Morgunblaðið - 04.01.2014, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
✝ Þórdís Odds-dóttir fæddist
að Hvarfsdal á
Skarðströnd í Dala-
sýslu 22. október
1924, hún lést á
sjúkrahúsi Akra-
ness 19. desember
2013. Foreldrar
hennar voru Oddur
Bergsveinn Jens-
son, fæddur á
Harastöðum á
Fellsströnd í Dalasýslu 9. apríl
1880, d. 29. júlí 1962, og seinni
kona hans, Valfríður Ólafsdóttir
frá Vatni í Haukadal í Dala-
sýslu, f. 30. júlí 1893, d. 9. sept.
1984. Fjölskyldan flutti að Sæ-
lingsdal í Hvammsveit þegar
Þórdís var tíu ára gömul. Þórdís
sótti nám í farskóla og árin
1944-45 var hún í húsmæðra-
skóla Staðarfells. Systkin Þór-
maki Þórarinn Siggeirsson, þau
eiga sex börn, 5. Friðjón Örn, f.
20. júlí 1955, maki Anna María
Kristjánsdóttir, þau eiga fimm
börn. 6. Sólrún Bára f. 19. jan-
úar 1957, maki Óðinn Krist-
mundsson, þau eiga fjórar dæt-
ur, 7. Oddur Kristinn, f. 6.
september 1966, maki Íris Björg
Sigurðardóttir, þau eiga sex
börn. 8. Jakobína Valfríður, f. 8.
október 1967, sambýlismaður
Jóhann Jónsson, þau eiga fjóra
syni. Barnabarnabörn Guð-
mundar og Þórdísar eru 20.
Þórdís kynntist Guðmundi í
Hvammi í Hvammsveit árið
1945 er þau voru í vinnu-
mennsku hjá séra Pétri Odds-
syni. Ári seinna héldu þau til
Reykjavíkur og hófu þau búskap
í Breiðabliki 1, við Sundlauga-
veg. Vorið 1951 fluttu þau að
Borgum á Skógarströnd og
bjuggu þar til ársins 1964 en þá
futtu þau að Ketilsstöðum í
Hörðudal í Dalasýslu og bjuggu
þar síðan.
Þórdís verður jarðsungin frá
Snóksdalskirkju í dag, 4. janúar
2014, og hefst athöfnin kl. 14.
dísar eru: Guðrún
Valfríður, f. 1916,
d. 2000, Rósa, f.
1921, Hallgrímur
Pétur, f. 1923,
Katrín Ólafía, f.
1928, d. 1996, Ólaf-
ur Valdimar, f.
1935, Samfeðra:
Helga, f. 1904, d.
1995 og Alfons, f.
1905, d. 2004. Sam-
býlismaður Þórdís-
ar var Guðmundur Jónsson,
fæddur á Mjóabóli í Haukadal í
Dalasýslu 27. apríl 1926, d. 21.
nóvember 2007. Börn þeirra eru
1. Drengur, f. 12. desember
1946, d. 14. mars 1947, 2. Jóna
Guðný, f. 5. október 1948, maki
Jón Guðmundur Jakobsson, þau
eiga fjögur börn, 3, Valur Berg-
sveinn, f. 7. nóvember 1950, 4.
Sóley Ólafía, f. 18. maí 1954,
Kveðja frá dóttur.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Hjartkær móðir, hljóð við flytjum
heitt og einlægt þakkarmál.
Minning hlý, sem morgunsunna
mildar harm og vermir sál.
Kært við þökkum ástúð alla,
umhyggju og kærleikstryggð.
Átti nokkur hlýrra hjarta,
heilli skapgerð, meiri dyggð.
Allra kaustu undir græða,
örlát var þín fórnarlund.
Vildir hverjum gesti greiða,
gera fram á síðustu stund.
Ljúfar stundir litlu börnin,
léku glöð við skautið þitt.
Drottinn launar, drottinn blessar,
drottinn þekkir barnið sitt.
(Daníel Kristinsson)
Ó, mamma mín nú leiðir skilja að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild að heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs mín stærsti
sjóður.
(Höf. Árni Gunnlaugsson)
Að minnast góðrar móður
er mannsins æðsta dyggð
og andans kærsti óður
um ást og móðurtryggð.
Hjá hennar blíðum barmi
er barnsins hvíld og fró.
