eftir helgi hjá ykkur ömmu. Við
vorum að kveðja, þú tókst utan
um mig, kysstir mig á kinnina eins
og þú varst vanur og sagðir:
„Bless elskan mín, og stattu þig
nú vel í skólanum“ og ég sagði á
móti: „Ég geri það, afi minn,“
kyssti þig og hélt svo með mömmu
til Reykjavíkur. Takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og takk
fyrir allar þær yndislegu stundir
sem við áttum saman. Ég mun
aldrei gleyma því hversu yndis-
legur og góður maður þú varst.
Ég mun alltaf minnast þín sem
reffilegs manns með pípustert í
munni og góðlegt bros í andlitinu.
Hvíldu í friði, afi minn.
Þitt barnabarn,
Bryndís Ýrr.
Kær vinur er fallinn frá.
Landslagið er breytt. Þegar við
hugsum til vinar okkar, Ævars í
Enni, birtast ótal myndbrot, sem
ylja okkur um hjartaræturnar.
Kynni okkar við hjónin í Enni
hófust sumarið 1980, en þá voru
hjá okkur í nokkra daga tvö trippi
frá Enni, sem voru á leið til Dan-
merkur. Okkur þótti trippin væn-
leg og það varð úr, að við hringd-
um í bóndann í Enni og festum
kaup á nokkrum trippum, sem
hann átti að velja fyrir okkur og
senda suður, síðar um haustið.
Greiðsla var send og ungviðið skil-
aði sér á umsömdum tíma og hef-
ur síðan verið grunnurinn að okk-
ar hrossastofni. Það var svo síðla
vetrar, að Ævar kom suður, og þá
hófust okkar raunverulegu kynni.
Síðan þá þróaðist með okkur vin-
átta, sem aldrei bar skugga á.
Þessi vinátta einskorðaðist ekki
bara við hjónin í Enni, heldur
einnig við Ennisbörnin Jóstein og
systur. Við minnumst margra
ógleymanlegra stunda á Laxár-
dalnum, við hrossasmölun, stund-
um á hestbaki, og í Skrapatungu-
réttum, við að ganga sundur
hrossin. Um árabil mættum við
galvösk í hrossagallanum í smölun
og í hrossaréttirnar í boði Ævars
og Ingibjargar og nutum þeirra
frábæru gestrisni. Þá var glaum-
ur og gleði og mikið spjallað fram
á rauðanætur um hross. Þá var oft
fjölmennt í Enni og sofið í öllum
hornum.
Yndislegt var að sækja Enni
heim í gróandanum að vori, njóta
þess að ganga milli nýkastaðra
meranna og skoða folöldin spræk
og falleg. Iðulega var svo keyrt út
um allar sveitir, býli skoðuð og
ótal sögur sagðar. Já minningarn-
ar að norðan eru óteljandi. Svo er
það hin hliðin á peningnum, Ævar
þurfti oft að sinna erindum fyrir
sunnan og má segja að hann hafi
undantekningalítið gist hjá okkur
í Naustanesi, okkur hjónum til
mikillar gleði. Eins og allir vita,
sem til þekkja, fannst Ævari
grænt og gróðursælt land fallegt,
en hrjóstrugt og gróðursnautt
land og sandar ekki eins áhuga-
vert. Það tók okkur nokkur ár að
fá þau Ævar og Ingibjörgu til að
heimsækja okkur í Lóninu. Við
áttum þar ánægjulega samveru í
stórbrotnu landslagi, sem að
sönnu er frekar rýrt af gróðri, en
þeim mun ríkara af annarskonar
náttúrufyrirbrigðum og viti
menn, Ævar viðurkenndi að
þarna væri undurfagurt, þrátt
fyrir skort á hinum eina sanna
græna lit. Haldið var uppteknum
hætti og ófáar ökuferðir voru
farnar til að skoða sveitir lands-
ins, m.a. í uppsveitir Árnes- og
Rangárvallasýslu og í Borgar-
fjörðinn. Svona var nú samlífið
með Ævari, eða eins og vinur okk-
ar beggja, Albert smiður, myndi
segja, tóm hamingja. Einu kom-
um við ekki í verk, sem við hefðum
átt að gera, en það var að ferðast
saman til útlanda, en ekki dugir að
sýta það.
Við þökkum Ævari fyrir sam-
fylgdina og vonumst til að hitta
hann aftur á iðjagrænum völlum
handan þessa heims. Ingibjörg
mín, börn, tengdabörn, barna-
börn, aðrir ættingjar og vinir, við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur á þessari sorgarstund, en
munum að lífið heldur áfram og
við getum yljað okkur við ótal fal-
legar og góðar minningar um góð-
an dreng.
Ottó og Þorbjörg.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina
(Hjálmar Freysteinsson)
Vinátta okkar Ævars var mér
ómetanleg og finnst mér heimur-
inn pínu tómlegur án hans. Hann
hafði einstakt lag á að sýna mér
hina hliðina á hlutunum þegar við
ræddum málin við eldhúsborðið,
hann var ekki mikið fyrir að
„fjasa“ um hlutina eins og hann
orðaði það heldur sagði hann allt-
af það sem honum fannst og not-
aði kjarngóð íslensk orð til þess,
sum yrðu sennileg ekki birt á
þessum vettvangi.
Ég ætla að láta staðar numið
hér og geyma áfram við eldhús-
borðið umræðurnar okkar og
hlýja mér við að rifja upp í hug-
anum tilsvörin hans og faðmlagið
sem hver heimsókn endaði á.
Takk, kæri vinur, fyrir að vera
nákvæmlega eins og þú varst,
ómetanlegur eðalsteinn.
Elsku Ingibjörg, Ingan mín og
Jósteinn, Halldóra, Fjóla og fjöl-
skyldur.
Bið þess að guð haldi yfir ykkur
verndarhendi á erfiðum stundum.
Valgerður Gísladóttir.
Ég kynntist Ævari árið 1955,
er ég var á tíunda ári og kom fyrst
að Enni. Það var fyrsta sumarið af
nokkrum sem ég var í sumarvinnu
að Enni, hjá Þorsteini og Hall-
dóru, foreldrum Ævars. Það var
mikið ævintýri fyrir ungan hesta-
áhugamann að koma að Enni.
Ævar, sem var nokkrum árum
eldri en ég, dreif mig strax á hest-
bak. Daglega riðum við suður í
hvamm við Blöndu, til að elta uppi
og marka nýfædd lömb. Í einni af
þeim ferðum varð Ævar fyrir því
óláni að slíta hásin við að hlaupa
uppi lamb. Þjáðist hann mjög, og
átti erfitt með að komast á bak
hesti sínum og ríða heim að Enni.
Faðir Ævars ók honum síðan á
jeppanum á Sjúkrahúsið á
Blönduósi. Háðu meiðslin Ævari
lengi. Ævar var hress og uppá-
tækjasamur þessi ár sem ég var í
Enni, og margt skemmtilegt
brallað. Eftir að Ævar og Ingi-
björg fluttu til Reykjavíkur, lágu
leiðir okkar Ævars saman að
nýju. Áður en Ævar fór suður
hafði ég fengið hjá honum jarp-
skjóttan hest, og síðar keypt ann-
an. Við Ævar gátum því aftur riðið
út saman, hér syðra.
Eftir að Ævar og Ingibjörg
tóku við búi í Enni, hittumst við
ekki í nokkur ár. En seinna eign-
aðist ég nokkra góða fola úr rækt-
un þeirra hjóna. Við Áslaug nut-
um gestrisni Ingibjargar og
Ævars í mörg ár, er við gistum í
Enni í kring um stóðréttir á
haustin. Þá var jafnan margt um
manninn í Enni og glatt á hjalla,
Ævar í essinu sínu, og þau hjónin
höfðingjar heim að sækja. Þessar
ógleymanlegu stundir geymum
við með okkur.
Guð blessi minningu Ævars í
Enni.
Við Áslaug sendum Ingibjörgu
og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Þorleikur Karlsson.
Ingimundur Ævar
Þorsteinsson
Fleiri minningargreinar
um Ingimund Ævar Þor-
steinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Háaleitisbraut 16,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
26. desember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 6. janúar kl. 13.00.
Björg Pjetursdóttir,
Magnús Pétursson, Júlíanna H. Friðjónsdóttir,
Guðfinna Pjetursdóttir, Guðmann Bjarnason,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HALLDÓRA NELLIE PÁLSDÓTTIR,
Rauðalæk 8,
Reykjavík,
andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn
14. desember.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þórarinn Sveinsson,
Sigurbjörg E. Þórarinsdóttir, Guðmundur R. Guðmundsson
María Þórarinsdóttir, Ingileifur Einarsson,
Þórarinn Jón Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SÓLVEIG INDRIÐADÓTTIR,
Engjavegi 55,
Selfossi,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
2. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Björn Sverrisson,
Indriði Björnsson, Edda Björk Sævarsdóttir,
Erla Soffía Björnsdóttir, Daði Jóhannesson,
Kolbrún Björnsdóttir, Sveinn Elíasson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HANS RAGNAR SIGURJÓNSSON
skipstjóri,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
30. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 8. janúar kl. 13.00.
Anna Scheving Hansdóttir, Tryggvi T. Tryggvason,
Ása Björk Hansdóttir, John S. Berry,
Ágústa Hansdóttir, Halldór Pétursson,
Unnur Björg Hansdóttir, Pjetur Einar Árnason,
Sigurjón Hansson, Kristín Guðbrandsdóttir Jezorski,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÓLFUR PÁLSSON
lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn
2. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eydís María Þórólfsdóttir,
Dóra Kristín Þórólfsdóttir, Sigurður Ómar Ásgrímsson,
Inga Þórólfsdóttir, Einar Baldvin Axelsson,
Kristján Máni, Eva Kristín, Svanhvít Þóra,
María Björk, Hildur Herdís og Axel Þór.