Þar hverfa tár af hvarmi
og hjartað fyllist ró.
(Freysteinn Gunnarsson)
Við kveðjum þig með kærleikans huga,
þér kristur launar fyrir allt og allt.
Þú varst svo sterk og lést ei böl þig
buga
og birtan skín í gegnum húmið kalt.
Það er gott er lífsins degi lýkur,
að ljómi birta um þann sem kvaddur er.
Því eitt er víst, að Guð vor gæsku-
ríkur,
glaða framtíð hefur búið þér.
Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði,
um landið efra að Edens fögrum lund,
og á þinn legstað blóm sín fögur
breiði,
svo blessi Drottinn þessa hinstu
stund.
Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir,
þú leiddir okkur fyrstu bernskuspor.
Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir,
að enn þér skíni blessuð sól og vor.
Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,
þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.
Þig verndi og gæti allir englar góðir,
ástarþakkir, mamma, góða nótt.
(H.J.)
Þín dóttir og tengdasonur,
Jóna Guðný og Jón.
Nú er mamma farin, það er
eitthvað svo endanlegt, enginn
rúntur eftir vinnu eða um helgar á
Akranes að heimsækja mömmu á
sjúkrahúsið.
Engin jóla- eða áramótasímtöl
eins og var fastur liður væri mað-
ur ekki hjá henni og skrýtið að
upplifa að vera ekki á Ketilsstöð-
um um jólin og samt ekki tala við
mömmu í síma.
Ég veit að hún átti frátekið sæti
á himnum, ætli þar sé ekki eilíft
vor og fuglasöngur en það væri
henni að skapi, hún hafði yndi af
fuglum og sá til þess að þeir hefðu
mola að narta í, henni fannst fugla-
söngurinn líka yndislegur, sjálf
hafði hún yndi af að syngja og var
alltaf raulandi við vinnuna, en hún
var alltaf að og allir sem komu að
Ketó fengu verkefni, margir fengu
það verkefni að fara í rabarbar-
agarðinn að taka upp rabarbara,
þrífa þá og skera „svona 15 leggi“
sagði hún.
Frá því hún kom á sjúkrahúsið
nefndi hún það nokkrum sinnum
að það væri leiðinlegt að vera
svona „ekki til nokkurs gagns“.
Eðlilega var hún ekki sátt við
stöðuna sem komin var upp.
Mamma hafði alltaf verið léttlynd
og ósjaldan að maður flissaði með
henni, ég er rík að hafa átt hana
sem móður því ýmislegt hef ég
grætt í veganesti hjá henni og
þakka fyrir góðar stundir með
henni og pabba sem féll frá í nóv-
ember 2007.
„Guð geymi þig“ sagði mamma
alltaf þegar ég var lítil og hún
kyssti mig góða nótt. Nú sný ég
þessu við elsku mamma og segi:
Guð geymi þig.
Jakobína V. Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín, nú hefur þú
kvatt í hinsta sinn. Ég á svo
margar góðar og yndislegar
minningar um þig sem streyma
um huga minn á þessum sorgar-
tíma og ég brosi í gegnum tárin
þegar ég rifja þær upp. Mér
finnst líka eins og ég heyri í þér
þegar ég minnist þín, heyri glað-
væra hláturinn þinn. Ég minnist
líka þessarar skemmtilegu
stríðni sem þú varst vön að stríða
mér með, þú spurðir mig oft um
mín einkamál með glettni og
hlóst svo dátt á eftir. Ég man eft-
ir þér í eldhúsinu í sveitinni þeg-
ar þú hrærðir í kökur og hnoð-
aðir í kleinur. Þú áttir ekki
kökukefli og notaðir því flöskuna
góðu til að fletja út deigið. Við
saman að baka kleinurnar, ég
sneri upp á þær og þú steiktir
þær í pottinum. Þú varst alltaf að
baksa í eldhúsinu og niðri í
þvottahúsi og þú varst alltaf
syngjandi eða raulandi við vinn-
una og talaðir oft við fréttamann-
inn í útvarpinu. Þú tókst þér
sjaldan frí og þegar þú komst til
okkar í Hafnarfjörðinn þá varst
þú alltaf með hugann vestur á
Ketó því þú hafðir svo miklar
áhyggjur af afa og Val frænda í
sveitinni, hvort þeir fengju nú
ekki nóg að borða eða fengju
ekkert með kaffinu. Þú gleymdir
heldur ekki smáfuglunum og
honum Krumma því alltaf gafstu
þeim í gogginn.
Þegar ég kom í sveitina til ykk-
ar afa þá var alltaf nóg á boðstól-
um og ég fór aldrei svöng í bólið
því þú hugsaðir alltaf svo vel um
alla. Ég man eftir þér, amma mín,
úti í fjósi að mjólka upp á gamla
mátann, uppi í garði að setja niður
kartöflur með afa eða sitjandi inni
í eldhúsi að prjóna vettlinga eða
sokka á fólkið þitt. En nú ertu far-
in eftir næstum árs veikindi og ég
er viss um að afi og litli sonur þinn
sem þú fékkst að hafa í svo stutta
stund hjá þér hafi tekið á móti þér.
Og ég veit í hjarta mér að nú líður
þér vel og við munum sjást aftur
þegar minn tími kemur og þá
munum við sko baka kleinur sam-
an og gera að gamni okkar eins og
við gerðum svo oft. Ég mun ávallt
elska þig og sakna, amma mín.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
Þórdís
Oddsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar
streyma
um hjörtu þau er heitast unnu
þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum
hjá,
þær góðu stundir blessun,
amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir
færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sölvi Freyr og
Hólmar Ingi.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Alúð • Virðing • Traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
frá Blönduósi,
sem lést sunnudaginn 29. desember
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í
Reykjavík fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.00.
Jón Ingi Jósafatsson, Alda Sigrún Sigurmarsdóttir,
Sigvaldi Hrafn Jósafatsson, Guðfinna Jóna Eggertsdóttir,
Jónína G. Jósafatsdóttir, Bjarni Benedikt Arthursson,
Pétur Jósafatsson, Málfríður Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN MATTHILDUR
VALHJÁLMSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 2. janúar.
Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Örn S. Einarsson,
Guðrún Matthildur Arnardóttir, Snorri Ólafur Snorrason,
Erla Sigríður Arnardóttir, Jón Oddur Jónsson,
Vigdís Rún Arnardóttir
og langömmubörn.
✝
Áskær sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
EINAR SIGURÐSSON,
Nesbakka 3,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
laugardaginn 28. desember.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
þriðjudaginn 7. janúar kl. 14.00.
Sigurður Anton Arnfinnsson,
Þórdís Sigurðardóttir, Jeff Clemmensen,
Henry Fannar Clemmensen,
Agnes Fönn Clemmensen,
Írena Fönn Clemmensen.
✝
Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN BJARNI STEFÁNSSON,
Háeyrarvöllum 18,
Eyrarbakka,
lést á líknardeild LSH þriðjudaginn
31. desember.
Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju
föstudaginn 10. janúar kl. 14.00.
Oddrún Bjarnadóttir,
Stefán Þór Bjarnason, Eva Bryndís Helgadóttir,
Vignir Bjarnason, María Fjóla Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RÓSA STEFÁNSDÓTTIR
frá Hauganesi,
lést á Dalbæ föstudaginn 3. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna Soffía Haraldsdóttir, Bragi Guðmundsson,
Helga Níelsdóttir, Björn Friðþjófsson,
Rósa Kristín Níelsdóttir, Benjamín Valgarðsson,
Stefán Garðar Níelsson, Hulda Njálsdóttir,
Eyrún Níelsdóttir, Ómar Steindórsson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
BJARNA EIRÍKSSONAR
bónda,
Miklholtshelli.
Guðrún Guðmundsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁGÚSTU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Eiríksbakka,
Biskupstungum,
Ofanleiti 11,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á SÍBS eða aðrar
líknarstofnanir.
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Hafliði Benediktsson,
Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir, Magnús Kristinsson,
Kristján Skarphéðinsson, Guðrún B. Einarsdóttir,
Danfríður Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona,
DAGNÝ ÖSP RUNÓLFSDÓTTIR
Bjarkarheiði 6,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 30. desember.
Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Runólfur Þór Jónsson,
Hrefna Lind Heimisdóttir, Friðjón Þórðarson,
Una Ósk Runólfsdóttir, Haukur Benedikt Runólfsson,
Kristinn Hólm Runólfsson, Berglind Kvaran Ævarsdóttir,
Thelma Rún Runólfsdóttir, Þráinn Ómar Jónsson.